Morgunblaðið - 10.04.2008, Síða 2

Morgunblaðið - 10.04.2008, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is TUTTUGU manna ráðgjafarhópur hefur verið myndaður vegna und- irbúnings fyrir hönnunarsamkeppni nýja háskólasjúkrahússins. Koma þar saman sérfræðingar úr ýmsum áttum. Hafa fjórir íslenskir sér- fræðingar, sem starfa við sjúkrahús í öðrum löndum, fallist á að taka sæti í hópnum. Þeir eru Björn Flygenring, hjartasérfræðingur á Minneapolis Heart Institute í Bandaríkjunum, Kristján Tómas Ragnarsson, yfirlæknir endurhæf- ingardeildar Mount Sinai-sjúkra- hússins í New York, Birgir Jak- obsson, barnalæknir og forstjóri Karólínska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi, og Hulda Gunnlaugs- dóttir, hjúkrunarfræðingur og for- stjóri Aker-háskólasjúkrahússins í Ósló. „Það er mikill fengur að því að fá sjónarmið þessa fólks,“ segir Inga Jóna Þórðardóttir, formaður nefnd- ar um byggingu háskólasjúkrahúss- ins. Hópurinn gengur undir nafninu lokarýnihópur og hefur það mark- mið að skoða með gagnrýnum hætti gögnin sem lögð verða til grund- vallar í hönnunarsamkeppninni og gefa álit sitt og ábendingar, sem verða hafðar til hliðsjónar þegar gengið verður frá samkeppnislýs- ingunni. Vanda allan undirbúning Byggingarnefndin sem Inga Jóna veitir forstöðu hefur það verkefni að skrifa samkeppnislýsingu fyrir hönnunarútboðið sem á að fara í gang í sumar, að sögn hennar. Mikil undirbúningsvinna hefur staðið frá 2005 vegna þessa mikla mannvirkis og er búið að vinna öll grunngögn inn í þá samkeppnislýsingu. C.F. Möller, danska arkitektafyrirtækið, sem bar sigur úr býtum í skipulags- samkeppninni árið 2005, skilaði í febrúar sl. frumáætlun og er hún grunngagn við frágang samkeppn- islýsingarinnar. „Markmið okkar á þessum síðustu metrum áður en samkeppnislýsing verður unnin er að fá að borðinu með okkur fólk sem býr að fjölbreyttri reynslu og kemur víða að,“ segir Inga Jóna. „Við leggjum líka áherslu á að hönnun verði lokið eins og kostur er áður en útboð verklegra fram- kvæmda hefst. Það er mjög mik- ilvægt að menn hafi glögga yfirsýn yfir kostnaðinn því þetta er risavax- ið verkefni og verklagsreglur verða frá upphafi að taka mið af því að við getum fylgst mjög grannt með öll- um útgjöldum.“ Gefa ráð vegna há- skólasjúkrahússins Íslenskir sérfræðingar við erlend sjúkrahús í ráðgjafarhópi Mikið mannvirki Líkanmynd af há- skólasjúkrahúsinu við Hringbraut. Í HNOTSKURN »Fyrsti vinnufundur ráðgjaf-arhópsins er áætlaður 20. apríl næstkomandi. »Nefnd um byggingu nýs há-skólasjúkrahúss mun standa fyrir samkeppni um hönnun. »Stefnt er að því að kynnavinningstillögu í samkeppn- inni í nóvember og jafnframt að undirrita samning um hönnun nýja háskólasjúkrahússins. BIÐLISTAR á Barna- og ung- lingageðdeild Landspítalans (BUGL) hafa styst og hafið er fræðslustarf sem er ætlað að efla nærþjónustu við börn og unglinga með geðraskanir. Guðrún Bryn- dís Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, sagði að lengi hefði verið þörf á að auka og samhæfa þjónustu deildarinnar. Hlustað hefði verið á tillögur starfsfólks og í ágúst sl. fékkst aukið fjármagn. Í kjölfarið voru ráðnir fjórir nýir starfsmenn auk fræðslustjóra. Starfsfólk BUGL hefur aukið vinnuálag undanfarna tvo mánuði og m.a. sett upp svonefnda „laugar- dagsklínik“. Þá hefur verið unnið ut- an hefðbundins vinnutíma til þess að taka við börnum af biðlista. Á undanförnum tveimur mánuð- um er búið að vinna um 22 mál af bið- listum umfram það sem ella hefði verið unnt að sinna. Um miðjan ágúst 2007, þegar ákveðið var að auka framlög til BUGL, voru 165 mál á biðlistanum en nú eru þau 107. Á þessum tíma hafa borist um 100 nýjar tilvísanir. Af þeim hafa bæst við um 80 ný mál á biðlistann. Í heild hafa því verið unnin tæplega 140 mál á rúmu hálfu ári. Guðrún sagði að miðað væri við að bið eftir þjónustu á borð við þá sem BUGL veitti væri um þrír mánuðir. Hún sagði starfs- fólk BUGL hafa leitað leiða til þess að biðlistinn lengdist ekki aftur. „Við höfum viljað leggja áherslu á samvinnu við aðrar stofnanir, bæði þjónustumiðstöðvar og heilsu- gæslu,“ sagði Guðrún. „Við viljum auka fræðslu til lækna í heilsugæslu og eins annarra sem koma að þjón- ustu við börn og unglinga með geð- raskanir. Einnig kemur til greina að flytja úrræði sem við höfum hér til heilsugæslunnar þannig að hægt sé að nálgast vandann í nærumhverfi barnanna.“ Í janúar sl. fór af stað tilrauna- verkefni þegar starfsfólk BUGL veitti starfsfólki heilsugæslustöðvar- innar á Egilsstöðum og öðrum þjón- ustuaðilum þar fræðslu. Einnig var haldið þjálfunarnámskeið fyrir for- eldra barna með ofvirkni og athygl- isbrest. Fyrirhuguð er aukin hand- leiðsla og ráðgjöf. Markmiðið er að heilsugæslustöðin verði þekkingar- miðstöð í sínum landsfjórðungi varð- andi börn með geðraskanir. Þá er hafið samstarf við tvær heilsugæslu- stöðvar í Reykjavík og hefur teym- um heilsugæslustöðva og þjónustu- miðstöðva sem tengjast einstökum skólum verið veitt handleiðsla. Biðlistar BUGL hafa styst Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir Aukin samvinna við heilsugæslu MAÐURINN sem lést í slysi á Reykjavíkur- flugvelli síðdegis á þriðjudag hét Sigurjón Daði Óskarsson, til heimilis í Kambaseli 85 í Reykjavík. Sigurjón Daði var á 22. aldursári, fæddur 11. maí 1986. Hann lætur eftir sig tveggja ára dóttur. Sigurjón var að gera við bifreið í húsnæði Fluggarða á Reykja- víkurflugvelli, þegar hún féll ofan á hann. Engin vitni voru að slysinu, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rann- sóknar. Lést á Reykja- víkurflugvelli Sigurjón Daði Óskarsson ÓTTAST var að ungur maður sem fór upp á þak á fjölbýlishúsi við Kleppsveg í Reykjavík í gærkvöldi myndi kasta sér niður og voru lögregla og sjúkra- og slökkvilið kvödd á vettvang. Er maðurinn sá viðbúnaðinn fór hann af sjálfsdáðum niður af þakinu. Að sögn lögreglu virtist maðurinn vera í mjög annarlegu ástandi. Viðbúnaður við hús á Kleppsvegi MAÐUR sem grunaður er um alvarlega lík- amsárás á öryggisvörð verslunar 10-11 sl. helgi sætir gæsluvarðhaldi til 23. apríl nk. Maðurinn var upphaflega úrskurðaður í varðhald til gærdagsins en síðdegis féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu lög- reglustjóra höfuðborgarsvæðisins um framlengingu. Öryggisvörðurinn sem fyrir árásinni varð er á batavegi. Hann hlaut heilablæð- ingu í kjölfar þess að árásarmaðurinn lamdi hann í höfuðið með glerflösku. Árásarmað- urinn hefur játað fyrir lögreglu að hafa veist að manninum. Hann kveðst hins vegar ekki muna eftir að hafa beitt glerflöskunni. Árásarmaður áfram í gæsluÍSLENSKI matreiðslumeistarinn Þráinn Freyr Vigfússon sigraði í alþjóðlegri keppni á vegum heimssamtaka matreiðslumanna sem fram fór í Lýðveldinu Tar- tastan í gær. Hlaut hann gull- verðlaun fyrir fisk- og alifugla- rétti sína og skoraði 211 stig, en sá sem næstur kom fékk 196 stig. Tveir matreiðslumenn frá sér- hverri heimsálfu kepptu á mótinu og var Þráinn annar tveggja Evrópufulltrúanna. Keppnin er haldin í Tartastan þriðja árið í röð og segir Þráinn að heimamenn hafi lagt sig mjög fram um að hafa alla umgjörð sem besta. „Við fengum fjórar klukkustundir til að undirbúa okkur og síðan 50 mínútur til að framreiða réttina,“ segir Þráinn. „Ég var með steiktan fisk, pike pesch, úr Volgu með grænmeti og sítrussósu og -safa. Í aðalrétt var ég með gæsabringu með graskersmauki og -teningum og eplasoðssósu ásamt kartöflu- köku. Það var öðruvísi að vinna með þetta hráefni en maður er vanur. Í eftirrétt var kotasæla og þurfti hún að vera 20% af rétt- inum. Það var svolítið menning- arsjokk að koma hingað, því það var ekki allt tiltækt fyrir mats- eldina og þurfti því að bjarga ýmsu og laga sig að aðstæðum.“ Keppnin fór fram á stórri mat- vælasýningu í Rússlandi og mætti Þráinn til leiks með fjögurra vikna fyrirvara, sem telst í skemmra lagi. Þráinn segir að meðal hinna keppendanna hafi verið öndveg- isfagfólk og sankaði hann að sér áhugaverðum hugmyndum að góðum réttum. Á morgun, föstudag, stendur til að blása til galakvöldverðar sem stjórnmála- og embætt- ismönnum verður boðið til. Meistarakokkurinn Þráinn Freyr Vigfússon sigursæll Morgunblaðið/RAX Meistari Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumaður segir hráefnið í keppninni hafa verið framandi en það kom ekki í veg fyrir að hann næði gullinu enda dálítil aðlögun og yfirvegun allt sem þarf. Hlaut gullið fyrir fisk og gæs Dregið stórlega úr sýkingum HARALDUR Briem sóttvarna- læknir segir að náðst hafi gríðar- lega góður árang- ur við að draga úr kamfýlóbakter- sýkingum í fólki hér á landi og að- gerðir innlendra framleiðenda fuglakjöts hafi skilað miklum árangri. Fram hafa komið áhyggjur af hugsanlegri kamfýlóbakter í innflutt- um kjúklingum þegar leyft verður að flytja inn hrátt kjöt með væntanleg- um breytingum á matvælalöggjöf- inni. Haraldur segist hafa heyrt af áhyggjum manna af þessu. Kjúklingabændur hafa lagt mikið á sig „Við höfum verið með sérstakar aðgerðir vegna kamfýlóbakter í fuglakjöti og ég held að það séu ekki viðhafðar sambærilegar aðgerðir í Evrópusambandinu en þokkalegt eftirlit sé með salmonellunni. Kjúk- lingabændur hér á landi hafa lagt sig mikið fram við að minnka líkurnar á því að kamfýlóbakter komist út á markaðinn og lagt í það mikinn kostnað og ef síðan er hægt að flytja inn kjöt sem ekki lýtur þeim ströngu eftirlitsaðgerðum sem hér eru við- hafðar, þá er komin einhver skekkja í þetta,“ segir Haraldur. Haraldur segir að menn þurfi að skoða hvaða möguleikar verði í fram- tíðinni á að fylgjast með kjöti sem flutt er inn. „En þetta verður skoðað þegar þar að kemur. Við erum með auga á þessu.“ Aðgerðir hafa skilað miklum árangri Haraldur Briem

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.