Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 27
MINNINGAR
✝ Gunnar Guð-mundur Guð-
mundsson frá Raf-
nkelsstöðum fæddist
í Reykjavík 13. apríl
1936. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 1. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Guðrún Krist-
björg Jónasdóttir, f.
12.8. 1895, d. 3.5.
1975, og Guð-
mundur Jónsson, út-
gerðarmaður á Raf-
nkelsstöðum í Garði, f. 18.7. 1892,
d. 10.4. 1984. Systkini Gunnars
voru 1) Jón Garðar, f. 2.4. 1918, d.
4.1. 1960, maki Ása Eyjólfsdóttir, f.
13.4. 1918, börn þeirra Dóra, f.
1942, Guðmundur, f. 1943, Geir, f.
1945, Guðrún, f. 1946, Eyjólfur, f.
1949, Hafdís, f. 1950, Jórunn, f.
1951, Garðar, f. 1953, og Sigurður,
f. 1955. 2) Kristján Valgeir, f. 2.4.
1918, d. 26.5. 1963, maki Guðný
Kjartansdóttir, f. 29.4. 1921, d.
29.5. 2001, börn þeirra Már, f. 1950,
d. 1982, Hermann, f. 1951, fæddur
Unni Sigurðardóttur, f. 20.4. 1965,
gift Hreiðari Gíslasyni, íþrótta-
kennara við Iðnskólann í Hafn-
arfirði, f. 30.6. 1965, börn þeirra,
Thelma María, f. 4.8. 1998, og Aron
Ingi, f. 26.1. 2004. Gunnar og Unn-
ur Gréta slitu samvistum 1989.
Sambýliskona Gunnars til 13 ára
var Sigrún Stefánsdóttir frá Land-
brotum í Kolbeinsstaðahreppi í
Hnappadalssýslu. Þau slitu sam-
vistum.
Gunnar ólst upp á Rafnkels-
stöðum í Garði og þar voru mikil
umsvif á þessu stóra heimili, þar
sem bæði var rekinn búskapur og
útgerð af miklum dugnaði. Hann
klárari sína skylduskólagöngu í
Barnaskólanum í Gerðahreppi.
Hann tók þátt í uppbyggingu á
stærstu útgerðarstöð á Suð-
urnesjum á þeim tíma með for-
eldrum sínum og systkinum sínum.
Systkinin skiptu með sér verkum
og kom það í hlut Gunnars og
Kristjáns að sjá um útveganir fyrir
bátana ásamt bílstjórahlutverkum.
Í kringum 1963 tók hann að sér út-
gerðarstjórn fyrirtækisins og í
framhaldi varð hann fram-
kvæmdastjóri útgerðarinnar. Hann
leiddi einnig Fiskréttarverksmiðj-
una Víði í Garði ásamt félaga sín-
um.
Útför Gunnars verður gerð frá
Útskálakirkju í Garði í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
andvana drengur
1956, og Jörundur, f.
1957. 3) Jónas Frí-
mann, f. 3.4. 1919, d.
25.12. 1998, maki
Björg Árnadóttir, f.
24.10. 1916, börn
þeirra Jórunn, f.
1942, Árni, f. 1947, og
Guðmundur, f. 1951.
4) Jörundur, f. 16.10.
1920, d. 15.10. 1927.
5) Karolína Ásthildur,
f. 22.9. 1921, d. 8.6.
1988, maki Sigurður
Björnsson, f. 20.10.
1930, börn þeirra Guðmundur
Kristberg, f. 1950, Sævar, f. 1956,
Erla, f. 1956 og Rafnkell, f. 1957. 6)
Ragnar Þráinn, f. 28.2. 1923. 7) Jör-
undur, f. 2.10. 1930, d. 19.7. 1931.
Gunnar trúlofaðist árið 1956
Unni Grétu Úlfsdóttur frá Brú-
arlandi í Grímsnesi, f. 30.6. 1932.
Foreldrar hennar voru Ulf Jónsson
lögfræðingur, f. 12.7. 1906, d. 30.6.
1973 og Vilborg Kolbeinsdóttir
kennari, f. 27.10. 1909, d. 16.2.
1992. Gunnar og Unnur Gréta tóku
að sér fósturbarn, við fæðingu,
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez.)
Elsku pabbi, ég er svo þakklát fyr-
ir allt það sem þú hefur kennt mér,
allar þær stundir sem við höfum átt
saman, alla þá ást og þann vinskap
sem þú gafst mér sem var ótakmark-
aður. Ég þurfti oftast ekki að segja
þér ef eitthvað hvíldi á mér, þú
fannst það á þér og við ræddum það.
Minningin um þig er sterk, mikil og
falleg, alveg frá því að ég man eftir
mér. Ég man það eins og það hafi
gerst í gær … á sunnudagsmorgnum
fórum við alltaf á rúntinn út í Garð og
heimsóttum Köllu og Sigga (yndis-
legar minningar á ég þaðan) síðan lá
leiðin „suðrí Sandgerði“ eins og
ávallt var sagt í þá daga. Þar tókum
við rúnt á bryggjunni, heimsóttum
Magga heitinn í BP sjoppunni og
fengum okkur Polo-drykk frá Agli
Skallagrímssyni (góður drykkur
það) og fórum yfir bátaflotann sem
var við bryggju, kíktum inn í frysti-
hús og inn í mötuneyti. Komum heim
á Heiðarbrúnina og þar beið mamma
ávallt með læri eða hrygg … nammi
namm. Þegar amma Guðrún féll frá
1975 fórum við að leiði hennar á að-
fangadag það ár með fallega skreytta
jólagrein, þá gat ég ekki ímyndað
mér að ég ætti eftir að heimsækja
það leiði og fleiri ættingja í þennan
kirkjugarð á hverju ári eftir það. Sú
varð raunin því ég fór alltaf með þér,
það var okkar tími saman. Dagurinn
í desember 1994, þegar þú dast og
braust þig, var örlagaríkur og eftir-
köstin áttu eftir að verða erfiðari en
nokkurn grunaði. Við tók ótrúleg
þrautaganga sem stóð til hinsta
dags. Ég fylgdi þér ávallt í meðferðir
á Reykjalundi og í Hveragerði, fór
með þér í allt sem þurfti. Það sem
stendur upp úr er að þú varst alltaf
jákvæður, sterkur og kvartaðir aldr-
ei yfir líðan þinni eða ástandi. Þú
varst hetja og þú ert mín fyrirmynd.
Eftir þetta slys áttir þú erfitt með að
fylgja eftir heimsóknum okkar í
kirkjugarðinn svo ég tók ekki annað í
mál en að standa mína og okkar plikt
og eiga góða stund með þeim sem þar
liggja. Um næstu jól verður þú með
mér.
Þegar ég kom heim úr æfingabúð-
um með FH frá Portúgal laugardag-
inn 29. mars sl. fór ég strax til þín því
þú hafðir fengið lungnabólgu degin-
um áður. Við fengum okkur jarðar-
berjanæringardrykk og þú hresstist
aðeins við en á sunnudagsmorgun
dró aðeins af þér aftur. Ég sat við
hlið þér og hélt í þínar sterklegu
hendur, strauk af þér svitann, svaf
við hlið þér, gaf þér að borða, passaði
þig. Þetta voru ómetanlegar stundir,
við ræddum saman þrátt fyrir þessi
miklu veikindi og þú varst alveg með
á nótunum. Svo kom að því að þú
lygndir aftur augunum og sofnaðir
svo friðsæll og fallegur. Takk fyrir
allt sem þú hefur kennt mér og takk
fyrir allt annað.
Pabbi, þú varst einstakur.
Þín dóttir
Unnur.
Með fáeinum orðum langar mig að
minnast tengdaföður míns, Gunnars
G. Guðmundssonar, er lést á Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja hinn 1.
apríl sl.
Það var fyrir rúmum 13 árum er
dóttir hans kynnti okkur. Ég minnist
þess hve vel mér líkaði við hann frá
fyrstu mínútu. Það var fyrst og
fremst góðvildin og kærleikurinn
sem ég fann fyrir hjá þessum há-
vaxna, sterklega manni. Við urðum
strax góðir vinir og spjölluðum mikið
saman og Gunnar hafði svo sannar-
lega frá mörgu að segja. Umræðu-
efnið var oftast tengt bílum eða sjó-
sókn. Ég hafði sérstaklega gaman af
að hlusta á Gunnar segja sögur
tengdar sjónum, útgerð og bátum
enda var hann hafsjór af fróðleik um
þau mál.
Aldrei mun ég gleyma þeirri stund
þegar við Unnur færðum Gunnari
þær fréttir að von væri á fyrsta afa-
barninu, hann ljómaði allur af gleði.
Og stoltið leyndi sér ekki í bæði
skiptin þegar hann hélt á þeim ný-
fæddum. Gunnar sýndi börnum okk-
ar einstaka góðvild og hlýju og þau
minnast afa síns með miklu stolti og
virðingu.
Ég hugsa með hlýhug til þeirra
stunda sem við áttum saman, þó sér-
staklega vikuna fyrir andlátið, þar
sem við töluðum saman tveir í ein-
rúmi um allt milli himins og jarðar og
það var unun að heyra hvað hann var
enn stálminnugur.
Ég minnist Gunnars með gleði og
þakklæti, hann var góður maður sem
ég bar mikla virðingu fyrir.
Hreiðar Gíslason.
Sofi augun mín
vaki hjarta mitt,
horfi ég til Guðs míns.
Signdu mig sofandi
varðveittu mig vakandi,
lát mig í þínum friði sofa
og í eilífu ljósi vaka.
Amen.
(Gamalt bænavers)
Elsku besti afi.
Við söknum þín svo mikið, þú gafst
okkur mikla hlýju og mikinn kærleik.
Við vitum að þér líður betur núna.
Það var svo gott að koma til þín. Það
var svo gaman hjá okkur og vinkonu
okkar henni Salvöru Svanhvíti þegar
við vorum í sundleik í stóra rúminu
þínu, svo fengum við ís á eftir, svo
settumst við öll saman og lituðum.
Okkur þykir svo vænt um þig elsku
afi. Takk fyrir allar góðu stundirnar.
Hvíldu í friði, elsku besti afi.
Þín
Thelma María og Aron Ingi.
Gunnar G.
Guðmundsson
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN SIGURÐUR GUÐMUNDSSON,
Drápuhlíð 45,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 8. apríl.
Útförin verður auglýst síðar.
Ólafur Gísli Jónsson, Þórhalla Eggertsdóttir,
Guðrún Vigdís Jónsdóttir, Gunnar Thors,
Auðunn Örn Jónsson, Karen Guðmundsdóttir,
Guðríður Kristín Jónsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRARINN JÓNSSON
múrari,
Austurbrún 19,
Reykjavík,
andaðist miðvikudaginn 2. apríl á Landspítala
Landakoti.
Útförin verður auglýst síðar.
Sigríður Þórarinsdóttir, Ólafur Óskar Jakobsson,
Þórarinn Jóhannes Ólafsson,
Jakob Óskar Ólafsson, Hrafnhildur Heimisdóttir,
Sigurður Anton Ólafsson,
Hanna Lísa Ólafsdóttir,
Pétur Jóhann Ólafsson,
Aron Ísak Jakobsson.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
MARGRÉT FINNBOGADÓTTIR,
Sævangi 26,
Hafnarfirði,
varð bráðkvödd á heimili sínu þriðjudaginn 8. apríl.
Jarðarför verður auglýst síðar.
Gylfi Jónasson,
Finnbogi Gylfason, Svana Huld Linnet,
Jónas Gylfason, Ingibjörg Valgeirsdóttir,
Gylfi Örn Gylfason, Margrét Guðrúnardóttir,
Kristján Flóki og Ylfa Finnbogabörn,
Sölvi Þór og Hrafnhildur Kría Jónasbörn.
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir, afi og langafi,
HÖRÐUR BACHMANN LOFTSSON,
Hrafnistu í Reykjavík,
áður Borgarholtsbraut 67,
Kópavogi,
lést sunnudaginn 6. apríl.
Útförin fer fram í Áskirkju þriðjudaginn 15. apríl
kl. 13.30.
Arnbjörg Davíðsdóttir,
Örn Harðarson, Halla Mjöll Hallgrímsdóttir,
Þórhalla Harðardóttir,
Jóhanna Guðný Harðardóttir, Sigurður Ingólfsson,
Ari Harðarson, Hjálmfríður Lilja Nikulásdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
ELÍN RÓSA FINNBOGADÓTTIR,
Rauðagerði 39,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn
11. apríl kl. 13.00.
Kristján Sigurgeir Guðmundsson,
Finnbogi G. Kristjánsson, Gunnhild Ólafsdóttir,
Guðrún Þ. Kristjánsdóttir, Birgir Óskarsson,
Elín Rósa Finnbogadóttir, Steingrímur Waltersson,
Kristján Guðmundur Birgisson,
Kristbjörg Steingrímsdóttir,
Finnbogi Steingrímsson,
Ólafur Jón Einarsson.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGFÚS ÞORGRÍMSSON,
Selnesi 42,
Breiðdalsvík,
verður jarðsunginn frá Heydalakirkju laugardaginn
12. apríl kl. 15.00.
Sævar Björgvin Sigfússon, Hildur Wíum Kristinsdóttir,
Þorgrímur Sigfússon, Reidun Thöger-Andresen,
Þráinn Sigfússon, Ruth Achola,
Bryndís Ósk Sigfúsdóttir, Jakob I. Magnússon,
Óðinn Elfar Sigfússon, Chris Monge Carrion,
barnabörn og barnabarnabarn.