Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is FRIÐRIKI Sophussyni, forstjóra Landsvirkjunar, var í gær afhentur undirskriftalisti með nöfnum land- eigenda á austurbakka Þjórsár, þar sem þeir lýsa sig andvíga fyrirhug- aðri Urriðafossvirkjun. Þá var afrit af yfirlýsingu landeig- enda afhent viðskiptaráðherra, iðn- aðarráðherra og fjármálaráðherra. Jón Árni Vigfússon kom að skipu- lagningu undirskriftasöfnunarinnar en allir landeigendur undirrituðu ut- an einn. „Menn eru að tala um að setja uppistöðulón með háum stífl- um, gnæfandi yfir nærliggjandi bæi, og það á miklu jarðskjálftasvæði,“ segir Jón Árni og segir miklar líkur á að stíflan gæti rofnað í jarðskjálfta og þá stefnt lífi fólks á svæðinu í hættu. „Við viljum ekki svona mann- virki í okkar fallegu sveit. Svæðið er þéttbýlt og ekki pláss fyrir þetta, um leið myndi virkjunin valda því að Urriðafoss og fleiri náttúruperlur myndu tapast.“ Auk þess að hafa áhyggjur af beinum áhrifum virkjunarmann- virkja á útsýni, landslag og öryggi á svæðinu hefur Jón Árni áhyggjur af þeim jökulleir sem fellur til við virkj- unina. „Fyrirséð er að honum þurfi að dæla upp á bakka í miklu magni á hverju ári. Þetta er fíngerður leir sem ekki er hægt að græða upp, og þegar hann þornar er fyrirsjáanlegt að leirinn fjúki yfir sveitirnar beggja vegna árinnar með tilheyrandi áhrif- um á gróður.“ Þrýstingur á Flóahrepp Fyrir um tveimur vikum afhentu andstæðingar virkjunarinnar einnig sveitarstjórn Flóahrepps skrifleg mótmæli 218 íbúa, sem mun vera um helmingur kosningabærra manna á svæðinu, vegna fyrirhugaðrar virkj- unar. Þar er hreppstjórnin hvött til að breyta ekki aðalskipulagi með þeim hætti að gert verði ráð fyrir virkjunarframkvæmdunum, en Flóahreppur er eitt fjögurra sveitar- félaga sem virkjunin liggur um og það eina sem ekki hefur lokið skipu- lagsmálum vegna hennar. Aðalsteinn Sveinsson, oddviti í Flóahreppi, segir mótmælin sem bárust sveitarstjórninni ekki verða til þess að skipulagstillögur verði umsvifalaust teknar af borðinu. „Við erum í miðri skipulagsvinnu og mun- um síðar taka ákvörðun um að aug- lýsa það skipulag, og taka við at- hugasemdum,“ segir Aðalsteinn. Margt þarf að skoða Aðalsteinn segir umhverfismat um fyrirhugaðar framkvæmdir m.a. fjalla um hættu á foki úr efn- ishaugum og skoða hættu á að jarð- skjálftar valdi skemmdum, en þar séu jafnframt skoðaðar mótvæg- isaðgerðir. „Þegar við tökum end- anlega afstöðu verður það spurning um að leggja mat á hver hættan er, og hvernig mótvægisaðgerðir koma þar á móti,“ segir hann. Arðsemi virkjunarinnar segir Að- alsteinn að verði einnig að skoða, en þar sem flestöll mannvirki Urr- iðafossvirkjunar eru utan Flóa- hrepps er ekki fyrirsjánlegt að hreppurinn muni hafa af miklar skatttekjur. „Hve arðsöm virkjunin er fyrir sveitarfélagið er eitt af því sem við verðum að leggja mat á.“ Fari svo að Flóahreppur geri ekki ráð fyrir Urriðafossvirkjun í að- alskipulagi sínu hefur umhverf- isráðherra það úrræði að skipa sér- staka nefnd sem gerir tillögu að svæðisskipulagi og má það skipulag ná til hluta lands innan marka sveit- arfélagsins. Landeigendur á austurbakka Þjórsár mótmæla fyrirhugaðri Urriðafossvirkjun Landeigendur óttast m.a. leirfok, flóðahættu vegna jarðskjálfta og segja ávinning lítinn. Þrýst er á Flóahrepp að setja virkjunina ekki í nýtt aðalskipulag. Morgunblaðið/Valdís Thor Mótmæli Friðriki Sophussyni, forstjóra Landsvirkjunar, var í gær afhentur undirskriftalisti með nöfnum landeig- enda á austurbakka Þjórsár. Auk hans má þekkja Bjarna Harðarson, Jón Árna Vigfússon og Ólaf Sigurjónsson. ÞORSTEINN Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Lands- virkjunar, segir áhættumat hafa verið kynnt á opnum fundum í sveitarfélögunum á svæðinu og ljóst að ekki sé meiri hætta af flóðum vegna virkjunarinnar en er nú þegar af náttúrulegum flóðum sem verða í ánni. Muni virkjunin raunar draga úr þessum náttúrulegu flóðum. „Vatnsborðshækkunin sem um er að ræða í lóninu ofan við Urriðafoss er fjórir metrar og mælingar sýna að jafnvel þó stíflan myndi bresta og ekkert yrði gert til að draga úr flóðinu, þá myndi straumurinn fara niður gilið sem fyrir er, en ekki upp fyrir bakka þess og ljóst að ekki myndi skapast hætta af fyrir íbúa á svæðinu.“ Um áhyggjur landeigenda af foki jökulleirs segir Þorsteinn að gert sé ráð fyrir að ganga þannig frá að leirinn fjúki ekki. „Margar áreyrar eru á svæðinu í dag, og fýkur úr. Þessar eyrar fara undir vatn þegar lónið fyllist og ætti fok úr þeim þá að verða úr sögunni. Því er ekki ástæða til að ætla að aukning verði á foki vegna virkjunarinnar.“ Þorsteinn segist hafa skilning á áhyggjum heima- manna. „Þegar fólk er ánægt með það sem það hefur er ósköp skiljanlegt að breytingar geti verið eitthvað sem því líkar ekki,“ segir hann. „Hins vegar seldu landeig- endur, að langstærstum hluta, vatnsréttindi í frjálsum samningum á sínum tíma og eru skilgreindar kvaðir á þessum jörðum um að megi nýta þessi réttindi. Ákvæði eru í samningunum um hvernig með skuli fara þegar rask á sér stað á jörðu manna út af nýtingu þessara réttinda og við höfum unnið á þeim grundvelli,“ segir hann og bætir við að vel hafi gengið að ræða við bænd- ur á svæðinu og leita lausna í samráði við þá um hvern- ig mannvirkin geta valdið sem minnstum skaða. „Svo er ljóst að ef skaðinn verður mikill og óhjákvæmilegur þá koma bætur fyrir það.“ Segja hvorki hættu né skaða af virkjuninni ÍSLAND er í þriðja sæti og fellur niður um eitt sæti samkvæmt árlegri skýrslu Barnaheilla, Save the Child- ren í Bandaríkjunum, um stöðu mæðra í heiminum 2008. Skýrslan, sem er gefin út í tengslum við mæðradaginn, kemur út í dag. Í skýrslunni eru bornar saman að- stæður mæðra og barna í 146 lönd- um. Norðurlöndin koma best út. Sví- þjóð er í efsta sæti og síðan koma Noregur og Ísland. Afríkuríkið Níg- er er í neðsta sæti og áberandi er hve mörg Afríkulönd sunnan Sahara raða sér í neðstu sætin, segir í frétt frá Barnaheillum. Sláandi munur á aðstæðum í Afríku og á Norðurlöndunum Munur á milli aðstæðna kvenna og barna á Norðurlöndunum og Níger eru sláandi. Eitt af hverjum fjórum börnum nær ekki fimm ára aldri í Níger, meðan eitt af hverjum 333 börnum nær ekki fimm ára aldri á Íslandi. Íslenskar konur hafa að meðaltali 19 ára skólagöngu og með- allífaldur þeirra er 83 ár, en konur í Níger ganga minna en þrjú ár í skóla og geta ekki búist við að ná 45 ára aldri. Allar konur á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndum fá aðstoð heilbrigðisstarfsfólks við fæðingu meðan 33% kvenna í Níger fá slíka aðstoð. Skýrslan leiðir í ljós að yfir 200 milljónir barna undir fimm ára aldri fá ekki lágmarks heilbrigðisþjónustu eins og bólusetningu og meðferð við niðurgangi og lungnabólgu. Það leiðir aftur til þess að árlega deyja tíu milljónir barna undir fimm ára aldri, þ.e. 26.000 börn á dag, við fæðingu eða úr kvillum sem svo auð- veldlega væri hægt að koma í veg fyrir eða lækna. Árlega deyja um 500.000 konur vegna þungunar eða barnsburðar. Mikill munur er á aðstæðum mæðra, lífslíkum barna og aðgangi að heilsugæslu og menntun milli ríkra og fátækra ríkja, en einnig er mikill munur innan fátækari ríkja og innan sumra ríkari landa. Aðgangur barna að þjónustu verstur í Eþíópíu og Sómalíu Aðgangur barna að heilbrigðis- þjónustu er verstur í Eþíópíu og Sómalíu, en þar eru meira en 80% barna undir fimm ára aldri án að- gangs að heilsugæslu. Í fátækari löndum er mikill munur á aðstæðum efnaðra og fátækra og á milli þéttbýlis og dreifbýlis. Hvað varðar lífslíkur barna þá er mismun- urinn mestur í Perú, en þar eru sjö- falt meiri líkur á að börn úr fátæk- asta lagi samfélagsins nái ekki fimm ára aldri en börn úr ríkasta lagi sam- félagsins. Samkvæmt skýrslunni eru Banda- ríkin það land sem eyðir hlutfalls- lega mestu fjármagni í heilbrigðis- þjónustu á mann, en er eigi að síður með hæsta hlutfall fátæktar meðal barna og eitt hæsta hlutfall dánar- tíðni barna í hópi hinna ríku landa. U.þ.b. 11% barna í Bandaríkjunum undir sex ára aldri eru ekki sjúkra- tryggð. Mikill munur er á milli sam- félagshópa, þannig eru 20% barna af suðuramerískum uppruna í Banda- ríkjunum ekki sjúkratryggð. Ung- barnadauði er 2,4 sinnum hærri hjá svörtum börnum en hvítum og nær fjórfalt fleiri svartar konur deyja af barnsförum en hvítar. Hvetja til stóreflingar mennt- unar og heilbrigðisþjónustu Til að bæta aðstæður kvenna og barna víða um heim hvetja Barna- heill – Save the Children ríkisstjórn- ir landa og alþjóðastofnanir til að leggja mun meira fé í menntun kvenna og stúlkna, og að efla veru- lega heilbrigðisþjónustu og aðgengi að henni. Hægt er að ná miklum árangri með litlum tilkostnaði þar sem fá- tæktin er mest með því að þjálfa starfsfólk í heilbrigðisþjónustu og efla forvarnir og mæðravernd. Niður um eitt sæti  Ísland er í þriðja sæti á lista um stöðu mæðra  200 millj- ónir barna í heiminum fá ekki lágmarks heilbrigðisþjónustu Á FIMMTUDAG verður morgunverð- armálþing haldið á Grand Hótel í Reykjavík undir yfir- skriftinni: Er þörf fyrir nýja þjónustu- hugsun hjá opinber- um stofnunum? Verð- ur fjallað um forystu, stjórnun tengsla við notendur og mat þjónustugæða hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga. Að málþinginu standa Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða við Há- skóla Íslands. Fyrirlesarar verða þau Svafa Grönfeld, Þórhallur Örn Guð- laugsson og Kristinn Tryggvi Gunn- arsson. Þátttökugjald er 3.800 kr. og er morgunverður innifalinn. Nauð- synlegt er að skrá þátttöku á: www.stjornsyslustofnun.hi.is. Dr. Svafa Grönfeld, rektor HR, skrifaði doktorsritgerð um þetta efni, auk þess sem hún hefur víðtæka reynslu af stjórnun. Svafa mun fjalla um þjónustustjórnun á 21. öldinni. Um þarfir og væntingar viðskiptavina og starfsmanna framtíðar og hvaða kröfur það gerir til stjórnenda þjón- ustufyrirtækja. Þórhallur Örn Guð- laugsson, dósent í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við HÍ, hefur bæði reynslu af kennslu í faginu auk þess að hafa framkvæmt allnokkrar athug- anir á þjónustugæðum opinberra stofnana. Hann mun fjalla um meg- inniðurstöður sinna athugana og einkum það sem hann telur að betur megi gera og hvernig. Þriðji fyrirles- arinn er Kristinn Tryggvi Gunnars- son, forstjóri Capacent á Íslandi, sem hefur víðtæka reynslu af þjónustu- stjórnun, sem stjórnandi í bankakerf- inu, ráðgjafi í þjónustumálum og stundakennari við HR. Kristinn mun kynna aðferðafræði Customer Rela- tionship Management (CRM) – eða stjórnun tengsla við viðskiptamenn og notendur, en í rannsókn sem birt- ist í Harvard Business Review í des- ember sl. sögðu 8.500 æðstu stjórn- endur í bandarískum fyrirtækjum að sú aðferðafræði væri númer tvö sem stjórntæki, sem bæði væri mikið not- uð og teldist gera mikið gagn. Krist- inn mun enn fremur velta fyrir sér hvernig dæmigerð opinber stofnun gæti nýtt sér þessa aðferðafræði. Er þörf fyrir nýja þjónustuhugsun? Kristinn Tryggvi Gunnarsson Þórhallur Örn Guðlaugsson Svafa Grönfeldt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.