Morgunblaðið - 07.04.2008, Side 23

Morgunblaðið - 07.04.2008, Side 23
verðar skoðunarr og úttekt- arskyldur eða eftir eitt ár og einn- ig eftir fimm ár frá afhendingu byggingar. Næsta stóra atriðið og það at- hyglisverðasta er að Danir hafa ákveðið að öll hús sem má kalla í einfaldari kantinum skal byggja án opinbers eftirlits. Eina eftirlitið sem sveitarfélögin mega framkvæma felst í að bygg- ingar samræmist skipulagi og einnig að grundvallaratriði bruna- varna séu í lagi. Hér er um að ræða áttatíu eða nítíu hundraðshluta allra bygg- ingaframkvæmda í Danmörku. Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi Íslendinga er allt of flókið og ber í sér ákvæði sem standast hvorki stjórnarskrá eða EES samningin. Það hlýtur því að vera skyn- samlegt að staldra við og athuga hvort það geti verið rétt að nota dönsku lögin sem grundvöll fyrir íslenska byggingalöggjöf. BJÖRGVIN VÍGLUNDSSON, verkfræðingur. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 23 UMRÆÐAN LAGADEILD HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is Við lagadeild HR er í boði metnaðarfullt og nútímalegt laganám, sem miðar að því að útskrifaðir nemendur verði framúrskarandi lögfræðingar og í fremstu röð á sínu sviði. Hlutverk lagadeildar HR er að skapa og miðla þekkingu í umhverfi sem hvetur til frumkvæðis, gagnrýninnar hugsunar og vísindalegra vinnubragða og auka þannig lífsgæði og samkeppnishæfni í samfélaginu. Lagadeild HR er brautryðjandi í nútímavæðingu laganáms hér á landi, hvort sem litið er til skipulags námsins, kennsluaðferða eða þeirra miklu krafna sem gerðar eru til nemenda á öllum námsstigum. Grunnnámið tekur 3 ár og að því loknu gefst nemendum kostur á 2ja ára framhalds- námi til meistaraprófs í lögfræði. Kynntu þér spennandi og krefjandi laganám við Háskólann í Reykjavík á vef lagadeildar, www.lagadeild.is. FÉLAGI minn í Samfylkingunni Þórður Sveinsson skrifar grein í Morgunblaðið á laugardaginn þar sem gætir nokkurs misskilnings um efni sögulegs frumvarps til varnarmálalaga, sem nú liggur fyrir Alþingi. Meðal annars er þar látið að því liggja að ný varnar- málalög muni „lög- festa“ aðild að „her- stjórnarkerfi NATO“ og „lögfesta her- æfingar“ með ein- hverjum nýjum hætti. Hvort tveggja er fjarri sanni. Opnað fyrir lýð- ræðislegt eftirlit Á Íslandi starf- ræktu Bandaríkja- menn í áratugi rat- sjár og lofthelgis- eftirlit sem tengist stjórnstöðvum í grannríkjum. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að halda áfram lofthelgiseft- irliti yfir Íslandi eftir brotthvarf Bandaríkj- anna sem er sam- tengt loftvarnarkerfi Atlantshafsbanda- lagsins. Bent skal á að ef við hefðum það ekki gætu ómerktar flugvélar flogið að vild yfir landinu án þess að nokkur vissi, t.d. til að smygla eiturlyfjum eða fórnar- lömbum mansals. Flug rússneskra orrustuflugvéla í kringum Ísland sem borið hefur á undanfarna mánuði væri þá líka án eftirlits okkar. Frumvarpið setur þessari starf- semi í fyrsta sinn íslenskan laga- legan ramma og opnar þannig fyr- ir lýðræðislegt eftirlit almennings, sveitarstjórna og Alþingis. Með frumvarpinu er löggjafinn að gera ráð fyrir að heræfingar geti farið fram en hvorki að mæla fyrir um skyldu til að halda þær né mæla fyrir um einhverjar nýjar skyldur til þátttöku í Atlantshafsbandalag- inu. Samfylkingin vann heima- vinnuna Misskilningur Þórðar um efni frumvarpsins verður honum tilefni til að spyrja á hvaða vegferð Sam- fylkingin sé. Svarið við því er ein- falt. Samfylkingin styður aðild að Atlantshafsbandalag- inu, en vill haga varn- arviðbúnaði hér á landi eftir þörfum Ís- lands. Um þessa stefnu er víðtæk sam- staða í Samfylking- unni. Hún var mörkuð strax á stofnfundi árið 2000 og flokkurinn út- færði viðbrögð við brotthvarfi hersins strax árið 2004 í starfi framtíðarhóps sem samþykkt var á lands- fundi. Þeirri stefnu- mótun hefur verið fylgt í utanríkisráðu- neytinu síðustu mán- uði, m.a. með því að efna til vinnu við gerð sjálfstæðs hættumats fyrir Ísland sem nú stendur yfir. Með því og fleira mun Ísland byggja upp eigin þekkingu og eigið mat á varnarþörf og stoðir sjálfstæðrar utanríkis- stefnu styrkjast til framtíðar. Frumvarpið markar tímamót því með því er skilið við þann vonda fortíðararf að varnarmál Ís- lands séu leynd og lögleysu hulin. Það er söguleg staðreynd að vegna hinna hörðu deilna um veru hers í landi náði réttarríkið aldrei fyllilega til þessa málaflokks á Ís- landi, hvorki á hinum hörðu dög- um kalda stríðsins né á síðustu fimmtán árum þegar framfarir í stjórnsýslurétti hefðu átt að ná þangað eins og annað. Fjöldi fólks mátti búa við beina og óbeina mis- munun í samfélaginu vegna við- horfa sinna til hers í landi. Mikilvæg réttarbót Ný varnarmálalög snúast um það að móta lýðræðislegan og gagnsæjan ramma fyrir starfsemi sem Íslendingar stjórna nú sjálf- stætt en Bandaríkjamenn gerðu í fimmtíu og fimm ár. Í frumvarp- inu felst langþráð réttarbót fyrir alla þá sem eru gagnrýnir á stefnumörkun stjórnvalda á hverj- um tíma í varnarmálum. Gert er ráð fyrir að ein stofnun fari með varnartengd verkefni og þannig verði komið í veg fyrir að borg- aralegar stofnanir á borð við lög- reglu og landhelgisgæslu geti skýlt sér á bak við varnartengd sjónarmið til að forðast lýðræð- islegt eftirlit með starfsemi sinni. Meginforsenda frumvarpsins er að Ísland er herlaust land, eitt af 24 herlausum aðildarríkjum Samein- uðu þjóðanna. Í Samfylkingunni er stór hópur fólks sem um áratugaskeið barðist gegn her í landi. Margir Samfylk- ingarmenn eru heldur ekki í hjarta sínu aðdáendur Atlants- hafsbandalagsins. Þess vegna eru það skýr skilaboð að almenn ánægja var með frumvarpið þegar það var kynnt í utanríkismála- nefnd flokksins og að frumvarpið var samþykkt einróma í þingflokki Samfylkingarinnar. Sögulegt frum- varp til varn- armálalaga Kristrún Heimisdóttir svarar grein Þórðar Sveinssonar um varnarmál Kristrún Heimisdóttir » Frumvarpið markar tímamót því með því er skilið við þann vonda fortíðararf að varnarmál Ís- lands séu lög- leysa og hulin leynd. Höfundur er aðstoðarmaður utanrík- isráðherra. Á HRÍMKÖLDU landi ísa hefur löngum farið miklum sögum af kynjaverum í huliðsheimum. Sam- fara vaxandi trú á tækni og vísindi hefur skyggnum hríð- fækkað en til eru þau tröll sem varla fara fram hjá nokkru mannsbarni. Eru það skessur sem svarfast um, soga í sig orku úr fallvötnum og iðrum jarðar af fádæma áfergju og púa ofan í kaupahéðna á vild- arkjörum. Hvarvetna á leið sinni skilja frenj- ur þær eftir sig sviðna jörð, sokkið land og ramman andgust en aldrei fá þær nóg innan landstein- anna og vilja nú ólmar raska hvers kyns sælu- og unaðsreitum, hvort sem fyrir verða fossandi elfar, dul- úðug vötn, skjólsælar trjáþyrpingar, grónar grundir, tálfögur víðerni eða tignarleg öræfi. Löng yrði sú romsa ef telja ætti upp öll ginnhelg vé sem fruskurnar girnast en nefna má Urr- iðafoss og Þjórsárdal, Tungnaá og Búðarháls, Hvítá, Hagavatn og Far- ið, Bitru og Hverahlíð. Aðfarirnar Hvert sem ein skerjan leggur leið sína lætur sú digran fésjóð síga nið- ur að gullofnum pilsfaldi og dregur annað augað í pung, flíruleg á svip. Þarf nú sjaldnast meira til að sljákki í sveitarstjórnunum! Ef spurt er um áhættu veifar kerling aflátsbréfi þar sem allt er blessað í bak og fyrir og breytir þá engu hvað undir járnhæl- inn skal fara: mót meginlandsfleka, sprungusvæði eða annað álíka kjör- lendi. Og hverjir skyldu gefa út af- látsbréfið? Jú, sömu aðilar og lögðu á ráðin um aðfarirnar! En hvað hendir ef bændur og búalið reyna að verja hjartfólgna átt- haga og óðul feðranna? Jú, óðar upphefst tíu klúta grátkór um að svo mikið hafi verið lagt undir og nú verði stóri- bróðir að snúa niður blásaklausa jarðeig- endur til að tröll hafi land og lýð. Hætturnar Nú þegar skessur fara sínu fram við ysta haf eru blikur á lofti, tilkomnar af mási þeirra og öðrum blæstri gróð- urhúsalofttegunda. Þar gustar svo mjög af Íslendingum og fleiri auð- ugustu þjóðum veraldar að ekki dygðu færri en sex plánetur til að aðrir, þar á meðal Kínverjar og Ind- verjar, gætu leyft sér sama munað og þær leyfðu sér árið 2004. En ís- breiður og jökulflæmi jarðar bráðna örar með viku hverri og í desember 2007 féllst mörlandinn loks á að vera samstiga fleiri iðnvæddum þjóðum í að halda hlýnun innan 2°C, fyrst með því að minnka útblásturinn um 25-40 prósent fyrir 2020. Og nú hillir jafn- vel undir fyrsta skrefið á þeirri veg- ferð: nýtt 250.000 tonna álver í Helguvík! Það væri nú óheppilegt ef hlýnun jarðarkringlunnar yrði svo til þess að sökkva álverum og olíu- hreinsistöðvum Draumalandsins í saltan sæ. Þá væri skömminni skárra að nýta vaxandi streymi jök- ulfljóta með því að auka flutnings- getuna frá virkjunum sem nú standa og selja orkuna í umhverfisvænni umsvif eins og rekstur gagnavera í aðkrepptum byggðarlögum. Bakhjarlarnir? En ekki er ofmælt að skessur Ísa- foldar eigi góða að þar sem eru sum- ir helstu ráðamenn landsins, þeir hinir sömu og vilja fegnir skammta sér og sinni kynslóð nær allar orku- auðlindir þjóðarinnar og eftirláta kvótakóngum sjávarauðlindina í brask og leiguokur. Á umliðnum kosningavetri sýndist sumum græn slikja leggjast yfir Sjálfstæðisflokkinn en með hækk- andi sól brá svo undarlega við að grænkan varð að gráma. Ætla föru- nautar Íhaldsins í ríki og borg nú að láta þursakvendin vaða uppi að geð- þótta? Og hvernig gengur Samfylk- ingunni að efna fögur orð um að verja náttúruperlur á borð við neð- anverða Þjórsá og halda aftur af öðr- um skessugangi fram til 2012? Eru þau fyrirheit góð og gild eða týnd og tröllum gefin? Tröllasögur af Ísalandi Einar Sigmarsson skrifar um stóriðju og náttúru Íslands »Hvert sem ein skerj- an leggur leið sína lætur sú digran fésjóð síga niður að gullofnum pilsfaldi og dregur ann- að augað í pung, flíruleg á svip. Einar Sigmarsson Höfundur er íslenskufræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.