Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING LISTFRÆÐINGURINN Æsa Sigurjónsdóttir fjallar um klæðnað og útlit Íslendinga á árunum 1860-1960 í fyrirlestri í Listaháskólanum í dag. Síðustu vikurnar hefur stað- ið yfir sýning á Þjóðminjasafn- inu sem byggir á rannsóknum Æsu undir yfirskriftinni Til gagns og fegurðar. Samnefnd bók kom líka út fyrir skömmu. Þar tengir hún ljósmyndir og tísku við hugmyndir Íslendinga um þjóðerni, feg- urð og hönnun. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 113 í húsnæði Listaháskólans í Skipholti 1 og er öllum opinn. Ljósmyndun Klæðnaður og útlit Íslendinga Æsa Sigurjónsdóttir UM helgina er komið að fjórða áfanga af tíu í al- heimshreingjörningi Önnu Richardsdóttur. Anna hefur fengið til liðs við sig myndlistakon- urnar Brynhildi Krist- insdóttur og Jónu Hlíf Halldórsdóttur og ber gjörningurinn yfirskriftina „Hreingjörningur í lit“. Einnig koma tónlistarmennirnir Kristján Edelstein og Wolfgang Sahr og leikmyndahönn- uðurinn Þorbjörg Halldórsdóttir að verkinu. Gjörningurinn fer fram í bílageymslu við Norð- urorku að Rangárvöllum klukkan 20:30 á laug- ardagskvöldið. Keyrt er inn um járnhliðið. Myndlist Fjórði í alheims- hreingjörningi Anna Richardsdóttir Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is HLÉR, lagaflokkur eftir Gunnar Reyni Sveinsson, við ljóð eftir Hrafn Harðarson, verður frumfluttur á tón- leikum í Salnum í kvöld. Það er dóttir ljóðskáldsins, Hörn Hrafnsdóttir sem syngur með Antoníu Hevesi píanó- leikara, en Hörn vakti athygli um ára- mótin þegar hún komst í fyrsta sæti í söngvarakeppninni „Barry Alexand- er International Vocal Competition“ í Bandaríkjunum, og fékk að launum að syngja í Carnegie Hall í janúarlok. Lagaflokkur Gunnars Reynis stendur Hörn nærri. Ljóð, tónlist og myndir saman „Auk þess að vera bókasafnsfræð- ingur er pabbi minn ljóðskáld. Hann var að vinna í tveimur ljóðaflokknum, annars vegar Hlé, og hins vegar Tón- myndaljóðum. Grímur Marinó Stein- dórsson myndlistarmaður er góður vinur hans og svo bættist Gunnar Reynir við. Hann hreifst af ljóðunum og samdi lög við átta þeirra.“ Ljóðaflokkurinn Hlér, er saminn eftir að yngri bróðir Harnar lést, barnungur. Hörn segir lög Gunnars Reynis bera það með sér að sjálfur hafi hann þekkt missinn. „Hann var nýbúinn að missa Ástu konu sína og tók dauða hennar mjög nærri sér. Hann finnur kjarna ljóðanna. Ljóðin eru mjög beinskeytt, textinn er mjög beinn og hlífir lesandanum ekki neitt. Lögin hans Gunnars undirstrika það og ýta á. En það er líka miskunn í þeim, og löngun til þess að allt verði í lagi, og að ástvinir nái saman síðar í framhaldslífi. Það er sátt í lokin sem sefar mann.“ Hörn hefur lengi ætlað sér að hljóðrita verk Gunnars Reynis. „Ég ætlaði að æfa verkin vel, bjóða svo Gunnari Reyni á æfingu og heyra hans álit. En þegar var akkúrat komið að þeim tímapunkti fékk ég þær fréttir að hann væri farinn. Mig langaði til að vinna þetta með honum líka,“ segir Hörn. Gunnar Reynir lést í byrjun þessa árs. Plötunni sem Hörn dreymdi um að gefa út núna var slegið á frest, það var söngsigurinn í Ameríku sem tafði verkið. „Ég náði ekki að klára upp- tökurnar.“ Þegar platan kemur er ætlunin að syngja Tónmyndaljóð líka. Það var einfaldlega ekki hægt að þiggja ekki verðlaunin. „Að geta sett í ferilsskrána sína að hafa sungið í Carnegie Hall, skiptir rosalegu máli fyrir söngvara.“ Eftir hlé syngja Hörn og Antonía óperuaríur og fleira. Hörn Hrafnsdóttir frumflytur lagaflokk eftir Gunnar Reyni Sveinsson við ljóð föður síns Ljóðin hlífa ekki SÖNGVARAKEPPNIN Barry Alexander International Vocal Competition er haldin til að hjálpa söngvurum við að koma sér á framfæri. Umboðsfólki var boðið á tónleikana í Carnegie Hall og söngvurunum ungu var boðið á námskeið í því að koma sér áfram í heimi atvinnumennskunnar. Morgunblaðið/Golli Praktísk verðlaun BÖRN banda- ríska listmál- arans Marks Rothko, Chri- stopher og Kate, hafa lagt beiðni fyrir ríkisdóm- ara í New York þess efnis að hann heimili flutning jarð- neskra leifa föður þeirra. Rothko var jarðsettur í kirkjugarði í East Marion á Long Island en börn hans vilja nú flytja jarðneskar leifar hans í Gyðinga-grafreitinn Sharon Gardens í Westchester-sýslu. Auk þess vilja þau flytja jarðneskar leif- ar móður sinnar, Mary Alice, úr kirkjugarði í Cleveland yfir í Shar- on Gardens. Forsaga málsins er sú að í mars í fyrra veitti stjórn East Marion kirkjugarðsins heimild til þess að grafa Rothko upp en til þess að hægt sé að gera það þarf heimild frá dómara. Rothko svipti sig lífi ár- ið 1970. Ári síðar hófust málaferli milli umsjármanna barna Rothkos og þeirra sem sáu um dánarbú mál- arans og stóðu þær deilur yfir í rúm tíu ár, þar til umsjónarmenn dán- arbúsins og Marlborough-galleríið, sem keypti flest verka Rothkos, voru dæmdir til að greiða börnum Rothkos 9,2 milljónir dollara fyrir vanrækslu í umsjón dánarbúsins. Leifar Rothkos verði fluttar Börn málarans óska heimildar dómara Verk eftir Rothko SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT útvarps- ins í Bavaríu hefur neitað að spila verkið Halat Hisar eftir sænsk- ísraelska tónskáldið Dror Feiler. Ástæðan er sú að hávaðinn á æfing- um var svo mikill að tónlistarfólkið kvartaði undan eyrnaverkjum og höfuðkvölum. „Það hefst með skothríð úr hríð- skotabyssu og það er hljóðlátasti kaflinn í því,“ segir framkvæmda- stjóri sveitarinnar Trygve Nor- dwall, sem tók ákvörðunina um að taka verkið af dagskrá og vísaði í reglur Evrópusambandsins. Sam- kvæmt þeim má hávaði á vinnustöð- um ekki fara yfir 85 desibel en Ha- lat Hisar mældist um 130 desibel, sem er svipaður hávaði og þota gef- ur frá sér við flugtak. Heilsuspill- andi tónverk Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ÞAÐ gerist ekki á hverjum degi að ís- lenskt leikrit sé keypt af erlendu leik- húsi og sett þar upp, jafngildir í raun því að rithöfundur nái útgáfusamningi á erlendri grund. Gavella-borgarleik- húsið í Zagreb í Króatíu keypti verk Hávars Sigurjónssonar, Pabbastrák- ur, í fyrrahaust og frumsýnir annað kvöld í króatískri þýðingu. Verkið heitir Nas decko á króatísku. „Forsagan að þessu er sú að fyrir hálfu öðru ári var verkið valið til kynningar í leiksmiðju í Króatíu og það var þýtt á króatísku af því tilefni,“ segir Hávar. Síðan hafi það gerst óvænt í vetur að ríkisútvarpið í Króat- íu hafi keypt verkið og flutt í mars síð- astliðnum. Leikstjórinn sem leikstýrir verkinu í Gavella-leikhúsinu, Franka Perko- vitsj, vann með verkið í fyrrnefndri leiksmiðju árið 2006. Hávar hefur áð- ur selt leikverk til útlanda, m.a. Englabörn sem hefur verið sýnt nokk- uð víða miðað við það sem gengur og gerist, m.a. í Kanada og verið er að vinna að uppsetningu verksins í Seattle í Bandaríkjunum. Verður að koma verkunum á framfæri Spurður að því hvort hann sé með umboðsmann í því að selja leikverkin til útlanda segir Hávar að svo sé og umboðsmaðurinn hafi í einhverjum tilfellum selt verk eftir hann til út- lendra leikhúsa. „Það sem er mikilvægast í þessu er að koma verkunum á framfæri, auð- vitað verða þau á endanum einhvern veginn fyrir valinu og það er ómögu- legt að segja hvað ræður því. Það er flókið ferli frá því að einhver fær handrit í hendurnar þar til hann ákveður að leggja í það mikla peninga og búa til sýningu.“ Hávar segir ýmsar tilviljanir og sjónarmið ráða því hvaða verk verða á endanum fyrir valinu hjá leikhúsum. „Ég er eiginlega mest hissa á því að ís- lensk leikrit skuli nokkurn tíma verða fyrir valinu erlendis af því að það er svo margt í boði. En það er kannski einhver forvitni þarna,“ segir Hávar og útilokar ekki að króatísk þýðing á verki eftir hann geti leitt til aukins áhuga á verkum hans almennt í Kró- atíu og nágrannaríkjum landsins. Tungumálin séu ekki svo ólík milli landa. Umræða skemmra á veg komin Samkynhneigð er umfjöllunarefni Pabbastráks, hvernig foreldrar taka á því þegar einkasonur þeirra kemur út úr skápnum. Hávar segist hafa það á tilfinningunni að umræða um samkyn- hneigð sé skemmra á veg komin í Kró- atíu en á Íslandi og því líklegt að verk- ið ögri frekar á króatískum fjölum en íslenskum. Það hvetji í það minnsta til umræðna um samkynhneigð. Hávar verður viðstaddur frumsýn- ingu í Zagreb á morgun og er fullur tilhlökkunar, segist aldrei áður hafa komið til þeirrar borgar þó svo hann hafi heimsótt hið ágæta land Króatíu áður. Leikritið Pabbastrákur verður frumsýnt í borgarleikhúsinu í Zagreb annað kvöld Samkynhneigð í Zagreb Morgunblaðið/Kristinn Út úr skápnum Einkasonurinn fer aðra leið í lífinu en foreldrarnir höfðu séð fyrir sér. Hann elskar annan karlmann og vill búa með honum. Ívar Sverrisson og Atli Rafn Sigurðarson í hlutverkum sínum sem sonurinn og kærasti hans í uppfærslu á Pabbastráki árið 2003. LJÓÐABÓKIN Agnarsmá brot úr eilífð eftir Ólaf heitinn Ragnarsson, fyrrum bókaútgef- anda og fréttamann, kom út í gær. Ljóðin orti Ólafur síðustu tvö ár ævi sinnar eftir að hann greindist með hreyfitauga- hrörnun, MND. Í tilkynningu frá útgefanda, Veröld, segir að ljóst sé af ljóðunum að bar- áttuvilji Ólafs hafi verið óbilandi og að hugurinn hafi verið frjáls og flögrað víða. Ólafur lést 27. mars sl. Bókin fór strax á útgáfu- degi í annað sæti metsölulista Eymundssonar yfir innbundin skáldverk. Hún er 61 bls. að lengd og hönnuð af Ragnari Helga Ólafssyni. Bókmenntir Ljóð eftir Ólaf Ragnarsson Ólafur Ragnarsson „Fyrir rúmum 35 árum voru ung hjón að fóta sig í lífinu og áttu von á sínu fyrsta barni. Þau ákváðu að skíra barnið Leif Hlé ef það yrði drengur en annars Hörn. Þann 15. september 1972 fæddist þeim stúlka sem heitir Hörn Hrafnsdóttir. Tveimur árum síðar fæddist þeim síðan sonur sem nefndur var Leifur. Þau ákváðu að gefa honum einungis eitt nafn í samræmi við nafngift stúlkunnar. Leifur Hrafnsson veikt- ist alvarlega og lá lengi á sjúkrahúsi áður en veikindi hans drógu hann til dauða þann 11. ágúst 1975. Missir barns reynir mjög á og það tekur fjölda ára að vinna úr sorginni sem því fylgir. Allir á heimilinu finna fyrir henni, líka lítil börn. Mörgum árum eftir lát Leifs gaf Hrafn Andrés Harðarson, faðir hans, út ljóðaflokkinn Hlé sem er eins konar sonartorrek og er tileink- aður Leifi. Nafngiftin á ljóðaflokkn- um, Hlér, tengist beint þeirri ætlun að skíra Leifur Hlér, en auk þess er nafnið Hlér eitt nafn á Ægi, sem tengist inn í ljóðaflokkinn en þar eru vatn og tjarnir mjög áberandi. Gunnar Reynir Sveinsson tón- skáld hreifst af ljóðaflokknum og samdi lög við sum þeirra. Það er mér mjög skylt að flytja þennan ljóðaflokk þar sem sú sorg sem hér er fjallað um og unnið úr hefur svifið yfir vötnum frá því að áfallið reið yfir. Þrátt fyrir það hef ég átt hamingjuríka æsku og alist upp við mikinn kærleik .“ Til tónleikagesta ♦♦♦ Myndataka Hörn og Antonía gera sig klárar í ljósmyndun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.