Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is TVÆR tillögur af þremur um Óperuhús í Kópa- vogi verða unnar áfram. Þremur íslenskum arki- tektastofum var boðið að taka þátt í samkeppni um húsið og skilyrt var að þær fengju til liðs við sig erlenda samstarfsaðila sem hefðu reynslu af hönnun óperuhúsa eða sambærilegra mann- virkja. Engin tillagnanna þótti uppfylla markmið samkeppninnar nægjanlega vel til að unnt yrði að velja eina þeirra til útfærslu og var því farin sú leið að velja tvær til frekari vinnslu. Í sam- keppninni tóku þátt ASK Arkitektar ehf. ásamt Lund & Valentin Arkitekter, ALARK arkitektar ásamt David Crossfield Associates og Arkþing ehf. ásamt Arkitema K/S. Tillögur ALARK arki- tekta og Arkþings ehf. verða unnar áfram í sam- vinnu við dómnefnd. Hana skipa Gunnar I. Birg- isson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, formaður, Stefán Baldursson óperustjóri og arkitektarnir Ásdís Ingþórsdóttir, Ólafur Axelsson og Þor- valdur S. Þorvaldsson. Vonast er til að hægt verði að hefjast handa við framkvæmdir á þessu ári og að byggingunni verði lokið árið 2010-2011. Gunnar I. Birgisson flutti stutt ávarp á kynn- ingarfundi um tillögurnar í Salnum í Kópavogi í gær. Þar rifjaði hann upp að árið 2005 hefði hug- mynd að óperuhúsi í Kópavogi kviknað hjá hon- um, eftir að í ljós kom að í hinu nýja tónlistarhúsi sem nú rís við Reykjavíkurhöfn væri ekki gert ráð fyrir aðstöðu fyrir óperuna. „Áhugafólk um óperu og óperufólk hafði samband við mig, þá var ég formaður menntanefndar þingsins, og spurði hvort ekki væri hægt að hafa þetta í sama húsi. Ég taldi það náttúrlega alveg sjálfsagt,“ sagði Gunnar. Menntamálaráðherra tjáði honum þó í samtali að aukakostnaður vegna óperu í tón- listarhúsinu væri svo mikill að slíkt væri ekki hægt að sinni. Íslenska óperan mun reka húsið Hugmynd Gunnars var að stór hluti fram- kvæmdarinnar í Kópavogi yrði fjármagnaður af einkaaðilum í atvinnulífinu. „Það var kannaður áhugi atvinnulífsins og þegar fram komu loforð um framlög og verulegar fjárhæðir var ákveðið að fara með málið lengra,“ sagði Gunnar. Jafn- framt ganga eignir Íslensku óperunnar inn í framkvæmdina, Kópavogsbær styrkir hana og loks ríkið. „Það er búið að ræða við mennta- málaráðherra og forsætisráðherra, það er við höfum ekki farið í formlegar viðræður en þau hafa tekið málaleitan þessari vel.“ Íslenska óperan mun reka húsið og hugsunin er að byggingarkostnaður vegna hússins verði strax afskrifaður. Til gjalda mun einungis koma kostnaður vegna reksturs hússins. Á kynningarfundinum í gær sagði Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt frá störfum dómnefnd- arinnar og markmiðum með hönnunarsam- keppninni. Loks kom það í hlut Stefáns Bald- urssonar að skýra frá úrslitum hönnunar- samkeppninnar, en hann var í undirbúnings- nefnd og síðar dómnefnd um óperuhús í Kópavogi. Áður en hann kynnti úrslitin sagði hann að sig langaði fyrir sína hönd og þeirra sem starfa í Íslensku óperunni að segja „… að þessi dagur er merkur áfangi inn í framtíðina því gert er ráð fyrir því að þessi bygging hýsi til fram- búðar starfsemi Íslensku óperunnar og bæti þar af leiðandi alla hennar starfsaðstöðu og rekstr- armöguleika. Eins og flestum er kunnugt býr Ís- lenska óperan við mjög svo ófullkominn húsa- kost sem gerir allan rekstur erfiðan þótt listrænt hafi margur sigurinn unnist á því þrönga og gamla sviði sem óperan hefur starfað á í rúman aldarfjórðung.“ Byggingu óperuhússins sagði hann lýsa miklum metnaði Kópavogsbæjar en frumkvæðið hefði alfarið komið þaðan. Að svo mæltu skýrði Stefán frá niðurstöðum dómnefnd- arinnar. Tvær tillögur áfram  Vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir við Óperuhús í Kópavogi á þessu ári  Óperustjóri sagði að dagurinn væri merkur áfangi inn í framtíðina ALARK Arkitektar ehf. Dómnefnd telur grunnhugmynd hússins áhugaverða og „torgmyndun að Salnum og að hluta til Gerðarsafni er snjöll og tengir öll húsin skemmtilega saman …“ Arkþing ehf. Í áliti dómnefndar segir m.a.: „Form hússins er hreint og heildarmynd er áhuga- verð og einföld… Tilvísun höfunda um álfaborg er komið vel til skila í formi og efnisvali…“ SJÖ tilboð bárust í út- boði Vegagerðarinnar á tvöföldum Reykjanes- brautarinnar en verkið var boðið út á ný eftir að fyrri verktaki varð að segja sig frá því. Samkvæmt útboðinu á brautin að vera akst- urshæf 16. október en fullbúin fyrir 1. júní á næsta ári. Áætlaður kostnaður við verkið er 770 milljónir króna. Sex tilboðanna sem bár- ust voru hærri en eitt lægra. Tilboðin voru eftirtalin: Malbikunarstöðin Hlaðbær–Colas hf. 969 milljónir, Íslenskir aðalverktakar hf. 955 milljónir, Glaumur og Árni Helgason 918 milljónir, Loftorka ehf. og Suð- urverk hf. 847 milljónir, Háafell ehf. 842 milljónir, Ístak hf. 807 milljónir og Adakris uab./Toppverktakar ehf. 699 milljónir. Sjö buðu í Reykjanesbraut DANSPARIÐ Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir frá Dansskóla Hafnarfjarðar heldur til Danmerkur til að taka þar þátt í heimsmeistaramóti í dansi sem fram fer í Árósum um helgina. Sig- urður og Sara eru bæði 15 ára gömul og hafa dansað frá unga aldri, en bæði hófu dansnám sex ára gömul. Þau hafa dansað saman sl. átta ár og á þeim tíma unnið fjölda verðlauna. Þau eru margfaldir Ís- landsmeistarar og hafa auk þess unnið til verðlauna erlendis, náðu t.d. 1. sæti í Lat- in-dönsum á Copenhagen Open árið 2007. Sigurður og Sara dansa alla tíu samkvæm- isdansana sem samanstanda af fimm Ballroom-dönsum og fimm Latin-dönsum. Á leið á heims- meistaramót Glæsilegt danspar Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir stefna hátt í dansheiminum. Þ að eru bráðum sjö ár síðan ég tók þátt í því að stofna laga- deild við Viðskiptaháskól- ann á Bifröst. Það var byrj- að smátt, við einbeittum okkur að kennslu í viðskiptalögfræði til þess að nýta sem best þá færni sem fyrir var í skólanum. Síðan var smám saman byggt ofan á og nú er lögfræði kennd á meistarastigi við skólann. Mörgum þótti mikil bjartsýni að kenna lögfræði á há- skólastigi lengst uppi í sveit, það yrði erfitt að fá nemendur til að setjast þar að og nær ómögulegt að fá kennara. Það reyndist hins vegar ekki raunin. Með því að kynna skólann vel og rétt var hægt að sýna fólki fram á hvað það væri eftirsóknarvert að setjast að í Borg- arfirðinum og njóta þeirrar sérstöðu sem skólinn og allt umhverfi hans hafði upp á að bjóða. Um svipað leyti ákvað ég að bæta við mig námi í viðskiptafræði og settist á skólabekk við Háskólann í Reykjavík og innritaði mig í MBA-nám. Ég var á sama tíma kennari í Viðskiptaháskólanum á Bifröst og nemandi í Háskólanum í Reykjavík. Annar skólinn byggði á gömlum merg Samvinnuskólans en hinn var ungur skóli, rétt að slíta barns- skónum. Skólarnir áttu það hins vegar báðir sameiginlegt að vaxa og dafna vegna þess að stjórnvöld höfðu ákveðið að losa um menntakerfið og gefa skólum kost á að setja á stofn brautir sem fram til þess tíma höfðu aðeins verið stundaðar í Há- skóla Íslands. Ég fullyrði að sú stefnu- mörkun stjórnvalda hefur reynst öllum skólunum í landinu vel og kannski ekki síst vöggu rannsókna og fræða á Íslandi, Háskóla Íslands. Nú liggur fyrir þinginu frumvarp menntamálaráðherra um opinbera háskóla. Í því frumvarpi er ver- ið að stíga skref til þess að efla opinberu háskólana og ég er sannfærð um að þetta frumvarp, verði það að lögum, muni skipta miklu máli fyrir þróun Há- skóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Í allri umræðu um háskóla og há- skólasetur hefur mörgum þótt vanta upp á að verknámi og starfsnámi sé sýndur nægilegur sómi. Á meðan ég styð heils hugar áherslu á uppbyggingu þekking- arsetra á landsbyggðinni og tel það vera einn lykilþátt í að efla fjölbreytni og styrkja búsetu þá spyr ég: af hverju horfum við ekki með sömu athygli á mik- ilvægi og nauðsyn iðnmenntunar? Á þessum uppgangstímum sem við höfum gengið í gegnum höfum við flutt inn er- lenda iðnaðarmenn í stórum stíl. Hvern- ig vekjum við áhuga íslenskra ungmenna á rafvirkjun og byggingariðn? Ég held, að við verðum að gera iðn- menntun og starfsmenntun hátt undir höfði og gera okkur grein fyrir mik- ilvægi þessa hlekks í menntakerfi þjóð- arinnar. Þess vegna er ég ánægð með sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans og held því fram að það upplegg að skipta skólanum í sjálf- stæðar einingar sé skynsamlegt og til þess fallið að efla hverja grein fyrir sig. Hættan er nefnilega sú, þegar um svo stóran skóla er að ræða eins og þennan nýja skóla, að einhverjar greinar verði undir. Með þessu skipulagi er verið að tryggja að svo verði ekki. Ég vona líka að skólanum takist það ætlunarverk sitt að ná góðu sambandi við atvinnulífið þannig að bæði nemendur og fyrirtæki njóti samstarfs og samvinnu og auki þannig áhuga á náminu í skólanum. Iðn- nám og starfsnám hefur byggst á góðu sambandi við atvinnulífið og með því að tryggja það enn betur í skipulagi skólans vænti ég að enn betri árangur náist. Ég bind líka vonir við að nýi skólinn muni verða öðrum skólum á þessu sviði hvatn- ing til enn frekari árangurs. Menntun er grundvöllur vaxtar í land- inu, um það þarf ekki að deila. Við verð- um að hlúa að menntun á öllum stigum og í víðu samhengi. Litlu börnin í leik- skólanum eru svo forvitin og strax þá má PISTILL » Við verðum að gera iðnmenntun og starfs- menntun hátt undir höfði og gera okkur grein fyrir mikilvægi þessa hlekks í menntakerfi þjóðarinnar. Ólöf Nordal Traustar undirstöður sjá ákveðnar tilhneigingar og færni í vissar áttir. Við verðum að haga því þannig að nemendur fái að njóta hæfi- leika sinna, hvort sem er í bóknámi, list- námi eða verknámi, enn fyrr á mennta- brautinni. Atvinnulíf á Íslandi hefur aldrei verið fjölbreyttara en nú. Það kall- ar á að við höfum stöðugar gætur á und- irstöðunum, menntuninni í landinu. Með því að auka fjölbreytni stuðlum við nefni- lega líka að því að hver og einn einstak- lingur geti betur sérhæft sig í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Þannig hjálpumst við að í því að tryggja stöðu Íslands í framtíðinni. Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Ólöf Nordal les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.