Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 21
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 21 Mjög merkileg samkoma verður haldin í Brekkuskóla á laugardag- inn; Lýðræðisdagur. Ástæða er til þess að hvetja alla Akureyringa sem vettlingi geta valdið til þess að mæta, hlusta og tjá skoðanir sínar. Ballið byrjar kl. 13 og lýkur kl. 17.    Ýmis málefni ber á góma, m.a. sjálft íbúalýðræðið. Allt er þetta spenn- andi, ekki síst það sem Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður mun halda framsögu um; það sem í út- landinu er kallað Slow City eða Cit- taslow og hefur á íslensku verið nefnt hæglætisbær eða sældarbær.    „Þetta snýst ekki um að vera gam- aldags. Og þó, ef það er gamaldags að vilja gefa sér tíma og reyna að vanda sig,“ sagði Hólmkell hér í blaðinu í gær, spurður um Cittaslow. Sumir halda að það, að vera sæld- arbær að þessu leyti, sé afturhvarf til moldarkofanna og að bann verði sett á nútímann. Svo er ekki.    Samtökin Cittaslow urðu að veru- leika skömmu fyrir aldamót og eru í anda Slow Food sem Ítalinn Carlo Petrini stofnaði 1986, þegar honum ofbauð „innrás“ bandarískra skyndi- bitastaða í Róm. Segja má að til- gangur Cittaslow sé að gefa fólki aðra kosti en þann að taka þátt í því mikla kapphlaupi sem nú fer fram víða í veröldinni.    „Mér finnst Akureyri vera sérstakur staður. Hér er afslappað andrúms- loft og ég er á því að það sé einn af styrkleikum bæjarins að hér er ekki mikið um ys og þys út af engu,“ sagði Hólmkell í Morgunblaðinu. Má ég lýsa yfir stuðningi við þetta sjón- armið? Ég vil búa í sældarbæ. Taka menn það nærri sér þótt einhverjir öfundarmenn kalli höfuðstað Norð- urlands Latabæ eftir að við verðum komin í þennan frábæra félagsskap, Cittaslow? Ekki ég. Legg hér með til að Akureyringar sameinist um það sem fyrst að bærinn okkar fallegi verði formlega sældarbær.    Mikill áhugi er á tónleikum Þursa- flokksins á Græna hattinum annað kvöld og skyldi engan undra. Reynd- ar seldust allir miðar upp á svip- stundu þannig að auglýstir voru aðr- ir tónleikar á laugardagskvöldið. En það dugði ekki til og búið er að bæta þeim þriðju við – þeir hefjast á mið- nætti á laugardagskvöld.    Haukur staðarhaldari á Græna hatt- inum hefur sjaldan kynnst öðrum eins spenningi fyrir tónleika að sögn. Miðar hafa stundum selst hratt á þeim bænum en aldrei sem nú, ef frá eru taldir tónleikar með hinni sænsku Lisu Ekdahl en þar seldust upp miðar á örskotsstundu án þess að nokkurs staðar væri auglýst!    Von er á góðu þegar Þursarnir stíga á svið. Þeir voru frábærir í gamla daga, ef stopult minnið svíkur ekki, svo og í Laugardalshöllinni um dag- inn.    Arna Schram, formaður Blaða- mannafélags Íslands, er fyrirlesari dagsins í fundaröðinni Mynd manns- ins, vikulegri samkomu áhugafólks um heimspeki í Amtsbókasafninu. Arna hefur upp raust sína kl. 17.00 og umfjöllunarefnið er mynd manns- ins í fjölmiðlum. Arna hefur unnið í blaðamennsku í fimmtán ár, lengst af á Morgunblaðinu en nú er hún blaðamaður á Viðskiptablaðinu.    Annar áhugaverður opinn fyr- irlestur er í boði í dag kl. 15.20 til 17.00 í Háskólanum á Akureyri á Sólborg. Þar talar Lucyna Aleks- androwicz-Pedich, prófessor í bók- menntum og fjölmenningarsam- skiptum við Sálfræðiháskólann í Varsjá, og fjallar um hvernig bók- menntir geta stuðlað að betri skiln- ingi á „hinum“ og auðveldað sam- skipti í heimi sem einkennist af æ fjölbreyttari menningartengslum. Morgunblaðið/Eggert Von á góðu Egill og félagar fóru á kostum í Laugardalshöllinni. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Pétur Stefánsson heyrði afboðskap Al Gore og hefur aðra meiningu: Veðrin breytast á einhverra ára fresti, ýmist kólnar og hitnar, sem dæmin sanna. Hef ég þá trú, þó haldbær rök mig bresti; að hlýnun jarðar sé ekki af völdum manna. Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum frétti að bílakostur fundargesta Al Gore eða „Alla Gor“ hefði verið til skoðunar á Stöð 2: Eflaust kemur aftur vor þó eitri miklu sleppum. Allir mættu hjá Alla Gor á eyðslufrekum jeppum. Jón Gissurarson mótmælir Pétri: Veðurguðinn heims um haf hlýnun myndar slíka. Þó að hún sé eflaust af okkar völdum líka. Þá Ólafur Stefánsson: Þótt mengunar hann moki for, og mælist vel á sviðinu, er þó sjálfur Ali Gor í einkaþotuliðinu. Ármann Þorgrímsson kann skýringu á vandanum: Að vaxi hiti veröld í varla neitað getið þið. Eflaust stafar allt af því hvað allir reka mikið við. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af Gore og hlýnun jarðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.