Morgunblaðið - 07.04.2008, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.04.2008, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Suðurlandsbraut 24 • 108 Reykjavík • Sími 569 0900 Fax 569 0909 • lifbank@lifbank.is • www.lifbank.is Ársfundur Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn miðvikudaginn 9. apríl n.k. kl. 17.30. Fundurinn verður haldinn á Hótel Loftleiðum, Þingsal 1. Dagskrá: 1. Venjuleg störf ársfundar skv. 6. gr. samþykkta sjóðsins. 2. Önnur mál. Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna. Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. Afsláttur af málningarvörum 20% Sætúni 4 Sími 517 1500 Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður. Skútuvogi 13, S. 517 1500 www.teknos.com Net12 er rakin leið fyrir þau fyrirtæki og félög sem vilja fara í alvöru vaxtarækt með Byr. FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA Notaðu vextina strax Sími 575 4000 | www.byr.is // Hleyptu vexti í reksturinn // Fáðu háa ávöxtun // Reiknaðu dæmið til enda Þú færð vaxtavexti af þeim vöxtum sem ekki eru greiddir jafnóðum út. ÓRAUNHÆFT er að ætla að Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF, þurfi að koma Íslandi til aðstoðar. Hafa engar umræður átt sér stað í þá veru við sjóðinn. Þetta segir Sturla Pálsson, fram- kvæmdastjóri alþjóða- og markaðs- sviðs Seðlabankans, í samtali við Morgunblaðið, spurður um viðbrögð við frétt breska blaðsins Sunday Telegraph frá í gær, þess efnis að IMF gæti þurft að koma Íslandi til bjargar ef allt færi á versta veg í efnahagsmálum hér á landi. „Hlutverki sjóðsins er þannig háttað að hann kemur ekki inn nema allt sé farið í kalda kol. Við- komandi land færi þá inn í sérstaka aðgerðaáætlun á grundvelli strangra skilyrða. Lönd eru komin í verulega vond mál ef þau þurfa að leita til Alþjóða-gjaldeyrissjóðsins. Það er algjörlega óraunhæft að við þurfum að fara þessa leið og gera samninga við sjóðinn. Staða okkar er þröng en fjarri því að efnahags- kerfið sé hrunið, sem er nánast for- senda fyrir aðkomu sjóðsins,“ segir Sturla. IMF hefur skort hlutverk Hann er ásamt bankastjóra frá Seðlabankanum á leið á árlegan vorfund sjóðsins í Washington í vik- unni og hefur ekki orðið var við um- ræðu eða tillögur um breytt hlut- verk IMF vegna lausafjár- kreppunnar á alþjóðamörkuðum, eins og gefið er í skyn í frétt Sunday Telegraph. Sturla segir að vissulega hafi IMF skort ákveðið hlutverk í góð- æri síðustu ára á alþjóðamörkuðum. Lítið hafi verið um útlán og eft- irspurn lítil eftir lánum til þróun- arlanda og nýmarkaðsríkja. Sturla bendir á að í ljósi aukinna fjármálahreyfinga hafi sjóðurinn á undanförnum árum hins vegar horft í auknum mæli á áhrif fjármála- markaða á efnahag heimsins í sínu eftirlitshlutverki. Í frétt breska blaðsins er enn fjallað um nýlega stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands og hún sögð vera neyðaraðgerð þar sem íslenska hagkerfið sé nú þegar illa statt. Síðasti valkostur að fá aðstoð frá IMF Morgunblaðið/Kristinn IMF Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn tekur íslenska efnahagslífið reglulega út og sérfræðingar sjóðsins kynna hér niðurstöður sínar nýlega á fundi. Í HNOTSKURN »Ísland á ásamt 184 öðrumríkjum heims aðild að Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum. »Árlegur vorfundur fer fram ívikunni í Washington. » Í frétt Sunday Telegraph erbent á að IMF hafi síðast grip- ið inn í árið 1976 þegar breska pundið hrundi tímabundið. FLAGA tapaði 12,6 milljónum dala, um 939 milljónum króna, á árinu 2007, samanborið við 690 þúsund dala tap árið áður. Þar af var 11,5 milljóna dala tap á síðasta fjórðungi ársins, en árið áður var hagnaður sama tímabils 662 þúsund dalir. Tekjur yfir árið jukust um 2% og námu 33,2 milljónum dala, en hagn- aður fyrir afskriftir (EBIDTA) nam 127 þúsundum dala, samanborið við milljón dali árið 2006. Heildareignir félagsins í árslok námu 47,9 milljónum dala og var hlutfall eigin fjár 57%. Veltufé til rekstrar nam 1,2 milljónum dala. Í tilkynningu frá Flögu segir að fé- lagið hafi stigið framfaraskref á árinu þrátt fyrir ófullnægjandi sölu. Tekjur hafi verið undir væntingum og því hafi stjórnin tilkynnt virðis- rýrnun viðskiptavildar. Sveiflur séu áfram fyrirsjáanlegar í náinni fram- tíð félagsins, en „það er staðföst trú yfirstjórnar Flögu Group að lang- tímahorfur félagsins séu traustar.“ Aðalfundur Flögu fer fram 17. apríl næstkomandi, þar sem m.a. liggur fyrir tillaga um útgáfu nýs hlutafjár með mögulegri breytingu víkjandi skuldabréfa í hlutabréf. Þá verða kynntar hugmyndir stjórnar um áframhaldandi skráningu félags- ins í kauphöll. Í framboði til stjórnar eru Bogi Pálsson, Eggert Dagbjartsson, Er- lendur Hjaltason, Hákon Sigurhans- son og Hildur Árnadóttir. Í vara- stjórn bjóða sig fram þeir Helgi Jóhannesson og Sveinn Þór Stefáns- son. Tap Flögu Group um 900 milljónir Morgunblaðið/Ásdís LANDVINNINGAR íslenskrar verslunar er yfirskrift ársfundar Út- flutningsráðs, sem fram fer í dag á Grand hóteli á milli kl. 15-17. Meðal ræðumanna á ársfundinum er Lars Egenäs, endurskoðandi og einn eigenda Deloitte í Svíþjóð, en þar hefur hann starfað í nær 30 ár og veitt ráðgjöf til fyrirtækja á neyt- endamarkaði, einkum á sviði bók- halds og fjármála. Hefur hann kynnt sér ítarlega stöðu smásöluverslunar á Norðurlöndunum og er m.a. aðal- höfundur skýrslunnar Nordic Pow- ers of Retailing 2007. Aðrir sem flytja ávörp á ársfund- inum eru Valur Valsson, stjórnarfor- maður Útflutningsráðs, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra, Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, og Lárus Jóhannesson, stofnandi og annar eigandi 12 Tóna. Samkvæmt upplýsingum frá Út- flutningsráði verður á fundinum varpað ljósi á þróun útrásar ís- lenskrar smásöluverslunar. Lars mun m.a. kynna fyrrnefnda skýrslu en í henni kemur fram að Baugur er þriðja stærsta smásölufyrirtæki Norðurlanda og hefur vaxið hraðar á liðnum fimm árum en nokkurt annað fyrirtæki á sama markaði. Útrás íslenskrar verslunar krufin ● FÉLAG í eigu Ómars Benedikts- sonar, varaformanns stjórnar Icelandair Group, Sandview Capital, seldi fyrir helgi 5,65 milljónir hluta í Icelandair á genginu 24,6. Söluvirði viðskiptanna er því um 139 milljónir króna. Eftir þau á Sandview 55,5 milljónir hluta í félaginu, eða um 5,5% af heildarhlutafé. Ómar Ben seldi í Icelandair Group ● KAUPÞING býður nú upp á innlána- reikninga sína Kaupthing Edge í sex löndum og brátt bætist það sjöunda við. Alls geta nú um 170 milljónir Evr- ópubúa lagt inn á reikninga bankans en í árslok er stefnt á að um 380 milljónir manna geti orðið við- skiptavinir Kaupþings. Þetta kemur fram í frétt sænsku fréttaþjónust- unnar Direkt en þar er haft eftir Pet- er Borsos, upplýsingafulltrúa Kaup- þings í Svíþjóð, að í mars hafi Kaupþing opnað Edge í Þýskalandi í mars og stefni á að opna innlánalín- una í Danmörku næst. Fyrir áramót opnaði Kaupþing Edge línu sína í Finnlandi og Svíþjóð en í janúar bættust Noregur og Belgía í hópinn og í febrúar Bretland. Kaupþing opnar Edge- reikning í Þýskalandi ● BRESKA blaðið Sunday Times birtir leiðréttingu í gær á frétt sinni fyrir viku, þess efnis að breskir sparifjáreigendur hefðu tekið út peninga sína í stórum stíl af innlánsreikningum Kaupþings og Landsbankans í Bretlandi eftir að stýrivextir voru hækkaðir á Íslandi í 15%. Leiðréttingin snýr að reikningi Kaupþings, Kaupthing Edge, en bankinn fór fram á hana, en eftir því sem næst verður komist óskaði Landsbankinn ekki eftir leiðréttingu, þó að bankinn hefði talið fréttina fjarri raunveruleikanum. Bentu Kaupþingsmenn á að sú vika sem blaðið hefði vísað til hefði verið sú besta í Bretlandi, aldrei fleiri hefðu opnað reikning á einni viku. Sunday Times birtir leiðréttingu ÞETTA HELST ...

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.