Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 123. TBL. 96. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
DROPAR
MEÐ SÖGU
BLÓÐSLETTUR GETA
UPPLÝST GLÆPINN
GEFUR MYND AF ATBURÐUM >> 6
ZIJA KRRUTAJ ER
FLÓTTAMAÐUR
VILJA BÆTA LÍF UNGS FÓLKS >> 18
EIN STÓR
FJÖLSKYLDA
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
ÓHÆTT er að fullyrða að frumvarpið um
lögfestingu á matvæla- og fóðurlöggjöf
ESB, sem Alþingi hefur nú til meðferðar, sé
einn af viðamestu lagabálkum sem komið
hafa til kasta þingsins að undanförnu.
Frumvarpið, sem er um 60 blaðsíður, felur í
sér innleiðingu fjölmargra Evrópureglu-
gerða og hefur sjávarútvegs- og landbún-
aðarnefnd Alþingis leitað umsagna nálægt
130 aðila við það. Fram hefur komið að
fylgja þarf frumvarpinu eftir með setningu
reglugerða um á fimmta tug efnisatriða.
Frestur til að skila umsögnum við frum-
varpið rennur út í dag og blasir við að
nefndarmanna sjávarútvegs- og landbúnað-
arnefndar bíður ærið verkefni að fara yfir
flóð umsagna og athugasemda. „Það verður
hörkuvinna,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir,
formaður nefndarinnar. Fram hefur komið
hörð gagnrýni á frumvarpið en að sögn Arn-
bjargar koma stærstu áhyggjurnar frá slát-
urleyfishöfum, afurðastöðvum og framleið-
endum hvíta kjötsins, þ.e. kjúklinga- og
svínabændum.
Bændasamtök Íslands hafa nú ákveðið að
senda ekki inn umsögn við frumvarpið held-
ur fær þingnefndin væntanlega erindi í dag
þar sem BÍ krefjast þess að fá lengri frest
til að fara yfir frumvarpið og rökstyðja þá
afstöðu með greinargerð til nefndarinnar.
„Við teljum ekki hægt að gefa ábyrga um-
sögn á svo skömmum tíma,“ segir Eiríkur
Blöndal, framkvæmdastjóri BÍ. „Það er
ekki einfalt mál að rekja sig eftir Evrópu-
rétti, þetta tekur einfaldlega lengri tíma.
Okkar afstaða er sú að við getum ekki fellt
okkur við að [frumvarpið] verði samþykkt í
vor, vegna þess að við þurfum lengri tíma til
að gefa ábyrga umsögn.“
Veigamesta breytingin felst eins og fram
hefur komið í að ekki verður lengur bann-
aður innflutningur á fersku kjöti. Markmið
þess er þó allt annað en að auka viðskipti
milli landa með matvörur og er fyrst og
fremst að stuðla að auknu fæðuöryggi og
treysta hagsmuni neytenda. Í umfjöllun
Matvælastofnunar segir að rannsóknir á
ferskum vörum nái ekki að útiloka að ein-
hver mengun geti verið til staðar. Því sé
nauðsynlegt að halda uppi stöðugu eftirliti
og taka sýni til rannsókna.
Morgunblaðið/Ásdís
Matvælaöryggi Auka þarf sýnatöku af
ferskum matvörum eftir breytingarnar.
BÍ krefj-
ast lengri
frests
Flóð umsagna um
matvælafrumvarp
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
LITLAR líkur eru á því að íslensku bankarnir
komist hjá því að verða fyrir áhlaupi. Jafnvel
má ætla að hljóðlátt bankaáhlaup sé hafið.
Þetta segir bandaríski hagfræðingurinn Ro-
bert Z. Aliber en hann hélt fyrirlestur í Há-
skóla Íslands í gær. „Mig grunar að enginn
eigandi jöklabréfa eða bankaskuldabréfa sem
nálgast gjalddaga muni endurnýja þau á næst-
unni og ég giska á að flestir yfirmenn fjár-
stýringar stórfyrirtækja séu farnir að flytja fé
sitt til banka utan Íslands,“ segir Aliber.
Aliber hefur rannsakað eignaverðsbólur
víða um heim í áratugi og segir einkennin sem
sjá má í íslensku efnahagslífi dæmigerð fyrir
þá þróun sem átt hefur sér stað víða. Hann
leggur til að íslensku viðskiptabönkunum
verði skipt upp í tvær einingar hverjum, ann-
ars vegar viðskiptabanka og hins vegar fjár-
festingarbanka.
Aliber segir mikilvægt að gengi krónunnar
verði lækkað til þess að draga úr viðskipta-
hallanum. Ekkert land geti haldið við jafn-
miklum viðskiptahalla og hér hefur ríkt til
lengdar. Þá telur hann nauðsynlegt að Seðla-
bankinn leggi verðbólgumarkmiðið á hilluna.
Ísland ekki einstakt | Miðopna
Litlar skýringar á lækkun | Viðskipti
Bankaáhlaup hafið?
Bandarískur hagfræðiprófessor segir litlar líkur á að bankarnir komist hjá
áhlaupi Segir mikilvægt að gengið lækki til þess að rétta viðskiptahallann
Prófessorinn Robert Z. Aliber.
Í HNOTSKURN
» Úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaðium 3,2% í gær.
» Aðeins eitt úrvalsvísitölufélag hækkaðií verði, Eimskip, en öll hin lækkuðu.
» Gengi hlutabréfa bankanna lækkaði um1,8-3,8%.
UM 70 manns sátu hátíð-
arkvöldverð í boði forseta Íslands
á Bessastöðum í gær til heiðurs
Friðriki krónprinsi Danmerkur og
eiginkonu hans Mary krónprins-
essu. Margt girnilegra rétta var á
matseðlinum, gestir fengu þorsk í
forrétt, matreiddan að hætti fjög-
urra þjóða. Í aðalrétt var lamba-
hryggur með apríkósum, furu-
hnetum og lauksultu. Í eftirrétt
voru suðrænir ávextir í leik við ís-
lenskan ís. Meðal gesta voru utan-
ríkisráðherra, forseti Alþingis og
fleiri.
Í dag munu krónprinshjónin
fara á hestbak í Dallandi í Mos-
fellsbæ og síðan snæða hádeg-
isverð með Geir H. Haarde for-
sætisráðherra og eiginkonu hans
Ingu Jónu Þórðardóttur. Að því
loknu verður gengið að hinum svo-
kölluðu konungssteinum í hlíðinni
fyrir ofan Geysi.
Á morgun verður Stykk-
ishólmur heimsóttur og meðal ann-
ars farið í Vatnasafnið. | 6 Morgunblaðið/Golli
Stórveisla
fyrir prins-
inn á Bessa-
stöðum
ÞÓTT fiskurinn Comet sé
bara með gullfiskaminni er
hann klár í kollinum og hefur
lært ýmsar brellur, til að
mynda að spila fótbolta.
Eigandi fisksins, Dean
Pomerleau, hefur einnig
kennt honum að leika körfu-
bolta og dansa limbódans. Þá kann Comet að fara í svig á milli
stanga eins og skíðamaður og ýta ruðningsbolta yfir röð af stólpum.
Pomerleau kveðst verðlauna fiskinn með fæðu þegar honum tekst
að ljúka verkefninu. Hann segir að hver sem er geti kennt gæludýr-
unum sínum svipaðar brellur. „Það eru alltaf að koma fram fleiri
sannanir fyrir því að fiskar eru greindari en fólk hefur talið,“ sagði
Pomerleau, sem er 41 árs Los Angeles-búi.
Fiskur sem spilar
fótbolta og dansar
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
0
8-
00
80
NÝJAR OG HANDHÆGARI UMBÚÐIRostur.is
Engisprettur >> 37
Öll leikhúsin á einum stað
Leikhúsin í landinu