Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 19
Spurðu hvern sem er í grennd við eld-fjallið Paricutín um kirkjuna semskagar upp úr hrjóstrugu hrauninuog svarið er einfalt: Kraftaverk. Það hlýtur að hafa verið kraftaverk að hraunflæðið stöðvaðist einungis nokkrum metrum frá altari kirkjunnar þegar þorpið í kring fór allt undir hraun – eða hvað? Svo seg- ir heimafólk að minnsta kosti. Marglit blóm í vösum standa undir Jesú á krossinum og upp úr úfnu hrauninu rís kirkju- turninn. Þeim sem á horfir verður ósjálfrátt hugsað heim til Íslands til Skaftárelda og hraunsins sem stoppaði nálægt gömlu kirkj- unni á Kirkjubæjarklaustri. Eldurinn úr akrinum Það var í febrúar árið 1943 sem jörðin í Mic- hoacan-fylki tók skyndilega að hristast. Akur við þorp nokkurt byrjaði að spúa ösku og reyk. Hvað í ósköpunum? Reykurinn varð æ meiri og nú tók hraun að flæða upp úr sprungu sem myndaðist. Þorpsbúar flúðu allir sem einn og sem betur fer lét enginn lífið – hér gæti einhver viljað hugsa til Vestmanneyja. Ári síðar hafði 400 metra hátt eldfjall orðið til og tvö þorp horfið undir hraun – nema auð- vitað kirkjan blessaða. Í mörg ár á eftir hélt hraunið áfram að renna. „Með alla þessa ösku var náttúrlega ekki hægt að hengja þvott út á snúrur,“ segir eldri kona í bænum Angahuan, nokkra kílómetra frá fjallinu. Hann fór ekki undir hraun. Allan tímann sem eldfjallið gaus héldu íbúarnir kyrru fyrir. „Ætli við höfum ekki verið hræddari við að fara í burtu en að vera hér,“ heldur konan áfram og útskýrir að þau hafi ekki talað spænsku heldur einungis sitt eigið tungumál, purépecha. Þau hafi hins vegar fundið að litið væri niður á þau. Þar sem Purépecha-fólk vissi ekki hvað beið þess í spænskumælandi héruðunum í kring áleit það gæfulegra að halda hreinlega kyrru fyrir. Þótt það kostaði að hreinsa öskuna af húsþökunum á hverjum morgni, rétt hjá spúandi eldfjalli. Í Mexíkó eru margir tugir þjóðernishópa, sem allir tala eigin tungu, frá því áður en Spánverjar gerðu landið að nýlendu sinni. Auk þess tala flestir spænsku. Bíll til sölu! Í Angahuan ægir saman viðarhúsum, ryk- ugum strætum, hestum, bifreiðum og konum í litríkum Purépecha-fötum – með bróderaðar blúndusvuntur, í víðum pilsum og fallegum blússum. Fuglasöngur og ávalar, grænar hæðir mynda athyglisverða andstæðu við ærandi há- vaðann í bænum. Hér er allt sem fram fer í bænum samviskusamlega tilkynnt í gegnum hljóðnema sem standa á götum úti. Langar þig að senda ástinni þinni kveðju eða auglýsa vörur? Ekkert mál! Kallkerfið á rætur sínar að rekja til þeirra tíma þegar fólk vildi geta flutt fréttir á milli þorpanna í dalnum án þess að þurfa að fara um á tveimur jafnfljótum. Þetta var fyrir tíma vega og bifreiða. Í dag hljóma mestmegnis úr hátölurunum auglýsingar fyrir hinar og þess- ar vörur. Þetta eru háværar smáauglýsingar – ekki síst þegar þrenn skilaboð heyrast á sama tíma. Eftir gresjunni kemur kona Sá sem fengið hefur nóg af smáauglýsing- unum gæti tekið upp á því að klífa tignarlegt eldfjallið. Leiðin að því er reyndar löng, enda þarf að þræða í kringum hraunbreiðuna. Á svæðinu er bisness að gera út hesta til að flytja ferðamenn að fjallsrótunum og ekki annað að gera en að skella sér á bak. Eldfjallið sem eyðilagði þorpin og setti varanlegt mark sitt á lífið á svæðinu er í dag það sem fólkið þar gerir út á. Heitir það ekki að snúa vörn í sókn? Þorsti, svimi og þreyta þeirra sem paufast upp fjallið eru fljót að gleymast þegar magnað útsýnið birtist þeim. Úr gígnum liðast reykj- arslæður og upp úr hraunbreiðunni í fjarska skagar kirkjuturninn. Orð eldri konunnar í Angahuan hljóma þó óneitanlega í eyrum þess sem kastar mæðinni í heitum sandinum: „Ja, sérfræðingarnir segja að fjallið geti vel gosið aftur. Reyndar hvenær sem er …“ Þrátt fyrir allt er leiðin niður fjallið ef til vill skemmtilegust. Nú þarf ekki að paufast neitt, heldur er hægt að bruna beint niður fjallið, bókstaflega skíða niður bratta hlíðina. Nema að í þessu fjalli er undirlagið ekki snjór heldur heit aska og skíðabrekkurnar rammaðar inn af fagurgrænum kaktusum. sigridurv@mbl.is Á skíðum niður eldfjallshlíðar Ljósmynd/ Sigríður Víðis Eldfimt Paricutín-eldfjallið gjörbreytti lífi íbúa í nálægum þorpum en dregur í dag að ferða- menn. Uppgangan á fjallið er hægra megin á myndinni en niður svörtu rákina rennir fólk sér Funheitur Fyrir 65 árum gjörbreyttist líf íbúa í Angahuan þegar eldfjall tók skyndilega að myndast upp úr akri bónda nokkurs á staðnum. Í ellefu ár gátu þau ekki hengt þvott út á snúrur en sópuðu á morgnana ösku af húsþökum. Í dag lifa þau á ferðamennsku og vona að eldfjallið Paricutín taki ekki upp á því að gjósa aftur. Sigríður Víðis Jóns- dóttir fann Skaftárelda og Vestmannaeyjagos í Mexíkó. Kraftaverk Hraunflæðið stöðvaðist við kirkjuturninn í San Juan Parangaricutiro. Frá Mexíkóborg er um sex klukkustunda akstur til Uruapan. Þaðan ganga rútur til An- gahuan, 35 kílómetra í burtu. |fimmtudagur|10. 4. 2008| mbl.is daglegtlíf einhvern aur þar, en hann á hins vegar Vestur-þýskt þrekhjól árgerð 1989 sem gott er að æfa sig á ókeypis. x x x Reyndar ætti Vík-verji nú bara að halda sér saman þegar talið berst að sparnaði í líkamsrækt, því hann hefur á undanförnum árum varið nærri hálfri milljón króna í róðr- arbáta sem hann tekur til sjávar hvenær sem færi gefst. Sennilega hefði peningnum verið betur varið í eitthvað annað, t.d. fimmtán ára birgðir af eplum og gæðakaffi frá Kúbu. Víkverji á síðan 12 ára bíl sem er stórskemmtilegur, aðallega vegna þess að á honum eru ekki lengur nein bílalán. Samkvæmt skatt- framtalinu er blessaður bíllinn met- inn á heilar 132 þúsund krónur. Jafnvel sumar kaffivélar til heim- ilisnota kosta meira en það. Já, margt er skrýtið í henni veröld. Til að ljúka þessu tækjatali, ætlar Vík- verji að minnast þess þegar hann keypti sér ísskáp snemma á þessu ári fyrir nokkra tugi þúsunda króna. Úrvalið í versluninni var gott og Vík- verja minnir að dýrustu skáparnir hafi verið á um hálfa milljón króna. Og þetta var fyrir gengisfallið. x x x Víkverji hefur sannarlega gertfrábær kaup á liðnum árum. Árið 2003 keypti hann sér tjald af bestu gerð. Þarna var um að ræða ekta leiðangurstjald sem Víkverji fékk á tæpar 9 þúsund krónur, en hefði kostað út úr búð í kringum 80 þúsund kr. Skýringin var sú að tjald- ið var notað, en þó var það ekki nema eins árs gamalt og stendur sig enn frábærlega í stormum og stór- hríð, fimm árum síðar. Bandarískt að gerð og allt hið vandaðasta. Víkverji hefur áður áþessum vettvangi pirrað sig á hækkandi matvælaverði, ekki síst á lífrænt ræktuðum ávöxtum sem smakkast hreint út sagt frábær- lega. Nú eru það eplin hjá heilsubúð Víkverja sem eru komin í um 470 kr. kg og hafa hækkað um 40% á einu ári. Eitt- hvað hefur ferðum Vík- verja fækkað í þessar verslanir og fyr- irsjáanlegt að þær leggist alveg af úr því að kostur er á ódýrari eplum annars staðar þótt þau séu ekki eins góð. Í dýrtíð- inni er Víkverji líka að hugsa um að hætta að kaupa gæðakaffi og snúa sér að einhverju ódrekkandi í stað- inn. t.d. nærbuxnaskólpi, eins og þunnt kaffi var kallað í einhverri Laxnessögunni. Víkverji á ekki lík- amsræktarkort og getur sparað sér       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is FJÖLDA góðra veitingastaða er að finna í Montreal og er á mörgum þeirra lögð sérstök áhersla á kan- adíska matarmenningu. Þrír slíkir vöktu athygli New York Times á dögunum fyrir að vera með einkar góðan mat og leggja jafnframt áherslu á þá umhverfisvænu stefnu að hráefnið komi úr næsta nágrenni. Au Pied de Cochon er veitinga- staður þar sem Martin Picard ræður ríkjum. Umgjörðin er hlýleg og hversdagsleg og réttirnir skemmti- lega húmorísk blanda fínnar fæðu og hversdagslegrar. Picard hefur t.d. boðið upp á gæsalifrarkæfu ofan á pítsu og pönnukökur. Joe Beef er veitingastaður fyrir ostruunnendur. Staðurinn, sem nefndur er eftir 19. aldar bareig- anda, þykir einkar notalegur og kokkurinn Frédéric Morin býður upp á góða bistrórétti með eigin stíl. Liverpool House er ítalskur stað- ur þó vissulega sé það hugmyndarík kanadísk túlkun eigandans Morins á ítölsku fæði en Morin leggur mikla áherslu á að vera með árstíðabundið hráefni á þessum afslappaða stað. Þrír góðir í Montreal 536 Rue Duluth Est. 514 281 1114 www.restaurantaupieddecoc- hon.ca 2491 Rue Notre-Dame Ouest 514 935 6504 www.joebeef.ca 2501 Rue Notre-Dame Ouest 514 313 6049 www.liverpoolhouse.ca

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.