Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 36
■ Í kvöld kl. 19.30 - Uppselt Síðbúin meistaramessa Heimsóknir heiðursstjórnanda hljómsveitarinnar, Vladimir Ashkenazy, eru alltaf stórviðburður. Að þessu sinni stjórnar hann flutningi á Missa Solemnis eftir Beethoven. Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy Einsöngvarar: Joan Rodgers, Sesselja Kristjánsdóttir, Mark Tucker og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Íslenski óperukórinn, kórstjóri Garðar Cortes. ■ Fim. 17. apríl kl. 19.30 Söngfuglar hvíta tjaldsins Söngleikjadívan Kim Criswell flettir söngbókum helstu lagahöfunda Bandaríkjanna frá gullöld söngvamyndanna og fetar í fótspor sönggyðja á borð við Judy Garland, Marilyn Monroe og Doris Day. ■ Lau. 19. apríl kl. 14.00 Bíófjör - Tónsprotatónleikar Öll fjölskyldan skemmtir sér konunglega á þessum tónleikum þar sem tónlist úr kvikmyndum á borð við Stjörnustríð, Harry Potter, Mary Poppins og Simpsons hljómar. Trúðurinn Barbara kynnir tónlistina á sinn einstaka hátt.Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Í öllu falli er hið góð- látlega grín, gæti ég fengið meiri Bigga í móni- tor" a.m.k. búið. … 41 » reykjavíkreykjavík „EINA með öllu, sinnepi undir og yfir og mikinn steikt- an, takk.“ Þannig kann Íslendingur að panta sér pylsu en ólíklegt að útlendingur kunni slíkan frasa, nema hann lesi hann upp úr leiðsögubók. Bæjarins beztu pylsur í Tryggvagötu er án efa þekktasti pylsuvagn bæjarins og hróður hans hefur borist víða, hann m.a. nefndur annar besti matsölu-turn Evrópu í dagblaðinu Guardian fyrir tveimur árum. Nú er pylsuvagninn kominn í helstu leiðsögubækur um Ísland, kannski það sé pylsuáti Bills Clinton að þakka. Frægu kokkarnir sem kokkað hafa á Food & Fun há- tíðinni hafa einnig vanið komur sínar í vagninn. Í fyrra gerði einn sér lítið fyrir og keypti 60 pylsur og færði kokkum og gestum á Apóteki, að sögn eðalkokksins Sigga Hall. Siggi segir enga furðu að pylsuvagninn sé orðinn þekktur úti í hinum stóra heimi, hann sé eini úti- veitingastaðurinn við höfnina og einn skemmtilegasti veitingastaður borgarinnar. Eðalkokkar sem venji kom- ur sínar til landsins vilji iðulega fá sér pylsu þar. Annars er það að frétta af Sigga að stjórnandi bandaríska mat- arþáttarins Bizarre Foods á Travelchannel, Andrew Zimmern, sótti hann heim og lenti fyrir vikið í slát- urgerð, hverabrauðsbakstri og gæddi sér á hrúts- pungum og hákarli. Siggi segir Zimmern hafa þótt hrútspungar og hákarl furðulegasta fæðan. Stjörnukokkur keypti 60 pylsur Morgunblaðið/ÞÖK Bill Clinton Fékk sér eina með sinnepi á Bæjarins beztu árið 2004 og líkaði að sögn mjög vel.  Hafin er tón- leikaröð útskrift- arnema Listahá- skóla Íslands. Um er að ræða 20 tón- leika á um mán- aðar tímabili og segja má að skyldumæting sé á þessa tónleika fyrir þá sem vilja fylgjast með því nýjasta í samtíma- tónlist á Íslandi. Útskriftarhópurinn í ár er hins vegar áhugaverður fyrir þær sakir að innan hans er að finna tónlist- armenn sem þegar hafa skipað sér í fremstu röð popp- og rokktónlist- armanna á Íslandi. Má þar nefna Ragnhildi Gísladóttur fyrrverandi Stuðmann, Ian Alexander MacNeil söngvara og gítarleikara hljóm- sveitarinnar Kimono og Óttar Sæ- mundsson bassaleikara sem leikið hefur meðal annars með Pétri Ben. Popparar á útskrift- artónleikum LHÍ  Stuttmyndin Skröltormar, í leik- stjórn Hafsteins Gunnars Sigurðs- sonar, eftir handriti Huldars Breið- fjörð, hlaut sérstök verðlaun dómnefndar á stuttmyndahátíðinni í Aspen sem lauk um síðustu helgi. Athygli vakti að af 53 myndum í al- þjóðlegri keppni hátíðarinnar voru þrjár íslenskar myndir valdar úr hópi rúmlega 3.500 mynda sem sóttu um. Auk Skröltorma voru það myndirnar Bræðrabylta eftir Grím Hákonarson og Hundur eftir Her- mann Karlsson. Skröltormar hefur auk þess verið valin, fyrst íslenskra mynda, til keppni á Tribeca- kvikmyndahátíðinni sem fer fram í New York í lok mánaðarins. Skröltormar sigursælir Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „ÞETTA eru mömmurnar að ganga um í rými sem minnir á glímuvöll, það er ákveðin glíma að fást við móðurhlutverkið og samband móð- ur og dóttur er oft ansi mikil glíma líka,“ svarar María Ellingsen, leik- kona og einn höfunda verksins Mammamamma, spurð út í ljós- myndina úr verkinu hér fyrir ofan. „Við erum átta listakonur sem vinnum þetta verkefni í hóp en við Charlotte Böving erum upphafs- manneskjur að þessu, búnar að ganga með þetta í maganum síðan við eignuðumst dætur okkar fyrir níu árum,“ bætir María við. Charlotte leikstýrir verkinu. Hún segir upprunalegu hugmyndina hafa verið þá að leiða fólk inn í móðurkviðinn, heim móðurinnar, og svo hafi ákveðin barátta móð- urinnar bæst við. Verkið er unnið upp úr samtölum sem hópurinn hef- ur átt við mæður, ömmur og dætur, snýst í grunninn um móðurhlut- verkið og samband mæðgna. „Það er svolítið gróteskur húmor inn á milli,“ segir Charlotte, reynt að snúa aðeins upp á hlutina. Leik- hópurinn hefur sankað að sér sög- um, m.a. með því að auglýsa eftir þeim. „Við höfum unnið út frá ákveðnum þemum,“ segir María og Charlotte bætir við að hópurinn hafi lagst í spunavinnu. „Við bætt- um einni sögu við, sögu um að eign- ast fatlað barn, barn sem er öðru- vísi,“ segir Charlotte. María bætir því við að fólki hafi, á prufusýn- ingu, þótt vanta þennan hluta í sýn- inguna, þ.e. að eignast fatlað barn. Fléttað í kringum þema Þær stöllur segja ekki unnið út frá föstum söguþræði heldur marg- ar sögur fléttaðar um ákveðið þema. „En við förum frá fæðingu til dauða,“ segir Charlotte, það sé rammi verksins. Sögurnar séu mjög áhrifamiklar og snerti fólk í hjarta- stað. Við þetta bætist svo tónlist frá nýbakaðri móður, Ólöfu Arnalds, til að fullkomna mömmuþemað. Auk Maríu leika í verkinu Þórey Sig- þórsdóttir, Magnea Valdimars- dóttir og Birgitta Birgisdóttir. Um listræna umgjörð sýningarinnar sjá Þórunn María Jónsdóttir og Ólöf Nordal. Mammamamma verður frumsýnt annað kvöld kl. 20 í Hafn- arfjarðarleikhúsinu. Inn í móðurkviðinn Leikhópurinn Opið út kannar reynsluheim mæðra í sýningunni Mammamamma Mæðraglíma Mæður togast á, vafðar í naflastreng í bleikum glímuhring, í verkinu Mammamamma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.