Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 43 - kemur þér við Situr í þrjú ár í sænsku fangelsi fyrir dópsmygl Vilja banna nýbygg- ingar á Þingvöllum Nýbökuð móðir fær engan fæðingarstyrk Markaður og sveitar- stjórnir ráða álverum Fékk 120 þúsund kall fyrir að stökkva hæst Hvenær borgar sig að gera við og hvenær er best að skipta út? Hvað ætlar þú að lesa í dag? TÓNLISTIN, hin mikla list tilfinn- inganna, sameinar sundraða og sker í gegnum hvers kyns höft og misfellur. Hún spyr ekki um aldur, afrek eða fyrri störf þeirra sem setjast við alt- ari hennar til tilbeiðslu og er vænt- anleg heimsókn tónlistarmannsins Rufusar Wainwright hingað til lands sönnun þar á. Wainwright heldur tón- leika í Háskólabíó á sunnudaginn og fékk Morgunblaðið nokkra þjóð- þekkta gallharða aðdáendur til að segja frá því hvaða takka Wainwright væri eiginlega að ýta á. Pálmi Gunnarsson „Gulli Briem leyfði mér að heyra í Rufusi fyrir nokkrum árum,“ segir Pálmi Gunnarsson. „Ég varð strax mjög hrifinn. Ég var búinn að vera í einhverri tónlist- arfýlu, fannst lítið merkilegt á seyði og hann kom því eins og ferskur and- vari inn í líf mitt ef svo mætti segja. En það er ekki bara ég, öll fjöl- skyldan, kona mín og börn eru for- fallnir aðdáendur líka.“ Pálmi veit vart hvar á að byrja, þegar hann er beðinn að lýsa kostum Wainwrights. „Frábær útsetjari, lagasmiður, söngvari ... þó mig gruni að hann sé ekki allra þar. Það er bara eitthvað náttúrulegt, taumlaust við þetta. Hann er auðheyranlega náttúbarn, séní. Svo hef ég líka gaman af þessum kabarett/sirkus-töktum hans. Þar springur hann út.“ Gulli Briem „Það var Anita dóttir mín sem leyfði mér að heyra hann og systur hans fyrst,“ rifjar Gunnlaugur Briem trymbill upp. „Það var úti í London og platan var Poses (2001). Ég kolféll, þetta var eins og að ramba fram á fal- inn fjársjóð.“ Gunnlaugur (eða Gulli) segir styrk Wainwrights felast í lagasmíðunum en „jafnframt er hann frábær söngv- ari og píanóleikari. Hann hefur þenn- an sjaldgæfa eiginleika að vera séni á öllum tónlistarsviðum. Tónlistin er dálítið bítlísk og stundum finnst mér hann vera nokkurs konar nútíma El- ton John. Þessi ótrúlega dramatísku lög um leið og hann er með alveg of- boðslegan sans fyrir melódíu.“ Eiríkur Guðmundsson „Það var Bragi Ólafsson rithöf- undur sem sýkti mig,“ segir Eiríkur Guðmundsson, bókmenntafræðingur og dagskrárgerðarmaður á Rás 1. „Hann spilaði fyrir mig lag með Ru- fusi í útvarpið fyrir nokkrum árum og þar með var ég búinn að vera. Ég hlustaði síðan á Rufus stanslaust í tvö ár eða alveg þangað til ég fór í nokk- urs konar meðferð við þessu en féll síðan aftur fyrir um það bil hálfu ári og er illa staddur nákvæmlega núna.“ Aðspurður um hvað sé svona merkilegt við Wainwright segir Ei- ríkur: „Hann semur lög, en þeirri kúnst eru margir tónlistarmenn búnir að gleyma. Sennilega er hann einhver fínasti lagasmiður í poppi á eftir Scott Walker. Og textarnir eru þesslegir að Rufus ætti að fá nóbelsverðlaun í bókmenntum. Drengurinn er búinn að gera fimm plötur og þær eru allar framúrskarandi. Það er einhver guð- dómsneisti í þessu öllu saman hjá honum.“ Björgvin Halldórsson „Ég sá hann í sjónvarpi fyrir nokkrum árum og hreifst mikið af honum,“ segir Björgvin Halldórsson. „Ég kannaðist líka vel við pabba hans Loudon. Við héldum mikið upp á hann í gamla daga og gerum enn. Hann kemur úr þjóðlagadeildinni og við hljóðrituðum nokkur lög eftir hann. Þá hef ég líka hlustað á systur hans Rufus, hana Mörtu.“ Björgvin segir Rufus einn af þeim mjög fáu lagahöfundum og söngv- urum sem komið hafa fram á sjón- arsviðið síðastliðin ár sem eitthvað sé varið í. „Hann kemur með alveg nýja að- ferð í lagasmíðum og þráð í flóruna í dag. Hann er alinn upp við gömlu meistarana, Rodgers and Hammer- stein, Cole Porter, Ellu Fitzgerald og fleiri snillinga. Hann er mikill smekk- maður og hefur fengið gæðatónlistina með móðurmjólkinni.“ Björgvin er að spinna nýjustu hljóðsversplötu Rufus, Release the Stars, í græjunum um þessar mundir. „Uppáhaldslagið er svo „Natasha“ af Want One en svo er túlkun hans á Lennonlaginu „Across the Universe“ framúrskarandi. Hann er frábær söngvari drengurinn.“ Allir dá þeir Wainwright Pálmi Gunnarsson Björgvin Halldórsson Eiríkur Guðmundsson Vinsæll Rufus McGarrigle Wainwright hefur greinilega breiða skírskotun. Fáeinir miðar eru eftir á tónleika Rufus Wainwright í Háskólabíó n.k. sunnudag. Áhugasömum er bent á www.midi.is Gulli Briem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.