Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 13 Ef þú hefur hraðan á geturðu tryggt þér glæsilega útgáfu af Mitsubishi Pajero á einstökum kjörum. Fullkomið fjórhjóladrif með 100% læsingu að aftan og stöðugleikastýring eru sniðin að íslenskum vegum. Komdu og prófaðu! Þú finnur um leið hvernig 3.300 kg dráttar- geta og þægindi fyrir allt að sjö manns, 860w Rockford hljómkerfi og 18" álfelgur ásamt bakkmyndavél fullkomna aksturinn. ÖRFÁIR BETUR BÚNIR PAJERO TIL AFGREIÐSLU STRAX Á Á HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi BIFREIÐAUMBOÐIN B&L og Ingvar Helgason hafa lækkað verð á nýjum bílum um allt að 8% en bílar hjá þeim hækkuðu meira en það frá áramótum. Brimborg hefur haldið að sér höndum varðandi hækkanir á árinu og bíður með lækkanir þar til krónan styrkist frekar. Misjafnt eftir tegundum Nýir bílar hjá B&L hafa lækkað um 5% að meðaltali vegna styrkingar krónunnar. Lækkunin er svipuð og nýjasta hækkun sem var vegna veikingar krónunnar. Andrés Jónsson, upplýsingafulltrúi B&L, segir að þegar gengið hafi fallið mikið fyrir skömmu, hafi hækkanir verið óumflýjanlegar en nú voni menn að jafnvægi sé náð með styrkingu krónunnar og því hafi verið ákveðið að lækka verðið aftur og skila styrkingunni til viðskiptavinanna. Lækkunin er misjöfn eftir tegundum en Andrés segir að hún sé frá um 100 þúsund krónum upp í rúmlega milljón á bíl og með frekari styrkingu krónunnar megi gera ráð fyrir frekari lækkunum. Karl Steinar Óskarsson, sölustjóri hjá Ingvari Helgasyni, tekur í sama streng. Hann segir að allir nýir bílar hafi lækkað í fyrradag um allt að 8%. Hann bendir á að bílar hjá umboðinu hafi hækkað samtals um 15% í þremur áföngum frá áramótum en um leið og krónan hafi styrkst, hafi verðið verið lækkað. Hann segir að verði áframhald á styrkingu krónunnar megi gera ráð fyrir frekari lækk- unum. Enn nokkuð í land Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brim- borgar, bendir á að frá áramótum til 28. mars hafi krónan veikst um 30-35% gagnvart er- lendum myntum en sé tekið mið af sveifl- unum undanfarna daga sé veikingin um 25- 30%. Á sama tíma hafi verið 9-12% hækkun hjá Brimborg. Í stað þess að elta toppinn hafi verið ákveðið að hækka minna í þeirri von að krónan styrktist aftur. Enn væri verið að bíða eftir að hún næði 10-12% markinu svo hægt væri að lækka á ný. Á þessari stundu væri því ekki ástæða til lækkunar en það yrði skoðað þegar evran yrði komin niður í 110- 111 krónur. Lækka verð á nýjum bílum um allt að 8% Morgunblaðið/Ómar Bílar Styrking krónunnar hefur haft áhrif á verð nýrra bíla hjá B&L og IH. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hefur samþykkt tillögur stjórnar AVS rannsóknasjóðs varðandi út- hlutun aflaheimilda til áframeldis á þorski fyrir yfirstandandi fiskveiði- ár. Þetta er í sjöunda sinn sem út- hlutað er. Níu fyrirtæki sóttu um kvóta að þessu sinni, og sóttu þau um tæp 700 tonn, en til ráðstöfunar eru 500 tonn, sem átta fyrirtæki fengu að þessu sinni til þess að vinna með í sínum verkefnum. Vestfirðingar fá mest af þessum heimildum, en þar fá fimm fyrirtæki úthlutað alls 350 tonnum. Mest fá fyrirtækin Álfsfell á Ísafirði og Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, 125 tonn hvort. Þóroddur á Tálkna- firði fær 75 tonn, Glaður í Bolung- arvík 15 tonn og Einherji á Pat- reksfirði 10 tonn. Önnur fyrirtæki, sem fá úthlutað eru Brim fiskeldi á Akureyri 80 tonn, Þorskeldi á Stöðvarfirði 50 tonn og Síldarvinnsl- an í Neskaupstað 20 tonn. Þorskurinn, sem um ræðir, er veiddur seinni hluta vetrar og færð- ur lifandi í sjókvíar þar sem hann er alinn fram á haust. Þá hefur hann aukið þyngd sína verulega og er slátrað til sölu erlendis. 500 tonnum út- hlutað í þorskeldi MEÐALVERÐ á fiski seldum á fisk- mörkuðunum í marz er það næst- hæsta sem sést hefur í þeim mánuði, 168,65 krónur. Það hæsta var í marz 2007, 175,79 krónur. Þetta er 4% lækkun milli ára. Meðalverð þrjá fyrstu mánuðina var kr. 171,31 sem er tæpu prósenti lægra en á sama tímabili 2007. Í marz sl. var þorskur dýrari en áður í þeim mánuði, 243,45, en ýsa var á 131,88 sem er það fjórða hæsta sem sést hefur. Ýmislegt hefur áhrif á þessa þró- un. Meðal annars voru páskar í marz í ár og dró það úr framboði á mörk- uðunum auk þrálátrar brælu. Þá má nefna að fiskverð á mörkuðum fylgir gengi krónunnar nokkuð vel, enda er fiskurinn, sem þar er keyptur seldur utan. Framboð nú í apríl hefur verið mikið og sem dæmi um það má nefna að síðastliðinn laugardag voru 400 tonn til sölu á mörkuðunum. Verð hefur lækkað frá því í marz, meðal annars vegna gengisbreytinga, en einnig kemur nú minna af stórum fiski á markaðina, þar sem bæði hef- ur dregið úr netaveiðum og möskv- inn verið minnkaður.                          !" #$ %$ &$ $$ $ #$ %$ &$ $ ' ' ' '" '( ' ' '$ '$" '$( '$ ) *) Hátt verð á mörkuðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.