Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.04.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 31 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Týnd kisa! Dalí er 10 mánaða svört og hvít læða, hún hvarf af heimili sínu á Gunnars- braut 26, 105 Reykjavík að morgni mánudagsins 7. apríl. Hafið samb. Sunna, sími 691-8524. Hvolpar til sölu, Ungverskur Vizsla. Vizsla er frábær veiði- og fjölskylduhundur. Ættbók frá HRFÍ, örmerktir og bólusettir. Verð 160.000 kr. Upplýsingar í s. 6920279/6915034 vizsla.blog.is Heilsa Léttist um 22 kg á aðeins 6 mánuðum. LR-kúrinn er ótrúlega auðveldur. Dóra 869-2024, www.dietkur.is Húsnæði í boði Íbúð til leigu í hjarta Hafnar- fjarðar. Falleg 4 herb., 140fm, m.sérgeymslu og þv.húsi. Leiga til skemmri tíma í senn v/ sölu. Hiti, rafm. og hússj. innif. Verð 150.000 á mán. Trygging 300.000 kr s.899 9221. 3 herb. íbúð. Miðbær. Guðrúnargata, 105 Reykjavík. 2 svefnh., stofa, eldhús, bað. Þvotta- hús og geymsla á sömu hæð. Sér inn- gangur. S: 897 0845. Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Þjónusta Vanur maður tek að mér að rífa, berja og slá niður eldhús, parket, veggi og hvað sem er, tilboð á staðnum, snögg og góð þjónusta, s. 846-0698 Gunnar. Móðuhreinsun glerja! Er komin móða eða raki milli glerja? Móðuhreinsun Ó.Þ. Sími 897 9809. Byggingavörur www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatns- klæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt standar BANNER 580 7820 BÆKLINGA prentun 580 7820 Tískuverslunin Smart, Grímsbæ/Bústaðavegi Nýkomið Kvartbuxur, Litir, svart, bleikt,drapp,hvítt, rautt. Vesti, litir, svart, bleikt, blátt, rautt. Köflóttar skyrtur. Sími 588 8050. Veiði Veiðferðir til S-Grænlands í sumar. Stangveiði, sauðnaut og hreindýr. Leitið upplýsinga Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar ehf. S.: 511 1515 www.gjtravel.is Bátar Niðurleggjari, hrognaskilja og sigti. Til sölu góður 90cm Rapp niðurleggjari árg. 2002 lítið notaður, einnig hrognaskilja og sigti. Uppl. 897-2427. Bílar Til sölu Mitsubishi Galant árg.´98 Til sölu Mitsubishi Galant árg.´98, ekinn 93 þús. Verð 450 þús (áhvílandi ca 180 þús.) upplýsingar í s.660 1604. Lexus árg. '02 ek. 76 þús. km. Til sölu Lexus IS 200. Vel með farinn. Ný sumardekk, ný hjólastilltur. Set á hann yfirtöku á láni 1.9 m. Afborganir eru um 50 þús. á mán. Hafið sam- band í síma 867 8271 eða á askellfb@gmail.com Hjólbarðar Felgur Santa Fe Vantar 4 stk. álfelgur undir Santa Fe. Sími 893 7431. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza 2008, 4 wd. Aksturs- mat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, bilaskoli.is Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza 2006, 4 wd. Öruggur í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042. Vélsleðar Ásdís Skúladóttir nuddari og therapisti. Hef hafið störf á nudd- stofunni Fimir Fingur. Gamlir og nýir viðskiptavinir velkomnir. s:697-6795. Falleg dömustígvél úr vönduðu leðri. Litir brúnt og svart. Stærðir: 36 - 41. Verð: 14.500.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Opið mán.-föst. 10-18, og laugardaga 10-14 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Flottir og haldgóðir í CDE skál á kr. 2.950,- buxur í stíl á kr. 1.450,- Mjög góðir í CDE skálum á kr. 2.950,- buxur í stíl á kr. 1.450,- Mjúkur og þægilegur í CD skálum á kr. 2.950,- buxur í stíl á kr. 1.450,-- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán-fös 10-18, lau 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is. Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 6. apríl var fyrsta spilakvöldið í fjögurra kvölda keppni. Spilað var á 11 borðum. Bestum ár- angri náðu. Norður/Suður Sturlaugur Eyjólfss.- Birna Lárusdóttir 264 Sveinn Sveinss. - Gunnar Guðmundss. 244 Sólveig Jakobsd. - Ingibj. Guðmundsd. 240 Austur/Vestur Kristín Óskarsd.- Hlynur Vigfússon 247 Björgvin Kjartans - Berglj. Aðalsteinsd. 244 Sigþór Haraldss. - Axel Rudólfsson 234 Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14 á sunnudögum kl. 19. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni haldin í Ás- garði, Stangarhyl, mánud. 07. apríl. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Magnús Oddss. - Oliver Kristóferss. 311 Sæmundur Björnss. - Gísli Víglundss. 252 Jón Láruss. - Birgir Sigurðsson 244 Árangur A-V Ragnar Björnss. - Guðjón Kristjánss. 275 Björn E. Péturss. - Ólafur Theodórs 260 Þröstur Sveinss. - Bjarni Ásmunds 232 Íslandsmót yngri spilara Íslandsmót yngri spilara fór fram helgina 5.-6.apríl. Íslandsmeistarar yngri spilara 2008 í sveitakeppni eru Jóhann Sig- urðarson, Ingólfur Sigurðarson, Guð- jón Hauksson og Grímur Kristinsson. Í öðru sæti var sveit Gabba og í 3. sæti sveit MK. 10 pör tóku þátt í Íslandsmóti yngri spilara í tvímenningi og urðu Óttar Ingi Oddsson og Gabríel Gíslason Ís- landsmeistarar. Í öðru sæti voru Dav- íð Sigurðsson og Sigríður Arnardótt- ir. Bronsið hlutu Jóhann Sigurðarson og Ingólfur Sigurðarson. Í flokki 20 ára og yngri urðu efstir Davíð Arnar Ólafsson og Gunnar Valur Sigurðsson úr MK. Nánar um mótið á bridge.is. Bridsdeild Sjálfsbjargar Reykjavík Úrslitin í N/S síðasta spilakvöld: Karl Karlss. – Sigurður Steingrss. 249 Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfss. 236 Lilja Kristjánsd. – Haraldur Sverriss. 232 A/V Jón Úlfljótss. – Þórarinn Bech 252 Ólöf Ólafsd. – Unnar A. Guðmss. 245 Halldór Aðalsteinss. – Sigmar Jónss. 244 Og eftir tvö kvöld er staða efstu para þessi: Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfss. 481 Kári Jónss. – Marteinn Marteinsson 477 3 bestu skorin (af 4) gilda til verð- launa. Gullsmárabrids Spilað var á 13 borðum 7. apríl sl. og úrslitin þessi í N/S: Þorsteinn Laufdal – Tómas Sigurðss 329 Jón Jóhannss. – Haukur Guðbjartss. 312 Hrafnhildur Skúlad.– Þórður Jörundss. 304 Valdimar Hjartars. – Halldór Jónsson 299 A/V Jón Stefánss. – Eysteinn Einarsson 325 Ernst Backman – Stefán Ólafss. 320 Björn Björnss. – Katarínus Jónsson 318 Bragi Bjarnas. – Páll Ólason 289 Meðalskor 264. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 8. april var spilað á 17 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi. Rafn Kristjánss. – Oliver Kristóferss 401 Ólafur Ingvarss. – Sigurberg Elentínuss. 396 Sæmundur Björnss. – Gísli Víglundss. 388 Sverrir Jónss. – Ármann Lárusson 365 A/V Helgi Sigurðss. – Katarínus Jónss. 368 Sigfús Jóhannss. – Nanna Eiríksd. 353 Einar Sveinss. – Jón Sveinsson 349 Stefán Ólafss. – Óli Gíslason 347 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Hún Guðrún mín Häsler er látin. Það fækkar óðum í hópnum sem lék sér neðst í Aðalstrætinu á Ísafirði í leikjum eins og„hverfu“ „fallin spýta“ og „yfir“ yfir og í kringum rakarstofuna hans Gríms rakara sem stóð á móti æskuheimili Guð- rúnar. Það var líflegur hópur sem lék sér þar og niður með bólverk- unum, eða í fjörunni niður í Mjó- sundi. Þarna var fullt af púkum, hornapúkar, neðstakaupstaðar-púk- ar, Grímsarar og fleiri. Það voru fjörug sumarkvöldin, þegar allar skektur sem hægt var að fá lánaðar voru sveimandi um spegilsléttan Pollinn og söngurinn ómaði um fjörðinn. Við Guðrún fórum yfirleitt niður í dokku til Jóa í Amsterdam til að biðja hann að lána okkur „Ra- mónu“, en það hét skektan hans. Jói lánaði ekki hverjum sem var skekt- una sína en við Guðrún vorum á sérsamningi hjáJóa. Það var tölu- vert lagt á sig að róa fyrir Suð- urtangann og inn á Poll og róa síð- an aftur til baka að skila bátnum að leik loknum. Þær eru margar æsku- minningarnar frá þessum tíma, eins og það að fara í spássitúr á stilltu Guðrún Anna Häsler ✝ Guðrún AnnaHäsler fæddist í Dresden í Þýska- landi 12. janúar 1927. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 15. febrúar síðastliðinn og var jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju 23. febrúar. sumarkvöldi alla leið inn að Sjónarhæð og aftur til baka. Í þá daga var það löng leið og mikið hægt að skrafa saman á leið- inni. Seinna eftir að ég var flutt suður en kom þó reglulega heim, þá hittumst við Guðrún oftast á heim- ili hennar eða inni á Dal. Þess á milli var símasamband látið duga með upplýsing- um um börn og barnabörn sem og önnur dagleg mál. Síðustu árin stóð til að ég færi í heimsókn til Guðrúnar og Bærings yfir í Aðalvíkina næst þegar ég kæmi. En tvisvar var ég óheppin með veður svo ég sló því á frest og síðastliðið sumar var Guðrún veik og komst sjálf ekki norður. Ég skaust til hennar í nýju íbúðina í Fjarðarstrætinu en þar höfðu þau Bæring og hún búið sér fallegt heimili. Guðrún vildi ekki gera mik- ið úr veikindunum. Hún leit vel út og átti von á fólkinu sínu í kaffi. En alla tíð hélt Guðrún vel utan um fólkið sitt. Seinast þegar ég talaði við hana núna í vetur þá sagðist hún vera bú- in að vera hálfslöpp en vildi ekki gera neitt úr því frekar en venju- lega. Andlát hennar kom mér því mjög á óvart en er ég hugsa til baka þá gerði Guðrún aldrei mikið úr sín- um málum og hefur verið veikari en ég gerði mér grein fyrir. Ég hugsa alltaf og tala um að fara heim á Ísa- fjörð þó ég sé löngu flutt þaðan. Til- hugsunin um að kær leiksystir og vinkona verður ekki til staðar næst er ég kem heim fyllir mig söknuði. Spássitúrarnir eru búnir og ekki verður lengur hlegið og talað um gamlar stundir. Ég kveð mína kæru leiksystur og þakka henni samfylgdina og vinátt- una með ljóði um bæinn okkar. Ísafjörður ægifagur um þig leikur dýrðardagur. Logn á polli, logn til fjalla leikur sól um Gleiðahjalla. Prestabugt með gullnar gárur geymir sínar freyðibárur. Spegilsléttur speglar flötur sprottnar hlíðar, hús við götur hamrabeltin himinháu himingeiminn tign þá bláu fjöllin innst í fjarðarbotni fegurð skarta á mararbotni. (Höf. ók.) Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til Bærings, barna og fjölskyldna þeirra. Kveðja, Kristín Bjarnadóttir (Dídí). Nú þegar mág- og svilkona okkar Guðrún Häsler er öll koma margar minningar fram eftir 60 ára kynni. Glaðlegt viðmót, greið- vikni og hvelli hláturinn ein- kenndi hana alla tíð. Sam- hent voru þau hjónin og foreldrar 6 barna. Við kveðj- um hana með virðingu og þökk. Kæri bróðir og mágur, Bæring og fjölskylda, við vottum ykkur dýpstu samúð. Jóhannes Páll og Sólveig. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.