Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 19
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 19                                     !      "     # !  $   %                       & #    # '()*$ +   ,- #    % "           . $ /         0     0 1      #     ."     .      2  $ 3     4/56789:548;9< *'- ,)== 8   #    64 +   1    >? >> >=                                                   !" # $     %      '   '?                             - kemur þér við Sérblað um bíla fylgir blaðinu í dag Megrunarlausum degi fagnað á Íslandi í þriðja sinn Íslendingar eru farnir að spara og leggja nú peninga inn í banka Páll Óskar má ekki vera að því að fara á Evróvisjón Hvar verður Bjarni Fel á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar Hvað ætlar þú að lesa í dag? Á fyrstu dögum sumars hefur veðr- áttan verið köld. Gróður er ekkert farinn að taka við sér og jörð grá yf- ir að líta. En það er þó ýmislegt sem bendir til þess að vorið sé á næsta leiti. Eyjabændur og smábáta- eigendur eru flestir búnir að setja báta sína á flot og eru að undirbúa vorverkin. Ferðamenn eru farnir að láta sjá sig í bænum. Um helgina komu nokkrir hópar ferðamanna og Sæferðir sigldu þrjár ferðir um Breiðafjörð á laugardag með far- þega. Fólk sem stundar ferðaþjón- ustu er bjartsýnt í byrjun vertíðar og á von á að Stykkishólmur laði til sín fjölda gesta enda hefur ferða- mönnum fjölgað stöðugt og setja þeir sterkan svip á bæjarlífið yfir sumarið.    Á morgun heimsækja Hólminn tign- ir gestir. Friðrik krónprins Dan- merkur og Mary eiginkona hans koma í heimsókn í fylgd með for- setahjónum okkar. Gestirnir munu heimsækja grunnskólann og þar er bæjarbúum boðið að vera viðstaddir og taka þátt í heimsókninni. Gest- irnir heimsækja Vatnasafnið, Norska húsið og heimsókninni lýkur með siglingu út á Breiðafjörðinn. Það hefur löngum verið talað um að í Stykkishólmi lifi enn dönsk áhrif. Sagt var að Hólmarar hefðu verið flottir á því og talað dönsku á sunnudögum. Víst er um það að Hólmurum er hlýtt til dönsku þjóð- arinnar og árlega halda bæjarbúar sína sumarhátíð, Danska daga. Danska fánanum verður víða flagg- að á morgun því hann er til á mörg- um heimilum.    Bæjarbúar hafa verið mjög duglegir að flokka heimilissorpið frá því að flokkunin hófst í byrjun febrúar. Bæjaryfirvöld stefndu að því að minnka urðun úrgangs um 60-70% fyrsta árið. Þetta markmið náðist strax eftir fyrsta mánuðinn. Sam- kvæmt nýjustu tölum fara tveir þriðju hlutar af heimilissorpi í end- urvinnslu og moltugerð og aðeins þriðjungur fer til urðunar. ESB hef- ur gefið út þá tilskipun að minnka allt lífrænt sorp um 65% fram til ársins 2020. Þessi skilyrði hafa Hólmarar uppfyllt nú þegar því héð- an fer ekkert lífrænt sorp til urð- unar. Þetta er mjög góður árangur. Bæjaryfirvöld telja að góð kynning á verkefninu sem fór fram meðal íbúa í upphafi hafi skilað árangri og eins að bæjarbúar voru strax já- kvæðir fyrir því að vel tækist til. Hólmarar eru að temja sér hugs- unina: „Hugsum áður en við hend- um.“    Ár er liðið síðan Vatnasafn Roni Horn í Stykkishólmi var formlega vígt. Safnið hefur vakið mikla at- hygli þetta fyrsta starfsár. Stór hluti ferðamanna sem heimsækja Hólminn kemur þarna við til að skoða listaverk Roni Horn. Einn þáttur í starfsemi Vatnasafnsins er að bjóða rithöfundum til dvalar í safninu. Þar hefur verið innréttuð íbúð þeim til afnota. Gestirnir eru á launum meðan þeir dvelja og nota tímann til skrifta og eins eiga þeir að hafa góð samskipti við bæjarbúa. Fyrsti rithöfundurinn sem dvaldi á Vatnasafninu var Guðrún Eva Mín- ervudóttir. Í vikubyrjun kom næsti gestur. Hann er frá Bandaríkjunum. Það er rithöfundurinn Rebecca Sol- nit. Hún skrifar óvenjulegar bækur, ekki skáldverk heldur hugleiðingar um heiminn og ýmsa þætti í mann- legu atferli. Rebecca dvelur hér næstu þrjá mánuði.    Körfuboltinn hefur verið bæj- arbúum ofarlega í huga í vetur. Af miklum áhuga hafa þeir fylgst með góðu gengi liðs Snæfells í barátt- unni um Íslandsmeistaratitilinn. Liðinu tókst ekki að ná þeim titli, en varð í öðru sæti. Félagið náði til við- bótar að verða bikarmeistarar. Það er góður árangur hjá liði sem hefur ekki stærra bakland en 1.100 manna samfélag. Þennan góða árangur má ekki síst þakka þjálfara liðsins, Geof Kotila. Hann er nú á förum eftir tveggja ára starf. Samningstími hans er útrunninn og hann sá sér ekki fært að framlengja hann. Vinna við ráðningu nýs þjálfara er í fullum gangi. Kvennalið Snæfells í körfu- bolta skilaði ekki síðri árangri en karlarnir. Þær unnu 1. deild Ís- landsmótsins með glæsibrag. Því leika bæði karla- og kvennalið í úr- valsdeild í körfubolta næsta vetur. STYKKISHÓLMUR Gunnlaugur Árnason fréttaritari Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Svipmikil Ráðhúsið, Norska húsið og Clausenshús sóma sér glæsilega í bæjarmyndinni í Stykkishólmi og setja svip á bæinn. Vorannir eru byrjaðar, skrifarJón Gissurarson, og fyrsta lambið fæddist á Víðimýrarseli í liðinni viku: Yndið betra verður valla vorið eykur gleðibrag. Kuldans vígi fer að falla fyrsta lambið kom í dag. Fyrir nærri fjörutíu árum áttu Ármann Þorgrímsson, Hjálmar Jónsson og Ari Friðfinnsson saman næturvöku og varð Aldarfarsríman til, sem var meira en fimmtíu vísur. Byrjunin er svohljóðandi: Dimm er nótt við Norðurpól nornir óttans brýna tól blómið rjótt til bana kól brá á flótta himinssól. Eykst nú þvarg með okkar þjóð eyrun sarga bítilhljóð eltir margur yngisfljóð eins og vargur rolluslóð. Nú er tími nýr á jörð náhvítt hrímið hylur svörð eðlisglíma iðkuð hörð ástarbríma knúin hjörð. Undirleiðin oft er þrædd Amors veiðin tíðum rædd mögnuð seið og meyjan frædd um mannsins neið og hún afklædd Senn nú endar söngur minn um sælubrenndan mannheiminn ég því vendi á veginn þinn þó víst það lendi á sorphauginn. Loks „Yfirlýsing“ Magnúsar Óskarssonar: Ég segi það bara sjálfur og segi svo ekki meir: Ég held ég sé betri hálfur heldur en flestir tveir. VÍSNAHORNIÐ Af lambi og aldarfari pebl@mbl.is kljá rimmuna. Boston laut í tré í öllum úti- leikjunum en það varð liðinu til happs að það átti heimaleikjarétt- inn og það verður ekki frá þeim grænu tekið að þeir kláruðu viðureignina með bra- vör í Boston- garðinum á sunnudag- inn, lögðu Atlanta þá með 34 stiga mun, 99- 65. Boston Celtics hefur til þessa verið talið sigurstrangleg- ast í NBA í vetur en nú er spurning hvort menn þurfi að endur- skoða þá afstöðu eftir þetta óvænta basl. x x x Það hrósuðu fleiri sögufræg liðsigri á sunnudag. Þannig bjargaði Southampton sér frá falli í næstneðstu deild í ensku knatt- spyrnunni. Víkverji þekkir nokkra eldheita stuðningsmenn „Dýrling- anna“ og veit að þeir anda nú létt- ar eftir að hafa verið með hjartað í brókinni um nokkurra vikna skeið. Allt er gott sem endar vel. Loks má Víkverji til með að óska gömlum skólabróður sínum, Axel Stefánssyni, til hamingju með Noregsmeistaratitilinn í handknattleik. Víkverji var heldurseinn að kaupa í matinn síðastliðinn sunnudag, kom við í Krónunni laust fyrir kvöldmat. Það vakti athygli hans að hill- urnar voru heldur gisnar, heilu metr- arnir auðir, og aug- ljóst að ekki hafði verið fyllt í þær í nokkurn tíma. Fyrir vikið fékk Víkverji ekki allt sem hann þurfti á að halda sem gerist annars sára- sjaldan í þessari ágætu verslun. Vík- verji skilur að helgi er helgi og ekki er starfað af fullum þunga í verslunum en er það verjandi í hörðu umhverfi samkeppninnar að fylla ekki í hillur heila helgi í mat- vöruverslun á Íslandi? x x x Víkverji hefur lúmskt gaman afNBA-körfuboltanum og fékk vægt klums yfir harðlífi sigursæl- asta liðsins í vetur, Boston Celtics, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar gegn Atlanta Hawks. Boston var með 80% vinningshlutfall í deilda- keppninni en Atlanta aðeins 45% (það lakasta af öllum liðum sem komust í úrslitakeppnina) en samt sem áður þurfti sjö leiki til að út-         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is ókeypis smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.