Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 39 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÉG kalla þetta ekki ljóðabók, þótt hún líti út eins og ljóðabók. Ég kalla þetta örsögur, en kannski þarf ekk- ert að skilgreina þetta.“ Ármann Jakobsson, kennari við Háskóla Íslands, hefur orðið, en Nýhil hefur gefið út bók hans: Fréttir úr mínu landi. Hvað er það sem dregur þig út á þennan ritvöll? „Ég hef verið með netsíðu í mörg ár, og orðið var við lestur á henni. Fólk hefur meir að segja haft sam- band og lýst ánægju með skrifin. Mig langaði að gefa út bók fyrir þennan hóp fólks, sem ég vissi að ég höfð- aði til, þótt hann sé kannski ekki mjög stór. Hann er þó til. Mér finnst það varanlegra að gefa þetta út en að hafa það aðeins á netinu. Það er miðill augnabliks- ins. Það var þetta sem rak mig áfram og ég segi síðan við sjálfan mig að þetta sé fullgott til að koma út á bók.“ Í blogginu ertu að skrifa um hitt og þetta. „Það er eins í bókinni. Ég valdi textana úr því sem þar er, og að því leyti er þetta sambærilegt við það þegar menn gefa út úrval verka sinna af einhverju tagi. Ég valdi það sem mér þótti best. Ég er reyndar ekkert einn um þetta, ég veit um fleiri sem hafa gefið út bækur með netskrifum sínum.“ Eftir hverju fórstu við valið? „Ég valdi það sem mér finnst hafa elst best. Það er stundum þannig að sumt passar fyrir stað og stund, en ekki fimm árum síðar. Það var aðeins minn eigin smekkur sem réð að öðru leyti.“ En margt af því sem þú skrifar á bloggið þitt er mjög ljóðrænt í stíl. „Já, þakka þér fyrir það.“ Hvers vegna viltu ekki kalla það ljóð? „Ég veit ekki hvar munurinn liggur. Ég er ekki að hugsa um hrynjandi eða hljóm, en ég velti því samt fyrir mér hvernig orða má hlutina. Að því leyti mætti kalla þetta ljóð. Ég vildi samt ekki nota það orð í titli bókarinnar. Kannski finnst manni að ljóð þurfi að vera eitthvað meira og merkilegra.“ Er þetta vísbending um að þú ætlir að færa þig meira í átt að skáldskapnum? „Ég ætla að halda áfram í fræðistörfunum. En kannski er ég orðinn óragari við að gefa út annað efni. Þetta er ekki það seinasta sem ég skrifa sem ekki er strangfræðilegs eðlis. Þetta er frekar upphaf en end- ir.“ Þetta er fullgott efni til að koma út á bók Ármann Jakobsson gefur út örsagnasafnið Fréttir úr mínu landi með sögum úr bloggi sínu Morgunblaðið/Ómar Netskrif „Ég valdi það sem mér finnst hafa elst best,“ segir Ármann en textarnir birtust fyrst á netinu. TEIKNIMYNDIRNAR um Simpson-fjölskylduna sjást ekki lengur á skjánum í Venesúela. Innihald þátt- anna þykir ekki lengur boð- legt í morgunsjónvarpinu eða skilaboðin sem send eru áhorfendum um samskipti foreldra og barna. Útvarps- ráðið þar í landi stöðvaði því sýningar þáttanna. Sagt er að margir hafi mótmælt boð- skapnum sem birtist í sög- unum um Hómer og hans fólk og var fjölskyldunni gulu því úthýst. Í staðinn birtast rauð klæðlítil baðföt á skjánum, því þátta- röðin Baywatch Hawaii er sýnd á sama tíma og Simpson-fjölskyldan áður. Endursýningar á gömlum bandarískum og suðuramerískum sjónvarps- seríum njóta hylli í Venesúela en vinsælasti sjónvarpsþátturinn er þó spjallþáttur Hugos Chavez, forseta landsins. Baywatch í stað The Simpsons

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.