Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 20
neytendur 20 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Við settum okkur það mark-mið að vera með samaverð og á Norðurlöndum íjanúar síðastliðnum þegar við byrjuðum með Ellos-listann,“ segir Baldur Dagbjartsson, fram- kvæmdastjóri Fólks ehf. sem hefur rekið póstverslun í 15 ár. „Þetta var löngu áður en allar þessar geng- isbreytingar komu til og þá þótti okkur þetta ansi gott markmið út af fyrir sig.“ Hann segir stefnuna hafa kallað á hagræðingu hjá fyrirtækinu auk þess sem unnið var í því að ná nægi- lega góðum samningum við erlendu birgjana svo að þetta væri hægt. „Um leið erum við með lægri álagn- ingu en kannski tíðkast í bransanum svo við tökum stóran hluta af flutn- ingskostnaði og öðru á okkur sjálf.“ Vörulisti Ellos er gefin út í Sví- þjóð, Noregi, Danmörku og Finn- landi auk Íslands en það er norska útgáfa hans sem notuð er hérlendis. „Við margföldum verðið í listanum með 13 sem er gengi norsku krón- unnar eins og það var í kringum mánaðarmótin janúar og febrúar. Núna er gengið hins vegar í kring- um 14,4 krónur. Engu að síður höld- um við áfram að notast við marg- feldið 13 og hækkum ekki um eina krónu, þrátt fyrir þá lágu álagningu sem var fyrir. Þetta þýðir að nú er í raun hægt að kaupa þessar vörur á lægra verði hjá okkur en í nágranna- löndunum.“ Yfir þrjár milljónir við- skiptavina á Norðurlöndum Áður rak Fólk ehf. HM Rowells- verslunina og póstlista með sama nafni. „Nú erum við hins vegar með tvo lista frá Ellos, aðallistann og svo Josefssons sem er á vegum sama fyrirtækis. Viðskiptin hafa verið mjög góð hjá okkur enda er Ellos langstærsta fyrirtækið í póstverslun á Norðurlöndunum með yfir þrjár milljónir viðskiptavina. Það hefur sýnt sig að Íslendingar vilja helst vörur frá Norðurlöndunum því tíska og kröfur um gæði eru svipuð hér og þar. Þess vegna henta þessir listar vel fyrir íslenskan markað.“ Standist varan ekki væntingar eða passar ekki þegar hún er komin í höfn geta kaupendur hennar skilað eða skipt henni að sögn Baldurs. „Það hefur alltaf verið stefna okkar að fólk geti skilað vörunni í 14 daga eftir að það leysir hana út og fengið hana endurgreidda eða sett hana upp í annað. Það eina sem við und- anskiljum er nærfatnaður. Hins veg- ar er hlutfall skila og skipta mjög lágt hjá okkur.“ Þess má geta að ým- iskonar heimilisvara, s.s. handklæði, sængurfatnaður og borðbúnaður er einnig fáanleg í gegnum listana. Beintengd við pöntunarkerfið í Svíþjóð Hann segir mikið til sömu við- skiptavinina versla aftur og aftur í gegnum listana. „Hins vegar eru alltaf einhverjir að bætast við og við höfum mjög gaman af því að það hef- ur verið góð aukning í versluninni á þessu ári, núna eftir að við byrjuðum með nýju listana.“ Afhendingartíminn er tvær til þrjár vikur að sögn Baldurs. „Þjón- ustan við viðskiptavinina hefur auk- ist mikið eftir að við urðum bein- tengd við pöntunarkerfi Ellos í aðalstöðvunum í Svíþjóð. Núna vinnum við í sama kerfi og aðrir á Norðurlöndum þannig að nú setjum við pantanir viðskiptavina okkar beint inn og þannig getum við tekið strax frá vöru sé hún til. Þetta er mikill munur frá því sem áður var og flýtir mikið fyrir afgreiðslu.“ Hann bætir því við að hægt sé að fá vör- urnar sendar heim til sín með Ís- landspósti en margir á Reykjavík- ursvæðinu kjósi að sækja pakkana sjálfir í aðsetur Ellos í Kringlunni. ben@mbl.is Bjóða ódýrari fatnað en á Norður- löndunum þrátt fyrir gengisfall Morgunblaðið/Golli Póstverslun „Um leið erum við með lægri álagningu en kannski tíðkast í bransanum,“ segir Baldur Dagbjartsson, framkvæmdastjóri Fólks ehf., sem fær dygga aðstoð við reksturinn frá Claudiu Ólafsson verslunarstjóra. Póstverslunin Ellos býður fatnað á sama verði og á öðrum Norð- urlöndum og er nú í raun ódýrari því verðið hefur ekki hækkað eftir gengisfall íslensku krónunnar. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir heyrði í framkvæmda- stjóranum. „ÉG hef tekið eftir því að mjólkur- kexið frá Frón hefur breyst og ég hef reynt að hringja og fá svör við því, en fæ engin. Mig langar að at- huga hvort fleiri hafa tekið eftir þessu og er ég afar forvitin að vita hvers vegna því var breytt. Neyt- andi.“ Þessi klausa í Velvakanda Morgunblaðsins sl. föstudag hleypti af stað hrinu svipaðra athuga- semda um mjólkurkexið frá Frón sem birtust hver á eftir annarri í Velvakanda sunnudagsblaðsins. Hjalti Nielsen, framkvæmda- stjóri Fróns, kannast við að breyt- ingar hafi orðið á kexinu. „Nýlega endurnýjuðum við vélarnar sem kexið er framleitt í og við það breyttist aðeins áferðin á því þótt bragðið sé það sama. Uppskriftin hefur ekkert breyst frá því 2001 þegar við tókum transfitusýrur úr allri okkar framleiðslu. Það er eina hráefnið sem hefur breyst frá upp- hafi en trúlega er kexið búið að vera á markaði frá því 1935–1940.“ Engir varahlutir fáanlegir Að sögn Hjalta fór breytingar- ferlið í gang í febrúar á síðasta ári. „Í raun var það fyrst í haust sem við náðum kexinu eins líku því gamla og við teljum okkur geta. Við erum þó enn að reyna að bæta það með aðstoð að utan frá okkar vélarfram- leiðanda en gerum okkur grein fyr- ir að það verður aldrei nákvæmlega eins og áður. Hins vegar voru gömlu vélarnar þannig að kexið gat verið breytilegt frá degi til dags og jafnvel innan framleiðslu dagsins. Við glímdum við geysimiklar kvart- anir út af því, t.d. af því að kexið vildi klofna en nú erum við laus við það.“ Ein athugasemdin í Velvakanda laut að kremkexinu frá Frón en Hjalti segir það koma sér á óvart. „Kremkexið er framleitt í sömu vél- um og áður og með sömu uppskrift. Að vísu fluttum við kremkexvél- arnar í sumar og á meðan fram- leiddum við það í nýju vélunum en gamla framleiðslulínan komst aftur í gagnið í haust. Það gæti verið að kexið sem viðkomandi talar um hafi verið úr framleiðslunni þann tíma sem hún var í nýju vélunum því það er 12 mánaða stimpill á kexinu. Í dag eigum við þó að vera með ná- kvæmlega sömu vöru og áður.“ Hann segist skilja vel að ein- hverjir séu miður sáttir við breyt- ingarnar á mjólkurkexinu. „Okkur var þó nauðugur einn kostur því gömlu vélarnar voru á síðasta snún- ingi og engir varahlutir til í þær. Ef við hefðum beðið með að skipta þeim út hefði endað með því að þær hefðu stoppað og þá hefði þjóðin ekki haft neitt mjólkurkex.“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Kex í kaffið Ekki þykir öllum gamla mjólkurkexið bragðast eins eftir vélarskiptin Nýjar vélar breyttu mjólkurkexinu Bónus Gildir 10. – 13. apríl verð nú verð áður mælie. verð Ks frosin lambasvið .................... 199 299 199 kr. kg KS frosinn lambabógur ............... 489 699 489 kr. kg KS frosnar lambasirlonsneiðar .... 998 1.298 998 kr. kg Nautaat ferskt ísl. ungnautahakk . 798 998 798 kr. kg Nautaat ungn.borgarar, 4 stk. ..... 489 599 122 kr. stk. Ali ferskur svínabógur ................. 499 599 499 kr. kg Ali ferskar svínakótelettur ........... 1.070 1.605 1.070 kr. kg Emmess-ísblóm, 6 stk................ 259 299 43 kr. stk. Bónus spelt pitsadeig, 400 g...... 198 259 495 kr. kg Bónus nýbakaðir kleinuhr., 2 stk. 198 0 99 kr. stk. Fjarðarkaup Gildir 10. - 12. apríl verð nú verð áður mælie. verð Nautahakk ................................ 998 1.173 998 kr. kg Nautabuff úr kjötborði ................ 1.498 1.790 1.498 kr. kg Nauta T-bein úr kjötborði ............ 2.398 2.998 2.398 kr. kg Ali spareibs ............................... 994 1.325 994 kr. kg Ali bjúgu ................................... 482 642 482 kr. kg Móa læri/leggur ........................ 559 799 559 kr. kg Móa kjúklinga strimlar................ 1.495 1.869 1.495 kr. kg McCain pitsa, 840 g .................. 339 678 403 kr. kg Hagkaup Gildir 10. - 13. apríl verð nú verð áður mælie. verð Íslandsgrís kryddl.svínalundir...... 1.609 2.299 1.609 kr. kg Íslandslamb kryddl.lambalæri..... 1.399 1.998 1.399 kr. kg Holta-læri m/legg bbq ............... 601 859 601 kr. kg Holta HM kjúklingavængir........... 419 599 419 kr. kg Eldfugl kjúklingastrimlar ............. 1.329 1.898 1.329 kr. kg Eldfugl snitzel ............................ 1.279 1.599 1.279 kr. kg Caj’P’s folaldavöðvar.................. 1.438 1.798 1.438 kr. kg Bláberjalæri hálf úrb. m/legg...... 1.698 1.998 1.698 kr. kg Krónan Gildir 10. - 13. apríl verð nú verð áður mælie. verð Ungnauta-piparsteik .................. 1.548 3.095 1.548 kr. kg Nautahakk ................................ 779 1.298 779 kr. kg Grísakótilettur lúxus, beinlausar .. 1.499 2.498 1.499 kr. kg Lambafillet með fiturönd ............ 2.718 3.398 2.718 kr. kg SS Caj́P lærissneiðar.................. 1.889 2.518 1.889 kr. kg Móa kjúklingabringur ................. 1.769 2.949 1.769 kr. kg Myllu samlokubrauð fín, 500 g ... 99 139 198 kr. kg Sprite 2 ltr ................................ 119 157 60 kr. ltr HD 100% safar, 3 teg., 2ltr......... 239 329 120 kr. ltr Burtons Toffypops, 150 g ........... 99 135 99 kr. pk. Nóatún Gildir 10. - 13. apríl verð nú verð áður mælie. verð Lambakótelettur ........................ 1.298 1.898 1.298 kr. kg Laxasneiðar .............................. 599 1.169 599 kr. kg Ýsa með hvítlauk/rjómaosti ........ 998 1.398 998 kr. kg Keila með hvítlauksosti .............. 998 1.398 998 kr. kg Ungnautahamborgari, 120 g ...... 129 199 129 kr. stk. Móa kjúkl. ferskur, 1/1, 2. f/1 .... 449 899 449 kr. kg Rose kjúklingabr. danskar, 900 g 1.198 1.498 1.331 kr. kg Myllu heilhv.samlokubr., 770 g ... 179 325 232 kr. kg Knorr súpa creamy thai, 570 ml.. 327 409 574 kr. ltr GM Cheerios, 518 g................... 319 369 616 kr. kg helgartilboðin Kjúklingur, lamb, naut og brauðmeti fyrir helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.