Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 2
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
VERÐ vörukörfu ASÍ hækkaði hlut-
fallslega mest í lágvöruverðsverslun-
um milli 2. og 4. viku apríl sl., þ.e. viku
15 (6.–12. apríl) og viku 17 (20.-26.
apríl). Verðið hækkaði í Bónus um
7,1% milli þessara tveggja vikna, um
6,6% í Nettó, í Kaskó um 5,7% og í
Krónunni um 5,4%. Verð vörukörf-
unnar breyttist um aðeins 0,5-1% í
öðrum verslunarkeðjum á sama tíma.
Þegar horft var á verðbreytingu í
lágvöruverðsverslunum milli 3. og 4.
viku apríl, það er viku 16 (13.-19. apr-
íl) og viku 17 (20.-26. apríl) hækkaði
vörukarfan mest í Krónunni, um
4,6%, í Bónus um 4,2%, í Nettó um
3,2% en 0,1% í Kaskó. Þegar skoðaðar
eru verðhækkanir á einstökum vöru-
flokkum í þessum verslunum milli
vikna 16 og 17 sést að kjötvörur
hækkuðu um 13,7% í Bónus, 17,3% í
Krónunni, 8,9% í Nettó en lækkuðu
um 1,5% í Kaskó. Verðsveiflur í öðr-
um vöruflokkum voru miklu minni.
Minni sveiflur
Þegar litið er til annarra verslana-
keðja, þ.e. Hagkaupa, Nóatúns, Sam-
kaupa-Úrvals og klukkubúðanna 10-
11, 11-11 og Samkaupa-Strax, eru
verðsveiflur miklu minni en í lágvöru-
verðsverslunum. Þannig hækkaði
verð vörukörfu ASÍ milli vikna 15 og
17 um 1,1% í Hagkaupum, 0,4% í Nóa-
túni, 1,2% í Samkaupum-Úrvali, 0,7%
í 10-11, 1,1% í 11-11 og 0,7% í Sam-
kaupum-Strax. Verðbreytingar vöru-
körfu í þessum verslunum milli vikna
16 og 17 voru yfirleitt litlar en þó
mestar í Samkaupum-Strax þar sem
karfan hækkaði um 2,0%. Hjá Sam-
kaupum-Strax hækkuðu t.d. brauð og
kornvörur um 4,7% og kjötvörur um
10% sem voru langmestu verðbreyt-
ingar í öllum vöruflokkum hjá þessum
verslunum.
ASÍ bendir á að einungis sé um að
ræða upplýsingar um verðbreytingar
í verslanakeðjunum á milli vikna, en
ekki beinan verðsamanburð, þ.e. hvar
ódýrasta vörukarfan fékkst. Skoðuð
sé sú verðlagning sem er í gildi í versl-
ununum á hverjum tíma og geta til-
boð á einstaka vöruliðum því haft
áhrif á niðurstöðurnar.
Lágverðsbúðir hækkuðu
Morgunblaðið/Golli
Vöruverð Miklar sveiflur í kjötverði vógu þungt í verðbreytingum í apríl.
Vörukarfa ASÍ hækkaði í lágverðsbúðunum Bónus, Krónunni og Nettó í apríl en
verðið breyttist sáralítið í þjónustuverslunum á borð við Hagkaup og Nóatún
2 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
HÁVAÐI sem berst frá reykingamönnum í
porti skemmtistaðarins Apóteksins við Aust-
urstræti um helgar heldur vöku fyrir gestum
í 4-5 herbergjum á Hótel Borg. Vegna hávað-
ans er erfitt eða ómögulegt að leigja út her-
bergin og veldur það verulegu tekjutapi fyrir
eigendur hótelsins sem í eru 56 herbergi.
Ólafur Þorgeirsson, hótelstjóri, segir að
vandamál vegna hávaða hafi byrjað eftir að
skemmtistaðurinn tók þar til starfa í vetur.
Vegna reykingabanns innandyra er gest-
unum hleypt út í port sem er á milli Apó-
teksins og Hótel Borgar, ruslaport skemmti-
staðarins. Það er þó ekki reykurinn sem
truflar hótelgestina heldur hávaðinn sem
fylgir reykingamönnunum: samræður, hróp
og stundum söngur. Ólafur segir að hávaðinn
magnist upp í portinu og þrátt fyrir að ný-
lega hafi verið settir hljóðeinangrandi
gluggar á hótelið dugi það alls ekki til. Portið
sé beint fyrir neðan glugga nokkurra hótel-
herbergja og þangað berist hávaðinn og veki
gestina og haldi fyrir þeim vöku. Vandinn
var ekki til staðar þegar Apótekið var veit-
ingastaður enda var „hann ekki opinn til
klukkan sjö á morgnana,“ segir Ólafur.
60-70 desíbel
Ástandið á neðstu hæð hótelsins er verst
og þar hefur hávaðinn mælst 60-70 desíbel en
vandamálið teygir sig ofar. Samkvæmt upp-
lýsingum á vef Vinnumálastofnunar er hljóð-
styrkur við venjulegar samræður um 65 desí-
bel en styrkur hróps er um 80 desíbel. Þótt
aðeins muni 15 desíbelum er munurinn á 65
og 80 í reynd 30-faldur. Það er því ekki að
undra þótt gestir vakni við háreystina og
krefji síðan hótelið um endurgreiðslu á gisti-
verðinu, eins og dæmi eru um.
Ólafur segir að undanfarnar tvær vikur
hafi starfsmenn hótelsins fylgst sérstaklega
vel með ástandinu og bæði hringt í dyraverði
og lögreglu til að kvarta undan hávaða.
Dyraverðir hafi verið duglegir við að sussa á
fyrirferðarmiklu reykingamennina og sömu-
leiðis hafi lögregla brugðist vel við. Eigendur
Apóteksins viti af vandanum en enn hafi þó
ekki farið fram formlegar viðræður um
lausnir.
Reykingamenn raska næturró
4-5 herbergi á Hótel Borg nýtast ekki vegna hávaðans Óánægðir gestir hafa krafist endurgreiðslu
Reykingamönnum hleypt út í port skemmtistaðarins Apóteksins Hljóðeinangrun dugar ekki til
Morgunblaðið/G. Rúnar
Mengun Reykportið sést t.v. á myndinni. Sumir reykja ekki bara heldur syngja líka.
Réttargæslu-
maður annarrar
stúlkunnar sem
hefur kært séra
Gunnar Björns-
son, sóknarprest
á Selfossi, fyrir
kynferðisbrot
segir að sam-
kvæmt þeim upp-
lýsingum sem
hún hafi um mál-
ið hafi brotin falist í kynferðislegri
áreitni sem hafi staðið yfir í mörg ár.
Þá hafi presturinn ávallt verið einn
með stúlkunni þegar hann framdi
hin meintu kynferðisbrot.
Réttargæslumaðurinn, Þorbjörg
Inga Jónsdóttir, segir að málið snú-
ist um áreitni sem hafi staðið yfir frá
því stúlkan var í fermingarfræðslu
hjá kirkjunni fyrir nokkrum árum og
um eitt tiltekið og alvarlegt atvik
sem átti sér stað skömmu fyrir
páska. Stúlkan hefur tekið þátt í
starfi kirkjunnar þar til fyrir
skemmstu.
Í DV í gær er m.a. haft eftir sr.
Gunnari Björnssyni að málið byggist
á misskilningi. Hann sé hlýr maður
sem faðmi fólk að sér og smelli á það
kossi. Þorbjörg Inga kvaðst ósátt við
þessi orð.
„Foreldrar míns umbjóðanda eru
mjög ósáttir við orð hans í Dag-
blaðinu,“ segir hún. Hann hafi í raun
vegið að trúverðugleika stúlkunnar.
„Það er ekki eitthvað sem getur
flokkast undir misskilning, það sem
minn umbjóðandi er að lýsa.“
Meint
áreitni stóð
í mörg ár
Þorbjörg Inga
Jónsdóttir
MAÐURINN
sem lést í umferð-
arslysi á Suður-
landsvegi í
Kömbunum í
fyrradag hét Lár-
us Kristjánsson,
til heimilis að
Dynskógum 2 í
Hveragerði.
Lárus var 65
ára gamall, fæddur 9. júní 1942.
Hann lætur eftir sig sambýlis-
konu, uppkominn son og fimm
barnabörn.
Lést í bílslysi
Lárus Kristjánsson
♦♦♦
ÞETTA stenst ekki,“ sagði Finnur Árnason, forstjóri Haga, um verðkönn-
un ASÍ. Hagar reka m.a. verslanir Bónuss, Hagkaupa og 10-11.
Finnur benti á að samkvæmt könnun ASÍ hefði kjöt-
verð lítið breyst hjá Hagkaupum, Nóatúni, Samkaupum,
10-11 og 11-11 en hækkað um 13,7% hjá Bónusi og 17,3%
hjá Krónunni. Ætla mætti að allar kjötvörur hjá þessum
verslunum hefðu hækkað sem þessu næmi. Hann taldi
skýringuna geta verið einstök tilboð sem hefðu staðið
eina vikuna en ekki þá næstu.
„Að halda því fram að á þessum tveimur vikum hafi
vöruverð í Bónus hækkað um 7,1% er út úr korti,“ sagði
Finnur. „Þetta er hluti af þessum vinnubrögðum ASÍ
sem við höfum gagnrýnt ítrekað.“ Hann sagði Haga hafa
óskað eftir dómkvöddum matsmönnum um vinnubrögð
ASÍ og kvaðst vera orðinn óþreyjufullur eftir niðurstöðu þeirra.
„Þetta stenst ekki“
Finnur Árnason
„ÞEGAR kemur svona gríðarleg verðbreyting á kjöti er auðséð að það er
tekið tilboðskjöt í annað skiptið en ekki í hitt,“ sagði Eysteinn Helgason
framkvæmdastjóri Kaupáss um 17,3% hækkun á kjöti í
Krónunni. Kaupás rekur m.a. Krónuna, Nóatún og 11-
11.
Eysteinn sagði að verðbreytingar væru mun tíðari í
Krónunni en Nóatúni og það gæti skýrt það að verð
vörukörfunnar hækkaði í Krónunni um 4,6% meðan
það lækkaði í Nóatúni um 1,3%.
„Maður veit aldrei hvernig þetta lendir á milli vikna,
þetta eru stutt tímabil,“ sagði Eysteinn og taldi meira
að marka kannanir yfir lengri tímabil. Þær gæfu betri
heildarmynd af þróuninni. Þá sagði Eysteinn erfitt að
dæma um gæði verðkannana ASÍ því ekkert væri vitað
um samsetningu vörukörfunnar sem miðað er við eða hvort um sambæri-
legar vörur væri að ræða hjá hinum ýmsu verslanakeðjum.
Tilboðskjöt gæti skýrt muninn
Eysteinn Helgason
HENNÝ Hinz,
hagfræðingur
hjá ASÍ, lagði
áherslu á að í
þessari könnun
væri einungis
verið að mæla
verðbreytingar
innan versl-
anakeðja en ekki
verðsamanburð á
milli þeirra.
Ekki er upplýst hvaða vörur eru í
vörukörfu ASÍ að öðru leyti en því
að hún á að endurspegla almenn
innkaup meðalheimilis og innihalda
allar almennar mat- og drykkjar-
vörur. Henný sagði að á bak við
hina ýmsu vöruflokka væri úrval úr
hverjum flokki. Undir kjötvörur
flokkaðist t.d. kjöt, unnar kjötvörur
og fleira. Hún sagði að verð á kjöt-
vörum sveiflaðist mikið, kjöt væri
líka dýrt og vægi þungt í körfunni.
Henný sagði að ASÍ mældi það verð
sem birtist neytendum í verslunum.
Þessi könnun segði ekkert um hvar
ódýrast væri að kaupa í matinn.
„Við erum að hugsa þetta til að
skoða þróun og sveiflur geta orðið
á milli vikna. Þegar þetta er skoðað
í lengra samhengi sést heildstæðari
mynd,“ sagði Henný.
Verslanir ekki
bornar saman
Henný Hinz