Morgunblaðið - 20.03.2008, Síða 55

Morgunblaðið - 20.03.2008, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 55 BRESKI tónlistarmaðurinn James Blunt mun halda tónleika í nýrri bygginu Laugardalshallarinnar hinn 12. júní næstkomandi. Það er fyrirtækið Concert sem flytur Blunt inn. Blunt sló í gegn víða um heim árið 2005 með plötunni Back to Bed- lam og seldist sú plata í einum 11 milljónum eintaka á heimsvísu og hlaut Blunt fimm Grammy- tilnefningar, tvenn MTV-verðlaun og tvenn Brit-verðlaun fyrir þá plötu. Í september sl. sendi Blunt frá sér plötuna All the Lost Souls sem hefur notið mikilla vinsælda víða um heim. Ísleifur Þórhallsson tónleikahald- ari segir um 20 manns fylgja Blunt, þar af um fjórðungur tónlistarmenn. „Ég er búinn að eltast við hann lengi, líkt og Dylan, ræða við um- boðsmenn þeirra mjög lengi,“ segir Ísleifur. Í upphafi hafi staðið til að halda tónleikana á smærri stað en með vaxandi vin- sældum Blunts hafi tónleikastað- urinn stækkað. Vinsældir Blunts hafi vaxið mikið á und- anförnum þremur árum, eins vin- sælasta tónlistarmanns Bretlands á heimsvísu. Blunt á að baki feril í breska hern- um, var þar kafteinn og tók m.a. þátt í friðargæslustörfum í Kosovo. Miðasala á tónleikana hefst að öllum líkindum í apríl nk. Um 3.500 miðar verða í boði og væntanlega skipt niður í þrjú verðsvæði, að sögn Ís- leifs. Blunt í Laugardalshöll James Blunt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.