Morgunblaðið - 07.04.2008, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 07.04.2008, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 21 Lífskjör okkar Íslendinga hafa batn-að mikið á síðustu árum og áratug-um. Segja má að frá myndun rík-isstjórnar Steingríms Hermanns- sonar 1988 til þessa dags, í um 20 ár, hafi lífskjör okkar batnað meir og velmegun ver- ið hér meiri en víðast hvar í Evrópu. Á þessu 20 ára tímabili hefur Framsóknarflokkurinn verið í ríkisstjórn í um 15 ár. Fyrir vikið hef- ur hér verið stjórnað af festu og heiðarleika með hagsmuni íslensku þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Traust og trúnaður ríkti í stjórn- arsamstarfi því sem við framsóknarmenn tókum þátt í. Stjórnarstefnan í atvinnu- málum lagði áherslu á aukinn fjölbreytileika og uppbyggingu gjaldeyrisskapandi fram- kvæmda, svo sem með byggingu álvers Al- coa á Reyðarfirði, sem skila mun gríð- arlegum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. Fjármálafyrirtækjum var jafn- framt skapaður grunnur til vaxtar á erlendum mörkuðum. Fjármálafyrirtækin hafa fyrir vikið skilað þjóðarbúinu mikl- um tekjum á síðustu árum og nema skatttekjur ríkissjóðs af þremur stærstu bönkunum tugum milljarða síðustu árin. Mikil framkvæmdagleði og bjartsýni hefur ríkt á allra síð- ustu árum. Vorið 2007 beið Framsóknarflokkurinn hins vegar kosningaósigur og við tók ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Ljóst var strax frá upphafi að þetta stjórnarsamstarf byggðist ekki á skýrri framtíðarsýn og því síður á trausti milli stjórnarflokkanna, eins og berlega hefur komið í ljós á síðustu mán- uðum. Á haustþingi vöruðum við framsókn- armenn við hinni nýju stjórnarstefnu að auka útgjöld ríkissjóðs strax í upphafi kjör- tímabils um 20% á milli ára á sama tíma og ljóst var að ekki væri raunhæft að tekjur rík- issjóðs ykjust. Á þetta var ekki hlustað og af- leiðingarnar blasa nú við; vaxandi verðbólga og stighækkandi vextir frá mánuði til mán- aðar. Á haustmánuðum bættist síðan við óró- leiki á erlendum fjármálamörkuðum með erfiðara aðgengi íslenskra lánastofnana að erlendu lánsfé. Við hvöttum forsætisráð- herrann og ríkisstjórnina til að grípa þegar í stað til samræmdra aðgerða, m.a. með sam- eiginlegri kynningarherferð ríkisstjórnar, viðskiptabanka, Seðlabanka, lífeyrissjóða og Samtaka atvinnulífsins erlendis, til að eyða ranghugmyndum um íslenskan efnahag og atvinnulíf. Á þetta var fallist í orði, en fram- kvæmdin var með ólíkindum ómarkviss. Af- leiðingin er sú að undanfarinn mánuð hefur íslenskt atvinnulíf og íslensk efnahagsstaða verið skotspónn erlendra spákaupahéðna og ýjað hefur verið að því að svo hafi í sumum tilfellum verið með erlendar greining- ardeildir bankanna. Nú er svo komið að trú- verðugleiki okkar sem efnahagslega sjálf- stæðrar þjóðar er í veði og þar getur brugðið til beggja vona. Kaupmáttur almennings rýrnar nú dag frá degi, krónan hefur fallið í verði gagnvart Evrópugjaldmiðlum frá ára- mótunum síðustu um þriðjung og verðbólga fer sívaxandi. Þá eru vextir hér þeir lang- hæstu í Evrópu. Atvinnufyrirtæki og ein- staklingar standa ekki undir þessu vaxtastigi til lengdar og á haustmánuðum má búast við hrinu gjaldþrota hjá einstaklingum og fyr- irtækjum með tilheyrandi atvinnuleysi og landflótta ungs fólks, ekki síst í ljósi þess að ríkisstjórnin sem fer með efnahagsstefnuna tekst ekki á við vandamálin. Ekkert er mik- ilvægara en að grandskoða sem fyrst hvort Seðlabankinn þurfi ekki á víðtækari verk- færum að halda í baráttunni við verðbólguna. Tilraunin frá 2001 um fljótandi gengi hefur nú sýnt sig í því að það er verið að greiða nið- ur verðbólgu með ofurvöxtum sem leiðir af sér ranga gengisskráningu gagnvart útflutn- ings- og samkeppnisatvinnuvegunum Þyrnirósarsvefn ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hefur því sofið Þyrnirós- arsvefni í tæpt ár og valdið íslensku þjóðinni ómældu efnahagslegu tjóni. Formaður Sam- fylkingarinnar hefur komið fram með sín úr- ræði á allra síðustu dögum og eru þau blend- in fyrir margra hluta sakir. Í stuttu máli má segja að hún leggi til að loka fyrir fram- kvæmdir sem eru gjaldeyrisskapandi, svo sem álver í Helguvík og við Húsavík. Hún leggur til aukinn innflutning matvæla á kostnað innlendrar framleiðslu og þá ætlar hún ríkissjóði að kaupa skuldabréf af bönk- unum í stórum stíl. Formaður Samfylking- arinnar var heppinn að eftir 12 ára sam- stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks var ríkissjóður búinn að greiða upp skuldir sínar. Mótmæli við minnkandi kaupmætti, vax- andi verðbólgu og hækkandi rekstrarkostn- aði munu færast í aukana á næstu vikum og mánuðum, verði ekkert að gert eins og rík- isstjórnin boðar með sínum Þyrnirós- arsvefni. Það aðgerðarleysi hefur nú þegar leitt til þess að alþjóðlega mats- fyrirtækið Fitsch hefur breytt horfum sínum fyrir Ísland úr stöðugum í neikvæðar og Standard & Poor’s spyr eftir áformum ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður. Framsóknarflokkurinn boðar lausnir En hvað er til ráða á Íslandi í þeirri stöðu sem við erum nú í? 1. Mynda þarf nýja, starf- hæfa ríkisstjórn til að fást við þá efnahagsörðugleika sem nú blasa við og fara sí- fellt vaxandi. Best væri að fyrst færu fram kosningar en ef ekki næst sam- staða um það þarf ríkisstjórnin að segja af sér. Framsóknarflokkurinn lýsir sig reiðubúinn, eins og ávallt, til að bregð- ast ekki trausti þjóðarinnar og takast á við erfiðleikana af festu og einurð með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. 2. Auka þarf útflutningstekjur þjóðarbús- ins. Því má ekki útiloka stóriðjufram- kvæmdir á Húsavík og í Helguvík. Jafn- framt þarf að endurmeta ákvörðun um hámarksafla í þorski í ljósi frétta af mik- illi þorskgengd allt í kring um landið og að afloknum mælingum í togara- og net- aralli. Minni ég í því samhengi á tillögur okkar framsóknarmanna frá liðnu sumri sem voru í takt við ráðgjöf Norður- Atlantshafsfiskveiðiráðsins um 150 þús- und tonna þorskkvóta. 3. Haga ber hagstjórn komandi ára í takt við sveiflur í efnahagslífi þjóðarinnar. 4. Endurmeta á fjárlög nú þegar í ljósi þeirra vandamála sem við blasa. 5. Afnema ber virðisaukaskatt af mat- vælum, afnema á stimpilgjöld af lánum vegna íbúðarhúsnæðis og lækka ber tímabundið hluta af skattaálögum á eldsneyti. 6. Standa ber vörð um íslenska fram- leiðslu, hvort sem er iðnaðarframleiðslu eða matvælaframleiðslu. Með því spör- um við gjaldeyri og drögum úr við- skiptahalla. 7. Efla þarf gjaldeyrisforða Seðlabankans og/eða erlendar lántökur bankans. Meta þarf stærð og stöðu viðskiptabanka gegnt þeim gjaldeyrisforða og eigin- fjárstöðu sem Seðlabanki þarf að hafa. Ef ofangreind atriði verða sett í forgang, ásamt traustri efnahagsforystu nýrrar rík- isstjórnar, eru allar forsendur til að ætla að hægt sé að draga hratt úr viðskiptahalla og þar með að auknar líkur séu fyrir hratt lækk- andi verðbólgu. Þá strax eru komnar for- sendur fyrir lækkandi vöxtum og jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Við framsóknarmenn höfum lagt til átak og þjóðarsátt við þessar aðstæður þar sem hratt þarf að bregðast við. Framsóknarflokkurinn telur afar brýnt að ekki dragist að hér komist á traust efnahags- stjórn, svo ekki komi til fjöldagjaldþrota og flótta ungs fólks frá landinu. Framsókn- arflokkurinn lýsir sig reiðubúinn til sam- starfs um landsstjórnina við þá flokka, sem hafa vilja og þor til að koma í veg fyrir að hér skapist enn alvarlegra ástand. Ljóst er að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðis- flokks hefur hvorki burði né metnað til að takast á við þann vanda sem nú er og því ber henni að fara tafarlaust frá völdum. Framsóknarflokkurinn setur þjóðarhags- muni ofar stundarvinsældum og traust og heiðarleika framar lýðskrumi og tækifæris- mennsku. Velferðarríkið Ísland í vanda Eftir Guðna Ágústsson » Framsóknarflokkurinn telur afar brýnt að ekki dragist að hér komist á traust efnahagsstjórn, svo ekki komi til fjöldagjald- þrota og flótta ungs fólks frá landinu. Guðni Ágústsson Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. að bankar lána út á ur til sterkur hvati a og bygging- í sínum róðri. Deili- í nánast sem lánshæf gerð eða kvóta- æða. Afleiðingarnar erða svo eftirfarandi: nda á lóðum með tti ganga kaupum og i byggingarréttar á æði. að að það borgi sig að og gera þau upp fyrir æti sem íbúðarhús ús) vegna þess spá- iliskipulagið ýtir pt upp í röðum, til að mestri samlegð í Því er reynt að ná í amliggjandi lóðir og . Helst að kaupa upp til að losna við nningu og aðra hags- ra. Þessi fasi getur um og áratugum ðan eru húsin geymd aleigu og hljóta lítið ðhald. sem mögulegar nið- rónum hverfum valda erið lýst geta þannig hring félagslegrar og hrörnunar eða l lengri eða skemmri r á þeim reitum sem yrjuð á, halda að sér ssunnar sem þetta pyrja sig hvaða til- eyða fé og fyrirhöfn ra upp hús sem verð- um leið og húsráð- m ástæðum flytja g eru þau umhverf- fólk á svæðið til að uppnám. æða virkni deiliskipu- og efsti hluti Lind- rfisgötu, milli tastígs, þar sem und- fur aldrei verið opn- n með niðurrifi. Af- að þessi hluti r endurnýjaður að ppgerðum húsum ærðum í átt til upp- ér má segja að virkjað hafi verið hið borgaralega einstaklings- framtak þannig að það hefur aukið á öll umhverfisgæði svæðisins. (Ánægjan er ekki síst þeirra sem búa í blokkunum við Skúlagötu.) Þetta dæmi sýnir líka að með réttum hvata má stuðla að end- urreisn verðmætra eldri húsa, hverfa eða heilda. Þetta er það jákvæða einka- framtak sem borgin þarf að virkja og hvetja. Það ástand sem kastljósi fjölmiðla hefur verið beint að undanfarna daga, er ástand sem er ekkert nýtt af nálinni en hefur bara ekki náð sömu hæðum og nú. Deiliskipulagið frá 2002 á sinn þátt í því. Það opnaði fyrir mögulegu niðurrifi yfir 100 húsa byggðra fyrir 1918. Þó nær það ekki yfir nema hluta gamla bæjarins. Ýmsir framkvæmdaglaðir menn sáu því í hendi sér að samsvar- andi niðurrif yrði heimilað á þeim reit- um sem ætti eftir að deiliskipuleggja og tóku að kaupa álitlega niðurrifs- möguleika sem víðast. Þannig finnast nú drabbaraleg verktakahús ekki bara í kringum Laugaveg og Hverfisgötu heldur einnig á reitunum norður af Hallgrímskirkju og yfir til suðurs á reitum út frá Njarðargötu, Bald- ursgötu, Freyjugötu og niður í Þing- holtin. Þyki mönnum drabbið þegar of mikið þá eru allar líkur á að það muni aðeins aukast á meðan forsendur skipulagsins haldast óbreyttar. Það ástand sem varað hefur í Skuggahverfi í 20 ár er rétt að byrja að taka á sig mynd í öðrum hlutum gamla bæjarins. Það mun vara í marga ára- tugi með tilheyrandi blandi af hús- grunnum, nýbyggingum og drabbi þar sem reynt er að þrýsta á nágranna að yfirgefa svæðið svo auka megi „mögu- leikana“, framkvæmdarsamlegð og svo framvegis. Viljum við sjá gamla bæinn í þessu ástandi næstu 20-40 árin? Allir sem vilja sjálfsvirðingu Reykja- víkur sem mesta hljóta að sjá að við þetta má ekki búa. Það eru miklir al- mannahagsmunir í húfi. Sú ákvörðun að bjarga Laugavegi 4-6 var fyllilega rétt skref. Skref til bjargar mikilvægri og heillegri götumynd. Djarft og jákvætt merki þess að borg- arstjórn liti svo á að byggingararfurinn væri verðmætur hluti framtíðar upp- byggingar Reykjavíkur og að í honum væru fólgin verðmæt tækifæri sem mönnum hefur alltof oft sést yfir. Út úr þessu máli hefur verið snúið á allavega misgáfulegan máta sem ekki verður rakið hér. En eitt er víst, Reykjavíkurborg hefur engan verð- miða sett á önnur timburhús sem ekki fást rifin, því annars staðar er ekki til að dreifa byggingarrétti, samþykktum teikningum og gildu byggingarleyfi stimpluðu í bak og fyrir. Teikningar sem menn gera fyrir eigin skúffu eða flagga á fasteignasölum eru ekki annað en einkamál þeirra sem þannig sýsla. Óljós eignarrréttarákvæði Umræðan um skaðabótarétt á hend- ur borginni, ef draga á til baka niður- rifsheimildir í deiliskipulagi, felur oft í sér það álit að hendur borgarinnar séu varanlega bundnar af raunar óljósum eignarréttarákvæðum og jafnræð- isreglu. Þetta á hins vegar einkum við ráðstafanir á einstökum lóðum þ.e. ef einum er leyft en öðrum bannað. Það er að segja niðurrifsheimildir eða bygg- ingarmagn á einstökum lóðum dregnar til baka. Skipulagsforræðið er hins vegar hreint og klárt borgarinnar og hverri kjörinni borgarstjórn er skylt að taka afstöðu til gildandi aðalskipulags. Al- menn ráðstöfun í gegnum aðalskipulag skapar borginni því ekki bótaskyldu þar sem hún er almenn ráðstöfun sem nær til allra, ekki bara sumra. Þá má taka svæðið innan Hringbrautar eða gamla bæinn eftir annarri skilgreiningu fyrir sérstaklega, þannig að húsvernd og umhverfisgæði svæðisins verði tryggð með almennum hætti og sú óheillaþróun sem nú vindur sig áfram (eins og blindur snákur með klofna tungu) stöðvuð. Menn leita oft til útlanda eftir góðum dæmum svo sem: London, París, Róm en leitum ekki langt yfir skammt. Fram til 1988 hafði miðbær Hafnarfjarðar alla burði til að verða einn fallegasti miðbær á Íslandi, einstakur í sinni röð, stór Stykkishólmur, lítill Stokkhólmur. Menningarleg miðja í hafnfirsku mann- lífi er brosti við sól og hafi. Þessum bæ er nú búið að snúa við fyrir inn- kaupakerrur og bílskott. Það hillir und- ir að reistur verði bautasteinn yfir þessi glötuðu tækifæri Hafnarfjarðar í formi 7-10 hæða skrifstofu- og íbúðarhúss við hálfdauða Strandgötuna. Það er of seint að snúa við úr þessu. Risið hefur miðl- ungs verslunarmiðstöð fyrir miðlungs úthverfi við miðlungs smábæ. Hvar sem er og hvergi í Norður-Evrópu eða Kanada. Með núgildandi deiliskipulagi við Laugaveg og víðar í gamla bænum geta örlög Reykjavíkur sem hægast orðið þau sömu. Munurinn á Reykjavík og Hafn- arfirði er hins vegar sá að ekki er of seint að snúa hlutum til betri vegar svo Reykjavík nái að hagnýta sér bygging- ararf sinn, íbúum sínum til ánægju og hagsbóta. of seint að tum til betri eykjavík nái sér bygging- búum sínum g hagsbóta. Höfundur er formaður Torfusamtakanna. Morgunblaðið/Ómar ur… Þannig má segja að það sé gamla byggðin sem geri Reykjavík að stað,“ segir Snorri Freyr. burt með gröfurnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.