Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÝLEGA birti Vísinda- og tækni- ráð auglýsingar um „Markáætlun á sviði vísinda og tækni 2009 til 2015.“ Það má segja þessari áætlun til hróss að þetta er í fyrsta skipti sem kynntir eru styrkir til vísinda- og tæknirann- sókna á Íslandi sem gætu haft veruleg áhrif, því aldrei áður hafa staðið til boða styrkir sem eru nógu stórir til að leyfa öfluga uppbyggingu rann- sóknahópa og -setra og gætu þannig haft var- anleg áhrif á þróun rannsókna. Það er því reiðarslag fyrir flestallt vísindafólk landsins að lesa lýsingarnar á þeim skilyrðum sem þarf að uppfylla til að eiga kost á styrkjum í þessari áætlun og á hvaða sviðum ráðið sér „sérstök tækifæri“ í þessu efni. Í tækifærunum sem lýst er vantar nefnilega ýmislegt sem illa má vanta á slíkan lista. Til dæmis virðist ráðið ekki sjá nein tækifæri í raunvísind- um, verkfræði, hugvísindum (um- fram íslenska menningararfinn) og í upplýsingatækni (nema sem þjón- ustu við afþreyingariðnað). Ekki er heldur að sjá að félagsvísindi eigi upp á pallborðið hjá ráðinu, nema á mjög þröngum sviðum. Það sem er þó ef til vill verst í þessum tillögum er hin skilyrðis- lausa krafa um samstarf við fyrir- tæki. Það er sérkennilegt að Vís- inda- og tækniráð, sem á að efla vísindarannsóknir, vísindamenntun og tækniþróun í landinu, skuli gera slíka kröfu, sem augljóst er að úti- lokar öll grunnvísindi, og einnig margar hagnýtar greinar vísinda. Hvers konar fyrirtæki sér ráðið til dæmis fyrir sér að þeir starfi með sem hyggja á „rannsóknir í menntun og kennslu“, sem er þó eitt af tæki- færunum sem ráðið sér? Ef eitthvað áhugavert skyldi koma út úr slíkum rannsóknum, sem gæti þróað menntakerfið „svo að það standi bet- ur undir sívaxandi kröfum um þekkingu, virkni, sköpunarkraft, frumkvæði og sveigj- anleika,“ af hverju þyrfti þá fyrirtæki til að koma slíkum bótum í kring? Og með hvers konar fyrirtækjum ættu þeir að starfa sem stunda rannsóknir á handrita- og bókmenningu? Af hverju ætti Vísinda- og tækniráð að vilja blanda fyrirtækjum í slíkar rannsóknir? Er það vegna þeirrar „áherslu sem nú er lögð á útrás og alþjóðlega ímynd landsins?“ Finnst Vísinda- og tækniráði tilgangslítið að stunda rannsóknir á menningar- arfi þjóðarinnar nema þær sé hægt að nota í útrás einhverra fyrirtækja? Það bætir ekki úr skák að meðferð umsókna um þá styrki sem auglýstir eru verður með sama hætti og ein- kennt hefur starf Rannsóknasjóðs, og sætt hefur stöðugri gagnrýni vís- indafólks í landinu. Í fyrstu umferð, þar sem 10 hugmyndir verða valdar sem komast áfram í samkeppninni, verða hugmyndirnar metnar af ís- lenskum starfshópi. Þótt erlendir aðilar verði fengnir til að gefa um- sagnir um þær umsóknir sem kom- ast í úrslit munu þeir þó ekki bera saman ólíkar umsóknir, heldur verð- ur endanlegt val líka í höndum inn- lends starfshóps og að lokum í hönd- um Vísinda- og tækniráðs. Eins og margoft hefur verið bent á er á flestum sviðum vísinda nánast ógerlegt að finna íslenska aðila sem eru faglega hæfir til að meta um- sóknir og ekki samtímis vanhæfir vegna kunningsskapar eða annarra tengsla. Því er yfirvofandi sú hætta að valið á hugmyndum sem komast í úrslit í samkeppninni, sem og end- anlegt val á styrkþegum, verði gert á öðrum grundvelli en hlutlausu, faglegu mati. Það kann ekki góðri lukku að stýra í uppbyggingu vís- inda- og tæknirannsókna. Þessi svokallaða Markáætlun Vís- inda- og tækniráðs er ekki vel til þess fallin að laða fram bestu kraft- ana í íslensku vísinda- og tækni- samfélagi. Því skora ég á Vísinda- og tækni- ráð að vísa ekki frá neinum hug- myndum á grundvelli þess að þær falli ekki innan þess þrönga ramma sem settur hefur verið í auglýsing- unum, né heldur vegna þess að þær snúist ekki um samstarf við fyrir- tæki. Helst ætti ráðið að birta nýja auglýsingu þess efnis að óskað sé eftir umsóknum af öllum sviðum vís- inda- og tæknirannsókna og að ákvarðanir um styrki verði eingöngu byggðar á gæðum þeirra vísinda- manna sem sækja um og hugmynda þeirra. Opið bréf til Vísinda- og tækniráðs Einar Steingrímsson er ósáttur við auglýsingar um „Markáætl- un á sviði vísinda og tækni“ » Vísinda- og tækniráð virðist ekki sjá nein tækifæri á sviði raunvís- inda og verkfræði, og af- ar fá í hugvísindum, fé- lagsvísindum og upplýsingatækni. Einar Steingrímsson Höfundur er prófessor í stærðfræði við Háskólann í Reykjavík. UNDARLEGT dekur íslenskra stjórnvalda við herbandalagið Nató og hluttaka í misgjörðum þess sést oft réttlætt með því að úr því við séum þarna á annað borð þurfum við að sitja þar með fullri reisn. En hvers vegna erum við yfirleitt þarna? Fyrir sex áratugum hófst útrás banda- rískra hernaðarverk- taka til Evrópu og fleiri heimshluta. Það var ekki af neinni fúl- mennsku heldur brýnni fjármálanauðsyn. Upp- grip þeirra og þensla hafði verið mikil í heimsstyrjöldinni í fimm ár. Nú var stríðinu lokið og framleiðslan dróst saman. Það þurfti að finna nýja stríðshættu til að koma framleiðslunni aftur í gang. Þá fundu athafnamenn upp Rússagrýluna. Hernaðarverktakar hafa jafnan sterk ítök hjá bandarískum stjórn- völdum rétt einsog álverktakar hjá okkur. Það var líka auðvelt að fá hrekklaust fólk til að trúa grýlusög- unum. Og hjólin tóku að snúast aftur sem aldrei fyrr. Bandarískur al- menningur borgaði brúsann. Hin klunnalegu sovésku stjórn- völd lögðu grýlusmiðum sannarlega næg áróðursgögn upp í hendurnar. Samt var hin sovéska ógn álíka inn- antóm og þau gereyðingarvopn sem áttu að réttlæta innrásina í Írak fyrir fimm árum. Þeir fullvita menn sem ekki skildu það áður hljóta eftir fall Sovétríkjanna að hafa gert sér ljóst að af þeim stafaði aldrei nein hern- aðarógn utan þess svæðis sem þeim hafði verið úthlutað í stríðslokin. Ekki af því sovésk stjórnvöld væru nein gæðablóð, öðru nær, heldur af því þau höfðu ekkert bolmagn til að ráðast gegn vesturveldunum, jafnvel þótt þau hefðu viljað. Þau höfðu ekki einu sinni afl til að halda leppríkjum sínum í Evrópu nema fjóra áratugi í skefjum og tókst með herkjum að bæla niður uppreisn í Ungverja- landi 1956 og Tékklandi 1968. Og í eina skiptið sem elliærir ráðamenn þeirra álpuðust til að ráðast útfyrir landa- mæri sín, nefnilega inn í Afganistan 1979, varð það til þess eins að flýta fyrir hruni þeirra. Allt þetta hljóta bandarísk- ar leyniþjónustur að hafa vitað; annars væru þær ekki starfi sínu vaxnar. En oft getur þótt hagkvæm- ara að láta satt kyrrt liggja. Íslenskir athafnamenn sáu sér brátt hag í því að fá hingað aftur bandarískt herlið. Þeir höfðu komist á spenann í stríðinu. Margir stjórn- málamenn trúðu auk þess í einlægni á Rússagrýluna. Segja má líka að við höfum ekki beðið neinn beinan skaða af veru okkar í Nató, þökk sé andófi hernaðarandstæðinga. Bandalagið reyndi að vísu að þvælast fyrir okkur í landhelgismálinu fyrst í stað en lét svo af því. Varnarþörfin var á hinn bóginn aldrei nein, en ýmis fyrirtæki komust á laggirnar og sér þess glögg merki enn í dag. Rangt væri því að segja að hersetan hefði verið til einskis. Það er skiljanlegt að ýmsar þjóðir Austur-Evrópu vilji tengjast varn- arsambandi við Vestur-Evrópu hvort sem það heitir Nató eða eitthvað annað. Þær eru svo nálægar rúss- neska birninum og hafa svo lengi haft hann yfir sér, sumar reyndar langt aftur í aldir. Þeim er eðlilegt að vera á varðbergi ef stórveldinu skyldi vaxa fiskur um hrygg og vilja fara að huga að sögulegum auðlinda- rétti. Á hinn bóginn er bágt að sjá hvaða nauður rekur Íslendinga til að hanga enn utan í Nató. Yfirvarpið, Rússa- grýlan, þykir ekki lengur gjaldgeng þótt stundum sé enn reynt að púa lífi í líkið. Umsvif hersins eru úr sög- unni, en þau voru eina vitræna ástæðan fyrir veru hans hér þótt þau gögnuðust nær einvörðungu verk- tökum. Nató berst nú fyrir til- verurétti sínum og er farið að skipta sér af átökum í öðrum heimshlutum þar sem það gerir einungis illt verra einsog oftast er um erlenda íhlutun. Það hefur alltaf verið til skammar að binda trúss sitt við bandalag sem þrífst öðru fremur á hergagnafram- leiðslu. Nær væri að snúa sér að bráðnauðsynlegri eflingu lögreglu og landhelgisgæslu heldur en sóa fé í að búa til einhverjar sýndarþarfir í her- vörnum. En kannski eru hér nýir verktakar á ferðinni. Það er víst til lítils að ætla í einu vetfangi að svipta burt blekking- arhulu sem fólk hefur alist upp við frá blautu barnsbeini. En samvisku sinnar vegna er ekki rétt að þegja um það sem sannast sýnist. Til hvers er Nató? Árni Björnsson »… bágt að sjá hvaða nauður rekur Ís- lendinga til að hanga enn utan í Nató. Yf- irvarpið, Rússagrýlan, þykir ekki lengur gjald- geng þótt stundum sé enn reynt að púa lífi í líkið. Árni Björnsson menningarsagnfræðingur Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is EFTIR fjármálaóráðsíu í nokkur ár þar sem bankamógúlar íslensku fjár- málafyrirtækj- anna hafa sól- undað fjármunum í fjárhættuspili verðbréfa og ofur- hlutafjárbrask er komið að kross- götum. Heyrst hefur neyðaróp frá bankamógúl þar sem hann fer fram á að íslenska þjóðin leggi fram fjármuni til að við- halda því sukki sem átt hefur sér stað í íslenskum fjármálaheimi. Með of- urlaunum til handa þeim sem staðið hafa fyrir óráðsíunni á undanförnum árum þar sem laun mógúlanna voru allt að hundraðföld laun hins almenna launþega er nú hrópað að almenn- ingur eigi að hlaupa undir bagga og viðhalda óréttlætinu. Mógúlarnir telja sig ekki hafa gert neitt rangt, þeir bara reyndu að græða peninga. Þar sem viðskiptin voru með pappíra á ímynduðu verði. Verði á pappírum sem mógúlarnir upphugsuðu til að sýnast stórir karlar en aldrei voru nein verðmæti á bak við. Þegar skýjaborgin riðar til falls er farið fram á það við almenning að þeir litlu fjármunir sem liggja hjá hverj- um og einum Íslendingi verði lagðir í sjóð til að bjarga andlitum og smán mógúlanna fyrir skefjalausan fjár- austur í pappíra sem aldrei voru nein verðmæti á bak við heldur hugarórar stórhuga fjármálaspekúlanta. Er ekki kominn tími til þess að mó- gúlarnir endurgreiði oftekin laun á undanförnum árum því launabónus- inn sem greiddur var reyndist vera greiddur fyrir sjónhverfingar í ætt við söguna um Nýju fötin keisarans. Mógúlarnir standa nú berstrípaðir fyrir framan alþjóð og beiðast ásjár almennings. Ekki hefur það hvarflað að þessum herrum að skila illa fengnu fé og reyna að lægja með því öldur ósættis í íslensku þjóðfélagi. Þeir vilja halda í sitt fé en ætlast til að aðrir greiði tap- ið á braski þeirra. Ekki er að heyra á málflutningi mógúlanna að þeir hafi gert neitt rangt. Þeir gerðu tilraun til að verða ríkir með misheiðarlegum hætti. Þeir hugleiddu það aldrei að gróði eins er tap annars og ekkert verður til af engu. Hinn ímyndaði gróði þeirra var tekinn af öðrum aðilum sem sumir sáu á eftir sparifé sínu. Nú hafa aðrir fjármálaspekúlantar (erlendir) með ofursjóði sparkað í ís- lenska fjármálamógúla svo hressilega að fjármál bankanna riða til falls verði ekki gripið til neyðarúrræða og sukkið fjármagnað af almenningi. Almenningur krefst þess að óráð- síufjármagninu sem sólundað var á undanförnum árum sem launabónus eða ofurlaun til mógúla bankanna og fjármálafyrirtækja verði skilað áður en hugleitt verði að rétta litla fingur til að losa þessi fyrirtæki við þá smán sem þau hafa leitt yfir íslenskt sam- félag. KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, fv. skipstjóri. Neyðaróp úr bankahvelfingu Frá Kristjáni Guðmundssyni Kristján Guðmundsson EKKI veit ég hvers vegna mér dettur Bjartur í Sumarhúsum í hug þegar ég heyri talað um vörubíl- stjóra þessar vikurnar. Ég veit lítið um hagi þeirra og hvernig þeir hafa rekist út í aðgerðir síðustu daga, en maður getur látið hugann reika. Hugsum okkur duglegan mann sem vill verða eigin herra. Dag nokkurn þegar hann labbar um götur Reykjavíkur þar sem umhverfið er allt útatað í „góðum Glitn- ispunktum“ eða viðlíka boðskap frá hinum bönkunum, dettur honum í hug að fara til bankastjórans, fá lán fyrir stórum vörubíl og verða nú loksins sjálfstæður. Honum er vel tekið, lítið mál að fá lán fyrir bíl, auðvitað í gjaldeyri, því krónan er ónýtur gjaldmiðill o. s. frv. Á nýja bílnum fer hann svo til stórfyr- irtækis sem þarf á þungaflutningi að halda og hann semur um fast verð á hverja einingu til fjögurra ára. Síðan fer hann að keyra. Hann keyrir í heilt ár og unir glaður við sitt. Tekjur hans hrökkva fyrir af- borgunum af bílnum og öðrum rekstri og hann á sæmilegan af- gang sem dugar til viðurværis fjöl- skyldunnar. En þá dynur ógæfan yfir. Olían hækkar og gengið fellur. Tekjurnar hætta að duga fyrir rekstri bílsins. Hann fer til stórfyrirtækisins og biður um endurskoðun á verðinu sem hann samdi um, en fær heldur kaldar kveðjur. Skrifaði hann ekki undir samning? Afborgarnirnar hafa líka hækkað með falli krón- unnar og nú ná endar ekki lengur saman, hann hefur ekki einu sinni tekjur sem duga til að reka bílinn, hvað þá fyrir lífsviðurværi. Stórfyr- irtækið er hins vegar í góðum mál- um, það fær flutninginn á nið- ursettu verði. Bankinn græðir líka, dráttarvextir fara að safnast á lán- ið. Á endanum eignast bankinn kanski bílinn og getur leigt hann stórfyrirtækinu, enda ekki ólíklegt að eigandi bankans og fyrir- tækisins sé sá sami ef grannt er skoðað. Hverjum á að kenna um ófarir bílstjórans? Ekki veit ég það, lík- lega verður hver að dæma fyrir sig. Ég veit hins vegar hvernig fór fyrir Bjarti í Sumarhúsum, það stendur í bókinni Sjálfstætt fólk, sem ætti að vera öllum Íslendingum skyldu- lesning á þessum síðustu tímum. HALLGRÍMUR MAGNÚSSON, áhugamaður um vörubílaakstur Grundarstíg 17, 101 Reykjavík Sjálfstætt fólk? Frá Hallgrími Magnússyni SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 563 5600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.