Morgunblaðið - 20.03.2008, Page 54

Morgunblaðið - 20.03.2008, Page 54
54 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Lýstu eigin útliti Frekar lágvaxin, ljóshærð (í dag, gæti verið svarthærð á morgun!), bláeygð. Frekar erfitt að lýsa eigin útliti reyndar. Hvaðan ertu? Ég er Hafnfirðingur síðan ég var eins og hálfs. Er ættuð frá Stöðv- arfirði og Breiðdalsvík. Hvernig er kærleikurinn á litinn? (spyr síðasti aðalsmaður, leikkonan Birna Hafstein) Kærleikurinn er blár með gylltum röndum. Ertu í einhverjum samtökum? Nei, engum samtökum. Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór? Dýralæknir. Hvað færðu mörg páskaegg og núm- er hvað? Örugglega eitt, veit ekki númer hvað. Hvaða bók lastu síðast? Korku sögu (skyldulesning í ís- lensku). Hvaða tónlist hlustarðu á þessa dagana? Svo margt. Að syngja er eins og að … … svífa um háloftin í draumi. Hvernig er að vera 14 ára unglingur á Íslandi? Flókið en geðveikt „næs“! Hver er þinn uppáhaldstextasmiður á Íslandi? Óskar Axel, að sjálfsögðu! Uppáhaldstónlistarmaður/ hljómsveit? Svo margir góðir tónlistarmenn og sveitir. Áttu þér uppáhaldskvikmynd? Á mér ekki uppáhaldskvikmynd, nei, en mér finnst skemmtilegt að horfa á Næturvaktina og Stelpurnar. Helstu áhugamál? Að syngja, vera með vinum og bara skemmta mér. Eftirlætislið í ensku knattspyrn- unni? Whaaat! Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfa þig? Að ég syng bara glettilega vel. Hvaðan færðu innblástur í list- sköpun þinni? Ég veit ekki hvaðan hann kemur en ég bara verð að syngja. Hvað er næst á dagskrá hjá ykkur Óskari Axel? Spennandi tímar framundan. Tökum upp lög í Stúdíó Sýrlandi á næst- unni. Vonandi svo bara að semja meira og syngja meira og hafa gam- an af þessu áfram! Hvers viltu spyrja næsta viðmæl- anda? Í hvaða sæti verður Ísland í Euro- vision? KAREN PÁLSDÓTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Karen „Ég bara verð að syngja,“ segir söngkonan unga. AÐALSMAÐUR VIKUNNAR ER 14 ÁRA OG Í HIPPHOPPDÚETT MEÐ ÓSKARI AXEL ÓSKARSSYNI. KAREN OG ÓSKAR HREPPTU 2. SÆTI MÚSÍKTILRAUNA 2008 OG HLUTU AUK ÞESS VIÐ- URKENNINGU FYRIR TEXTAGERÐ Á ÍSLENSKU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.