Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 13
ERLENT
ÍSLENSK kona, Sigfríð Ein-
arsdóttir, var stödd á hóteli í Yan-
gon-borg í Búrma þegar fellibyl-
urinn Nargis skall á og hún fjallar
um þá reynslu á bloggsíðu sinni,
www.sigfrideinars.bloggar.is:
„Um miðnætti vaknaði ég við það
að allt nötraði og skalf. Það var
svarta myrkur, greinilega raf-
magnslaust og vindurinn barði
gluggana. Þarna fann ég að hr.
Nargis var mættur og það átti bara
eftir að versna. Þrátt fyrir að
gluggarnir væru lokaðir þá jós
sandinum yfir mig og einhver ein-
kennilegur fnykur kom með stærstu
hviðunum, sterk, súr lykt sem fyllti
mann af einhverjum völdum skelf-
ingu. Ég var í herbergi uppi á 4.
hæð og var eini gesturinn á gisti-
heimilinu. Reglulega heyrði ég
glamrið í þakplötunum og gler
brotna, það var svarta myrkur svo
ég sá ekkert út, bara hnipraði mig
saman í rúminu og vonaði að það
færi að birta. Ég klæddi mig og bak-
pokinn var tilbúinn á gólfinu ef ég
þyrfti að stökkva í skyndi – get ekki
sagt að það hafi mikið verið sofið.
Um miðja nótt heyrði ég að hót-
elstrákarnir voru komnir fram og
ég hjálpaði þeim að binda aftur
gluggana í húsinu. Við störðum út í
myrkrið – veðrið var brjálað. Þegar
svo fór að birta sáum við nokkra
menn komna út, varla stætt þótt
þeir væru hlémegin. Upp úr hádegi
gekk þetta svo yfir og hvað við vor-
um fegin! Skemmdirnar voru gríð-
arlegar, heilu trén rifin upp með
rótum, staurar með auglýsing-
arskilti voru bognir eins og lakkr-
ísstangir, girðingar rifnar upp og
mörg hús þak- og gluggalaus....
Í borginni búa margir í hálf-
gerðum kofum, svo ansi margir eru
heimilislausir. Rafmagnslínur eru
slitnar um alla borg svo þeir tala um
1-3 mánuði þar til rafmagn kemst á.
Vatnsleiðslur fóru líka í sundur svo
á síðustu dögum mátti fólk bera
rigningarvatn að heimilum sínum.
Stjórnvöld skaffa bensín og selja á
margföldu verði svo fáir bílar eru á
götunum, sem þýðir líka að fólk fær
ekki varning – búðir að tæmast.“
Sigfríð kom til Bangkok í gær.
„Við störðum
út í myrkrið –
veðrið var
brjálað“
Eftir Kristján Jónsson
og Boga Þór Arason
STJÓRNVÖLD í Búrma sögðu í
gær að yfir 10.000 manns hefðu beðið
bana í fellibylnum Nargis í vestan-
verðu landinu um helgina og þús-
unda til viðbótar væri saknað. Rík-
isfjölmiðlar Búrma sögðu að búist
væri við að tala látinna myndi hækka
til muna, jafnvel í tugi þúsunda, þeg-
ar björgunarmenn kæmust á af-
skekkt svæði þar sem vitað er að
mikið tjón varð.
Ljóst er að hundruð þúsunda
manna hafa misst heimili sín, að sögn
embættismanna Sameinuðu þjóð-
anna.
Utanríkisráðherra Búrma, Nyan
Win, sagði að herforingjastjórnin
myndi þiggja alþjóðlega neyðarað-
stoð vegna hamfaranna. Áður hafði
herforingjastjórnin verið gagnrýnd
fyrir að takmarka starfsemi er-
lendra hjálparsamtaka í Búrma, einu
af einangruðustu löndum heims.
„Herforingjastjórnin hefur sett
skorður við starfi mannúðarsamtaka
í Búrma og afleiðingarnar eru skelfi-
legar, sum hafa orðið að hætta,“
sagði Aung Din, framkvæmdastjóri
Baráttunnar fyrir Búrma, samtaka
með aðsetur í Bandaríkjunum.
Reiði í Yangon
Aung Din sagði að fjölmiðlar
stjórnvalda í Búrma hefðu nær ekk-
ert gert til að vara almenning við
óveðrinu. Þeir hefðu þess í stað verið
fullir af áróðri fyrir þjóðaratkvæða-
greiðslu um nýja stjórnarskrá á
laugardaginn kemur.
Íbúar stærstu borgarinnar, Yan-
gon (áður Rangoon), sögðust vera
reiðir yfir því að stjórnvöld hefðu
ekki varað nægjanlega við fellibyln-
um og lítið gert til að koma nauð-
stöddum til hjálpar eftir óveðrið.
Stjórnvöld margra ríkja buðust til
að veita Búrma aðstoð vegna ham-
faranna, þeirra á meðal Bandaríkja-
stjórn sem hefur gagnrýnt mann-
réttindabrot herforingjastjórnar-
innar.
Rauði krossinn í Búrma og Al-
þjóða Rauði krossinn hafa veitt
neyðaraðstoð frá því að hamfarirnar
gengu yfir. Fyrsta aðstoð felst í því
að útvega hreint vatn, neyðarskýli,
fatnað, plast-yfirbreiðslur og hrein-
lætisvörur fyrir þá sem hafa misst
heimili sín. Neyðarteymi hafa verið
send á staðinn til að meta umfang
hjálparstarfsins.
Varað við farsóttum
Rauði kross Íslands styður hjálp-
arstarfið með því að greiða í neyð-
arsjóð Alþjóða Rauða krossins en
ákvörðun um frekara framlag verður
tekin þegar umfang hjálparstarfsins
er ljóst og neyðarbeiðni liggur fyrir,
að því er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu frá Rauða krossinum.
Talsmaður Rauða krossins í Yan-
gon sagði að gera þyrfti þegar í stað
ráðstafanir til að koma í veg fyrir að
farsóttir blossuðu upp í landinu eftir
náttúruhamfarirnar.
Talsmaður búrmísks mannrétt-
indahóps segir að 36 hafi látið lífið
þegar öryggisverðir í alræmdasta
fangelsi landsins, sem er í Yangon,
beittu skotvopnum um helgina til að
bæla niður uppþot fanga þegar byl-
urinn reið yfir landið. Þakplötur rifn-
uðu af fangelsinu í látunum og
nokkrir fangar kveiktu þá eld til að
hlýja sér. Aðrir urðu skelfingu lostn-
ir og skutu þá verðir og hermenn á
fangana.
Óttast að tugir
þúsunda hafi farist
Herforingjastjórnin í Búrma gagnrýnd fyrir að hafa lítið gert til að vara
við fellibylnum Stjórnin kveðst ætla að þiggja alþjóðlega neyðaraðstoð
Reuters
Ægikraftur Börn sitja á tré, sem rifnaði upp með rótum, við heimili þeirra í Yangon eftir fellibylinn ógurlega.
FORSETI Senegals, Abdoulaye
Wade, segir að rekstur Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna, FAO, sé „sóun á pen-
ingum“ og leggja ætti stofnunina
niður. Stofnunin hefur nýlega kynnt
neyðaráætlun sem hefur að mark-
miði að stemma stigu við ört hækk-
andi matvælaverði í heiminum sem
einkum kemur hart niður á fátæku
fólki í þróunarríkjunum.
Aðalstöðvar FAO eru í Róm og yf-
irmaður hennar er landi Wades,
Jacques Diouf. Wade, sem er þekkt-
ur fyrir að vera ómyrkur í máli,
sagði að í raun væri hátt heims-
markaðsverð á mat stofnuninni
sjálfri að kenna, svo gersamlega
vanhæf væri FAO til að fást við
verkefnin sem henni væru falin. Við-
varanir myndu ekki bera árangur.
„Yfirmaðurinn er hæfur … en það er
sjálf stofnunin sem ég set spurning-
armerki við,“ sagði Wade í útvarps-
og sjónvarpsávarpi.
Forsetinn sagðist lengi hafa barist
fyrir því að aðalstöðvar FAO yrðu
fluttar, þær ættu að vera í Afríku,
álfunni þar sem mest er um hungur.
„Að þessu sinni geng ég lengra, við
verðum að leggja hana niður,“ sagði
hann og bætti við að aðrar stofnanir
væru að vinna sömu verkin og „að
því er virðist með meiri árangri“.
Önnur stofnun á vegum SÞ, Al-
þjóðastofnun landbúnaðarþróunar,
IFAD, tilkynnti í liðinni viku að
verja ætti 200 milljónum Banda-
ríkjadollara, um 15 milljörðum
króna, í aðstoð við fátæka bændur í
löndunum sem hafa orðið verst úti
vegna hækkandi matarverðs. Pen-
ingana á að nota til að ýta undir mat-
vælaframleiðslu í löndunum. En að
sögn Wades hefur FAO á sama tíma
beðið um 1,7 milljónir dollara, um
130 milljónir króna, til að fjármagna
„neyðaráætlun sem miðar að því að
dreifa útsæði og áburði til að auka
landbúnaðarframleiðslu“. Taldi
Wade að munurinn á þessum fram-
lögum sýndi vel hvernig FAO væri
smám saman að lenda á jaðrinum í
starfi SÞ.
Vill leggja FAO niður
Forseti Senegals segir að rekstur Matvæla- og landbún-
aðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sé „sóun á peningum“
Í HNOTSKURN
»Yfirmaður FAO, JacquesDiouf, hvatti nýlega til þess
að starf SÞ yrði tekið til endur-
skoðunar. Kvartaði Diouf undan
því að ólík stefna ýmissa al-
þjóðastofnana hindraði FAO í að
ná árangri. Heimsmarkaðsverð á
matvælum hefur nær tvöfaldast
á síðustu þremur árum.
ÞAÐ SEM FAGMAÐURINN NOTAR!
H L E Ð S L U
BORVÉL
• Ákaflega létt og einstakt jafnvægi
• Án kola, níðsterkur EC-TEC mótor
• FastFix smellupatrónur
• 42 gírar með nákvæmari
átaksstillingu og rafeindastýrðu
„cut-out“ sem eykur endingu