Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ TVÆR plötur koma nýjar inn á Tónlistann þessa vikuna. Skugga- sveinar byrja nálægt botninum í átjánda sæti, en Hjálmarnir Guð- mundur Kristinn Jónsson og Sig- urður Guðmundsson eiga örugg- lega eftir að skjótast ofar með plötuna sína þar sem karlmannleg- ustu söngvarar landsins syngja lög fenjarokkarans Tony Joe White. Accelerate með R.E.M. stekkur beint inn í sjöunda sætið enda hefur sveitin safnað að sér tryggum aðdá- endum á löngum ferli og þessi nýj- asta afurð hennar hefur almennt fengið fína dóma. Sætaskipti hafa orðið á milli þeirra tveggja platna sem seljast best á Íslandi þessa dagana, en það eru Laugardagslögin og Myndin af þér, safnplata með helstu perlum Vilhjálms Vilhjálmssonar. Tón- og lagalistar síðustu vikna hafa litast mjög af Evróvisjón-spenningi, en sennilega á röð tónleika þar sem lög Villa Vill hafa verið flutt fyrir fullu húsi þátt í því að fleyta honum í fyrsta sætið þessa vikuna. Það er greinilegur vorilmur af plötunni sem bætir sig mest í sölu þessa viku, þeirri sjöundu í röðinni Íslandslög. Ferðamennirnir eru komnir að kveða burt snjóinn og kaupa sígild íslensk dægurlög í flutningi Björgvins Halldórssonar og fleiri.                                   !                  "  # $ $% %& %'() *+ , % '#  %'-./)%()               ! "  #$%$!$ &  '(    ) * + ,),)-  &  '(  .+") / 0 1/   2) "3( . 4(   5 )   % 67  4( & ""6)  ,8,- 5 )           !  "#$  %##&  ' %#(   )(( # **##  # + '   , - .  /  %& + '   , - .  012  3 '! (  4 5   6#   7 !  2# ' )  8 2 6!'9   6$ :;  < )  '  =' 2$ 3 7 # ' >(           010  2%34 ,* 5     (,6  7   *8  %%  6   91,             $%3.'(  ',:;<'=>    #$%$!$ %44 ) )44) 9 $&:; 2 ++  #(  <"=:)( #$ . ( ( 9 ++8 % 04 / ' )2  9 " 8 ++ ++ >)#): 0 ; ? #") / = 74 ';' @"(" )/ " /  ?? 2)8A ):B=" 9  C 8!;94 %&#    %&# # ( >  ## 61 #  7? /''@ ># $ 1( A # * "'($ B 2<0;     # :  C( 6($# "##  '# 0( ; 0;# D #E D # %(  % (&  %  # F D;# # G ## ( H# 8( I D'# # J& G G 6 K# H;$ 5 #  1 $@ #L D##'#  1#   0;  G ;#  #                  5   (,6  ?   *  %  *+ "  5   (,6  @ 4 &,@  " @)   A 91, 94 "   Skuggasveinar syngja fenjarokk Reuters Hringferð Benny Crespo’s Gang spilar um allt land. SVIPTINGARNAR eru miklar á lagalistanum þessa vikuna þó að ekkert lag nái nýtt inn á lista. Breska ungstirnið Amy McDonald pompar af toppi listans niður í 20. sæti með lagið „This is the Life“ og karlar á besta aldri hafa raðað sér í efstu sætin í staðinn. Þó að platan Accelerate með R.E.M. sé fyrst nú að komast í efstu sæti Tónlistans þá er lagið „Super- natural Superserious“ að hefja sína sjöundu viku á Lagalistanum. Gamli grugghundurinn Eddie Vedder er kominn í annað sætið með lagið „Guaranteed“. Það er af plötunni Into the Wild sem inni- heldur lög úr samnefndri kvikmynd og er jafnframt fyrsta sólóplata for- sprakka Pearl Jam. Vedder hlaut Golden Globes-verðlaun fyrr á árinu fyrir „Guaranteed“ sem var valið besta frumsamda lag fyrir kvikmynd á síðasta ári. Ef til vill er hringferð Benny Crespo’s Gang með Dr. Spock og Sign um landið ástæða þess að „Next Weekend“ kemur aftur inn úr kuldanum en það var dottið ofan í 46. sæti í síðustu viku. Ballöðukóngurinn James Blunt situr sem fastast í níunda sætinu enda eru margir aðdáendur hans sjálfsagt farnir að koma sér í rétta stuðið fyrir tónleika hans hérna á Íslandi í sumar. Karlar velta ung- stirni úr toppsæti „VAN the Man“ er slíkur risi í dægurtónlist- inni að maður sperrir ósjálfrátt upp eyrun þegar fréttist af nýrri afurð frá meist- aranum. Að segja að þessi nýjasti ópus valdi vonbrigðum er eiginlega ekki nógu sterkt. Lögin eru galtómur bræðingur af blúsi, rokki, sálartónlist, kántrí og djassi og skilja þau nákvæmlega ekkert eftir sig. Svipuð aðferðafræði gekk frá- bærlega upp á síðustu plötu Dylans en klúðrast gersamlega hér. Platan ber öll merki þess að koma frá reynslubolta, þetta er verk sem Van Morrison hefði getað gert sofandi en verst að svefninn steypist sömuleiðis yfir hlustandann áður en langt um líður, slík eru leiðindin. Leiðindi Van Morrison – Keep it Simple bnnnn Arnar Eggert Thoroddsen BEACH House hljómar eins og minning um löngu liðið sumar, lögin eru draugar sólríkra sumarkvölda, þetta er tónlistin við enda- lausa nótt sem aldrei átti sér stað og lögin eru fyrir vikið upplituð af söknuði og nost- algíu. Tónsmíðarnar eru útsettar með ein- faldasta móti, oft bara fyrir stofuorgel/ skemmtara, söng, og kannski smá kjöltugítar og ögn af slag- verki. Platan minnir fyrir vikið svolítið á Yo La Tengo frá því um aldamótin eða ameríska tónlist frá því á sjöunda áratugnum sem hefur skolast til í tímans rás. Hljóðpalettan er heldur eins- leit 11 lög í röð en hér er margt alveg frábært sem á eftir að fylgja mér gegnum angurværar sumarnæturnar. Endalausar nætur Beach House - Devotion bbbmn Atli Bollason REAL Emotional Trash er fjórða plata Stephen Malkmus and the Jicks en Malkmus er hvað þekktastur fyrir störf sín með of- anjarðar-neðanjarðarsveitinni Pavement. Skemmtilegur hljómur Malkmus er einkenn- andi fyrir þessa plötu – ískrandi gítarar og stundum hávaðasöm tónlist sem er á sama tíma falleg og yfirveguð þar sem rödd Stephen gegnir lykilhlut- verki. Þetta er ekki það besta sem Malkmus hefur skilið eftir sig, enda kannski ekki réttlátur samanburður. En Real Emotional Trash er þrátt fyrir það gríðarlega skemmtileg plata sem batnar við hverja hlustun og sannfærði í það minnsta undirritaðan að Malkmus er einhver besti lagahöfundur okkar tíma. Alvöru tónlist Stephen Malkmus – Real Emotional … bbbbn Ágúst Bogason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.