Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 29
Hreinlyndi, traust og hjartagæzka, fróðleiksástin frábærasta, elskandi föður afbragðs ástríki, það var styrkur, staðfastur, sem ens farsæla feril skreytti. (Jón Thorarensen.) Ragnar Valdimarsson. Tveir menn ganga upp frá veiði- húsinu við Helgavatn í Þverárhlíð, þeir ræða málin, umræðuefnið er veiði. Annar hefur mikla veiðireynslu í Þverá og ekki síður í Kjarrá. Hann hefur orðið, hinn hlustar, umræðan er fróðleg, áin er veiðileg, vatnið gott og fiskur að stökkva neðarlega í ein- um hylnum. „Bender, hérna fyrir ofan ætla ég að sýna þér nokkra veiðistaði og við skulum taka nokkur köst,“ segir Gunnar Sveinbjörnsson. Göngu- túrinn tekur smátíma, staðirnir við ána á þessum slóðum er veiðilegir. Þarna hafði Gunnar nafni minn veitt marga fiska enda setti hann skömmu seinna í fisk, hann var alla tíð mjög fiskinn. Ég hætti við að kasta, það var nóg að fylgjast bara með Gunna kasta flugunni, fiskurinn var við og nafni var í stuði, hann var að fá hann. Ég hef þekkt hann í fjölda ára, veiði var okkar áhugamál, hann skrifaði helling í Sportveiðiblaðið, margar greinar um Þverá og Kjarrá, lýsingar á báðum ánum. Enda þekkti hann árnar mjög vel. Það er þónokk- ur tími síðan við hittumst síðast en það var í veiðibúð og þar var hann að kaupa á sig vöðlur, hann ætlaði að prufa þær næsta sumar í Þverá. Honum entist ekki aldur til þess. Hann sagði mér veiðisögu úr Kjarrá og ekki bara ég hlustaði heldur allir í kring, Gunni var góður sögumaður þegar hann tók sig til. Við höfum misst mikið að missa Gunnar Sveinbjörnsson, hann var drengur góður og alltaf gaman að spjalla við hann. Nú er hann kominn hinum megin þar sem Þverá og Kjarrá eru líklega, jafnvel Brennan. Þar er hægt að kasta flugunni og þar er Kolbeinn vinur hans með stöng- ina. Umræðuefnið hjá þeim er lík- lega veiði. G. Bender. Í dag þegar við „strákarnir“ vinir og samstarfsmenn Gunnars frá veiði- leiðsögn í Þverá/Kjarrá horfum til baka og minnumst þess að öllum okkar hafði hann kennt fyrstu sporin í sambandi við laxveið- ar og leiðsögn, Þegar við komum fyrst að ánni hafði Gunni veitt þar í fjölda ára og verið leigutaki í nokkur ár, Hann var „goðið“, hann kunni og var tilbúinn að kenna og leiðbeina okkur um leyndardóma laxveiðinnar. Hann gerði okkur einnig grein fyrir því að starfið snýst ekki eingöngu um veiðar, þjónustulund og virðing fyrir veiðimönnunum er ekki síður mikil- vægur þáttur. Þannig var hann, það þekkja þeir veiðimenn sem urðu þess heiðurs aðnjótandi að fylgja honum við veiðar. Undanfarnar vikur og mánuði hef- ur Gunni tekist á við þann „stóra“ En að lokum varð kraftur hans og þrek að láta undan síga eftir erfið veikindi. Nú nálgast sumarið og kemur þá upp í hugann það sem Elli á Kvíum sagði alltaf: „Það kemur ekki vor í Borgarfirði fyrr en Gunni kemur.“ Hætt er við því að við munum finna meira fyrir fjarveru Gunna, sérstak- lega á kvöldstundum eftir veiðar, en þá var oft sögustund, fór hann þá á kostum og sagði veiðisögur dagsins eða aðrar „álíka sannar“ sögur. Þetta voru oftar en ekki viðureign- ir við þann silfraða. Gunnar var vinur okkar og leið- beinandi, hann lagði mikið inn í okk- ar reynslubanka. Við erum sann- færðir um að hann mun beina okkur á laxaslóð í Þverá um ókomna tíð. Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar. Blessuð sé minning Gunnars Sveinbjörnssonar. Kveðja, Andrés, Hilmar, Gunnar og Þorgeir. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 29 Tómas Tómasson var oddviti sjálfstæðis- manna í Keflavík í 16 ár. Frá sjónarhóli okkar sjálfstæðis- manna var hann miklu meira en það. Tómas var einn af burðarásum Sjálf- stæðisflokksins á svæðinu í áratugi og til hans mátti ávallt leita. Það er við hæfi að á síðasta fundinum sem Tómas sat með okkur sjálfstæðis- mönnum var hann heiðursgestur og umfjöllunarefnið einmitt reynsla hans, þekking og arfleið. Tómas lét þar í veðri vaka á sinn virðulega en jafnframt ljúfa og létta hátt að sjálf- stæðismenn hefðu verið í brúnni á svæðinu í um hálfa öld og þannig væri það sjálfstæðismönnum meira og minna að þakka eða kenna, hvern- ig komið væri fyrir sveitarfélaginu og svæðinu í heild. Kjarni málsins er sá að í marga áratugi hafa menn verið að leggja grunninn að þeim árangri sem náðst hefur í dag. Það er ekki síst mönnum eins og honum að þakka. Tómas kom víða við á sínum ferli eins og heimamenn þekkja mæta vel. Hann sigldi í gegnum flókna og vandrataða straumiðu stjórnmála og viðskipta af mikilli elju og skynsemi. Hann var ávallt hreinn og beinn. Hann var hógvær hug- sjónamaður, framtakssamt ljúf- menni, tignarlegur höfðingi og hlý- legur með eindæmum. Sjálfstæðismenn kveðja þennan fallna leiðtoga um leið og honum eru þökkuð störf hans í þágu sjálfstæð- ismanna. Hann var og verður okkur sem með honum störfuðum fyrir- mynd, ógleymanlegur heiðursmaður, til eftirbreytni í stefnufestu og fram- ferði. Við sjálfstæðismenn byggjum á traustum grunni þeirra sem á undan hafa gengið. Fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna í Reykjanesbæ, Sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ. Elskulegur föðurbróðir minn, Tómas Tómasson, hefur kvatt okkur og er genginn á vit feðra sinna. Stuttu fyrir jól frétti ég af alvar- legum veikindum hans og var mér brugðið. Það var erfitt að ímynda sér Tomma frænda heilsutæpan, því ég þekkti hann aldrei öðruvísi en sem hreystin uppmáluð. Hann var fislétt- ur, fjörugur og fjaðurmagnaður orkubolti, snar í snúningum og eld- snöggur í fasi. En nærvera hans var mjög kærleiksrík og kímnin og dill- andi hláturinn uppörvandi. Gott þótti mér að hlusta á Tomma frænda við ýmis tækifæri, þegar hann hugsaði upphátt og deildi með okkur af visku sinni, víðsýni og réttlátu hugarfari. Hann var ræðumaður þeirrar gerðar, að enginn fór ósnortinn af fundi hans. Það var sem þeir sem á hann hlýddu vissu, eða hefðu a.m.k. sterkan grun um, að viska hans væri sótt gegnum tíma og rúm í innstu hvelfingar mannlegrar reynslu. Móðir hans, Jórunn Tómasdóttir, var fædd á Járngerðarstöðum í Grindavík 1890 og fæddi soninn Tóm- as á sama stað 34 árum síðar. Faðir hans, Tómas Snorrason, var Hreppa- maður sem gerðist útvegsbóndi í Grindavík, en varð síðar mikilsvirtur kennari og skólastjóri barnaskólans í Keflavík. Hann var einnig eftirsóttur túlkur og leiðsögumaður erlendra ferðamanna um hálendi Íslands. Þeim varð níu barna auðið en sjö þeirra komust á legg. Grindavík reyndist barnahópnum góður jarðvegur vaxtar og þroska. Þau voru umvafin andrúmslofti hlýrrar vináttu og stuðnings stórrar móðurfjölskyldu, en langafi Jórunnar var Jón Sæmundsson, höfðingi og Tómas Tómasson ✝ Tómas Tóm-asson fæddist á Járngerðarstöðum í Grindavík 7. júlí 1924. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstu- daginn 28. mars síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Keflavíkurkirkju 4. apríl. ættfaðir Húsatófta- ættarinnar. Lífið var ekki alltaf dans á rós- um frekar en annars staðar á landi íss og elda á fyrri hluta síð- ustu aldar. Lífsbarátt- an var oft á tíðum erfið og ólgandi brimgarð- urinn miskunnarlaus húsbóndi sjómanna á Suðurnesjum. Að for- dæmi þeirra eldri var börnunum innrætt að sýna dugnað, þraut- seigju og æðruleysi, en einnig var þeim í blóð borin hjarta- gæska, virðing og elskuleg fram- koma við náungann. Lærdómsleit og greind Hreppamannsins blandaðist vel inn í kjarnafjölskylduna á Járn- gerðarstöðum og skóp anda jákvæðr- ar framsýni á möguleika til betra lífs. Tommi frændi hefur í mínum huga alltaf verið skínandi dæmi um þá manngerð, sem sprottin er úr þess- um jarðvegi. Hann var mikil fyrir- mynd öllum sem kynntust honum og höfðu löngun til að þroskast til betri vegar í þessu lífi. Ég er honum æv- inlega þakklátur að hafa orðið mér sú fyrirmynd. Blessuð sé minning Tómasar Tóm- assonar frá Járngerðarstöðum í Grindavík. Lífsförunauti hans, Hædý, börnum þeirra, tengdabörn- um og barnabörnum sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Tómas Jónsson og fjölskylda. Ég finn þörf til að skrifa fáein vel valin orð um Tómas Tómasson, Tomma frænda. Þessi orð skrifa ég ekki af skyldurækni eða fyrir kurt- eisissakir, heldur finnst mér ég verða að segja nokkur orð til þess að heiðra minningu þessa frábæra manns. Í hvert skipti sem ég hitti Tomma var það ekki eins og að hitta mann sem var 50 árum eldri en ég. Það var líkara því að hitta jafnaldra minn, gamlan skólafélaga. Viðmót hans, bros og jákvæðni var einstök. Eftir að hafa hitt hann hugsaði ég alltaf með mér að svona vildi ég verða þeg- ar ég yrði stór. Eins og Tommi frændi. Í heiminum sem við búum í er stjörnudýrkun mikil. Í dagblöðum, tímaritum, sjónvarpinu og á netinu eru endalausar fréttir af stjörnum sem hafa unnið sér mismikið til frægðar. En víða í kringum okkur er fólk sem kemur sjaldan, eða aldrei, fram í fjölmiðlum en er með jafn- mikla útgeislun og stjörnuþokka. Tommi var slík stjarna. Það sást langar leiðir að þarna var góður mað- ur á ferð. Örlögin eru slík að einn daginn slokknar á öllum stjörnum. En þessi stjarna lifir áfram um aldur og ævi í hug okkar og hjarta. Eitt er víst, ég ætla að verða eins og Tommi frændi þegar ég verð stór. Þinn frændi, vinur og aðdáandi, Halldór B. Bergþórsson. Kveðja frá starfsmannafélagi Sparisjóðsins í Keflavík. Að leiðarlokum langar okkur að þakka Tómasi fyrir allan þann hlý- hug sem hann hefur sýnt okkur í gegnum árin. Mörg okkar áttu því láni að fagna að starfa með honum í hartnær 19 ár. Hann sýndi starfsfólkinu ávallt áhuga og bar virðingu fyrir okkur og okkar hag. Tómas var hlýr maður. Hann gleymdi aldrei að þakka starfs- fólkinu fyrir vel unnin störf og hikaði ekki við að verja okkur ef honum fannst óréttlátlega að okkur vegið. Á aðalfundum Sparisjóðsins stóð Tómas alltaf upp og hélt frábærar ræður blaðlaust. Við eigum eftir að sakna þess að hlusta á hann þar og eins að fá hann í heimsókn til okkar í Sparisjóðinn. Létt faðmlag, bros og „hvernig hefurðu það“, þannig heilsaði hann okkur. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Hædý, börnum Tómasar og öðrum aðstandendum. Góður maður er fallinn frá. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PETRÍNA H. JÓNSDÓTTIR, Aðalstræti 22, Bolungarvík, verður jarðsungin frá Hólskirkju í Bolungarvík, laugardaginn 12. apríl kl. 14.00. Hálfdán Einarsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, amma og langamma, GUÐMUNDA GUÐNADÓTTIR, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 11. apríl kl. 15.00. Gunnar Ingimarsson, Guðmunda Inga Gunnarsdóttir, Eyrún Harpa Gunnarsdóttir, Magnús Þór Gunnarsson og fjölskyldur. ✝ Systir okkar, MARÍA INDRIÐADÓTTIR, dvalarheimilinu Dalbraut, áður til heimilis að Hátúni 8, Reykjavík, lést þriðjudaginn 8. apríl á Landspítalanum Fossvogi. Jarðarförin fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 15. apríl kl. 13.00. Sigurlaug Indriðadóttir, Páll Indriðason. ✝ Eiginkona mín og móðir, HANNA FRÍMANNSDÓTTIR, Bárugötu 5, andaðist miðvikudaginn 2. apríl. Jarðsett verður frá Landakotskirkju föstudaginn 11. apríl kl. 13.00. Heiðar R. Ástvaldsson, Ástvaldur F. Heiðarsson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HERDÍSAR ÓLAFSDÓTTUR frá Brennigerði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnun- arinnar á Sauðárkróki fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Margrét Stefánsdóttir, Álfur Ketilsson, Stefán Álfsson, Pálína Sigurðardóttir, Herdís Álfsdóttir, Kusse Soka Gignarta og langömmubörn. ✝ Þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNNAR ÞORGEIRSDÓTTUR, Bogahlíð 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans, Landakoti. Þorgeir Sigurðsson, Þórunn J. Gunnarsdóttir, Sigurður Ingi Sigurðsson, Guðfinna Thordarson, Rósa Karlsdóttir Fenger, John Fenger, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.