Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 39 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is SVERÐAGLAMUR, hringabrynjur, víkingahjálmar, Þór, Óðinn og allir hinir ... já, færeyska þungarokks- sveitin Týr fer alla leið og vel það með hið svokallaða víkingarokk og hefur uppskorið samkvæmt því. Líkt og þegar Fenrisúlfur var óbundinn, líkt og hrikalegir hrímþursar sem ráfa frjálsir um Niflheima, líkt og Mjölnir, hamar Þórs, í sínum ægileg- asta ham hefur Týr sett sitt mark á þennan furðu vinsæla og ört vaxandi undirgeira þungarokksins. Og enn hafa þeir ekki þurft að láta hönd sína í þeim barningi, eins og stríðsguðinn sem þeir eru nefndir eftir. Færeyska bylgjan Það var Týr sem hratt af stað fær- eysku bylgjunni svokölluðu sem skall á ströndum Íslands árið 2002. Guðni Már Henningsson, hinn geðþekki út- varpssmaður Rásar 2, spilaði lagið „Ormurin langi“ í hengla það árið, en það er tekið af fyrstu breiðskífu sveitarinnar, How Far to Asgaard sem kom út í janúar sama ár. Platan seldist í þúsundum eintaka hér á landi, sem verður að teljast ótrúleg- ur árangur, og í framhaldinu heim- sóttu Týr og fleiri færeyskir tónlist- armenn landið. Íslendingar tóku nú mikla færeyska sótt og í kjölfarið opnaðist landið svo um munar fyrir tónlistarlífi náfrændanna, gleðileg þróun sem m.a. gerði Eivöru Páls- dóttur kleift að hasla sér völl hér- lendis sem hún gerði svo um munaði. Týsliðar eru í dag, ásamt Eivöru, þekktustu tónlistarmenn Færeyja á heimsvísu. Týr hefur náð undraverð- um árangri í þeim geira sem þeir vinna innan, en hann má rekja til ein- beittrar, nánast þrjóskukenndrar listrænnar sýnar en auk þess hefur sveitin tónlistina með sér, en gæði hennar hafa aukist með hverri út- gáfu. Samfléttun færeyska tónlistar- arfsins við dramatískt þungarokkið veitir þá sveitinni nokkra sérstöðu, eitthvað sem veitir ekki af í harðri samkeppni víkingarokkaranna, sem kljúfa hver annan í herðar niður slaki menn eitt augnablik á. Arfur How Far to Asgaard gaf síst til kynna að árangurinn ætti eftir að verða sem skyldi, í heildina er inni- haldið frekar ófrumleg blanda af Metallica, Sepultura og Black Sab- bath (með dassi af Jethro Tull). Plat- an líður þá fyrir veikan hljóm. Öllu þessu var þó kippt í lag á næstu plötu, Eric the Red (2003). Laga- smíðar betri og margslungnari og hljómur þykkur og kröftugur. Ráin var svo hækkuð enn frekar á Ragna- rök (2006), en sú plata vakti verð- skuldaða athygli á sveitinni í hinum alþjóðlega þungarokksheimi. Greinaskrif urðu tíðari í stærri miðl- um, tónleikaferðir urðu lengri og tóku yfir fleiri lönd og Tý var skipað á bekk með fremstu víkinga- og „pagan“-rokk sveitum heims, sveit- um eins og Ensiferum, Eluveitie og Amon Amarth. Og nú hefur verið til- kynnt um næsta strandhögg en það verður í líki plötunnar Land, sem kemur út 30 maí. Á henni vinnur Týr af meiri krafti en áður með þjóð- ararfinn og kippir meira að segja fleiri löndum inn. Á síðustu plötu var eitt lag, „Tor- steins kvæði“ sungið á færeysku en restin var á ensku. Nú verður eingöngu um að ræða þjóðlög, sem hafa verið verkuð með bárujárni og koma þau frá Fær- eyjum en einnig frá Íslandi og Nor- egi. Týr nemur land að nýju  Færeyska þungarokkssveitin Týr gefur út fjórðu breiðskífu sína í enda mán- aðarins  Þjóðlagatónlist heimalandsins fær enn meiri vigt en áður Skál! Týr fagnar væntanlegri plötu að víkingasið. Á henni verða þjóðlög sem hafa verið verkuð með bárujárni. eeeee -S.M.E., Mannlíf eeee - S.S. , X-ið FM 9.77 - V.J.V., TOPP5.IS/FBL “Tryllingslegt hnefahögg í andlitið!” - S.V., MBL - K.H.G., DV bíóDAGARREGNBOGINN11.-30. APRÍL GRÆNA ljóssiNs SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI FRÁBÆR SPENNUTRYLLIR MEÐ JESSICU ALBA OG HAYDEN CHRISTENSEN Í AÐALHLUTVERKUM. Á HVERJU ÁRI VAKNAR EINN AF HVERJUM 700 Á MEÐAN Á SKURÐAÐGERÐ STENDUR. ÞEGAR ÞAU PLÖNUÐU AÐ DREPA EIGINMANN HENNAR ÞÁ GRUNAÐI ÞAU EKKI AÐ HANN YRÐI EINN AF ÞESSUM 700 SEM VÆRU MEÐ FULLA MEÐVITUND! eee - 24 stundir Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á LANG VINSÆLASTA MYND ÁRSINS! 50.000 MANNS! SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI - S.V., MBL eee www.laugarasbio.is Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum -bara lúxus Sími 553 2075 10:30 eeee - V.J.V., Topp5.is/FBL Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:30 Sýnd kl. 8 og 10:15 Sýnd kl. 2, 4 og 6 m/ísl. tali VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! eeee “Ein besta gamanmynd ársins” - V.J.V., Topp5.is/FBL -S.V., MBL eeee - 24 stundir 2 VIKUR Á TOPPNUM! Made of Honour kl. 5:45 - 8 - 10:15 Street Kings kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára Awake kl. 10 B.i. 16 ára 21 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Brúðguminn íslenskur texti kl. 6 - 8 B.i. 7 ára - H.J., MBL eeeeVe rð aðeins 550 kr. Sýnd kl. 6Sýnd kl. 6 m/ísl. tali „ATH SÉRSTAKT LEYNIATRIÐI ER AÐ MYND LOKINNI (EFTIR LEIKARA/CREDIT LISTANUM)“ Sýnd kl. 8 og 10:15 SÝND Í REGNBOGANUM Stærsta kvikmyndahús landsins 03.05.2008 9 13 14 15 23 8 7 0 2 3 9 6 3 7 8 26 30.04.2008 5 6 12 20 21 36 3215 23 www.sjofnhar.is Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.