Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 21
Í DAG fögnum við
fegurð af öllum stærð-
um og gerðum, við fögn-
um mannfólkinu eins og
það er. Í dag er megr-
unarlausi dagurinn.
Okkur er ekki ætlað að
gleyma okkur í óholl-
ustu í allan dag, því dag-
urinn réttlætir ekki
sjúklegt ofát frekar en
sjálfsvelti. Við höfum
hins vegar öll fullan rétt
á því að njóta lífsins,
elska okkur sjálf og vera
elskuð, þó svo að við séum í afar
mismunandi stærðum og gerðum.
Þannig er jú lífið þó svo að margir
vilji steypa alla í sama mótið.
Heilsa óháð holdafari
Mest um vert í lífinu er að halda
heilsu. Við getum
gert ýmislegt til að
bæta andlegt og lík-
amlegt heilbrigði
okkar og snýst það í
fáum orðum um að
styrkja líkamann,
borða næringarríka
fæðu og hreyfa sig
reglulega. Það er rík
tilhneiging til að
tengja milli þess að
vera grannur og heil-
brigður og feitur og
óheilbrigður. En svo
þarf alls ekki að vera.
Margir grannir eru í lélegu lík-
amlegu ásigkomulagi og svo er hægt
að vera feitur í góðu formi. Ég þekki
það af eigin reynslu að líða illa
vegna aukakílóa. Sú vanlíðan er
merkilegt nokk alveg óháð því hvort
ég sé í góðu formi eða ekki. Ástæðan
er margþætt en vafalífið hefur áhrif
að ég fell ekki að staðalímyndinni.
Ég geri þær óraunhæfu kröfur til
mín að vera eitthvað sem ég hvorki
get né vil vera. Staðalímyndin eða
viðmiðið um hver er of feitur eða
þybbinn dregur dám af því sem við-
urkennt er í fjölmiðlum og sam-
félaginu. Ég er ekki ein um að hafa
þessar áhyggjur því staðal-
ímyndirnar eru ákaflega fjarri raun-
veruleikanum. Sem dæmi þá eru
þrír milljarðar kvenna í heiminum
sem ekki líta út eins og súpermódel
en það eru bara 10 sem gera það.
Samt erum við að fást við viðmið
sem súpermódelin setja og í því fel-
ast holdafarsfordómar.
Sund fyrir sjálfstraustið
Besta ráðið sem ég þekki gegn
holdafarsfordómum og lélegu lík-
amlegu sjálfsmati er að stunda
sund. Fátt er betra fyrir sjálfs-
traustið en sund auk þess sem það
eykur víðsýni manns á mannslíkam-
anum nánast óendanlega. Það er því
ástæða til að fagna okkar góðu ís-
lensku sundlaugarmenningu. Við
lærum að líkamar okkar eru ótrú-
lega fjölbreyttir og engin er að
býsnast yfir því hvernig konan í
næstu sturtu lítur út. Þetta eigum
við að hafa í huga þegar við föllum í
gryfju dómhörkunnar gagnvart okk-
ur sjálfum, dæmum okkur sjálf fyrir
eigið holdafar, óháð orkunni og út-
haldinu sem við höfum hverju sinni.
Við megum þá muna að við dæmum
ekki aðra á sama hátt. Við metum
fólkið okkar, vini kunningja af öllu
öðru en kílóafjöldanum. Við metum
sem betur fer persónuleikann, fram-
komuna og útgeislunina. Í Biblíunni
segir „Elska skaltu náunga þinn
eins og sjálfan þig“. Ég vil bæta við:
,,og sjálfan þig eins og náungann!“
Njótum megrunarlausa dagsins
og veitum athygli því yndislega fólki
sem er allt í kringum okkur og upp-
fyllir ekki kröfur staðalímyndanna.
Látum ekki staðalímyndir koma í
veg fyrir að vera við sjálf.
Fögnum fjölbreytileika mannslíkamans
Björk Vilhelmsdóttir skrifar í
tilefni af megrunarlausa deg-
inum, sem er í dag
» Það er rík tilhneig-
ing til að tengja milli
þess að vera grannur og
heilbrigður og feitur og
óheilbrigður. En svo
þarf alls ekki að vera.
Björk Vilhelmsdóttir
Höfundur er félagsráðgjafi og borg-
arfulltrúi Samfylkingarinnar.
TILLÖGUR þær sem kynning
fer nú fram á í Salnum í Kópavogi
eru auðvitað talsvert
mismunandi og að
sjálfsögðu í þeim góð-
ir bjórar, en frá þeim
liggja þó þræðir sem
tvinnast saman að
einhverjum sameig-
inlegum punkti. Eitt-
hvað truflar mann og
gerir enga tillögu
beinlínis grípandi eða
heillandi. Þessi sam-
eiginlegi punktur eða
leiðarhnoða virðist
leiða mann helst að
einhverskonar hreyk-
istíl. Einskonar yfirkeyrður hreyk-
istíll einkennir allar tillögurnar og
gerir að verkum að húsin sem gerð
er tillaga að geta engan veginn
hvílt í sátt við umhverfið og húsin
sem fyrir eru. Engin samtvinnuð
heild myndast með þeim. Húsin
nýju æpa á meira rými og ýta við
þeim sem fyrir eru. Allur skali týn-
ist, húsin eru stærðarlega úr takt.
Að öðru leyti virkar stíll tillagna á
margan hátt ekki frumlegur, held-
ur í einskonar undarlegu samhengi
eða sambandi við önnur óperuhús í
nágrannalöndum.
Síst á þetta við um tillögu þá
sem ýtt hefur verið út af borðinu,
þar sýnir sneiðing að ekki er farið
upp fyrir Kópavogskirkju og virki-
lega er reynt að vinna með úti-
rýmið milli menningarhúsanna.
Haldið er upp á ásinn sem liggur
frá torginu milli bókasafns og tón-
listarhúss. Hann er
ótruflaður og Kópa-
vogskirkja hvílir þar á
þeim stalli sem hún á
skilið. Torgið á milli er
rýmra og byggingin
lægri.
Vandi teiknara er
mikill, því tónninn hef-
ur þegar verið sleginn
hvað varðar mörg at-
riði, svæðið, eða lista-
torgið, hefur nú þegar
yfirbragð agaðs glæsi-
leika, bæði hvað varð-
ar skala, útirými, form
og áferð. Samt er yfirbragð lista-
torgsins nútímalegt og frumlegt,
ögrandi hvað varðar ýmsa þætti
eins og línur og áferð. En fyrst og
fremst ákveðni og hugrekki. Tek-
ist hefur í senn að mynda þægi-
legt, spennandi og aðlaðandi um-
hverfi. En kannski vantar þarna
punktinn yfir i-ið, en hann verður
að lúta sömu öguðu sköpunargleð-
inni.
Aðalatriði er þó það að tillögur
þessar virða engan veginn þá hóg-
værð og kyrrlátu tign sem ein-
kennt hefur Kópavogskirkju sem
kennileiti á höfuðborgarsvæðinu.
Minnismerki um stórhug og bjart-
sýni ungs bæjarfélags á mótunar-
árum þess og þeirrar kynslóðar er
skóp það.
Það hlé sem nú verður á úr-
vinnslu tillagnanna á að nota vel
og helst að finna þessari byggingu
nýjan stað þar sem meira rými er
til þess að hún fái notið sín. Auð-
vitað er freistandi að hið nýja óp-
eruhús sé hluti af umhverfi lista-
torgsins en stærðarlega virðist
erfitt að svo sé.
Legg til við þau yfirvöld sem
fara með mál óperuhússins í Kópa-
vogi að þau endurskoði vel stað-
setningu hússins, t.d. út á hafn-
arsvæðinu á Kársnesi. Með slíkri
staðsetningu væri nýju kennileit
bætt í bæjarmynd Kópavogs í stað
þess að skyggja á það sem hefur
sómt sér vel í 50 ár.
Ó, ó, óperuhús
Valdimar Harðarson skrifar
hugleiðingu eftir skoðun á
þremur tillögum í samkeppni
um Óperuhús í Borgarholtinu í
Kópavogi.
Valdimar Harðarsson
» Aðalatriði er þó það
að tillögur þessar
virða engan veginn þá
hógværð og kyrrlátu
tign sem einkennt hefur
Kópavogskirkju sem
kennileiti á höfuðborg-
arsvæðinu.
Höfundur er landslagsarkitekt FÍLA.
OLÍUVERÐ er nú í hæstu hæð-
um og þegar þetta er ritað selst
tunnan á um 117 Bandaríkjadali.
Orsakasamhengið á bak við hátt
olíuverð er flókið en
aðalatriðið er að olían
er takmörkuð auðlind
og brennsla hennar
veldur mengun.
Bílar og önnur far-
artæki nota mikla
orku og menga gríð-
arlega. Að hluta er
ástæðan sú að eig-
endur ökutækja og
ökumenn bera ekki
byrðar í samræmi við
þá mengun sem þeir
valda né þann til-
kostnað sem hlýst af
bílaeign og sam-
göngum. Ofan í kaup-
ið er umhverfiskostn-
aður nánast ekki inni
í myndinni. Ástæðan
fyrir lágum kostnaði
bíleigenda er einkum
tvíþætt: Annars vegar
óbeinar samfélags-
legar niðurgreiðslur á
samgöngumann-
virkjum og vegakerfi.
Hins vegar er ytri
kostnaður vanmetinn,
óskilgreindur og/eða
ekki metinn til fulls.
Innri kostnaður
Samfélagslegur kostnaður sem
hlýst af flutningum á vörum og
fólki er að miklu leyti í hlutfalli við
eknar vegalengdir en kostnaður
ökumanna endurspeglar ekki þann
kostnað.
Tökum dæmi. Vegagerð og við-
hald samgöngumannvirkja er al-
mennt á kostnað allra skattgreið-
enda. Þessi kostnaður breytist
ekki hvort sem bíleigandi ekur
mikið eða lítið. Afleiðingin er sú að
með auknum akstri eykst sam-
félagslegur kostnaður.
Kostnaður við gerð og viðhald
bílastæða er mikill og iðulega er
engin gjaldtaka á bílastæðum hjá
fyrirtækjum og stofnunum. Þessi
staðreynd veitir einkabílum for-
skot á annan og umhverfisvænni
samgöngumáta. Almenn gjaldtaka
fyrir bílastæði gæti bæði dregið úr
eldsneytisnotkun og mengun. Jafn-
framt myndi draga úr útblæstri
gróðurhúsalofttegunda sem valda
hlýnun andrúmslofts. Einkavæðing
samgöngumannvirkja gæti verið
liður í því að nálgast raunkostnað
á hvern notanda samgöngu-
mannvirkja.
Ytri kostnaður og ytri þættir
Þeir sem að eigin vali aka um
götur og vegi bera því ekki kostn-
að í fullu samræmi við notkun sína
heldur eru það aðrir sem bera
kostnaðinn að talsverðum hluta.
Vegaslit af völdum flutningabíls
með tengivagn getur verið mörg
þúsund sinnum meira en fólksbíls.
Samfélagslegur kostn-
aður vegna umferð-
arslysa er í samhengi
við eknar vegalengdir.
Því lengra og því
meira sem ekið er, því
fleiri verða slysin og
aukinn kostnaður
hlýst af völdum slysa.
Þrátt fyrir að mann-
tjón, slys og eignatjón
sé greitt með iðgjöld-
um tryggingafélaga
og ætti þar af leiðandi
samkvæmt ísköldu
mati að koma nokkurn
veginn út á sléttu er
engu að síður ljóst
að samfélagslegur
kostnaður vegna um-
ferðarslysa er gríð-
armikill. Mörg tár
þorna aldrei og sum
ör hverfa ekki þó
þau geti gleymst.
Umferðaröngþveiti á
vanhönnuðu og löngu
sprungnu gatnakerfi
lengir þann tíma
sem tekur fólk að
komast á milli staða.
Þetta tímatap er
ekki metið til fjár.
Mengun vegna út-
blásturs og svifryks skaðar heilsu
bæði ökumanna, farþega og fólks
sem er í grennd við miklar um-
ferðaræðar.
Afleiðingar
Vanmat og reyndar rangt mat á
kostnaði við samgöngur og um-
ferðarmannvirki er afdrifaríkt.
Mannslífum er fórnað. Of mörg
ökutæki eru á götunum. Of langt
er ekið og of margar ferðir eru
farnar. Mikil orkusóun verður og
mengun frá ökutækjum og far-
artækjum er gegndarlaus. Al-
menningssamgöngur, hjólreiðar og
umferð gangandi er ekki meiri en
raun ber vitni m.a. vegna þess að
kostnaður við samgöngur er van-
metinn og bjagaður.
Kostnaður við landflæmi sem
fara undir umferðarmannvirki er
stórlega vanmetinn. Lágur flutn-
ingskostnaður stuðlar einnig að
dreifðri byggð og því að fólk vinn-
ur og verslar fjarri heimilum sín-
um. Og dreifðri byggð er dýrt að
þjóna með almenningssamgöngum.
Út frá umhverfissjónarmiði er
þessi þróun öfugþróun.
Umhverfiskostnað-
ur og samgöngur
Steinn Kárason fjallar
um samgöngumál
» Ökumenn
bera ekki
byrðar í sam-
ræmi við mengun
né þann til-
kostnað sem
hlýst af bílum og
samgöngum.
Umhverfiskostn-
aður er nánast
ekki inni í mynd-
inni.
Steinn Kárason
Höfundur kennir auðlindahagfræði
við háskólana á Bifröst og á Akureyri.
UM MIÐJAN apríl birtu fjöl-
miðlar viðtöl við votlendisfræðing-
inn William J. Mitsch.
Morgunblaðið hefur
eftir honum: „að öfl-
ugasta aðgerð sem
Íslendingar geta beitt
til að minnka magn
koldíoxiðs í loft-
hjúpnum sé að end-
urheimta votlendi“ og
„um leið mynduð þið
sjá aftur fuglana og
annað í lífríkinu sem
glataðist þegar svæð-
ið var ræst fram.“
Þessi staðreynd er
löngu þekkt á Íslandi.
Sl. sumar birti Viðskiptablaðið
ítarlega grein eftir Ólaf Teit
Guðnason. Þar er fjallað um árlega
losun koldíoxíðs úr framræstu
landi. Þar kemur fram að hér á
landi hafa verið þurkaðir um 4.000
ferkílómetrar af votendi sem losar
nú árlega um 7,2 milljónir tonna af
koldíoxíði. Að auki tapast árleg
kolefnisbinding þess votlendis, sem
var.
Langmestur hluti þessa eyði-
lagða votlendis var aldrei nýttur og
er enn óræktaður úthagi. Skurð-
irnir voru grafnir til þess eins að
eftir þeim gæti runnið fé úr rík-
issjóði.
Á snærum Guðs
Um 1.000 ferkíló-
metrar af þessu eyði-
lagða votlendi eru á
Suðurlandi. Þeir losa
árlega um 1,8 milljón
tonna af koldíoxíði.
Á Suðurlandi eru
náttúruverndarsamtök,
sem kalla sig Sól á
Suðurlandi. Þau hafa
það yfirlýsta markmið
að berjast gegn losun
á mengandi loftteg-
undum. Þau efndu m.a.
til samkomu í Fríkirkj-
unni í Reykjavík til að andmæla
vatnsinntaki fyrir virkjun neðst í
Þjórsá. Af því tilefni sagði aðstoð-
arprestur Fríkirkjunnar að Þjórsá
væri sköpun Guðs og kirkjunni
bæri að standa vörð um sköp-
unarverk Guðs. Keldusvínið er út-
dautt og þórshani nánast líka, flór-
goðinn er á sömu leið og lómurinn
fáséður. Því væri fróðlegt að
fregna frá presti hvort lífríkið, sem
nærir þessa fugla, sé ekkert á
snærum Guðs.
Hræsni
Venjulegur heimilisbíll losar um
4 tonn á ári af koldíoxíði. Sam-
kvæmt því losar framræst votlendi
Suðurlands árlega jafnt og 450
þúsund heimilisbílar. Það kostar
lítið að minnka þessa mengun um
mörg hundruð þúsund tonn á ári.
Vilji er allt sem þarf.
Þegar félagar í Sól á Suðurlandi
halda kirkjusamkomu til að vernda
lífríki og lofthjúp jarðar og stein-
þegja svo þar um mögulega end-
urheimt vistkerfis, sem eyðilagt
var í þeirra eigin heimabyggð, og
losar til himins 1,8 milljónir tonna
af kolefni á ári, þá finnst mér tal
þeirra um náttúruvernd vera
marklaus hræsni og þeim til
skammar.
Hræsni og Sól á Suðurlandi
Birgir Dýrfjörð skrifar
um losun koldíoxíðs
Birgir Dýrfjörð
» 1000 ferkílómetrar af
þessu eyðilagða vot-
lendi eru á Suðurlandi.
Þeir losa árlega um 1,8
milljónir tonna af kol-
díoxíði.
Höfundur er í flokksstjórn
Samfylkingarinnar.