Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
HVAÐ er Siv Friðleifsdóttir,
þingflokksformaður Framsókn-
arflokksins, alltaf að tönglast á að
landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins hafi
samþykkt að einka-
væða heilbrigðisþjón-
ustuna? Síðast í Silfri
Egils á sunnudaginn,
margítrekað.
Þetta er einfald-
lega útúrsnúningur
og þessi makalausa
síbylja Sivjar er satt
að segja nokkuð
þreytandi, ekki síst
þar sem vitað er að
hún er vísvítandi að
reyna að blekkja al-
menning með slíkum
málflutningi.
Hvorki í lands-
fundarályktun Sjálf-
stæðisflokksins um
velferðarmál, né í
stjórnmálaályktun
flokksins má finna
tilvísun í að Sjálf-
stæðisflokkurinn vilji
einkavæða heilbrigð-
iskerfið.
Í landsfund-
arályktun Sjálfstæð-
isflokksins um vel-
ferðarmál er m.a.
talað um „fjölbreytt
rekstrarform“, að „heilbrigð-
isþjónusta sé að mestu greidd úr
sameiginlegum sjóðum“; að „fjár-
veitingar séu í samræmi við þarf-
ir, umfang og eðli þjónustunnar á
hverjum tíma“; að „sjálfstæðum
aðilum verði í auknum mæli gefið
færi á að taka að sér verkefni á
sviði heilbrigðis- og velferðarþjón-
ustu og að kostir einstaklings-
framtaks verði nýttir á þessu
sviði“.
Þetta hljómar illa við hug-
myndir um einkavæðingu heil-
brigðisþjónustunnar, í þeirri
merkingu sem hugtakið hefur ver-
ið skilið, þ.e. að bæði rekstur og
fjármögnun hennar yrði á höndum
einkaaðila, yfirleitt með stór-
auknum kostnaði fyrir sjúklinga.
Um það eru ekki hugmyndir uppi
í okkar samfélagi og Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur ekki ályktað í
þá veru.
Siv teygir sig hins
vegar heldur langt því
hún telur sig senni-
lega fá festu í mál-
flutning sinn í ályktun
Sjálfstæðisflokksins
um iðnaðarmál en þar
er fjallað um að einka-
væðing ríkisfyrirtækja
hafi leyst úr læðingi
mikla krafta sem hafi
verið til auðnu fyrir
alla þjóðina. Þar er
m.a. rætt um hve ný-
sköpun og þróun-
arstarf á vegum
einkaaðila hafi skilað
miklum árangri og í
því skyni hvatt til
frekari aðkomu einka-
aðila á sviði mennta-,
heilbrigðis- og orku-
mála. Með tilvísun í
ályktun flokksins um
velferðarmál er skýrt
að einkavæðing heil-
brigðisþjónustunnar í
þeim skilningi sem að
framan er lýst er hins
vegar ekki á döfinni.
Siv getur því andað
rólega og næst þegar
hún tekur upp þennan málflutning
má öllum vera ljóst að hennar eini
tilgangur er að afvegaleiða um-
ræðuna. Svo virðist reyndar vera
sem þingmenn Framsóknarflokks-
ins telji sig helst ná árangri í mál-
flutningi sínum með því að stunda
slíkan útúrsnúning og hálfsann-
leik, þess eru nokkur dæmi upp á
síðkastið, en slíkur leikur er ekki
farsæll neinum stjórnmálamanni
til lengri tíma.
Siv með
útúrsnúning
Ásta Möller gerir athugasemd-
ir við málflutning Sivjar Frið-
leifsdóttur
Ásta Möller
»Hvergi í
landsfund-
arályktun um
velferðarmál, né
í stjórnmála-
ályktun má
finna tilvísun í
að Sjálfstæð-
isflokkurinn vilji
einkavæða heil-
brigðiskerfið.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins og formaður heilbrigð-
isnefndar Alþingis.
ÞAÐ MÁ með sanni segja að
það hafi verið gaman að fylgjast
með leikritinu sem
Bæjarmálafélag Bol-
ungarvíkur setti á
fjalirnar á dögunum
enda þarf það ekki að
koma á óvart þar sem
til voru kallaðir at-
vinnumenn úr leik-
arastétt sem tóku
virkan þátt í upp-
færslunni. Ekkert var
til sparað til að
tryggja kastljós fjöl-
miðla á leiksviðið á
meðan Bolungarvík
var í sárum. Allir
fengu frítt inn. Meðan athygl-
isþörfin réð ríkjum leið hinn al-
menni borgari fyrir ástandið.
Úr dagbókinni
Ég varð 32 ára mánudaginn 21.
apríl síðastliðinn. Ég bjóst við að
eiga notalega kvöldstund í faðmi
fjölskyldunnar en símtöl og sms-
skilaboð frá Grími Atlasyni bæj-
arstjóra rufu friðinn. Skilaboðin
voru þess eðlis að það var ljóst að
hlutirnir voru ekki eins og þeir
áttu að vera. Áður en afmælisdag-
urinn var á enda runninn voru
leiktjöldin dregin frá með hvelli –
meirihlutinn var sprunginn!
Það kom mér spánskt fyrir
sjónir þegar bæði Soffía Vagns-
dóttir oddviti K-listans og Grímur
Atlason fráfarandi bæjarstjóri létu
hafa það eftir sér í fjölmiðlum að
þeim hafi komið meirihlutaslit A-
og K- lista í Bolungarvík á óvart.
Þessi slit komu mér
ekkert á óvart. Ég
hafði á undanförnum
mánuðum orðið þess
áskynja að það var
vaxandi ágreiningur
og órói í meirihluta-
samstarfinu. Þetta
kom m.a. fram í sam-
tölum mínum við ein-
staklinga á framboðs-
listum beggja aðila.
Undir lok síðasta árs
hafði bæjarfulltrúi K-
listans jafnvel gengið
svo langt að segja
mér að sambúðin með A-listanum
væri orðin mjög erfið. Sú erfiða
sambúð var þá þegar á vörum
margra bæjarbúa.
Það hefur verið haft eftir Grími
Atlasyni í fjölmiðlum að það komi
honum á óvart að A- og D-listi
ætli að fara að vinna saman í bæj-
arstjórn Bolungarvíkur. Það vita
allir að A-listinn varð til eftir
klofning í Sjálfstæðisflokknum
fyrir tveimur árum og er ekki
hægt að leyna því að flokkurinn
var í sárum eftir síðustu sveitar-
stjórnarkosningar. Það er heldur
ekki hægt að leyna því að Anna
Guðrún Edvardsdóttir oddviti A-
listans hefur ekki vandað Sjálf-
stæðisflokknum kveðjurnar á bæj-
arstjórnarfundum. En hún er ekki
ein um það. Bæjarfulltrúar K-
listans notuðu hvert tækifæri sem
þeir höfðu til að koma höggi á
Sjálfstæðisflokkinn. Upptökur frá
bæjarstjórnarfundum bera því
glöggt vitni.
Að gera góðan bæ betri
Ég er þannig uppalinn að for-
eldrar mínir kenndu mér ýmis góð
gildi sem ég hef reynt að tileinka
mér í lífinu. Þar má nefna mikil-
vægi sáttarinnar og fyrirgefning-
arinnar. Það er ekkert leyndarmál
að ég hafði fyrirgefið oddvita A-
listans að hafa klofið sig frá
flokknum fyrir tveimur árum. Ég
hafði einnig fyrirgefið ýmis ófögur
orð sem fylgismenn A og K lista
höfðu um Sjálfstæðisflokkinn í
kringum síðustu kosningar. Og ég
mun eflaust á einhverjum tíma-
punkti fyrirgefa ýmis ófögur um-
mæli sem fallið hafa í hita leiksins
síðustu daga.
Þegar ég bauð fram krafta mína
til setu í bæjarstjórn var ég stað-
ráðinn í að lofa Bolvíkingum að
njóta krafta minna til að gera góð-
an bæ betri. Ég gerði mér einnig
grein fyrir því ég gat bæði lent í
meirihluta og minnihluta. Samt
sem áður ætlaði ég ekki að sitja
með hendur í skauti þótt ég myndi
starfa í minnihluta. Ég tel mig
hafa unnið ágætlega með þeim
meirihluta sem starfað hefur und-
anfarin tvö ár.
Slíðrum sverðin
Það hefur ríkt stríðsástand milli
sumra íbúa Bolungarvíkur und-
anfarna daga. Í hita leiksins hafa
menn látið ýmis ófögur orð falla.
Það kann ekki góðri lukku að
stýra. Bolungarvík er aðeins 900
manna sjávarþorp sem þolir illa
innbyrðis erjur og deilur á milli
manna.
Lýðræðisleg niðurstaða kosn-
inga í fulltrúalýðræði gengur út á
að a.m.k. fjórir fulltrúar mynda
meirihluta í sjö manna bæjar-
stjórn; má þá einu gilda hvaða
fjórir fulltrúar það eru og í hvaða
flokki þeir standa. Það sem mest
er um vert er að milli þessara
fjögurra fulltrúa ríki trúnaðar-
traust. Sjaldnast er niðurstaða
kosninga öllum að skapi en mik-
ilvægt er að hún sé virt.
Af áhorfendapöllunum
Baldur Smári Einarsson
skrifar um bæjarstjórnarmál
á Bolungarvík
» Þessi slit komu
mér ekkert á óvart.
Ég hafði á undanförnum
mánuðum orðið þess
áskynja að það var
vaxandi ágreiningur
og órói í meirihluta-
samstarfinu.
Baldur Smári Einarsson
Höfundur er bæjarfulltrúi D-listans í
Bolungarvík.
Margt er maður búinn að heyra
frá skammsýnum pólitíkusum og
fjárþurfandi viðskiptalífsfulltrúum
um nauðsyn þess að við göngum í
Evrópusambandið.
Það gengur stöðugt
þessi síbylja um að við
getum ekki staðið á
eigin fótum og það
eina vitlega í stöðunni
sé að íslenska þjóðin
gerist próventulýður
hjá hinu stórkostlega
Brusselkompaníi!
Þeir sem hæst hafa
galað í þessum efnum,
eiga það yfirleitt sam-
merkt að vera áhang-
endur Samfylking-
arinnar eða nálægt
hennar áhrifasviði.
Það er því ekkert nýtt
að heyra í slíkum
„sendiherrum“ og oft-
ast lætur maður
óþjóðlegt málæði
þeirra eins og vind
um eyrun þjóta.
Samt er það hvim-
leitt að heyra fólk af
eigin þjóð tala um
sjálfstæði landsins
sem einhverja skiptimynt, heyra
hvernig gjaldmiðill landsins er
rakkaður niður af þessu krataliði
samhliða því að evran er lofsungin
sí og æ. Það er hamast við það að
níða niður þjóðrækin sjónarmið og
forusta Samfylkingarinnar virðist
óðfús vilja senda fullveldisrétt okk-
ar til Brussel, í þeirri trú að þar sé
hagsmunum okkar betur borgið en í
höndum íslenskrar stjórnmálafor-
ustu.
Ekki hafa menn þar á bæ mikla
trú á eigin hæfileikum eða annarra í
íslenska stjórnkerfinu, þegar vilji til
slíks valdaafsals liggur fyrir. Ekki
er þjóðlegheitunum fyrir að fara í
þeim áróðri sem rekinn er af evr-
usinnum og öðrum fylgjendum er-
lendrar yfirtöku í sjálfstæðismálum
þessa lands.
Kannski er helsti draumur slíkra
ráðamanna að fá að vera ábyrgð-
arlausar undirtyllur á háu kaupi í
gervistjórn undir yfirþjóðlegu valdi.
Margt er meira en lítið skrítið í
þeim kýrhaus sem kratar þessa
lands hafa verið að setja upp í þess-
um málum og virðist manni oft sem
þeim sé ekki sjálfrátt.
Þann 11. mars sl. birtist t.d. í
Mbl. sendibréf til sjálfstæðismanna,
ritað af Ellert B. Schram, fyrrver-
andi sjálfstæðismanni
og núverandi Samfylk-
ingarþingmanni. Þetta
bréf er undarleg rit-
smíð og það er eins og
ritarinn sé í handalög-
málum við eigin sam-
visku í því sem þar er
sett fram. Hann talar
um að stutt sé milli
hinnar klassísku sjálf-
stæðisstefnu og jafn-
aðarmennskunnar og
gæti þar verið að af-
saka hringl sitt á milli
flokka. Hann talar um
tvo frjálslynda og
praktíska flokka í einni
sæng í ríkisstjórn. Með
orðinu praktískur virð-
ist hann meina að
málamiðlun megi gera
í öllum hlutum. Hann
segist líka ætla að láta
mannréttindabrotin í
kvótakerfinu liggja
milli hluta vegna þess
að ríkisstjórnin þurfi að sitja sem
fastast, en hann verði hinsvegar að
benda á útgönguleið fjármálalífsins
inn í ESB. Sem sagt mannréttinda-
brot á Íslandi verða veigalítil í aug-
um mannsins miðað við krossferð-
arhugsjónina miklu – að koma
þjóðinni undir miðstjórnarveldið í
Brussel!
Jafnframt talar ritari um að við
hættum að hafa vit fyrir öðrum og
meinar sennilega að við eigum að
fara að láta aðra hafa vit fyrir okk-
ur.
„Leyfum þjóðinni að ráða,“ segir
hann svo, „erum við ekki öll að
beita okkur fyrir auknu frelsi?“
Heitir það nú að beita sér fyrir
auknu frelsi að reyna að koma þjóð-
inni undir erlent vald?
Ellert segir að aðildin að ESB
færi okkur nýjan, stöðugan gjald-
miðil, frjálsan aðgang að stærri
markaði, ódýrari neysluvörur og að-
gang að ákvarðanatöku.....! Heyr á
endemi!
Hver getur tryggt að evran verði
stöðugur gjaldmiðill til lengri tíma
litið, hver getur tryggt að aðgangur
að stærri markaði sé frjáls og verði
frjáls, hver tryggir lágt verð á
neysluvörum til framtíðar, hver
segir að aðgangur okkar að ákvarð-
anatöku innan ESB skipti máli, þar
sem við verðum núll og nix?
Þingmaðurinn talar eins og hann
sé endurómur af mági sínum, segir
að við verðum laus úr ánauð ónýts
gjaldmiðils með inngöngu í ESB og
svo lýkur hann þessu endemisbréfi
með því að ákalla sjálfstæðismenn
eftirfarandi: „ESB er í anda ykkar
hugsjóna, samtök um frið og öryggi,
frjálsan markað og heiðarlega sam-
keppni!“ Þvílíkt bull!
ESB er bandalag um hagsmuni
en ekki hugsjónir, trygging fyrir
friði og öryggi er síst meiri þar en
annarsstaðar, frjáls markaður og
heiðarleg samkeppni eru hugtök
sem er í meira lagi vafasamt að
gildi í veruleikanum.
Sjálfstæðismenn kalla sig svo
vegna þess að þeir vilja sýna sig
sem verjendur fyrir það sjálfstæði
sem við misstum 1262 og aldir tók
að endurheimta. Ef þeir bregðast í
því hlutverki og taka að sér að
beina þjóðinni inn í Brussel-dilkinn,
munu margir sannfærast um að
þeir standi ekki undir nafni.
Hitt er jafnljóst að Ellert B.
Schram er nú orðinn alskveraður
krati og hættur að vera sjálfstæð-
ismaður. Það sést m. a. á því að
hann telur sýnilega enga ástæðu til
að verja það sem verja ber.
Þó að mér hafi löngum verið lítið
um íhaldið gefið, tel ég að breytingin
sem orðið hefur á Ellert B. Schram
sé ekki til batnaðar, hvorki fyrir
hann sjálfan né þjóðina sem hann á
að starfa fyrir sem þingmaður.
Ég teldi því fara best á því, fyrir
hann sjálfan og okkur öll, að hann
skrifaði ekki fleiri svona bréf í
Brussel-stíl til sjálfstæðismanna eða
annarra, því það virkar á mann
svipað og útfararskrá gjaldþrota
hugsunar hjá manni sem eitt sinn
var þó maður.
Hinn óþjóðlegi kratakór
Rúnar Kristjánsson er
ósáttur við síðustu ritsmíð
Ellerts B. Schram
»Heitir það
nú að beita
sér fyrir auknu
frelsi að reyna
að koma þjóð-
inni undir erlent
vald?
Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á
Skagaströnd
Móttöku-
kerfi
aðsendra
greina
MORGUNBLAÐIÐ er með í
notkun móttökukerfi fyrir að-
sendar greinar. Formið er að
finna við opnun forsíðu
fréttavefjarins mbl.is vinstra
megin á skjánum undir Morg-
unblaðshausnum þar sem
stendur Senda inn efni, eða
neðarlega á forsíðu fréttavefj-
arins mbl.is undir liðnum
Sendu inn efni. Ekki er lengur
tekið við greinum sem sendar
eru í tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið er
notað þarf notandinn að skrá
sig inn í kerfið með kennitölu,
nafni og netfangi, sem fyllt er
út í þar til gerða reiti. Næst
þegar kerfið er notað er nóg að
slá inn netfang og lykilorð og
er þá notandasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn
lengri grein en sem nemur
þeirri hámarkslengd sem gefin
er upp fyrir hvern efnisþátt.
Þeir, sem hafa hug á að
senda blaðinu greinar í um-
ræðuna eða minningargreinar,
eru vinsamlegast beðnir að
nota þetta kerfi. Nánari upp-
lýsingar gefur starfsfólk
greinadeildar.