Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gunnar RagnarSveinbjörnsson framkvæmdastjóri fæddist í Kothúsum í Garði 24. nóv- ember 1933. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut fimmtudag- inn 3. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ágústa Sigurð- ardóttir, f. í Brennu í Reykjavík 21.8. 1901, d. 13.2. 1936, og Sveinbjörn Árnason skóla- stjóri, f. í Kothúsum í Garði 2.10. 1899, d. 3.6. 1977. Stjúpmóðir Gunnars var Anna Steinsdóttir frá Neðra-Ási í Hjaltadal, f. 26.11. 1913, d. 29.11. 1989. Albræður Gunnars eru Ágúst Guðmundur, f. 10.5. 1922, og Þorvaldur Örn, f. 26.3. 1931. Hálfsystur Gunnars eru Edda Björk, f. 12.5. 1944 og Guðrún, f. 13.6. 1951. Gunnar Ragnar kvæntist 20.10. 1956 Þóru Halldórsdóttir, f. í Reykjavík 19.8. 1935, d. 1.2. 2006. Foreldrar hennar voru Sigrún Guðmundsdóttir, f. í Bæ í Árnes- hreppi í Strandasýslu 28.6. 1915, d. 26.8. 1998, og Halldór Guð- 1975, sambýlismaður Vignir Már Guðjónsson þjónustustjóri hjá Kerfi ehf., f. í Reykjavík 21.7. 1986. Sonur Valdísar er Andri Fannar Tómasson, f. í Reykjavík 24.8. 2001. 4) Sara Lind, við- skiptafræðingur og sölufulltrúi hjá Mikluborg, f. í Reykjavík 15.4. 1980. Maður hennar er Páll Þórir Jónsson dúklagningameistari, f. í Reykjavík 28.6. 1975. Sonur þeirra er Jón Þór Pálsson, f. í Reykjavík 11.4. 2007. Gunnar stundaði fyrst nám við Menntaskólann að Laugarvatni, síðan lá leið hans til Bandaríkj- anna þar sem hann lauk háskóla- prófi í viðskiptafræðum. Eftir að heim kom starfaði hann við ýmis skrifstofustörf þar til hann tók við stjórn Hraðfrystihúss Svein- bjarnar Árnasonar hf. og starfaði við það samhliða öðrum rekstri til ársins 1979. Þá tók Gunnar við starfi sem félagsmálafulltrúi í Hafnafjarðabæ. Á þeim árum hóf Gunnar einnig leigubílaakstur sem síðar varð úr fyrirtækið GRS-ferðir sem sérhæfir sig í fólksflutningum. Þegar Gunnar lauk störfum hjá Hafnarfjarð- arbæ vann hann á skrifstofu Steypustöðvarinnar hf. til sjö- tugsaldurs. Til fjölda ára hefur Gunnar unnið á sumrin við sitt helsta áhugamál, sem leið- sögumaður við laxveiðiár í Borg- arfirði. Útför Gunnars fer fram frá Hafnafjarðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. mundsson húsa- smíðameistari, f. á Breiðabólstað á Skógaströnd Snæ- fellsnesi 2.5. 1913, d. 11.10. 1994. Dætur Gunnars og Þóru eru 1) Ágústa Sigríð- ur, f. í Keflavík 6.3. 1957, vinnur við heimsóknarþjónustu hjá Reykjanesbæ, gift Halldóri Ang- antý Þórarinssyni, vélvirkja og verk- stæðisformanni hjá SBK í Keflavík, f. í Reykjavík 17.3. 1957. Dætur þeirra eru Þóra Björk Halldórsdóttir, ferðamála- fræðingur og fararstjóri hjá Heimsferðum, f. í Reykjavík 20.2. 1980, og Ólöf Ösp Halldórsdóttir, nemi við Fjölbrautaskóla Suð- urnesja, f. í Keflavík 30.3. 1988, unnusti Sveinn Haukur Alberts- son, f. 27.8. 1986. 2) Sigrún f. í Keflavík 1.6. 1959, d. 12.10. 2005. Synir hennar eru Gunnar Ragnar Sveinbjörnsson bílstjóri, f. í Keflavík 18.4. 1980, og Bjarni Jón Sveinbjörnsson nemi við Háskóla Íslands, f. í Keflavík 7.10. 1985. 3) Valdís Þóra fjármálastjóri hjá Kerfi ehf., f. í Reykjavík 28.5. Í dag verður þú elsku pabbi lagður til hinstu hvílu, eftir snarpa viður- eign við illvígan sjúkdóm. Þú hélst reisn þinni fram á síðustu stundu, og kvartaðir aldrei. Pabbi var ætíð snyrtilegur og vel til fara. Það var honum mikið í mun að líta vel út. Það sem kemur fyrst upp í huga minn þegar ég lít til baka eru æskuárin mín í Garðinum, ég var mikið með pabba í frystihúsinu að atast í öllu, ég man að hann gerði mig fyrst að yf- irsópara sem átti að halda gangstétt- unum hreinum fyrir framan húsin, ég gleymi aldrei hvað ég var glöð að fá fyrsta launaumslagið, það voru heilar 5 krónur í seðli. Seinna fékk ég að raða humri í öskjur, mér fannst það mikill heiður að fá að vinna inni í sal með hinum. Alltaf urðu störfin ábyrgðarmeiri eftir því sem ég eltist, síðasta starfið var á skrifstofunni við almenn skrifstofustörf og launa- útreikninga. Frá því ég man fyrst eftir mér hef ég farið í veiði með pabba, fyrstu veiðistöngina gaf hann mér 6 ára og hef ég mjög gaman af því að veiða, enda fékk ég góða kennslu. Þeir eru óteljandi laxarnir sem hann hefur hjálpað mér að landa í gegnum árin, fyrst í Þverá, síðan Gljúfurá og Brennunni. Minningarnar um veiði- ferðirnar eru dýrmætur fjársjóður sem ég mun ávallt geyma. Á ung- lingsárunum mínum fórum við til Spánar á haustin, þetta voru yndis- legir tímar, það var svo gott að vera með ykkur mömmu í sumarfríi. Þú vildir alltaf hafa bíl til umráða og keyrðum við um allt þarna. Pabbi hefur alltaf verið mjög stoltur af barnabörnunum sínum og betri afi finnst varla, þau elska hann öll og virða. Þegar Valla, Þóra, Gunni og Sara voru lítil hafði hann unun af að fara með þau í leikfangabúðir og kaupa eitthvað fallegt handa þeim og það var kallað pabbi, afi úr öllum átt- um og hafði hann mikið gaman af að sinna öllum köllum. Yngri börnin hafa líka notið gjafmildar afa síns. Elsku pabbi, þakka þér fyrir að vera alltaf svo yndislega góður afi dætra minna, þín er sárt saknað. Hafðu þökk fyrir allt. Guð blessi þig og varðveiti, hvíl í friði. Þín dóttir, Ágústa. Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson.) Guði sé lof fyrir allar minningarn- ar um elsku Gunnar bróður. Við vorum vinir og félagar í svo mörgu. Annars var hann aldrei kallaður annað en frændi á mínu heimili. Þegar sonur minn var spurður fyr- ir mörgum árum, hvað frændi héti, sagði hann, hann heitir bara frændi. Hann reyndist börnum mínum mikill og góður frændi og gaf þeim sem og mörgum öðrum svo mikið af sér. Mikill samgangur var á milli heim- ila okkar og oft komið saman. Við höfðum öll gaman af að spila og eyddum ófáum kvöldum langt fram á nótt við spilamennsku. Það er ekki hægt að tala um Gunn- ar bróður án þess að minnast á lax- veiði, því hann var veiðimaður af Guðs náð. Hann kenndi ekki bara mér að veiða heldur allri ættinni. Nú er skarð fyrir skildi og mikill er söknuður dætra hans sem sjá nú á eftir sínum þriðja fjölskyldumeðlimi á stuttum tíma. Ég vil með þessum orðum kveðja bróður minn með virðingu og þakka honum samfylgdina. Dætrum hans og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð Blessuð sé minning Gunnars Sveinbjörnssonar. Guðrún systir. Jæja kæri frændi. Þegar einhver sem manni þykir vænt um kveður þennan heim, fara ótal minningar um hugann, veiðiferðirnar, jólagjafirnar frá ykkur sem ávallt voru spennandi, þær nætur sem ég fékk að gista hjá ykkur hvort sem það var á Krókvöll- um, í Garðabæ eða Hafnarfirði, alltaf var ég velkomin á heimilið til ykkar Þóru. Þegar ég fékk símtalið um andlát þitt, tók átta ára dóttir mín utan um mig og sagði; „mamma var hann besti frændi þinn?“ Og ég var ekki lengi að svara, þú varst bæði besti og uppáhaldsfrændi minn enda ekki kallaður annað en frændi eins og þú værir sá eini og áttum við stóran hlut í hvort öðru. Ég átti ómetanlega stund mér þér núna 30. mars síðastliðinn og þá stund ætla ég að muna alltaf, við spjölluðum saman, hlógum saman, rifjuðum upp gamlar minningar og einnig þögðum við saman. Það var svo gott að vera hjá þér og það var svo mikil ró yfir þér. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær, Faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Elsku frændi, það er með miklum söknuði sem ég kveð þig hér í dag en ég veit að það hafa verið fagnaðar- fundir á himnum þar sem Þóra og Sigrún hafa tekið vel á móti þér. Elsku Gústa, Valla, Sara, Gunnar og aðrir aðstandendur, megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Blessuð sé minning yndislegs frænda, megi hann hvíla í friði. Anna Steinunn Gunnlaugsdóttir. Nú er Gunnar frændi minn farinn yfir móðuna miklu. Farinn á vit nýrra ævintýra, nýjar veiðilendur bíða hans ugglaust fyrir handan. Gunnar móðurbróðir minn var veiðimaður af lífi og sál og kenndi mér snemma að munda stöngina, fyrst á bryggjunni í Garðinum og síð- an var farið í Laxá í Kjós þegar ég var átta ára gamall í þriggja daga veiðiferð með frænda og afa. Þessi fyrsta laxveiðiferð mín stendur mér enn ljóslifandi fyrir augum tæpum 40 árum síðar. Frændi mokveiddi og ég hafði ekki undan að plasta eða „hjálpa“ honum að draga á land. Hápunkturinn í veiðiferðinni var barátta við 15 punda lax sem ég og afi minn heitinn, sem aldrei hafði komið nálægt laxveiði, börðumst við að landa og frændi skemmti sér kon- unglega þar sem hann fylgdist með af bakkanum og hló dátt að aðför- unum. Þetta var bara byrjunin á mörgum veiðiferðum sem farnar voru m.a. í Gljúfurá og Þverá og kom D.A.M.- veiðistöngin að góðum notum sem hann gaf mér í fyrstu veiðiferðinni. Sú stöng hefur reynst mér vel og seinna börnunum mínum fjórum sem öll hafa veitt sína fyrstu fiska á stöngina. Nú er stöngin góða komin á hill- una, lúin af veiði en ekki náðum við Gunnar að fara í Aðaldalinn í sumar eins og til stóð en hann mun sjálfsagt fylgjast með aðförum mínum í sumar frá nýjum heimkynnum. Hugur okkar allra er hjá dætrum og fjölskyldu Gunnars frænda sem horfa nú á eftir enn einum ástvini sínum sem kveður allt of fljótt. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð blessi ykkur öll. Sveinbjörn Sigurðsson og fjölskylda. Minn elskulegi vinur og ferða- félagi Gunnar. Okkar kynni voru ekki löng en samt mjög góð, það var svo gott og gaman að fá að kynnast þér þessum góða manni sem bar svo mikla virð- ingu fyrir öllu og öllum og hvað þú unnir landinu okkar og náttúrunni mikið. Við áttum þess kost að ferðast um landið okkar og önnur fjarlægari lönd saman og njóta þess að vera til, það var allt svo ánægjulegt sem við gerðum saman og allt það sem þú gerðir fyrir mig og kenndir mér að njóta í lífinu það kann ég vel að meta og þakka núna innilega fyrir það. Mikil sorg var þegar veikindi þín voru ljós í lok síðasta sumars og vor- um við ekki tilbúin að takast á við það að þínu lífi væri að ljúka svona fljótt. Þú varst alltaf með hugann hjá dætrunum og barnabörnunum þín- um sem þú dáðir svo mjög og eiga þau þakkir fyrir hvað þau voru öll dugleg og sterk í þínum veikindum, sérstaklega Gunnar yngri. Þú varst líka svo góður við mín barnabörn og fjölskyldu og þökk sé þér fyrir þau góðu og ógleymanlegu kynni. Mínar innilegustu þakkir fyrir virðinguna og væntumþykjuna sem ég fékk notið minn elsku vinur, ást þín á lífinu fékk ekki að lifa nógu lengi, ég sakna þín. Megi guð og allir verndarenglar varðveita dætur þínar og fjölskyldur þeirra. Valgerður Guðmundsdóttir. Kæri frændi, þá er kveðjustundin runnin upp. Þótt við værum í raun ekki frændur leit ég alltaf á þig sem frænda minn. Á yngri árum þekkt- umst við ekki mikið þótt við vissum hvor af öðrum en leiðir okkar lágu saman síðar og með okkur tókst góð vinátta. Okkur Kristínu hafði verið boðið í veiði í Þverá, við vorum byrj- endur og vorum svo heppin að fá þig sem leiðsögumann og leiðbeinanda. Fáir höfðu jafn góð tök á listinni að kasta flugu, betri kennara var ekki hægt að fá. Þú kenndir okkur að veiða með flugu og síðan áttum við eftir að vera saman mörg sumur í Þverá. Þverá var þín á, þú þekktir hana eins og lófann á þér, vissir hvar fiskurinn tók í öllum hyljum, skipti þá engu hvort mikið eða lítið vatn var í ánni. Þótt veiði væri lítil og aðstæð- ur ekki sem bestar varst þú alltaf jafn bjartsýnn, það fengist fiskur. Þér tókst alltaf að láta þá sem þú varst með fá fisk. Allir eru sammála um að enginn leiðsögumaður jafnað- ist á við þig. Þú varst sérstaklega elskaður af öllum konum sem þú leið- beindir, þær höfðu aldrei kynnst öð- um eins leiðsögumanni, þú varst svo nærgætinn, jákvæður og hjálpsam- ur. Ég veit að mörgum mun finnast tómlegt að koma í Þverá þegar þú verður ekki til staðar, Þverá verður ekki söm og áður. Þegar ég varð framkvæmdastjóri Marels fórst þú fljótlega að aka okk- ur eða sækja út á flugvöll og taka á móti erlendum viðskiptavinum sem voru að koma í heimsókn. Þetta starf leystir þú af hendi af mikilli alúð og samviskusemi. Aldrei misstum við af flugi eða komum heim og enginn var Gunnar. Þeir voru ófáir útlending- arnir sem ræddu um hversu vel þú tókst á móti þeim, fræddir þá um land og þjóð og hugsaðir vel um þá í alla staði. Þessa sömu þjónustu hefur þú síðan veitt öðrum fyrirtækjum sem ég hef starfað hjá og alltaf hefur það verið jafn vel gert. Ég veit að síðustu ár hafa verið erfið. Fyrst veiktist Sigrún og síðan Þóra og létust þær með innan við árs millibili. En þú tókst öllum áföllum eins og hetja og barst þig vel þótt við vitum að missirinn var þér sár. Í fyrrasumar fórstu síðan í drauma- veiðiferðina til Skotlands. Ég man hvað þú hlakkaðir mikið til að fara í þá ferð, fara og veiða í sjálfri Spay, það var toppurinn í veiðinni. Þar kenndir þú þér þess meins sem nú hefur borið þig ofurliði. En eins og í fyrri áföllum tókst þú veikindunum af æðruleysi og barst þig vel allt til hins síðasta. Nú að leiðarlokum viljum við Páll, bróðir minn, þakka þér alla þá vin- áttu og umhyggju sem þú sýndir Jens, föður okkar. Þú varst hans besti vinur, heimsóttir hann reglu- lega, einkum eftir að hann varð ekki ferðafær. Heimsóknir þínar voru honum kærar og kunni hann mjög að meta þær. Hann var alltaf léttur í huga og ánægður þegar þú hafðir verið hjá honum. Kæru Sigrún, Valdís, Sara, Gunn- ar yngri, og aðrir nákomnir, við Kristín sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Við vitum að missir ykkar er mikill og Gunnars verður sárt saknað en minningin um góðan pabba og ljúfan dreng mun lifa í hug okkar allra. Geir A. Gunnlaugsson. Í dag kveð ég frænda eins og ég kallaði hann alltaf. Ég á aldrei eftir að gleyma þeim stundum sem við áttum saman á mínum uppvaxtarárum og alltaf bar hann hag minn fyrir brjósti og fylgd- ist með hvað ég var að gera. Það var alltaf gaman að koma að Krókvöllum þegar þið bjugguð þar enda fannst mér húsið alltaf svo spennandi. Einnig eftir að þið fluttuð í bæinn hvað ég var alltaf velkominn og sérstaklega að fá að spila pacman í tölvunni hjá frænda. Elsku Gústa, Valdís, Sara og fjöl- skyldur, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Árni Gunnlaugsson. Ótímabært og vissulega að óvör- um barst mér sú frétt að góðvinur minn Gunnar Ragnar Sveinbjörns- son væri látinn, eftir stutta og snarpa en erfiða viðureign við illvígan sjúk- dóm. Hreinlindi, traust og hjarta- gæska eru þau orð sem lýsa mínum vini best allra orða. Kynni okkar hófust fyrir um 50 ár- um þegar ég ungur drengur fékk að fara með föður mínum og Gunnari í laxveiði, en þeir voru miklir veiði- félagar og veiddu oft mikið í hinum ýmsu laxveiðiám landsins, einnig fóru þeir saman til Flórída og Kúbu þar sem þeir veiddu á sjóstöng með mörgu mikilmenninu. Eftir andlát föður míns hélst vinátta okkar Gunn- ars og bar þar aldrei skugga á, hvorki í félagsmálunum, laxveiði eða í hinu daglega amstri. Sjaldan leið langur tími þannig að við værum ekki í sambandi hvor við annan. Fyrir stuttu síðan talaðist okkur svo til að við færum til veiða í sumar, veiðitúra sem ekki verða farnir hér á jörðu, þið pabbi rennið kannski fyrir lax þar sem þið eruð núna, þar hljóta allar ár að vera fullar af fiski, ein- hverstaðar er allur laxinn. Nú ert þú kominn yfir á hinn ár- bakkann og kemur ekki til baka. Takk fyrir allar góðu stundirnar kæri vinur. Mikið skarð hefur nú verið hoggið í fjölskyldutréð við andláti Gunnars Ragnars Sveinbjörnssonar. Elsku Gústa, Valdís og Sara, tengdasynir, systkini, barnabörn og aðrir vinir, mínar innilegustu samúðarkveðjur, Guð veri með ykkur öllum. Gunnar Ragnar Sveinbjörnsson ✝ Frænka mín, MARGRÉT ÞORBJÖRG MELLSTRÖM, lést í Stokkhólmi Svíþjóð, laugardaginn 23. febrúar. Útförin hefur farið fram. Fyrir hönd ættingja, Margrét Norland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.