Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 17 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Heilsuvika Hrafnistu vikuna 7. til 11. apríl vi lb or ga @ ce nt ru m .is Indversk tortilla með tómatsalsa, avokatómauki og icebergsalati OPNUÐ hefur verið sýning í Bókasafni Mosfellsbæjar á vinn- ingstillögu úr samkeppni um úti- listaverk sem Samorka og Mos- fellsbær munu reisa á nýju torgi við Þverholt. Tilefni samkeppn- innar er 100 ára afmæli hitaveitu á Íslandi, sem miðast við frum- kvöðulsstarf Stefáns B. Jóns- sonar á Suður-Reykjum í Mos- fellssveit árið 1908, og 20 ára afmæli Mosfellsbæjar árið 2007. Vinningstillagan er verkið Hundraðþúsundmiljón tonn af sjóðheitu vatni, eftir Kristin E. Hrafnsson myndlistarmann. Er þar í titlinum vísað til orða Hall- dórs Kiljan Laxness í bókinni Innansveitarkróniku. „Í nið- urstöðu dómnefndar um verkið segir: Framsetning tillögunnar er mjög góð. Mjög auðvelt er að átta sig á hugmyndinni og öll út- færsla tillögunnar er vel unnin. Hugmyndafræðilegur bak- grunnur nær á skemmtilegan hátt að samtvinna sögu Mosfells- bæjar og sögu hitaveitunnar.“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Tillaga Þessi stúlka settist niður við hlið vinningstillögunnar. Tillaga að útilista- verki kynnt AKUREYRI AKUREYRARBÆR er það sveitar- félag á Íslandi þar sem mest jafn- rétti ríkir, samkvæmt niðurstöðum Jafnréttisvogarinnar, Evrópuverk- efnis sem stýrt var af Jafnréttis- stofu. Þetta kom fram á málþingi sem Jafnréttisstofa stóð fyrir á Ak- ureyri í gær. Kynntar voru íslenskar niðurstöð- ur Jafnréttisvogarinnar, en þar var staða jafnréttismála mæld hjá sveit- arfélögum í fimm löndum. Á fund- inum var meðal annars skýrt frá því hvaða sveitarfélög standa sig best í jafnréttismálum, miðað við mæli- kvarða verkefnisins. Efstu sætin eru svona skipuð: 1. Akureyrarkaupstaður, 2. Húnaþing vestra, 3. Stykkishólmsbær, 4. Sveit- arfélagið Hornafjörður, 5. Ísafjarð- arbær, 6. Aðaldælahreppur, 7. Reykjavíkurborg, 8. Garðabær, 9. Kópavogsbær og 10. Hafnarfjarðar- kaupstaður. Ástæður þess að Akureyrarbær fékk hæstu einkunn eru meðal ann- ars jafnt hlutfall kynjanna í bæjar- stjórn, jafnt hlutfall kynjanna í nefndum og ráðum og sú staðreynd að bæjarstjórinn er kona. Auk þess kemur bærinn vel út hvað varðar dagvistun barna á aldrinum 1-5 ára og ágætlega hvað varðar hlutfall kynjanna í íbúafjölda, að sögn Svölu Jónsdóttur, sviðsstjóra á Jafnréttis- stofu. Tæki til að mæla jafnrétti Tilgangur verkefnisins var að gera stöðu jafnréttismála sýnilega og aðgengilega almenningi. Spurningar sem varða hlutfall kvenna og karla í stjórnunarstöðum, atvinnuþátttöku kynjanna og þátt- töku kynjanna í ákvarðanatöku voru sendar til sveitarfélaga. Þátttakend- ur í verkefninu voru, auk Íslands, Búlgaría, Finnland, Grikkland og Noregur. Auk samanburðar á milli sveitarfélaga innanlands er því hægt að bera saman niðurstöður á milli landanna. „Ég er auðvitað hæstánægð. Þetta er alveg magnað. Framsetningin er líka skemmtileg og auðveldar sam- anburð á milli sveitarfélaga,“ sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjar- stjóri á Akureyri, í samtali við Morg- unblaðið eftir að niðurstaðan var kynnt. „Þetta er virkilega góður vísir fyrir okkur að vinna með í framtíð- inni.“ Svala Jónsdóttir nefndi ein- mitt að það besta við niðurstöðuna væri líklega að forráðamenn sveitar- félaga gætu séð hvað þyrfti að gera betur. „Heildarniðurstaðan er mjög ánægjuleg að því leyti að það eru ekki bara stór sveitarfélög sem fá góða einkunn. Þetta er góð blanda og niðurstaðan sýnir að stærðin skiptir ekki máli í þessu sambandi; lítil sveitarfélög geta líka staðið sig vel í jafnréttismálum og það er hvatning fyrir lítil sveitarfélög sem eru neð- arlega á listanum núna að sjá hvað önnur eru að gera og læra af því,“ sagði Svala. Verkefnið fór fram í fimm löndum; Noregi, Finnlandi, Búlgaríu og Grikklandi, auk Íslands. Svala segir ekki raunhæft að bera allar niður- stöðurnar saman, t.d. hefðu einungis Norðurlöndin þrjú kannað öll sveit- arfélög landsins – hin höfðu ekki tækifæri til þess.“ Jafnrétti er mest hjá Akureyrarbæ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Plús Sigrún Björk Jakobsdóttir settist í stól bæjarstjóra á Akureyri í stað Kristjáns Þórs Júlíussonar í ársbyrjun 2007. Akureyri fær plús fyrir það. Tilgangur verkefnisins að gera stöðu jafnréttismála sýnilega og aðgengilega TENGLAR .............................................. http://www.jafnretti.is http://www.tft.gender.is/default/tft SKIPULAGSRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að setja í auglýsingu tvær deiliskipulagsbreyt- ingar í miðborginni. Annars vegar er um að ræða svokallaðan Pósthússtrætisreit og hins vegar lóðir nr. 7 og 9 við Vegamótastíg. Að auki samþykkti skipulagsráð tillögu um af- mörkun og skilmála sérstaks kjarnasvæðis mið- borgar, þar sem gerðar verðar sérstakar kröf- ur um metnað, gæði og sérstakt tillit tekið til borgar- og byggðaverndar. Í kjölfar Lækjargötubrunans á síðasta ári var farið í hugmyndaleit vegna skipulags fyrir svæðið sem hafa skilað sér í deiliskipulag- stillögu sem tekur mið af verndun sögufrægra bygginga og uppbyggingu til eflingar fyrir Kvosina. Á Pósthússtrætisreit er boðuð mikil breyting í bakgörðum húsa þar en þeir eru skipulagðir sem ein heild með gönguleið í gegnum miðjan reitinn frá Austurstræti til Skólabrúar og teng- ingum út í Lækjargötu og Pósthússtræti. Skjól- góð almenningsrými verða til með torgi á bak við Jómfrúna auk þess sem einn elsti garður landsins, Landfógetagarðurinn, verður end- urvakinn og gerður aðgengilegur fyrir almenn- ing. Skipulagsráð hefur einnig samþykkt að setja í auglýsingu breytingartillögu fyrir Vegamóta- stíg 7-9, sem felur í sér að byggt verði á lóð- unum nokkurn veginn í samræmi við fyrra deiliskipulag. Aftur á móti verður á þaki bygg- ingarinnar endurreistur lítill steinbær, „Herdís- arbær“, sem áður stóð á Vegamótastíg 7 og var rifinn seint á sjöunda áratug síðustu aldar og sömuleiðis verður gamla timburhúsið á Vega- mótastíg 9 flutt upp á þak. Skipulagsráð gerir kröfur um metnað í miðbænum Deiliskipulag Skipulagstillagan nær m.a. til húsanna sem brunnu á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Tekið skal tillit til byggðaverndar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.