Morgunblaðið - 20.03.2008, Side 50

Morgunblaðið - 20.03.2008, Side 50
...og er svo vel vandað til þess verks að bíómyndin lítur út eins og ein stór Benetton- auglýsing… 56 » reykjavíkreykjavík  Og meira af Íslensku tónlist- arverðlaununum sem Dr. Gunni gerir að umtalsefni á bloggsíðu sinni, en athygli vakti að hvorki Björk Guðmundsdóttir né Megas voru viðstödd til að taka á móti þeim verðlaunum sem þeim féllu í skaut. „Sigtryggur [Baldursson] og EÖB [Einar Örn Benediktsson] enn og aftur að sækja styttur fyrir Björk. Bjánalegt. Hætta að dæla þessu í kellu nema hún sæki sjálf. Henni er alveg sama þótt hún fái þetta ekki. Megas mætti auðvitað ekki heldur. Of kúl fyrir svona,“ skrifar doktorinn meðal annars. Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is „EFTIRPARTÍIÐ fjaraði út eiginlega strax og við komumst að því að klukkan ellefu eru eig- inlega öll eldhús í Reykjavík lokuð og enginn staður opinn til þess að fara á og halda upp á þetta, svo við enduðum á því að fara á Hlölla- báta,“ segir Páll Óskar, sem var valinn söngvari ársins, fékk netverðlaun Tónlist.is og vinsælda- verðlaun Visir.is á Íslensku tónlistarverðlaun- unum á þriðjudaginn. „Þetta var voða sætt, en kannski merki um það að Reykjavík er ekki al- veg jafnmikil stórborg og við erum stundum að monta okkur af.“ Honum þykir sérstaklega vænt um að fá verð- launin sem almenningur velur. „Þetta skiptir mestu máli, en ég er auðvitað bara mjög upp með mér eftir kvöldið og er ennþá að ná mér nið- ur á jörðina. Allt í kringum plötuna, Allt fyrir ástina, er búið að vera eitt risastórt ævintýri og þessi uppskeruhátíð í gær var kremið á kökuna.“ Hann hefur sjaldan átt meiri vinsældum að fagna og er nú þegar bókaður út árið. „Þetta er allt komið og það er allt planað. Ég veit hvar ég verð á gamlárskvöld,“ segir hann. Þeir aðdá- endur Páls Óskars sem skipuleggja sig jafnlangt fram í tímann geta merkt við á síðustu blaðsíð- unni í dagbókinni að þá liggi leiðin á NASA. „Ég þakka bara guði fyrir að fólk skuli nenna að hringja í mann og biðja mann að spila, vegna þess að það er ekkert sjálfgefið í jafnóútreikn- anlegum bransa og tónlistarbransinn er. Þannig að ég er alveg sérstaklega þakklátur fyrir að fá að vera á staðnum og poppa. Fólk tekur við því sem maður sendir frá sér af svo miklum hlýhug. Ég hef fengið send myndbönd af þriggja ára gömlum börnum sem eru að syngja „Allt fyrir ástina“ og kunna textann utan að. Svona augna- blik eru mér mun mikilvægari en öll verðlaun. Þetta eru stærstu verðlaunin.“ Páll Óskar heldur upp á fimmtán ára starfs- afmæli í ár. „Það er ef talið er frá fyrstu sóló- plötunni minni, sem kom út 1993 og hét Stuð. Þetta er afmælisár hjá mér núna og ætlunin er að halda stórtónleika í Laugardalshöllinni í haust. Þeir tónleikar verða svona yfirlitssýning yfir síðustu fimmtán ár. Í kjölfarið kemur svo tvöföld safnplata með diskóinu öðrum megin og ballöðunum hinum megin. Þannig að það er nóg að gera.“ Endaði á Hlöllabátum  Páll Óskar Hjálmtýsson fór heim með þrjár styttur af Íslensku tónlistarverð- laununum  Bókaður út árið og veit hvar hann verður næsta gamlárskvöld Morgunblaðið/Árni Sæberg Kom, sá og sigraði Páll Óskar hefur sjaldan notið meiri vinsælda en síðan Allt fyrir ástina kom út fyrir tæpu ári. MEISTARAVERK Bítlanna, plat- an Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band, verður flutt í heild sinni á tvennum tónleikum í Há- skólabíói á laugardaginn af mörg- um fremstu söngvurum landsins, tíu manna rokksveit Jóns Ólafs- sonar píanóleikara og 40 hljóð- færaleikurum úr Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Söngvararnir eru þeir Björgvin Halldórsson, Stefán Hilmarsson, Sigurjón Brink, Daníel Ágúst Har- aldsson, Eyjólfur Kristjánsson og KK. Hljómsveitarstjóri er Bern- harður Wilkinson, tónlistarstjóri Jón Ólafsson og Þorgeir Ástvalds- son kynnir. Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band er jafnan talin ein áhrifamesta hljómplata allra tíma og þótti marka tímamót í tón- listarsögunni þegar hún kom út árið 1967. Fyrri tónleikarnir hefj- ast kl. 17 og þeir síðari kl. 21. Miðasala fer fram á Midi.is. Íslenskt bítl í Háskólabíói Sígild Plata Bítlanna, Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band. ■ Lau. 29. mars kl. 14.00 Maxímús Músíkús - Tónsprotatónleikar Músin Maxímús Músíkus villist inn á æfingu og tónleika hljómsveitar- innar. Tónleikar í tilefni af útkomu samnefndrar barnabókar Hallfríðar Ólafsdóttur flautuleikara með myndum eftir Þórarin Má Baldursson víóluleikara. Valur Freyr Einarsson leikari segir söguna af Maxímúsi, trúðurinn Barbara lítur við og Maxímús sjálfur kemur í heimsókn. Á efnisskránni eru m.a. Bolero eftir Ravel og fyrsti kaflinn úr fimmtu sinfóníu Beethovens. Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson ■ Fim. 3. apríl kl. 19.30 Einstakur gestur Robert Levin er einhver merkasti tónlistarhugsuður okkar tíma. Hann leikur píanókonsert nr. 3 eftir Beethoven og spinnur sína eigin kadensur. ■ Fös. 4. apríl kl. 21.00 Heyrðu mig nú! Öðruvísi upplifun af sinfóníutónleikum. Stuttir tónleikar þar sem lista- mennirnir kynna verkin og partí í anddyri Háskólabíós á eftir. Róbert Levin leikur píanókonsert eftir Beethoven og spinnur út frá lögum sem tónleikagestir leggja til. Heppnir tónleikagestir vinna iPod í boði FL Group. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is  Það hefur varla farið framhjá mörgum að Íslensku tón- listarverðlaunin voru afhent í Borgarleikhúsinu í fyrrakvöld. Það hefur eflaust ekki heldur farið framhjá neinum sem fylgdist með beinni útsendingu Sjónvarps frá athöfninni hversu mörg auð sæti voru í salnum. Engin skýring hefur fengist á þessu fá- menni, en tvær eru þó líklegar: Að annað hvort hafi stór hluti þess fólks sem var boðið ekki látið sjá sig, eða þá að barinn frammi í and- dyri leikhússins hafi haft óvenju sterkt aðdráttarafl þetta kvöld. Verðlaunaafhendingin þótti ann- ars heppnast nokkuð vel, þótt kynn- irinn Felix Bergsson hafi að vísu sagt nokkra brandara sem fóru fyr- ir ofan garð og neðan. Tómlegt á tónlistar- verðlaunum Hvar voru Björk og Megas?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.