Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● FJÁRMÁLAFYRIRTÆKIÐ Invik hagnaðist um 1,1 milljarð sænskra króna, um 14 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins, sem er 124% hækkun frá fyrra ári miðað við að félagið starfi á sama grund- velli (pro forma). Tekjur námu 535 milljónum og fjár- magnsliðir 1,9 milljörðum sænskra króna. Kostnaður nam 859 millj- ónum og jókst um 16%. Gengis- lækkun íslensku krónunnar gagnvart þeirri sænsku skilaði um 2 ma. sænskra króna. Eignir Invik námu 6,1 milljarði í lok mars og var eig- infjárhlutfall 18,2%. Invik er dótturfélag Milestone og eignaðist í ársbyrjun tryggingafélagið Sjóvá og fjárfestingarbankann Askar Capital. Invik eykur hagnaðinn          !  " #$ %&''( ? +( # #"$  ".+'+ 81( 9'+ 81( :; .1( '+ 81( ' . <  1( =(: #  8(2  ! >?  ! '+ 81( @ 8/ 9 1(  ! <    ! 1( 5 1( ABCD . #  9   (<1( E F# 1( G 1(  6 ?  % "#$  1( "( ?1( ". . ?" HF ". . ?A .+ #A& : 9  '+ 81( I+F9  >?  ! ?'+ 81( DJ1  1(  8. 1( EF # . 1( 6  . 1( " #$/ $4# -" K . F" # #K+ =9' ! 1( =#8  1( !"%#" $  * % ( () ( ( () ( )  () )()) (  ()) ( ( ( () ( ( )())  ())  ()) )( ()) ()  ( ( ()) ( )  )()) )()) ())                                             6  8. ! E <+ 0+! L @ 8 - -  --   %- - - - %% %%-  % - %  %   -  % - --        -%% % % %  % -%%-   $ $- $ $  $  $ $  %$ %$ %-$ $  $ $  -$ $ $ % %$ -$  $ $%  $ $% %$ $ $ $ $ $  $% $- $% %%$ %$  %-$ $ $% $ -$% $ $  $  $ $ $% $ $% $- $ -$ $ !   8. % %    %-    -    %   7 .     % % % % % % % % % % % % % % % -% % % % % % %  % %  % % -% % C5M@ C5M  $)) *)( *)(   C5M A9M $))   *)( +)(   7+HN+ D !O $ $  +)( +)(   E: 7"M $ $)  )() *)(   C5MB C5M $)) $  +( )()   ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA kauphallarinnar OMX I15 lækkaði um 3,2% í gær. Mest lækkuðu Exista og FL Group, um 4,9% og 4,7%, auk Bakkavarar sem lækkaði um 4,6%. Kauphall- arsjóðurinn ICEQ lækkaði um 5,5%. Eimskip hækkaði eitt vísitölufélaga og það um 5,9%. Vísitalan er 5.005 stig, 20,8% lægri en við áramót. Heildarvelta nam 27,2 milljörðum króna, þar af fyrir 5,4 milljarða með hlutabréf og 21,3 milljarða með skuldabréf. Langmest viðskipti voru með bréf Kaupþings, fyrir um 2,4 milljarða. Kaupþing lækkaði um 3,8% yfir daginn. Eimskip hækkaði eitt ● SÆNSKI Hand- elsbanken hefur lækkað verðmat sitt á Kaupþingi úr að „minnka“ í „selja“ eftir mikla gengishækkun undanfarið. Grein- endur Handelsbanken segjast ekki órólegir yfir Kaupþingi til skamms tíma en nú þegar vöxtur eigna í evr- um hefur staðnað mun enginn frek- ari vöxtur verða fyrr en Kaupþing hef- ur fundið fjármögnun til lengri tíma. Kaupþing heldur þó „augunum opnum“ fyrir samruna yfir land- steina, eftir því sem finnska við- skiptablaðið Kauppalehti hefur eftir Hreiðar Má Sigurðssyni, forstjóra. Lækka mat Kaupþings ● GREINING Glitnis spáir því að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína um 0,25 prósentustig, þannig að 22. maí nk. fari þeir í 15,75%. Bent er á að verðbólga í apríl hafi mælst 11,8% á ársgrunni og ekki verið hærri í tvo áratugi. Útlit sé fyrir að Seðlabankinn hafi vanmetið verð- bólgu á öðrum fjórðungi ársins um 1,5 til 2 prósentustig í þjóðhagsspá sinni. Telur Greining Glitnis að bank- inn hækki vextina til að veita verð- bólguvæntingum trausta kjölfestu og varna enn frekari hækkun verð- lags. Telja Glitnismenn að vaxta- lækkunarferlið hefjist síðan í haust. Hægt hafi á einkaneyslu, innflutn- ingur minnkað, kaupmáttur launa dregist saman og því skýr merki um kólnun í hagkerfinu. Spá vaxtahækkun GENGI hlutabréfa netþjónustufyrirtækisins Yahoo féll um 15% í gær í kjölfar þess að hugbúnaðarrisinn Micro- soft dró til baka yfirtökutilboð sitt í fyrirtækið. Verð- fallið svarar til 6,5 milljarða dala samdráttar í markaðs- virði og gengið er nú 27% lægra en tilboð Microsoft. Þegar úti var um samningaviðræðurnar lækkuðu miðlarar á Wall Street sumir hverjir mat sitt á Yahoo, en greinendum þykir nú ekki útilokað að Yahoo muni leita eftir samstarfi við keppinautinn Google. Viðmælendur Wall Street Journal í auglýsingageiranum segja nið- urstöðuna vonbrigði, „yfirráð Google haldi áfram.“ Óljósara er hvernig Microsoft geti aukið við veldi sitt. Hlutabréf Yahoo hrundu Yahoo Auglýsir við Times Square. Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is SKÖRP lækkun úrvalsvísitölunnar í gær skar sig úr vísitölum annarra markaða. Um tíma fór OMX I15 nið- ur fyrir fimm þúsund stigin í fyrsta sinn í rúmar fimm vikur. Greining- ardeild Kaupþings segir í Hálffimm- fréttum sínum að engar sýnilegar ástæður skýri þessa miklu lækkun, því erlendir hlutabréfamarkaðir hafi verið fremur stöðugir. Vísbendingar um stefnubreytingu í jákvæða átt erlendis virðast ekki hafa skilað sér til Íslands, að minnsta kosti ekki í gær, en vísitalan hefur nú lækkað fjóra viðskiptadaga í röð. Kaupþingsmenn benda á að vera kunni að fjárfestar hafi beðið með að selja þar til fyrstu ársfjórðungsupp- gjörin lægju fyrir. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans er lækkunin þó að einhverju leyti rakin til lækkunar á evrópskum mörkuðum í kjölfar þess að Microsoft hætti við yfirtöku á Yahoo. Þeir markaðir sneru hins vegar við um miðjan dag. Fjármálafélög leiddu lækkun Exista, FL Group og Bakkavör lækkuðu um 4,6-4,9% en Kaupþing, Landsbankinn og SPRON lækkuðu um 3,7-3,8%. Í eðli fjárfestingafélaga eins og Existu og FL liggur að sveifl- ur þeirra eru ýktari en annarra, en þó í takt við stefnu markaðarins. Á þessum annars neikvæða degi var Eimskip hins vegar eitt á báti, félagið hækkaði um 5,9% með rykk þegar liðið var á daginn, um klukku- stund fyrir lokun. Ekki náðist í tals- menn félagsins þegar leitað var skýringar á þessari skörpu hækkun. Brostnir samrunar og olíuverð Utan Yahoo og Microsoft olli eink- um tvennt lækkunum vestanhafs. Líkt og hjá tölvurisunum lækkaði lánasjóðurinn Countrywide um 10% vegna getgátna um að Bank of Am- erica kynni að lækka kauptilboð sitt í félagið eða jafnvel hætta við alfarið. Þá sló verðið á olíufati met, yfir 120 dali, sem rakið er til óeirða og framleiðsluvanda í Nígeríu. Litlar skýringar á lækkun  Greiningardeildir benda á bið eftir ársfjórðungsuppgjörum og lækkanir erlendis  Niðurstaða Yahoo og Microsoft og nýtt olíuverðmet draga niður markaði Í HNOTSKURN »Breskir bankar voru lokaðir ígær og því bárust engin tíð- indi af skuldatryggingarálagi bankanna, sem hefur farið lækk- andi undanfarnar vikur. »Útlit er fyrir að sex félögverði skráð úr kauphöllinni á árinu. Verði SPRON afskráð, í kjölfar mögulegrar sameiningar við Kaupþing, verða 20 félög í kauphöllinni. Félögin voru flest 75, árin 1999 og 2000. »Marel, Landsbankinn, 365,Glitnir, Föroya Banki og FL Group birta uppgjör í vikunni. SUND ehf. er ekki lengur hluthafi í Northern Travel Holding (NTH), sem m.a. er eignarhaldsfélag flug- félaganna Sterling og Iceland Ex- press. Að sögn Jóns Kristjánssonar, stjórnarformanns, var 22% hlutur Sunds seldur í lok síðasta árs. Þorsteinn Örn Guðmundsson, for- stjóri NTH, staðfesti við Morgun- blaðið að hlutur Sunds væri nú í eigu NTH. Aðrir hluthafar eru Fons hf. með 44% og FL Group með 34%. Danska viðskiptablaðið Börsen hafði í gær eftir ónefndum heimilda- manni að Sund og Fons hygðust selja hlut sinn í NTH. Ljóst er að Sund er ekki „á útleið“ og Pálmi Haraldsson í Fons hafnar því alfarið að sala sé á dagskrá. „Blaðamaður Börsen hringdi í mig og ég neitaði þrisvar þegar hann spurði mig aftur og aftur hvort ég ætlaði að selja hlutinn í Sterling og hvort ég ætlaði að selja hlutinn í Northern Travel Holding,“ segir Pálmi, pirraður út í danska blaða- menn. Börsen hefur eftir Pálma að sala hafi aldrei verið rædd í stjórn- inni, en fyrirsögn fréttarinnar er engu að síður „Eigendur Sterling leitast við að losna“. Enginn samruni í bígerð nú Pálmi segir þó að að sjálfsögðu sé ekkert útilokað um hvað gerist með félögin í framtíðinni. Eins og í við- skiptum almennt sé eðlilegt að hafa augun opin. Þorsteinn Örn Guðmundsson tek- ur undir orð Pálma. Um þessar mundir sé NTH ekki að vinna að neinum samruna, en almennt megi eiga von á frekari samþjöppun á markaði lágfargjaldaflugfélaga. Sund er ekki hluthafi í NTH Flugfélög Misskilningur virðist ríkja um eignarhald Sterling í Danmörku. Pálmi í Fons vísar fréttinni af sölu á bug STJÓRN Icelandic Group hefur nýtt sér heimild af nýlegum aðal- fundi og óskað eftir afskráningu fé- lagsins úr kauphöll Íslands. Í fram- haldi hafa bréf félagsins verið færð á athugunarlista. Enn bætist því í hóp þeirra fyrirtækja sem eru á leiðinni út úr kauphöllinni. Í síðustu viku óskuðu tvö félög eftir afskrán- ingu: FL Group og Flaga. Skipti eru sem kunnugt er á sömu leið, eftir stutta viðveru í kauphöll, eftir yf- irtöku Exista. Vinnslustöðin verður svo afskráð í nóvember nk. Icelandic skráð af markaði ● BRESKA blaðið Guardian segir Baug hafa selt tískuvörukeðjuna MK One fyrir eitt pund til fjármálafyr- irtækisins Hilco. Gunnar Sigurðs- son, forstjóri Baugs, staðfesti söl- una við Morgunblaðið í síðustu viku en sagði verðið trúnaðarmál. Ekki náðist í Gunnar í gær vegna þessa, en Baugur keypti MK One fyrir 55 milljónir punda árið 2004. Einnig segir í frétt Guardian að Baugur tilkynni í vikunni áform um áframhaldandi vinnu að 40,2 millj- óna punda tilboði í Moss Bros. MK One á eitt pund?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.