Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 15 MENNING 5 4 3 2 SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Hljómsveitarstjóri ::: Vladimir Ashkenazy Einsöngvarar ::: Joan Rogers, Sesselja Kristjánsdóttir, Mark Tucker og Ólafur Kjartan Sigurðarson ásamt Íslenska óperukórnum Hljómsveitarstjóri ::: John Wilson Einsöngvari ::: Kim Criswell Hljómsveitarstjóri ::: John Wilson Einsöngvari ::: Kim Criswell Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Danjulo Ishizaka Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Einsöngur ::: Swingle Singers Ludwig van Beethoven ::: Missa solemnis Páll P. Pálsson ::: Heiðursgjall Robert Schumann ::: Sellókonsert Gustav Mahler ::: Sinfónía nr. 5 Tónlist úr smiðju Mahler, Bach, Mozart og Bítlanna Sinfóníuhljómsveitin flytur eitt mesta stórvirki tónlistarsögunnar, Missa solemnis eftir meistara Beethoven, undir stjórn annars meistara, Vladimirs Ashkenazy. Spennandi tónleikar framundan Söngleikjadívan Kim Criswell fetar í fótspor þeirra Judy Garland, Marilyn Monroe og Doris Day, svo nokkrar séu nefndar, og flytur sönglög frá gullöld Hollywood. Eftirminnileg tónlist úr kvikmyndum á borð við Harry Potter, Mary Poppins, Sjörnustríð og Simpsons. Það er hljómsveitinni sönn ánægja að heiðra Pál Pampichler Pálsson á áttræðisafmælinu. Frábær sönghópur með ótrúlega fjölbreytta efnisskrá sem kemur öllum í sumarskap. rauð tónleikaröð í háskólabíói græn tónleikaröð í háskólabíói tónsprotinn í háskólabíói tónleikar í háskólabíói græn tónleikaröð í háskólabíói Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 UPPSELT FIMMTUDAGINN 17. APRÍL KL. 19.30 LAUGARDAGINN 19. APRÍL KL. 14.00 NOKKUR SÆTI LAUS FIMMTUDAGINN 8. MAÍ KL. 19.30 ÖRFÁ SÆTI LAUS FIMMTUDAGINN 15. MAÍ KL. 19.30 fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands síðbúin meistaramessa söngfuglar hvíta tjaldsins bíófjör ppp áttræður swingle singers 1 Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is VLADIMIR Ashkenazy stýrir flytj- endunum í gegnum nokkra af erf- iðari þáttum Missa Solemnis undir lok æfingarinnar, hann er sköruleg- ur með tónsprotann og tónlistin tignarleg. Á sviðinu eru Sinfón- íuhljómsveit Íslands, Óperukórinn og fjórir einsöngvarar; Englending- arnir Joan Rodgers og Mark Tucker og Íslendingarnir Sesselja Krist- jánsdóttir og Ólafur Kjartan Sigurð- arson. Verkið eftir Ludwig van Beethoven, sem verður flutt í Há- skólabíói í kvöld, er iðulega talið með meistaraverkum tónbókmenntanna. Og Ashkenazy, heiðursstjórnandi hljómsveitarinnar síðan 2002, er mættur í árlega ferð til að stjórna. Eftir að hafa farið yfir áherslu- atriði með söngvurum og hljóðfæra- leikurum þambar stjórnandinn og píanóleikarinn – þessi dáði íslenski ríkisborgari – úr fullu vatnsglasi og tekur vatnskönnuna með sér í af- drep sitt undir sviðinu. Hann er skiljanlega þyrstur eftir að hafa stjórnað æfingu á verki sem tekur einn og hálfan tíma í flutningi. „Ótrúlegur maður, Beethoven,“ segir hann og hristir höfuðið um leið og hann sest niður og dæsir. „Þessi tónlist heyrist samt ekki mjög oft. Hún er afar sérstök og falleg. Beethoven var trúaður og verkið er þrungið tilfinningum, mjög einlægt. Hann beitti engum brögðum til að gera það meira aðlaðandi fyrir áheyrendur. Hér er Beethoven bundinn af ákveðnum viðmiðum, þetta er hámessa sem þarf að tjá ákveðnar tilfinningar.“ Beethoven er alltaf erfiður – Það tók Beethoven langan tíma að semja verkið, það virðist ekki hafa verið auðvelt. „Það er satt, það var talsvert mál fyrir hann. Hann var alltaf að byrja aftur á því en hætti, byrjaði aftur og hætti. Hann samdi Níundu sinfón- íuna næst á undan Missa Solemnis. Það skipti hann miklu máli að skrifa þetta verk.“ – Nokkrir kórfélagar höfðu orð á því hér uppi áðan að það væri afar krefjandi. Ashkenazy brosir.„Beethoven er alltaf erfiður,“ segir hann svo. „Það er mjög erfitt að syngja verkin hans. Það er heldur ekki auðvelt að syngja þá níundu, nema í upphafinu.“ Hann raular stefið og slær taktinn með. .„Ekki auðvelt,“ endurtekur hann. „Þegar Beethoven var spurður að því af hverju hann hefði þetta svona erfitt, svaraði hann,“ og Askenazy gerir röddina hranalega: „Ég er að semja tónlist, ég er ekki að hugsa um þig! Tónlistin krefst þess að þetta sé svona. Ég held mikið upp á Beethoven. Ég hef flutt næstum allt eftir hann – reyndar ekki kvartettana, enda leik ég ekki á strengjahljóðfæri,“ segir hann og brosir. „En nær alla píanó- tónlistina, allar sellósónöturnar, all- ar fiðlusónöturnar, öll tríóin … Ég sný mér alltaf aftur að honum, Beethoven er ein af hetjunum mín- um.“ Hann hugsar sig um. „Ég á samt margar hetjur … Það má ekki gleyma því hvað Beethoven var tragískur, því frá 36, 37 ára aldri heyrði hann nær ekkert. Þegar Níunda sinfónían var frum- flutt heyrði hann ekki hvenær hún endaði, einhver hnippti í hann, þá tók hann viðbragð“ – og Ashkenazy sprettur upp eins og tónskáldið. „En hann var snillingur,“ segir hann og sest aftur. „Hann heyrði þetta allt innra með sér.“ – Síðustu árin hefurðu komið reglulega til að stjórna, einu sinni á ári. Hvernig er hljómsveitin? „Andrúmsloftið hér er mjög já- kvætt og á síðustu tveimur áratug- um hefur leikur hljómsveitarinnar verið af mun meiri gæðum. Það er því ánægjulegt að vinna með henni. Að fá alvöru tónleikasal í nýja tón- listarhúsinu mun auðvitað hjálpa. Hjálpa hljóðfæraleikurunum, því hljómurinn hér er,“ hann grettir sig, „af verulega litlum gæðum. En í sal þar sem verður mjög góð- ur hljómburður held ég að hljóð- færaleikararnir muni njóta sín bet- ur, þeim líður betur og þegar þér líður vel geturðu gert enn betur.“ Hvaða hljómur er þetta? – Þú hefur lengi talað um þörfina fyrir tónlistarhús. „Já.“ Hann hugsar sig um. „Svona er sagan. Árið 1984 kom ég hingað með Fílharmóníuhljómsveitinni í London og við lékum í Laugardals- höll. Og hún hljómar ekki betur en Háskólabíó! Meðlimir hljómsveit- arinnar litu undrandi í kringum sig og sögðu, hvaða hljómur er þetta? Formaður félags hljóðfæraleik- aranna, Martin Jones, sem lék á aðra fiðlu, sagðist síðan þurfa að tala við hljómsveitina. Þau funduðu og eftir fundinn sagði hann mér að þau hefðu rætt saman og hefðu hug á að gera eftirfarandi: Þegar þau kæmu aftur til London, þá myndu þau bjóða Karli Bretaprins og Díönu prinsessu, sem voru verndarar hljómsveitarinnar, á hljómleika sem væru haldnir til styrktar nýju tón- leikahúsi á Íslandi. Hann spurði síð- an hvort ég vildi stjórna. Vitaskuld, sagði ég. Nokkrum mánuðum síðar héldum við þessa tónleika. Það voru því Martin Jones og Fílharmóníu- hljómsveitin sem hófu baráttuna fyrir tónlistarhúsinu. Karl Bretaprins spurði mig hvort við værum að fara að byggja nýtt tónlistarhús. Að byggja er ekki rétta orðið, sagði ég; okkur LANGAR að reyna að byggja slíkt hús. Þarna byrjaði eitthvað að gerast. Það fór samt ekki langt“ – aftur brosir Ashkenazy breitt; „ferlið mun taka næstum 26 ár. Ég held að vorið 2010 verðum við í nýja húsinu.“ – Hverjar eru væntingar þínar varðandi tónlistarhúsið? „Ég ber miklar væntingar til hússins. Ég hef séð teikningarnar og hönnuðir hljómburðarins eru heims- þekktir fyrir sín störf. Ég er því mjög bjartsýnn á að hljómurinn verði góður. Að minnsta kosti verður hann góður, jafnvel frábær. Hann verður aldrei verri en Háskólabíó eða Laugardalshöll.“ Hann kímir. – Lítur þú á þig sem sendiherra tónlistarlífsins á Íslandi? „Ég hugsa aldrei um sjálfan mig á þann hátt. En geti ég komið að gagni geri ég mitt besta. Hvort sem það er hér á Íslandi eða annars staðar. Vitaskuld er ég bundinn Íslandi sterkum böndum. Tónlistin er líf mitt og Ísland hefur reynst mér afar vel. Ég vil gera eins mikið og ég get til að endurgjalda það.“ Leik á píanóið á hverjum degi – Þú ert upptekinn sem aldrei fyrr, á ferð og flugi um heiminn. „Enn sem komið er er ég mjög hraustur. Ég hef alltaf nóg að gera. Á þessu ári er þó sérstaklega mikið á döfinni. Ég verð til dæmis í Ástralíu í þrjár vikur í nóvember, þá í tíu daga í Evrópu og síðan tíu daga í Japan með The London Orchestra. Síðan flýg ég aftur til Evrópu og stjórna hljómleikum, hvorum með sinni hljómsveitinni. Þetta er of ört – en ég hef þetta vonandi af.“ – Hvað með píanóið? Finnurðu enn tíma til að leika á það? „Ég leik á hverjum degi.“ – En á tónleikum? „Nei, ekki svo mikið. En ég hljóð- rita. Í maí mun ég til dæmis hljóðrita með Vovka syni mínum franska tón- list fyrir tvö píanó. Það er talsvert erfitt. Margar nótur! Í dag æfði ég í einn og hálfan tíma, í gær í klukku- stund. Ég leik á píanóið á hverjum degi, það er nauðsynlegt.“ Vladimir Ashkenazy stjórnar hljómsveit, kór og einsöngv- urum í flutningi á Missa Solemnis í Háskólabíói í kvöld „Beethoven er ein af hetjunum mínum“ Morgunblaðið/Einar Falur Ríkisborgari „Vitaskuld er ég bundinn Íslandi sterkum böndum,“ segir Ashkenazy. Hann fer hér yfir nóturnar að Missa Solemnis eftir æfingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.