Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 25 ✝ Haukur Bene-dikt Runólfsson fæddist á Hornafirði 1. mars 1929. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suðaust- urlands 26. apríl. Foreldrar hans voru Runólfur Bjarnason, f. 4. nóvember 1891, d. 30. október 1978, og Sigurborg Ágústsdóttir, f. 20. júní 1897, d. 10. jan- úar 1973. Systkin Hauks voru 1) Valdemar Sigþór, f. 1916, d. 1942. 2) Steinunn Jóhanna, f. 1918, d. 1919. 3) Bjarni Steinþór, f. 1921, d. 1961. 4) Hrefna, f. 1923, d. 1924. 5) Steinunn Klara Margrét, f. 1925, d. 1974. 6) Ágúst, f. 1929, d. 2000. 7) Ólafur, f. 1933, d. 1961. Eiginkona Hauks var Ásdís Jón- atansdóttir, f. 15. nóvember 1924, d. 3. júní 1984. Þau gengu í hjóna- band á sjómannadaginn árið 1955. Foreldrar hennar voru Jónatan Þorsteinsson, f. 14. maí 1880, d. 2. nóvember 1933. Maki Hulda Lax- dal Aðalsteinsdóttir, f. 7. sept- ember 1887, d. 20. apríl 1950. Börn Hauks og Ásdísar eru 1) Jón Hauk- ur, f. 11. ágúst 1956, sambýliskona Sesselja Steinólfsdóttir, f. 27. jan- úar 1959, barn þeirra Bergþór Lár, f. 15. júlí 1987. 2) Hulda Laxdal, f. 17. júní 1959, sambýlismaður Páll Róbert Matthíasson, f. 30. sept- ember 1966. Börn Huldu og uðjóns uðmundssonar, Arnar, f. 17. jún 1986. Hilmar, f. 6. apríl 1991. 3) Runólfur Jónatan, f. 17. maí 1960. kynnist Haukur á síldarárunum norður á Raufarhöfn þar sem hún vann við síldarsöltun. Haukur og Ásdís hófu búskap á Höfn árið 1955 og bjuggu fyrstu árin í Ást- úni. Þau reistu sér glæsilegt íbúð- arhús við Hafnarbraut sem fékk nafnið Áshlíð og bjuggu þar ásamt foreldrum Hauks og barnahópnum sínum. Ásdís lést á sjómannadeg- inum 1984. Árið 1954 hóf Haukur nám í Stýrimannaskólanum í Reykjavík og útskrifast þaðan 1956. Sama ár hóf hann útgerð í samstarfi við Ágúst bróður sinn, Ásgeir Núpan og Karl Sig- urgeirsson. Það ár eignuðust þeir Akurey SF 52 og var það byrjun á langri og farsælli útgerðarsögu. Margur ungur Hornfirðingurinn hóf sjómannsferil sinn um borð í Akurey undir styrkri tilsögn tví- buranna. 1963 fá þeir nýjan bát sem einnig hlaut nafnið Akurey. Haukur stýrði því skipi til ársins 1977 er þeir bræður flytja sig yfir á Skógey SF 53 sem þeir höfðu fest kaup á haustið 1973. Í lok ársins 1994 hætta þeir útgerð. Haukur helgaði hafinu starfskrafta sína og var hann heiðraður fyrir þau störf á sjómannadaginn 1996. Árið 1994 tóku Haukur og Halla Bjarnadóttir saman og hófu þau sambúð á Vík- urbraut 30 á Hornafirði árið 2001, þar sem bæði nutu samvista við góða granna og tóku þátt í því fjöl- breytta starfi sem eldri borgarar þar standa fyrir. Einnig áttu þau margar góðar stundir saman við göngur, náttúruskoðun og ferða- lög og ófáir voru dagarnir sem þau dvöldu saman í sumarbústaðnum Áshlíð í Stafafellsfjöllum. Útför Hauks fer fram frá Hafn- arkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Maki Svanhildur Karlsdóttir, f. 7. ágúst 1956. Börn Runólfs og Árnýjar Jóhannsdóttur, Haukur Benedikt, f. 6. febrúar 1980, sam- býliskona Una Ósk Runólfsdóttir, f. 15 ág 1978. Jón Ágúst, f. 14. ágúst 1982, sambýlis- kona Dagbjört Gerð- ur Magnúsdóttir. Sól- veig Þórstína, f. 19. ágúst 1986. Runólfur Árni, f. 6. febrúar 1988. Brimdís Klara, f. 23. október 1991. 4)Hrefna Jóhanna, f. 9. júlí 1963, d. 26 apríl 1996, maki Ög- mundur Einarsson, f. 5. október 1959, börn þeirra: Bjarni Valgeir, f. 14. nóvember 1983, sambýlis- kona Eva Ösp Björnsdóttir, f. 29. apríl 1988. Anton Laxdal, f. 21. ágúst 1985. Ásdís Alda, f. 4. febr- úar 1988. Sonur Ásdísar frá fyrra hjónabandi er Gunnlaugur Þröstur Höskuldsson, f. 17. október 1943. Maki Linda Helena Tryggvadóttir, f. 3. febrúar 1947, börn þeirra: Rannveig Ásdís, f. 14. nóvember 1965. Haukur Tryggvi, f. 24. apríl 1967. Drífa Hrönn, f. 14. mars 1971. Langafabörnin eru orðin 15 og langalangafabörnin 2. Haukur ólst upp á Hornafirði og snemma leitaði hugur hans til hafs- ins. Mörgum stundum eyddi hann með tvíburabróður sínum, Ágústi, á skektu við veiðar í Hornafirð- inum og fjórtán ára gamall valdi hann sjómennskuna sem sitt ævi- starf. Ásdísi, eiginkonu sinni, Nú er hann pabbi dáinn. Hann háði harða baráttu við illvígan sjúk- dóm, en tapaði baráttunni. Það var síðastliðið haust sem hann sagði okk- ur frá þessum sjúkdómi. Okkur var brugðið, en ég var sann- færður um að pabbi myndi sigrast á þessu eins og öllu öðru sem hann hafði sigrað í sinni lífsbaráttu. Ég man því miður ekki mikið eftir hon- um frá því ég var lítill drengur. Hann var mikið fjarverandi heimilinu vegna starfs síns. Í huga mínum var hann hetja, hann var skipstjóri. Það var merkilegasta starf í heimi í huga litla drengsins. Ég man vel eftir þeg- ar pabbi tók sitt fyrsta sumarfrí. Það var farið í útilegu. Við krakkarnir ræst eldsnemma því að mörgu var að hyggja. Gamli fólksvagninn var gerð- ur ferðaklár. Ferðinni var heitið upp í Stafafellsfjöll. Hann skilaði okkur í fjöllin eftir langt og strangt ferðalag að mér fannst. Í huga mínum var hann nú alltaf þessi sterki maður sem gat allt. Nú þegar ég hugsa til baka þá held ég að það sé rétt. En honum pabba kynnist ég fyrir alvöru eftir að ég byrja til sjós með honum. Hann faðir minn var varkár skip- stjóri og flanaði ekki að neinu. En líf- ið var honum ekki eintómur dans á rósum, því hafið gaf og hafið tók. Elsti bróðirinn, Valdemar Sigþór, fórst úti af Austfjörðum 1942. 15. september 1961 fórst Helgi SF 50 á Færeyjabanka og fórust þar sjö menn, en tveir komust af. Hafið tók þar Ólaf og Bjarna bræður hans, einnig bróðurson og mág. Steinu systur sína missir hann í september 1974. Pabbi og mamma áttu það til að koma heim í Stuðlafoss, spurðu hvort litli nafni mætti koma út í bíltúr. Grunar mig að í þessum sunnudags- bíltúrum hafi stundum verið komið við í sjoppu og pabbi keypt smá- nammi. Oft á tíðum kölluðu barna- börnin hann rúsínuafa því oftar en ekki fengu þau súkkulaðirúsínur þegar þau komu á Hafnarbrautina í heimsókn. Það var pabba og okkur krökkunum mikið áfall þegar mamma varð bráðkvödd á sjómanna- daginn 1984. En þessi sterki maður brotnaði ekki. Lífið hélt áfram. 26. apríl 1996 dundi yfir annað áfall sem markaði djúp sár, Hrefna systir féll frá. Í september árið 2000 dó Ágúst tvíburabróðir hans. Allt frá því ég byrjaði með þeim til sjós höfðu þeir verið sem einn maður. Það var yndi að horfa upp á samvinnu þeirra. Þeir þurftu ekki mörg orð, það var eins og þeir hugsuðu sem einn og sami mað- urinn. Halla Bjarnadóttir, sambýlis- kona hans, stóð við hlið hans síðustu árin. Þau voru oft á faraldsfæti og nutu þess. Halla annaðist hann af kostgæfni síðustu vikurnar fyrir andlátið með dyggri aðstoð litlu nöfnu sinnar. Það er svo margt sem ég vildi segja við hann pabba minn, margt sem mér lá á hjarta. En ég beið eftir rétta augnablikinu. Nú er það of seint. Elskulegur faðir minn háði sína síðustu baráttu hetjulega. Hann flúði ekki af hólmi, stóð ávallt fyrir sínu og rúmlega það. En þessari orrustu tapaði hann og það liggur fyrir okkur öllum. Runólfur Hauksson. Elsku pabbi minn, ég þakka Guði fyrir allt sem þú hefur verið mér og okkur öllum sem urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að vera þér samferða á lífsleiðinni. Mig langar að kveðja þig með þessu litla ljóði: Pabbi minn. Klettur í hafinu veðurbarinn ristur rúnum brotsjór eftir brotsjó. Stendur samt enn staðfastur sterkur svo hlýr. Ég skríð þrekuð á land í skjól þitt safna kröftum úr reynslu þinnar brunni. Sting mér á ný til sunds í hafið kalda. Komið er að leiðarlokum sam- fylgdar okkar, pabbi minn. Það er skrítið að standa frammi fyrir því að þú, sem alla mína ævi hefur verið til staðar líkt og fjöllin okkar tignar- legu, sért farinn. Brimskaflar lífsins höfðu að lokum betur en ekkert fær því breytt að það sem þú skildir eftir í hjörtum okkar sem elskum þig verður aldrei frá okkur tekið. Berðu mömmu og Hrefnu kveðju mína, ég mun alltaf sakna ykkar. Guð geymi þig elsku pabbi. Þín Hulda. Elsku rúsínuafi, það er svo langt síðan ég sá þig seinast. Þótt þú sért ekki afi minn vorum við Ægir bróðir alltaf vön að kalla þig rúsínuafa af því að hvert skipti sem við heimsóttum þig brást það ekki að það voru alltaf til súkkulaðirúsínur og mjólkurglas. Rúsínuafi og afabróðir, nú ertu far- inn til Óla afa og Gústa, bræðra þinna, og vona ég að þú hafir það gott. Þú hafðir alltaf frá svo mörgu að segja, enda ekki að ástæðulausu að ég tók viðtal við þig í starfskynn- ingu fyrir bæjarblaðið. Í minning- unni sem svo góðan og myndarlegan kveð ég þig og ég bið að heilsa öllum. Þín frænka Sigurbjörg Sandra Olgeirsdóttir. Elsku Haukur afi, mig langaði bara að þakka fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Einnig fyrir þær góðu minningar um þig sem ég mun varð- veita að eilífu. Alla jóla-áramótahitt- ingana heima í Hafnarbraut. Allar stundirnar í bústaðnum uppi í Lóni, þær eru mér kærar og þessir staðir standa mér ofarlega í minningunni um bernskuna. Ég man að ég tuðaði sem smá- stelpa í mömmu um að fá að gista hjá Hauki afa. Svo þegar mamma kom með mig í Hafnarbrautina þá varð ég svo feimin að ég þorði ekki að vera eftir og fór aftur heim með mömmu. Í dag finnst mér það fyndið, að vera hrædd við ljúfasta og besta afa í heimi. Rúsínuafann eins og við krakkarnir kölluðum þig, því við fengum alltaf súkkulaðirúsínur þeg- ar við komum í heimsókn. Ég man best eftir þér sem góðum manni, einum þeim besta, með stórt og gott hjarta sem þótti vænt um barnabörn sín. En stundum varð ég samt smásmeyk við þig því þú gast verið alvarlegur, eins og þegar frétt- irnar voru. Ég man þegar ég var í skóla, þá áttum við að taka viðtal við einhverja ættingja og ég valdi þig. Við sátum heillengi og spjölluðum og það var gaman. Það er erfitt að trúa að þú sért ekki hérna lengur. Ég mun sakna þín elsku afi. Sólveig Þ. Runólfsdóttir. Elsku afi. Þakka þér fyrir allar okkar góðu stundir sem við áttum saman og allt það sem þú gafst mér og kenndir. Ég man eftir því þegar ég fór með ykkur á sjóinn fimm eða sex ára gamall hvað ég var stoltur af honum Hauki afa sem var skipstjóri á stærsta og flottasta bát Hornafjarðar. Þú ert og verður alltaf ofarlega í huga mínum og hjarta og er ég enn stoltari af þér í dag en ég var sem barn. Þegar ég lít til baka þá átta ég mig á því hversu mikilvægur þú hefur verið mér og á ég eftir að sakna þín sárt. Þú varst og ert fyrir mér einn sá virtasti maður sem ég hef kynnst. Ég á mjög erfitt með að trúa því að þú sért ekki lengur með okkur og vona ég að þú hafir það gott þar sem þú ert í dag. Við elskum þig og söknum. Jón Á. Runólfsson og fjölskylda. Elsku Haukur afi. Ég man þegar ég var yngri og þú kenndir mér að snúa lummum með því að henda þeim upp í loft. Ég gat ekki trúað mínum eigin augum, mér fannst það rosalegt á þeim tíma. Svo man ég flesta jóla- og áramótahitt- ingana heima á Hafnarbrautinni. Ég man sérstaklega eftir því þegar ég fékk blysið í augað á mér og það kviknaði í úlpunni minni og ég sat slösuð í fanginu á þér það sem eftir var af kvöldinu og borðaði nammi. Mér fannst alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín og fá súkku- laðirúsínur og mandarínur. Það er voðalega erfitt að hugsa um þessa góðu tíma núna þegar þú ert ekki lengur hjá okkur. Ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar og vona svo innilega að þú hafir það gott þar sem þú ert. Mun alltaf sakna þín. Brimdís K. Runólfsdóttir. Elsku Haukur, frændi minn og vinur. Nú ertu horfinn á braut, það er sárt en staðreynd sem enginn fær breytt. Þú varst alvarlega veikur og við vissum öll í hvað stefndi en eng- inn veit sína ævi. Þegar ég hugsa til baka varstu alltaf Haukur bróðir hans pabba. Haukur, Addý og krakkarnir í Áshíð, þannig man ég ykkur öll saman og þá var gaman. Ég er þakklát fyrir þær samveru- stundir sem ég átti með þér síðustu mánuði „Tilvera okkar er undarlegt ferða- lag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin“ segir í ljóðinu sem þú hélst mikið upp á. Það er mikið til í því að jörðin sé hótel sem við dveljum á mismun- andi lengi, nú ert þú kominn á annað hótel þar sem þú vonandi hittir fyrir ástvinina þína sem þú misstir svo alltof alltof snemma, því þú fórst ekki varhluta af erfiðleikum í lífinu, systk- ini þín misstir þú ung, utan tvíbura- bróður þinn Gústa, sem þú kvaddir fyrir örfáum árum, eiginkonu þína misstir þú og unga dóttur, sorgir þín- ar voru þungar en alltaf varstu beinn í baki á hverju sem gekk. Þið voruð oft nefndir í sama orðinu Haukur og Gústi eða Haukur, Gústi og Geiri Núpan, en saman áttuð þið útgerð. Akurey og Skógey, þetta voru okkar bátar. Mér fannst stund- um eins og við krakkarnir ættum þessa útgerð með ykkur, þetta voru bátarnir í okkar fjölskyldu. Þú eign- aðist nýjan lífsförunaut, hana Höllu sem lifir þig og á nú um sárt að binda. Hann er einkennilegur þessi tími þegar tilkynnt er að nú sé ekki hægt að gera meira til að bæta heilsuna, þegar við kvöddumst ræddum við að nú færir þú heim til Hornafjarðar til að taka á móti vorinu, það vorar seint í ár, en ég veit að Hornafjörður tók á móti þér með allri sinni fegurð – fal- legum fjöllum og tignarlegum jökl- um. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir, sem ferðalagt þetta þrá, en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. Þá verður oss ljóst, að framar ei frestur gefst né færi á að ráðstafa nokkru betur. Því alls, sem lífið lánaði, dauðinn krefst – í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur. (Tómas Guðmundsson.) Elsku Halla mín og frændsystkini, Þröstur, Jón Haukur, Hulda, Run- ólfur og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og vona að æðri máttur styrki ykkur á þessum erfiðu tímum. Kveðja Valdís. Elsku afi. Ég man oft er ég heimsótti þig á Hafnarbrautinna með pabba. Hvert sinn sem maður steig inn var alltaf eitthvað á boðstólum. Hvort sem það var rúgbrauð með kæfu, rúsínur eða ristað brauð. Ég man enn er þú réttir mér kiwi-ávöxt og ég hafði aldrei á minni ævi séð slíkt áður og vissi ekk- ert í minn haus hvað skyldi gera. Af þér lærði ég marga hluti, og er mjög þakklátur fyrir það. Höfuðpaurinn, það kallaði maður þig gjarnan, maðurinn sem ég leit ávallt upp til og geri enn. Löngum ferli lokið er, lífsins bók er skráð, upp þú skerð af akri hér, eins og til var sáð. Til ljóssins heima lífið snýr, langt með dagsverk þitt. Drottinn sem þér bústað býr, barnið þekkir sitt. Í margra huga er minning skær, og mynd í hjarta geymd. Stöðugt okkur stendur nær, stund sem ekki er gleymd. Nú komið er að kveðjustund, klökkvi hjartað sker, genginn ertu Guðs á fund, sem góður líknar þér. (Kristján Runólfsson) Ég mun sakna þín sárt, elsku afi. Runólfur Árni Runólfsson. Haukur B. Runólfsson REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista MINNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.