Morgunblaðið - 07.04.2008, Page 18

Morgunblaðið - 07.04.2008, Page 18
fjármál fjölskyldunnar 18 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Bensínhækkanirnar undan-farið eru sennilega farnarað rífa duglega í buddunahjá flestum bíleigendum. Þegar við bætast aðrar verðhækk- anir er ekki laust við að menn fari að kanna hvernig hægt sé að draga úr eldsneytiskostnaðinum. Sigurður Ingi Friðleifsson, fram- kvæmdastjóri Orkuseturs, á nokkur ráð til þess uppi í erminni. „Ég vil líta á þetta frá tveimur forsendum, þ.e. hvort hugmyndin sé að skipta um bíl eða vera áfram á þeim sama,“ segir hann og heldur áfram. „Það eru magnaðir möguleikar í því að skipta um bíl og það án þess að gengisfella kröfur um stærð bif- reiðarinnar. Breytileikinn innan hvers flokks er ótrúlega mikill.“ Í fyrsta lagi segir hann vél- arstærð venjulegra fólksbíla skipta miklu máli. „Í raun er fáránlegt hvað við kaupum oft stórar bílvélar sem við höfum ekkert við að gera því hér má hvergi keyra yfir 90 kílómetra hraða. Það er lítið mál að velja bíl sem er jafn-stór og rúm- góður og hinn bíllinn en er einfald- lega með minni vél sem eyðir minna eldsneyti.“ Í öðru lagi er hægt að fá bíl sem gengur fyrir öðru eldsneyti. „Skyn- samlegast er að skipta yfir í metan eins og verðið er í dag, en metan- ígildi líters af 95 oktana bensíni kostar um 84 krónur. Vandamálið er hins vegar að það er bara ein áfyllingarstöð á landinu en þessir bílar eru þó yfirleitt með lítinn bensíntank sem hægt er að bjarga sér á ef maður er langt frá met- anstöðinni.“ Mildari leið væri að skipta yfir í dísilbíl. „Dísilbílarnir eyða 25% minna en bensínbílarnir þannig að þó að dísillinn sé 5% dýrari í dag er hann samt hagkvæmari.“ Sigurður nefnir líka svokallaða tvinnbíla sem verða stöðugt vinsælli. Þeir hafa rafmagnshjálparkerfi til hliðar við bensínvélina sem gerir það að verk- um að þeir eyða margfalt minna en jafnstór bensínbíll. „Loks getur fólk fært sig á milli bílaflokka með því að spyrja sig hvort það þurfi bíl af þeirri stærð sem það ekur eða hvort minni bíll gæti hentað. Er jeppaeigandinn t.d. daglega uppi á jökli eða utan vega? Ef ekki má þá kannski skipta úr jeppa í jeppling meðan aðrir skipta úr fólksbíl í smábíl eða annað slíkt.“ Þeim sem hafa áhuga á saman- burði milli bíltegunda má benda á einfalda reiknivél inni á heimasíðu Orkuseturs, www.orkusetur.is, þar sem sjá má svart á hvítu hvað hver og einn bíll eyðir miðað við ákveð- inn akstur á ári. Réttur loftþrýsingur í dekkjum Þeir sem eru ekki í þeirri að- stöðu að geta skipt um bíl sísona hafa þó fjölmarga möguleika á að draga úr eldsneytiseyðslunni. „Þá skiptir viðhaldið lykilmáli,“ segir Sigurður. „Fyrsta atriðið er að tékka á loftþrýstingi í hjólbörðum en bílarnir geta eytt allt að 10% meiru ef of lítið eða ójafnt loft er í dekkjunum. Menn þurfa ekki að vera neinir bifvélavirkjar til að lag- Svíður undan svartagullinu Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Árni Sæberg Eldsneytissparnaður Ef verð á eldsneyti hækkar um tíu prósent er lítið mál að fækka ferðum um tíu prósent sársaukalaust, að mati Sigurðar Inga Friðleifssonar, framkvæmdastjóra Orkuseturs. Menn ættu líka að taka sekúndubrot í að spyrja sig hvort þeir þurfi virki- lega að fara eða hvort þeir geti fengið far hjá öðrum. Eldsneytisdroparnir eru svo dýrir þessa dagana að fleiri en meðaljónarnir svitna yfir því að fylla tankana á bílunum sínum. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir leitaði leiða til að fækka ferðunum á bensínstöðvarnar. „VISTAKSTUR er sparakstur,“ útskýrir Hrönn Bjargar Harð- ardóttir, ökukennari. „Í því felst sparnaður á bensíni, bílnum, tækjunum í honum og ekki síst á ökumanninum sjálfum.“ Hún segir vistakstur ganga að miklu leyti út á að lesa umferðina og það sem er framundan í henni. „Í öðru lagi er reynt að forðast allar óþarfa hemlanir þannig að í stað þess að þrusa sér upp að næsta bíl og hemla svo eða nauð- hemla á rauðu ljósi reynir maður að renna vel í gegn um umferð- ina. Í raun er verið að einfalda aksturinn en skila bílnum á jafn- skömmum og stundum skemmri tíma þangað ökumaðurinn ætlar sér en með allt að 10 - 15% minni eyðslu en áður.“ Hún segir algeng mistök öku- manna að halda áfram á fullu blússi þótt þeir sjái rautt ljós framundan eða aðrar hindranir. „Menn græða meira á því að hægja á sér með því að gíra nið- ur og sjá hvort ljósið verði ekki grænt svo hægt sé að halda áfram án þess að hemla. Flestöll umferðarljós eru stillt þannig að eftir að menn eru búnir að ná einu ljósi á grænu ná þeir því næsta og þarnæsta svo fram- arlega sem þeir halda venjuleg- um hraða, sem oftast er hámarks- hraði.“ Skilar bara fleiri hrukkum Sjálf aksturstæknin er líka mikilvæg. „Þegar tekið er af stað, t.d. á ljósum, eiga gírskipt- ingarnar að vera tiltölulega örar upp. Best er að skipta við 2.500 snúninga að hámarki og alls ekki fara yfir 3.000 snúninga. Þá er eldneytisgjöfin höfð jöfn næsta þriðjung af leiðinni áður en öku- maðurinn fer að lesa og búa sig undir næstu ljós.“ Hún segir stress og tímapressu oft valda mestu bensíneyðslunni. „Þá skipta menn oft um akrein og þrusa bílnum upp í rassinn á þeim næsta – gefa inn og hemla á víxl sem skilar þeim yfirleitt engu nema einni hrukku eða gráu hári í viðbót og miklu hærri bensínreikningi. Þegar þeir koma á staðinn hafa þeir ekkert verið fljótari en hjartslátturinn er mun örari en áður og kannski ollu þeir einhverjum hættu og höf- uðverk á leiðinni.“ Forðist hlutlausan Vistaksturskennslan tekur ekki langan tíma að sögn Hrannar, eða einn og hálfan til tvo klukku- tíma. Hún fer þannig fram að ek- in er fyrirfram ákveðin leið með kennaranum um leið og tölva í bílnum skráir niður aksturslagið og eyðsluna. Eftir hringinn út- skýrir kennarinn hvað mætti bet- ur fara áður en sami hringur er ekinn á ný undir hans leiðsögn. „Það er t.d. mjög algengt að fólk setji í hlutlausan eða standi á kúplingunni til að láta bílinn renna enda var einu sinni sagt að það væri sparnaður í því. Það er vitleysa því bíllinn heldur þá að hann sé í lausagangi og setur aukabensín inn á vélina.“ Árangurinn kemur líka á óvart. „Ég er búin að kenna alls konar fólki: bæði einkabílstjórum og at- vinnubílstjórum, konum, körlum, ungum og gömlum, og það er alltaf jafn hissa á því hvað miklu getur munað á eyðslunni. Þeir sem bæta sig mest nota allt að 15% minna eldsneyti á seinni hringnum en þeir sem eru búnir að velta þessu svolítið fyrir sér spara kannski 7%. Bensínsparn- aðurinn er þó ekki það eina, heldur líður ökumanninum betur, hann minnkar líkurnar á árekstri töluvert og sparar bílinn, brems- urnar, kúplinguna og annað slit.“ Jafnhratt með minna stressi og bensíni Morgunblaðið/Valdís Thor Sparakstur „Best er að skipta við 2.500 snúninga að hámarki og alls ekki fara yfir 3.000 snúninga,“ segir Hrönn Bjargar Harðardóttir ökukennari. www.aka.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.