Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Eiríkur JúlíusSigurðsson fæddist í Reykjavík 9. október 1927. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hinn 3. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru, Hrefna Ei- ríksdóttir, f. 1908, d. 1988, og Sig- urður Jónsson, f. 1900, d. 1960. Fóst- urfaðir frá fæðingu Eríks var Teitur Sigurjónsson, f. 1900, d. 1957. Ei- ríkur var elstur í röð fimm systk- ina. Hin eru: Hulda, f. 1928, d. 2004, Þórunn, f. 1931, Ingibjörg Aldís, f. 1936, d. 1936, og Óskar, f. 1942, d. 1973. Eiríkur ólst fyrst upp á Litla Hólmi í Leiru en síðan í Garði. Eiríkur kvæntist 4. apríl 1953 Önnu Hjörtínu Vernharðsdóttur frá Siglufirði og stofnuðu þau heimili og settust að í Keflavík. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru; Leif- ur Vernharður, f. 1953, Eiríkur Júl- íus, f. 1955, d. 1955. Guðbjörg Hrefna, f. 1957 og Örn Sævar, f. 1961. Barnabörnin eru átta, barna- barnabarn eitt og von á öðru nú í apr- íl. Sjómennska varð ævistarf Eiríks eða í 50 ár. Hann útskrifaðist frá Vélskólanum og starfaði sem slíkur á: Hilmi KE-7, Hilmi KE-8 og lengst af, eða 30 ár á Keflvíkingi KE-100. Sat í stjórn Vélstjórafélags Suðurnesja sem gjaldkeri á árunum 1962- 1965. Útför Eiríks verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi. Nú er lítið sem maður getur sagt. Þrátt fyrir að við í fjöl- skyldunni og þú vissum í hvað stefndi þá er ekkert hægt að búa sig undir kveðjustundina, hún bara kemur. Þú sagðir okkur um áramótin að þú mundir ekki ná sumrinu! Þú sagðir mér líka síðustu helgina þína á spít- alanum að þetta færi að verða búið. Þetta undirstrikar bara hvernig mann þú hafðir að geyma, það var ekkert bull sem kom upp úr þér, þú vissir hvað þú söngst. Það var svolítið erfitt að vera nálægt þér þegar ég var lítill þar sem þú varst alltaf á sjó. Stundirnar sem þú varst í landi voru hins vegar eintóm skemmtun. Ég gerði mikið að því að fara með þér um borð í Kefla þegar þurfti að huga að vélunum. Þar lærði maður heilmikið af þér og mun ég búa að því alla tíð. Einnig var tilhlökkunin alltaf mikil þegar þú varst að koma úr Norður- sjónum því þá var allaf nóg af alls kyns góðgæti frá útlöndum með um borð. Einnig fylgdi þeim komum smá-frí á eftir. Mikið og oft vældi ég og nuðaði í þér um að fá að fara með á sjóinn einn og einn túr. Slík mál voru allaf borin undir Einar skipstjóra og oftar en ekki fékk ég að fara með. Stundum voru túrarnir heldur lengri en til var ætlast og mamma orðin óró- leg þar sem ég var að missa af skól- anum. En það var bara meira gaman fyrir mig og hafðir þú á orði að þetta væri nú skóli líka og æstir þig sko akkúrat ekkert yfir þessu. Vélarrúm- ið um borð í Keflvíkingi var umtalað í flotanum fyrir snyrtimennsku, enda sá maður þig varla öðruvísi niðri í vél en með tuskuna eða pensilinn í hend- inni. Á þessum tímum kynntist mað- ur því hvernig þú og aðrir yfirmenn um borð strídduð nýliðunum og höfð- uð oft töluvert fyrir því að hafa grínið sem best úr garði gert. Þetta varð nú bara til þess að mór- allinn var alltaf í lagi þrátt fyrir erf- iðisvinnu og strit. Síðar varð ég svo heppinn að ráða mig sem háseta um borð og fór ég þrjár vertíðir með þér á loðnu. Þar reyndi mikið á alla um borð og ekki hvað síst á þig þar sem þessi bátur hafði mikinn og flókinn vélbúnað. Meðal annars voru á þessum tíma fjórar vélar í bátnum. Stundum bilaði eitthvað en þá var ekki lengi verið að bjarga málunum. Ferðalögin norður á Siglufjörð voru mörg og alltaf mikið gaman. Einnig um landið í útilegum, á hót- elum, ótal veiðiferðir og þá helst í Þingvallavatn. Einnig kynntir þú fyr- ir mér og smitaðir mig af Rjúpna- veiðum sem við fórum þó nokkrum sinnum á og ég hef viðhaldið æ síðan. En nú ertu búinn að stoppa vélina í síðasta sinn í bili. Nú tekur þú loks lúrinn, hættur að hoppa og skoppa, lokinn er síðasti túrinn, vélarnar búinn að stoppa. Gulla, Guðlaug, Eiríka, Arnar, Ólafur, Brynja og Óskar Örn biðja að heilsa og þakka þér fyrir allt. Elsku pabbi minn, þú skilur eftir stórt tóm við brottför þína, þín verð- ur sárt saknað en minningin lifir. Ást og umhyggja er þar í fyrirrúmi. Bið að heilsa í bili en við hittumst síðar og setjum þá vélarnar í gang að nýju. Örn. Kvaddur er hinstu kveðju í dag elskulegur tengdafaðir minn, Eiríkur Sigurðsson. Margs er að minnast eft- ir áratuga kæra samferð. Eiríkur var heilsteyptur og orðvar maður, alltaf ríkti virðing og kærleikur í öllum okkar samskiptum frá því að ég kom fyrst á þeirra heimili aðeins 16 ára gömul. Anna og Eiríkur kynntust á síldarvertíð árið 1950 á Siglufirði, þar sem Anna er fædd og uppalin. Þau giftu sig 4.4.1953 og hefðu því átt 55 ára brúðkaupsafmæli daginn eftir að Eiríkur kvaddi. Þau settust að í Keflavík og byggðu sér hús að Smá- ratúni 12. Á fyrstu sambúðarárunum fór Anna með börnin með sér til Siglufjarðar á síldarvertíð og bjó hjá foreldrum sínum meðan á vertíð stóð. Eiríkur landaði þar oft og var þeim það kært að geta stytt þannig að- skilnaðartíma fjölskyldunnar. Eiríkur var alla sína starfsævi til sjós. Þegar ég kom inn í fjölskylduna var Eiríkur vélstjóri á Keflvíking KE-100 þar sem hann var þar til starfsævinni lauk. Hann var þekktur í flotanum fyrir hversu snyrtilegt vél- arrúmið var, enda fengu þeir viður- kenningu fyrir „góða umhirðu skips og öryggismála“. Eiríkur var sæmd- ur Heiðursmerki sjómanna hinn 5. júní 1988. Hann átti því láni að fagna að starfa samfleytt í 42 ár með frá- bærum skipstjóra, Einari Guð- mundssyni. Þeirra samstarf var ein- stakt, það var alltaf sagt að þeir hafi ekki þurft að tala saman svo vel þekktu þeir hvorn annan. Ekki bar hann tengdafaðir minn tilfinningar sínar á torg en hann var mikill mannvinur og margir voru honum kærir. Hann var mikið fyrir útivist og tók þá gjarnan barnabörn- in með í fjöruferð, eggjaleit eða berjamó. Hann var óskaafi hvers barns. Stöðugur, blíður og fylginn barnabörnunum sínum sem og okkur öllum. Mér er ljúft að minnast jóla, áramóta og annarra samfagnaða á Smáratúninu þar sem Anna og Eirík- ur vöfðu okkur ást og hlýju. Ég hafði alltaf gaman af því að láta hann segja mér frá uppvexti sínum og árunum hans í Leirunni og Garðinum og spjalla við hann um dægurmálin. Ei- ríkur hafði mjög ákveðnar pólitískar skoðanir og fóru okkar skoðanir ekki alltaf saman sem gerði þetta „bara meira gaman“. Aldrei var hjálpar- hendi hans langt undan ef á þurfti að halda. Þegar við vorum að byggja sumarbústaðinn tók Leifur upp á því að fá sér flugferð ofan af annarri hæðinni og slasa sig. Eiríkur var ekki lengi að taka til hendinni við að smíða „alvöru“ stiga á milli hæða svo ekki yrðu fleiri slys. Það ríkti skilningur og húmor milli okkar Eiríks, það var gaman að lauma að honum bröndur- um og oft áttum við skemmtilegar stundir undir það síðasta þó hann hafi verið orðinn mikið veikur. Við leiðarlok kveður kær tengdamóðir mín sinn lífsförunaut eftir vel gengna göngu. Við börnin þeirra munum öll reyna að styðja hana með ást og um- hyggju. Með hjartað fullt af þakklæti, kveð ég með virðingu kæran tengdaföður minn, Eirík Sigurðsson. Hildur Ingvarsdóttir. Ég ætla að minnast afa míns Ei- ríks Júlíusar Sigurðssonar. Afi var meira á sjó en í landi þegar ég var gutti. Þegar hann var í landi vissi ég að það voru ævintýri fram- undan. Ef það var vetur og Seltjörnin var frosin þá var farið á skauta og myndin af afa skautandi tignarlegur um svellið með hendur fyrir aftan bak mun ávallt vera með mér. Á vorin tíndum við egg á heiðinni, eitthvað sem afi gerði öll vor til 2005, eins og hann benti mér aldrei á leik er við tefldum þá benti hann mér aldrei á hreiður sem hann var búinn að sjá. Ef ég fann egg þá fann ég þau sjálfur. Það að hann kom fram við mig sem jafningja frekar en bara barn var ein af ástæðunum fyrir því að mér leið svona vel í návist hans. Á sumrin voru það fjöruferðir í Garðinn eða Leiruna þar sem hann ólst upp. Við eyddum heilu dögunum gangandi í fjörunni, hann að lýsa fyrir mér hvernig hlutirnir voru þegar þetta eyðibýli var í blóma, hann að segja mér sögur af sér og vinum sínum og þeirra ævintýrum. Í einni af þessum ferðum fundum við í fjörunni svart- fugl flæktan í net. Afi tók upp vasa- hnífinn og byrjaði að skera lausan fuglinn sem streittist á móti. Tók óra- tíma að losa fuglinn og þá voru hend- urnar á afa útbitnar og blóðugar en fuglinn flaug frjáls ferða sinna. Þetta er lýsandi fyrir afa, tilbúinn til að- stoða hvern þann sem á þurfti að halda. Afi tók mig oft með sér um borð í Keflvíking.Vélarrúmið hans var vel þekkt fyrir að vera það þrifalegasta í flotanum. Auðvitað hafði ég, guttinn, ekki hugmynd um það, hélt það væri eðlilegt að fara úr skónum þegar maður færi niður í vélarrúm. Ein- hvern tímann þvældist ég yfir í annað skip og sá í fyrsta skipti hvernig flest vélarrúm líta út. Tilkynnti ég vél- stjóranum að vélin þeirra væri ónýt. Fannst öðrum þeirra þetta skrítin at- hugasemd þar til hinn sagði honum að ég væri afastrákurinn hans Eiríks á Keflvíking, þá hlógu þeir báðir. Fyrir nokkrum árum fór ég með afa í eggjatínslu eftir líklega 15 ára hlé. Þegar við vorum að setjast inn í Volvoinn benti hann mér á báts- skrúfu sem hékk á vegg í bílskúrnum og spurði hvort ég myndi eftir henni. Auðvitað mundi ég eftir gömlum ónýtum bát sem við gengum fram á í einni fjöruferðinni. Afi dáðist að skipsskrúfunni og sagði mér að hún væri úr kopar, ég varð ofsa spenntur og heimtaði að við myndum taka þennan fjársjóð með okkur. Með vasahnífnum og nokkrum verkfær- um úr skottinu á Volvoinum losaði hann skrúfuna. Hann sagði mér að nú myndi styttast í að ég þyrfti að taka við henni, sá dagur er kominn. Minningarnar sem afi skilur eftir hjá mér er fjársjóður sem ég á eftir að lifa á alla tíð. Sem gutti heyrði ég í fyrsta skipti orðið hommi. Örugglega verið kallaður það af frænku minni. Fór ég til afa og spurði hann hvað hommi væri, brá honum aðeins við spurninguna hugsaði sig um í smá stund og sagði svo: Það er þegar tveir menn elska hvorn annan og þá sagði ég, afi erum við þá hommar?Ég elsk- aði afa minn þá eins og ég elska hann í dag, hans verður sárt saknað. Eiríkur Leifsson. Í dag kveðjum við mætan mann, Eirík Sigurðsson vélstjóra. Mig lang- ar að minnast hans með nokkrum orðum sem vinar og félaga. Haustið 1951 bauðst mér að taka við vélbátnum Hilmi KE 7. Þá vant- aði góðan vélstjóra og frétti ég af Ei- ríki Sigurðssyni sem var reiðubúinn að taka að sér vélstjórastarfið. Við handsöluðum þetta væntanlega sam- starf okkar á góðum degi í Ungó þarna um haustið. Ég mátti nú vel við una því Eiríkur reyndist ávallt dygg- ur og traustur samstarfsmaður. Þessi gjörningur okkar stóð í ein 45 ár. Eiríkur var dagfarsprúður maður að eðlisfari og hafði sínar föstu skoð- anir á lífinu og tilverunni. Hann bar ávallt virðingu fyrir mönnum og mál- leysingjum. Eiríkur var sérstakt snyrtimenni og hélt vélunum ætíð hreinum, máluðum og pússuðum. Frá 1951-1964 háðum við Eiríkur okkar erfiðu sjósóknarbaráttu á vél- bátunum Hilmi KE 7 og síðar Hilmi II KE 8. Nýr kafli tók við með komu vélskipsins Keflvíkings KE 100 þeg- ar við sigldum honum heim til Ís- lands fyrir jól 1964. Mér er sérstak- lega minnistætt þegar vélin var sett í Keflvíking í Bousenburg í Þýskalandi að Eiríki var gefinn kostur á því að velja litinn á hana. Fyrir valinu varð þessi fagurrauði litur sem gerði vél- ina glæsilega ásýndar í vélarrýminu. Við Eiríkur áttum eftir að vera saman mörg ánægjuleg ár á Keflvík- ing um 30 ára skeið. Þá var oft gott að hafa afbragðsvélstjóra og flinkan sjó- mann sér við hlið. Það er svo margs að minnast frá þessum árum en ein- hvers staðar stendur skrifað: „Hætta skal hverjum leik þá hæst stendur“. En nú hefur þú sleppt í síðustu ferð- ina og ef til vill roðar af nýjum degi í austrinu eilífa, Eiríkur vinur minn. Vertu af Guði vel geymdur og hafðu þökk fyrir allt gamalt og gott, félagi minn. Við hjónin biðjum guðsblessunar til eftirlifandi eiginkonu, Önnu Vern- harðsdóttur, barna þeirra og barna- barna, systur hans og annarra ætt- ingja. Fyrrverandi skipstjóri, Einar H. Guðmundsson, Ása Lúðvíksdóttir. Eiríkur Júlíus Sigurðsson ✝ Inga Hjart-ardóttir fædd- ist í Neðri- Rauðsdal á Barða- strönd 19. janúar 1925. Hún lést á Landspítala í Fossvogi 2 apríl síðastliðinn, For- eldrar hennar voru Gísli Hjörtur Lárusson bóndi í Neðri-Rauðsdal og kona hans Bjarn- fríður Jóna Bjarnadóttir hús- móðir. Systkini Ingu, Sigrún Lilja (d), Halldóra, Fanney, Sigríður (d), Jónína, Reynir, Sigvaldi, Lára, Kristjana og Björg. Inga giftist 16. júní 1948 Gísla R. J. Jenssyni, d. 13. des- ember 1998. Börn þeirra eru Jens, Ingveldur og Ragna. Barnabörn- in eru 9 og barna- barnabörnin 7. Útför Ingu fer fram frá Langholts- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Farin ertu amma og komin til hans afa. Það er nú gott að vita til þess að þið eruð saman á ný. Minningin lifir og allir góðu hlut- irnir sem þú lést af þér leiða. Þú passaðir okkur oft þegar við vor- um lítil, gafst þína hlýju og umhyggju. Ég veit ekki hversu oft við hlustuðum á Dýrin í Hálsaskógi, Hans og Grétu, Rauðhettu og fleira og fleira á gamla plötuspilaranum. Á meðan við barnabörnin veltumst um í heyinu hjá afa um helgar í hlöð- unni uppi í Fjárborg, þá varst þú að sjálfsögðu að undirbúa kræsingar fyr- ir svanga munna. Alltaf sóttist maður eftir því að komast til þín þegar tækifæri gafst til og beitti öllum tiltækum ráðum að komast í bestu kleinur, lagkökur, kakó og pönnukökur í heimi, ekki nokkur önnur manneskja hefði getað bakað svona góðar kökur, eða lagað svona gott kakó. Á hverjum einasta laugardegi í mörg ár komum við í Gnoðarvoginn til þess að heimsækja þig, það mátti bara ekki klikka að fara til ömmu á laug- ardögum, klifra upp á steininn úti á túni og fikta í vatninu á bensínstöðinni. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði og vitum að þú ert komin á góðan stað. Þorsteinn, Ragnheiður og Albert. Elsku amma, mikið ofboðslega er skrítið að þú sért farin. Þó að ég hafi vitað að það væri stutt eftir er það samt erfitt. Þú hefur alltaf verið ör- yggið, fasti punkturinn í tilverunni. Ég veit ekki hvað hefði orðið um mig stundum ef þú hefðir ekki verið til staðar. Ég man þegar ég var lítil stelpa og strauk til ykkar afa með sængina mína í poka, bara til að geta skriðið upp í á milli ykkar og verið hjá ykkur. Ég gerði mömmu dauðhrædda með þessu uppátæki mínu því ég var farin þegar hún vaknaði en mig lang- aði bara svo mikið að komast til ömmu og afa. Þú kenndir mér að lesa og skrifa. Þú söngst endalaust fyrir mig, last fyrir mig, straukst á mér hnén þegar ég gat ekki sofnað. Ég á þér svo margt að þakka amma. Þegar ég bjó í Svíþjóð voru aðaláhyggjur mínar að eitthvað kæmi fyrir ykkur afa á með- an ég væri í burtu og mikið var ég glöð þegar ég kom aftur til Íslands og gat verið hjá ykkur. Börnin mín sakna þín mikið. Þú varst þeim svo góð og þau eiga minningar um æðislega lang- ömmu. Laugardagar hjá langömmu og vöfflur, klæða sig upp í skrítin föt og vefja sig slæðum var leikur sem þau léku mikið. Þau voru heppin að fá að eiga svona mikinn tíma með þér, al- veg eins og ég. Núna segi ég þeim að þið afi séuð að dansa og að afi sé í gúmmístígvélum, alveg eins og þegar þú sást hann fyrst á balli fyrir vestan. Ég veit að hann hefur tekið á móti þér opnum örmum og nú eruð þið saman að fylgjast með okkur hinum. Amma, ég á eftir að sakna þín mikið. Ég get ekki lýst því hversu mikið ég elskaði þig og geri enn. Ég veit að ég væri ekki sú sem ég er ef ekki hefði verið fyrir þig. Þú varst besta amma sem nokkur getur hugsað sér. Ég vona bara að einn daginn geti ég reynt að vera eins góð amma og þú. Ég vona að þér líði vel með honum afa núna og þið getið dansað og talað og endilega ef ykkur langar þá eruð þið velkomin í draumana okkar. Þín Inga. Nú, þegar við kveðjum hinstu kveðju Ingu Hjartardóttur mágkonu mína, er mér ljúft að koma á framfæri hjartans þakklæti fyrir allt það góða sem hún var okkur öllum sem tengd- umst henni fjölskylduböndum. Það rættust vonir og óskir tengdaforeldra hennar, Ingveldar Benediktsdóttur og Jens Gíslasonar frá Selárdal, þeg- ar hún giftist Gísla, elsta syni þeirra. Í dagbók Jens frá 16. júní 1948 stendur: ,,Gísli og Inga ætla að gifta sig í dag, heima hjá prestinum. Höldum veizlu í samkomuhúsinu í kvöld. Í veizluna komu yfir 50 manns, og var dansað til 4 um nóttina.“ Jens, Ingveldur og fjöl- skylda, höfðu flutt árið áður, eða sum- arið 1947, frá Selárdal til Bíldudals, þar sem veizlan góða var haldin í sam- komuhúsinu. Inga og Gísli bjuggu fyrstu árin á Patreksfirði, en 1950 fluttu þau til Reykjavíkur og áttu heima þar til æviloka. Elsku Inga. Hvíl í friði í faðmi Guðs. Blessuð sé minning þín. Teitur Jensson. Inga Hjartardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.