Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Því miður, kæri viðskiptavinur, það er eitthvað „Erró“. Það er ekki tölvan, nú virðist topp-
stykkið hafa gaddfrosið.
VEÐUR
Umræður þeirra Jóns BaldvinsHannibalssonar, fyrrum for-
manns Alþýðuflokks, og Ragnars
Arnalds, fyrrum formanns Alþýðu-
bandalags í Silfri Egils í fyrradag
hafa augljóslega vakið meiri athygli
en gengur og gerist með slíkar um-
ræður.
Ástæðan ernokkuð aug-
ljós.
Þarna töluðustvið menn,
sem hafa umtals-
verða þekkingu á
því, sem um var
rætt, auk víð-
tækrar þekk-
ingar á íslenzk-
um þjóðmálum
almennt. sem nú
orðið er ekki al-
gengt í slíkum
umræðuþáttum.
Fólk hafði áorði, að um-
ræður þeirra tveggja hefðu verið
upplýsandi og að auðveldara væri að
átta sig á átakapunktunum í ESB-
málinu en áður.
Það segir töluverða sögu um stöð-una í opinberum umræðum, að
það þurfi tvo fyrrverandi stjórn-
málamenn, sem báðir eru komnir
nær sjötugu (þótt Jón Baldvin sé
tæplega ári yngri) til þess að vekja
upp slík viðbrögð.
Og jafnframt verður það áleitinspurning, hvort kannski sé þörf
á meiri þátttöku manna í þessum
aldursflokki í stjórnmálabaráttunni
en hingað til hefur verið talið.
Kannski ætti að láta á það reyna íprófkjörum?
Það væri saga til næsta bæjar efferskleikinn fylgdi öldungunum!
STAKSTEINAR
Jón Baldvin
Hannibalsson
Frísklegir öldungar
Ragnar Arnalds
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
" " "
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
#!$
#$
$#$!
#!
#!!
!#$
#$
$#
# #
#
#
!# $#$
$# $# $# #!!
#$!
*$BC
! " # $# %
*!
$$B *!
%& '(
& (
)
"(* "
<2
<! <2
<! <2
%)(' + ,- " .
D
<7
" & ' % !
<
( #
$) (
*
+ ,- " . $. ,-
, %
*
%
% + " / $# (
/0
"11
"( 2"
"+
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Ágúst Ólafur Ágústsson | 5. maí
Sem betur fer ræður
Framsókn ekki lengur
Það er mikið fagnaðar-
efni að hjartalæknar
eru nú aftur komnir á
samning við Trygg-
ingastofnun. En þegar
hjartalæknar fóru út af
samningi á síðasta kjör-
tímabili gerðum við í Samfylkingunni
mikinn ágreining út af málinu eins og
má sjá hér og ennfremur hér.
Við töldum að með þessu væri þá-
verandi heilbrigðisráðherra, Siv Frið-
leifsdóttir, að feta mjög hættulega …
Meira: agustolafur.blog.is
Björgvin Guðmundsson | 5. maí
NATO geri úttekt á
nauðsynlegum varn-
arviðbúnaði Íslands
Franskar Mirage-
herþotur á vegum Atl-
antshafsbandalagsins
(NATO) lenda á Íslandi
um ellefuleytið í dag til
að standa vaktina við
strendur landsins. Þær
munu hafa eftirlit með flugi lang-
drægra rússneskra herflugvéla í
grennd við íslenska lofthelgi. Þetta er
í fyrsta sinn að herþotur frá öðrum …
Meira: gudmundsson.blog.is
Ómar Ragnarsson | 5. maí
Matarréttindi eru
mannréttindi
Nýlega talaði fulltrúi
Sameinuðu þjóðanna
um að rétturinn til mat-
ar væri mannréttindi og
að af því mætti draga
þá ályktun að hungrið í
heiminum geti orðið
eða sé jafnvel orðið mesta mannrétt-
indabrotið. Þetta er ekki ný hugsun.
Roosevelt Bandaríkjaforseti setti
þessa hugsun skýrt fram í ávarpi sínu
til Bandaríkjaþings 6. janúar 1941
þegar hann lýsti því takmarki …
Meira: omarragnarsson.blog.is
Egill Jóhannsson, forstjóri
Brimborgar | 5. maí
Lof lyginnar
Það ætti að vera fagn-
aðarefni þegar fyrirtæki
lækka verð vöru. Það var
því af athygli sem ég las
fréttir miðvikudaginn 30.
apríl, af kynningarfundi á
nýrri auglýsingaherferð
bílaumboðsins Heklu um allt að 17%
lækkun á bílverði, fullyrt að með-
allækkun væri 12% og algengasta
lækkun væri 9-11%. Rannsókn mín leið-
ir í ljós að fyrrgreindar tölur eru rangar
eða í besta falli villandi og auglýsinga-
herferðin og frétt á vef fyrirtækisins
brjóta því líklega í bága við 5. og 6 gr.
laga nr. 57/2005.
Í hnotskurn eru niðurstöður rann-
sóknar minnar þessar: Alls eru 162 bíl-
gerðir á verðlistum Heklu og er lækk-
unin að meðaltali um 5,8%. Einn bíll, af
Audi-gerð, lækkar um 17% og lækkun
flestra annarra gerða er mun minni og
algengasta lækkun er langt í frá að vera
9-11%. Meðallækkun KIA er 4,4%,
Skoda 3,4%, Mitsubishi 4,9%, VW 9,6%
og Audi 5,6%. Meðallækkun hefði lík-
lega orðið enn minni ef vegið meðaltal
m.v. sölu hefði verið notað við útreikn-
inga.
En snúum okkur aftur að kynning-
arfundinum. Til að ljá atburðinum trú-
verðugleika, enda nauðsynlegt í ljósi
ofangreindra niðurstaðna, voru for-
ystumenn ASÍ og SA, þeir Grétar Þor-
steinsson, forseti ASÍ, og Hannes G.
Sigurðsson, aðstoðarframkvæmda-
stjóri SA, fengnir á staðinn og fögnuðu
frumkvæðinu að viðstöddum fjölmiðlum
sem slógu fréttinni upp án nokkurrar til-
raunar til gagnrýninnar skoðunar. Sig-
mundur Ernir beit höfuðið af skömminni
með lofræðu í Mannamáli í kvöld.
Lítum til baka. Miðvikudagurinn 30.
apríl. Ég las frétt á visir.is af athygli en
þar segir: „Bifreiðaumboðið HEKLA
lækkar verð á nýjum bílum um allt að
17 prósent í kjölfar betri samninga við
framleiðendur,“ og seinna í fréttinni er
haft eftir Heklumönnum að „nið-
urstaðan er sú að Volkswagen, Audi,
Skoda og Mitsubishi, ásamt KIA, sam-
þykktu að koma til móts við okkur. Því
getum við nú kynnt mikla verðlækkun á
nýjum bílum, eða allt að 17%, sem tek-
ur gildi strax í dag“.
Hmmm, hugsaði ég. Sautján prósent
lækkun. Það munar ekki um það.
Ég leitaði uppi fréttir á mbl.is og dag-
inn eftir í Morgunblaðinu og þar er haft
eftir Heklumönnum að …
Meira: egill.blog.is
BLOG.IS
HJÖRLEIFUR Þórð-
arson, rafverktaki, lést
í Reykjavík sunnudag-
inn 4. maí síðast liðinn,
nær sjötugur að aldri.
Hjörleifur fæddist í
Reykjavík 5. maí 1938
og vantaði því aðeins
einn dag í sjötugsaf-
mælið þegar hann lést.
Foreldrar Hjörleifs
voru Þórður Georg
Hjörleifsson, skip-
stjóri, og kona hans
Lovísa Halldórsdóttir.
Hjörleifur ólst upp á
Bergstaðastrætinu
ásamt fjórum systrum sínum. Að
námi loknu í rafvirkjun hóf hann
fljótlega rekstur eigin fyrirtækis.
Hann rak eigið rafverktakfyrirtæki
í Reykjavík til fjölda ára og hin síð-
ari ár í samvinnu við son sinn, Þórð
Georg.
Ungur að árum gekk Hjörleifur
til liðs við Knattspyrnufélagið Vík-
ing og fluttist í raun með félaginu
þegar Víkingur hóf starfsemi sína í
Bústaðahverfinu 1953.
Hann lék knattspyrnu,
handknattleik og
stundaði skíðaíþróttina
undir merkjum Vík-
ings. Hjörleifur var
mikill félagsmálamað-
ur. Hann var formaður
handknattleiksdeildar
Víkings í mörg ár og í
stjórn aðalstjórnar fé-
lagsins um árabil. Auk
fjölda trúnaðarstarfa
fyrir Víking átti hann
m.a. sæti í aga- og
landsliðsnefnd HSÍ.
Hjörleifur hlaut fjölda
viðurkenninga fyrir störf sín fyrir
íþróttahreyfinguna. Árið 1987 gekk
hann til liðs við Oddfellowregluna
og reyndist þar hinn besti liðsmað-
ur.
Hjörleifur lætur eftir sig tvö upp-
komin börn, þau Þórð Georg og
Þórdísi, og fimm barnabörn. Eft-
irlifandi kona hans er Jensína
Magnúsdóttir, en þau gengu í
hjónaband 17. október 1964.
Andlát
Hjörleifur Þórðarson
KVENRÉTTINDAFÉLAG Íslands
hvetur alla félagsmenn sem og konur
á öllu landinu til að taka þátt í við-
burði á vegum alþjóðlegu hreyfing-
arinnar „Standing Women“ á hvíta-
sunnudag kl. 13 við Þvottalaugarnar
í Laugardal. Þar verður 5 mínútna
þögn og íhugun um betri heim með
hreinu lofti og drykkjarvatni, næg-
um mat og heimili án ofbeldis.
Íhugun við Þvottalaugarnar