Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LEÐURINNRÉTTING – 170 HESTÖFL – DREGUR 3.300 KG – STÖÐUGLEIKASTÝRING – SPÓLVÖRN ÞAKBOGAR SUPER SELECT® 4X4 DRIFBÚNAÐUR – SEX ÞREPA SJÁLFSKIPTING – SJÖ SÆTA DÖKKAR RÚÐUR – 100% LÆSING AÐ AFTAN – 18 TOMMU ÁLFELGUR – XENON LJÓS – 860W ROCKFORD HLJÓMKERFI MEÐ 4 GB MINNI FYRIR TÓNLIST – 7" LCD DVD SKJÁR MEÐ BAKKMYNDAVÉL OG FLEIRA Pajero Instyle Dísil – 6.990.000 krónurPajero kostar frá 5.890.000 kr. BETRA VERÐ OG BÚNAÐUR FYRIR LAND OG ÞJÓÐ BÁTASMIÐJAN Trefjar í Hafn- arfirði afgreiddi í lok mars nýjan Cleopatra-bát til Kjøllefjord í Finnmerkurfylki í Noregi. Kaupendur bátsins eru útgerð- arfyrirtækið Striptind AS, Frode Lyngdal, Tor Petter Krogh og Jonny Pedersen sem jafnframt verða skipverjar á bátnum. Báturinn hefur hlotið nafnið Striptind. Báturinn mælist 15 brúttótonn. Striptind er af gerðinni Cleopatra 36 sem er sérstök útgáfa af Cleopatra 38. Báturinn er annar báturinn sem Trefjar afgreiða til útgerðarinnar en systurskipið Vårliner fékk út- gerðin afhent í desember síðast- liðnum. Aðalvél bátsins er af gerðinni Volvo Penta D12, 715 hestöfl tengd ZF V-gír. Báturinn er útbú- inn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni Furuno og Simrad. Báturinn er einnig útbúinn með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til línuveiða og mun auk þess stunda veiðar á kóngakrabba hluta úr ári. Búnaður til línuveiða er frá Beiti ehf. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbún- aði. Rými er fyrir 11 660 lítra ker í lest. Í bátnum er upphituð stakka- geymsla og sturtuklefi. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skip- stjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunar- aðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp. Reiknað er með að bát- urinn hefji veiðar nú í apríl. Ný Cleopatra 36 til Finnmerkur ÚR VERINU Í UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU fer nú fram athugun á kostum þess fyrir Ísland að gerast aðili að Þróun- arbanka Afríku. Þetta kemur fram í greinargerð Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur stjórnsýsluráðgjafa með tillögum til utanríkisráðherra um skipulag þró- unarsamvinnu Íslands. Eins og fram hefur komið liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um alþjóðlega þró- unarsamvinnu Íslands en í lögunum „verður að finna það stjórnskipulag sem myndar rammann um stefnu- mörkun, stefnumótun, framkvæmd og eftirlit þróunarsamvinnu á vegum utanríkisráðuneytisins“, eins og segir í greinargerðinni. Fram kemur að athugunin hafi haf- ist í nóvember og nefnt að tvenn rök geri aðild að bankanum áhugaverðan kost. Í fyrsta lagi væri bankinn ein helsta þróunarstofnun Afríku og þar sem íslensk þróunarsamvinnuverk- efni á vegum Þróunarsamvinnustofn- unar Íslands væru að stærstum hluta unnin í löndum Afríku gæti aðild að bankanum veitt möguleika á sam- starfi við hann um framkvæmd verk- efna. Í öðru lagi gæti aðildin skapað ný tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki í Afríku en dæmi væru um að Þróun- arbankinn hefði unnið að verkefnum þar sem Íslendingar hefðu ekki getað boðið fram þjónustu sína vegna þess að Ísland væri ekki aðili að bank- anum. Öll Norðurlönd fyrir utan Ísland eru aðilar að Þróunarbanka Afríku. Í greinargerðinni segir að með aðild að bankanum og þróunarsjóði hans (Af- rican Development Fund) „mun ís- lensk utanríkisstefna mótast af skipu- lagðri umræðu um framkvæmd þróunarmála í Afríku“. Aðild Íslands að Þróunar- banka Afríku í skoðun Ljósmynd/Hjálparstarf kirkjunnar Vatnsbrunnur í Mósambík Íslendingar hafa lagt sitt af mörkum í Afr- íku, meðal annars við að grafa brunna sem kosta ekki mikið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.