Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 23 um skilningi og íslensku bankarnir eru það ekki heldur,“ segir Aliber. Áhlaup sennilega hafið Mjög litlar líkur eru á því að ís- lensku bankarnir geti komist hjá því að verða fyrir áhlaupi, að hans mati. „Ég tel mjög sennilegt að hljóðlátt áhlaup sé þegar hafið. Mig grunar að enginn eigandi jöklabréfa eða bankaskuldabréfa sem nálgast gjalddaga muni endurnýja þau á næstunni og ég giska á að flestir yf- irmenn fjárstýringar stórfyrirtækja séu farnir að flytja fé sitt til banka utan Íslands,“ segir Aliber. Aðspurð- ur hvort hann telji að reynt hafi verið að misnota markaðinn til þess að hagnast á íslensku bönkunum segir hann að enginn banki megi koma sér í þá stöðu að orðrómur virðist trú- legur. „Bankar eiga að forðast að vera svo nálægt brúninni og þar hafa íslensku bankarnir brugðist,“ segir hann og bætir við að ef til vill ættu bankarnir að leita samruna við stærri erlenda banka til þess að komast hjá áhlaupi. „Við vitum ekki hversu arðbær rekstur bankanna er. Við vitum að þeir voru mjög arðbær- ir á meðan eignaverð hækkaði en nú er lítil lánaeftirspurn, hlutabréfa- verð þeirra hefur fallið en ég man ekki eftir landi sem hefur búið við jafnhátt eignaverð í hlutfalli við landsframleiðslu og komist hjá áhlaupi.“ Markmiðið á hilluna Enn ein ráðlegging Aliber er sú að verðbólgumarkmið Seðlabankans verði lagt á hilluna, en þó verði ekki hætt við það. Aðspurður hvort það sé ráðlegt í ljósi þess trúverðugleika- vanda sem Seðlabankinn býr við segir hann seðlabanka sem myndar peningaframboð ávallt búa við ein- hvern trúverðugleika. „Nauðsynlegt er að meta hvort kostnaðurinn við peningastefnuna sé of hár miðað við lækkun eignaverðs. Englandsbanki hefur lagt verðbólgumarkmiðið á hilluna og það hefur seðlabanki Bandaríkjanna líka gert. Ísland er heldur ekki einstakt að þessu leyti.“ rfestinga í nýtt undir ur Aliber. vöxtur ís- rdæma og dæmigerð. ir og hafa etu til þess eningarnir ust að því æða. Hins um skyn- ri að ræða t að bank- fyrir dótt- það er að bankarnir ín í dag finnst lík- a að selja r og bætir að dóttur- ð opinbera eta komið nkenni er d að bank- upp eilífð- jármagns. upp gull- n og Taí- ndaríkjun- i farið svo laust fjár- akt í þess- Morgunblaðið/G.Rúnar ólur um allan heim um áratugaskeið. akt í kilningi r prófess- ði og fjár- Chicago. rsetri í kólann. þeim í þróun ik síð- luta a sem cago- r, Milton ler, Gary se. henni fylgir hér á landi. Gert er ráð fyrir að kostnaður íslenska ríkisins við hverja 2-3 vikna viðveru erlends hers sé í kringum 50 milljónir eða alls 200 milljónir á ári. Þar sem Frakkar sinna eftirliti í tvöfalt lengri tíma en annars er gert ráð fyrir mun kostnaður við veru þeirra hér verða í kringum hundrað milljónir. Samkomulag um þessa loftrým- isgæslu á aðeins við á friðartímum en ef til ófriðar kæmi gildir varn- arsamningurinn við Bandaríkin frá árinu 1951. anleg sagði Þórir um „praktíska nið- urstöðu“ að ræða. Tímabundin við- vera hefði þótt æskilegri fyrir Ísland. „Í sjálfu sér fullnægir sú við- vera markmiðum bandalagsins með því að þá er vitneskja úti í heimi um að hér koma reglulega sveitir og eru hér reglulega tímabundið,“ sagði Þórir og áréttaði mikilvægi sýni- legra varna og að þannig væri ljóst að Ísland væri hluti af NATO. Þórir sagði loftrýmisgæslu vera dýra og að samkomulag væri um að Ísland tæki þátt í kostnaðinum sem fram til 20. júní nk. en gert er ráð fyrir að Bandaríkjamenn komi til landsins í haust sem og Kan- adamenn. Tímabundin gæsla nægir Loftrýmiseftirlit verður þannig virkt allt árið um kring og á ábyrgð Varnarmálastofnunar, sem tekur formlega til starfa um næstu mán- aðamót, en loftrýmisgæsla verður í 2-3 vikur í senn fjórum sinnum á ári. Aðspurður hvers vegna tímabundin loftrýmisgæsla hafi verið talin nægj- Ríflega hundrað mannafrönsk liðsveit er nústödd hér á landi til aðsinna loftrýmisgæslu og störfum tengdum henni á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) og fjórar orrustuþotur komu til lands- ins í gær í þeim tilgangi. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Íslands sem slík gæsla er á hendi annarra en Banda- ríkjamanna. Sveitin á að geta verið hreyfanleg og brugðist hratt við ef með þarf en að sögn Gilles Bertrand, yfirmanns franska liðsins, er til- gangurinn að vera „augu og vopn- aður armur NATO“ á vettvangi. Utanríkisráðuneytið boðaði blaða- menn til kynningarfundar í gær þar sem gerð var grein fyrir komu Frakkanna og í máli Þóris Ibsen, skrifstofustjóra varnarmálaskrif- stofu, kom fram að loftvarnir, þ.m.t. loftrýmiseftirlit og -gæsla, væru taldar lykilatriði í því að tryggja ör- yggi þjóða. Bandaríski herinn sinnti hvoru tveggja meðan hann var hér á landi en að sögn Þóris var það tillaga her- málanefndar NATO að loftvarna- kerfið yfir Íslandi yrði áfram starf- rækt. Ratsjárstofnun sinnir nú eftirlitinu en Varnarmálastofnun mun taka þau verkefni yfir. Gæslan verður hins vegar á hendi erlendra herja. Frakkar eru þar fyrstir í röð- inni og munu sinna loftrýmisgæslu Augu og vopnaður armur Atlantshafsbandalagsins Ljósmynd/Baldur Sveinsson Herþotur á sveimi Frönsku herþoturnar komu til landsins í gær. Liðsveitin mun æfa flug yfir hafi en ekki landi og Íslendingar ættu því ekki að verða varir við æfingarnar. Vera franska liðsins kostar íslenska ríkið um 100 milljónir kr. FRÉTTASKÝRING Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is Eitt af þeim verkefnum semFrakkar munu sinnameðan þeir eru hér álandi við loftrýmisgæslu er að fljúga til móts við rússneskar herflugvélar sem koma inn á ís- lenska loftvarnarsvæðið, bera á þær kennsl og fylgja þeim eftir meðan þær eru inni á svæðinu. Með þessu er í raun verið að endurvekja við- brögð sem tíðkuðust í kalda stríðinu en að því loknu og allt fram til ársins 2007 komu rússneskar vélar mjög sjaldan inn á íslenska flugstjórnar- svæðið. Þetta mátti rekja til þess að rússneska ríkið kom afskaplega illa út úr kostnaðarsömum kaldastríðs- rekstrinum og þurfti að herða sult- arólina. Æfingaflugferðum þessara langdrægu sprengjuvéla, sem oft eru nefndar Birnir, út fyrir rúss- neska lofthelgi var því fækkað mjög. Um miðjan ágúst í fyrra lýsti Vladímír Pútín, forseti Rússlands, því hins vegar yfir að eftirlitsflug yrði tekið upp að nýju og á sama tíma varð aftur vart við vélar inni á íslensku loftvarnarsvæði. Þetta var jafnframt á sama tíma og Íslending- ar tóku við rekstri Ratsjárstofnunar af Bandaríkjamönnum. Síðan þá hafa rússneskar vélar komið reglu- lega inn á íslenska loftvarnarsvæðið og alls 13 sinnum síðan í október sl. Í kalda stríðinu var algengast að Birnirnir flygju í gegnum íslenska loftvarnarsvæðið í austri og áfram til suðurs. Nú er vélunum hins vegar stundum flogið kringum landið. Enginn veit hvað er inni í þessum vélum en þær geta borið kjarnorku- vopn og markmið flugæfinganna á kaldastríðstímanum var að æfa árás- ir, t.d. á bandarísk skotmörk. Rúss- nesk yfirvöld láta ekki vita af komu m.a. sagt að það sé óviðeigandi og af því geti stafað hætta fyrir borgara- legt flug. Herþotur fljúga þó al- mennt í talsvert minni hæð en far- þegaflugvélar en Flugstoðir, sem annast alla flugleiðsögn fyrir alþjóð- legt flug og innanlandsflug, leggja engu að síður ríka áherslu á að geta fylgst með vélunum og hafa því kom- ið sér upp sérstökum búnaði til þess. Engar skýringar á fluginu Hrafnhildur B. Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir fyrirtækið ekki vakta ratsjár allan sólarhringinn en að það fylgist vel með vélunum þegar tilkynning berst um að þær séu inni á íslensku loft- varnarsvæði. „Það fylgir þessu heil- mikið óöryggi enda vitum við ekki hvert þær eru að fara,“ segir Hrafn- hildur en áréttar þó að hingað til hafi Birnirnir ekki truflað farþegaflug og engin ástæða verið talin til að óttast um það. Auk þess að fá upplýsingar frá Ratsjárstofnun berast Flugstoð- um oft upplýsingar frá Noregi um ferðir rússneskra herflugvéla. Íslenskir ráðamenn hafa árang- urslaust óskað skýringa frá rúss- neskum yfirvöldum á þessari flug- umferð um landið og Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tók þetta m.a. upp við Vladímír Pútín á NATO-fundinum í Búkarest í byrjun apríl. Margir telja að Rússar séu að reyna að gera sig gildandi á alþjóða- vettvangi að nýju enda þyki þeim þeir hafa upplifað ákveðna auðmýk- ingu eftir að kalda stríðinu lauk. Þeir telji NATO þrengja óþarflega að sér en mörg Sovétríkjanna fyrrverandi hafa gengið til liðs við bandalagið og enn fleiri sýnt því áhuga. Þannig séu Rússar að minna á að „þeir séu hérna ennþá“ og að ekki sé hægt að afskrifa þá. Með þessum flugrúntum sínum hafi Rússar í raun auðveldað íslensk- um stjórnvöldum til muna að rétt- læta þá ákvörðun að halda ratsjár- kerfinu virku. Þörfin var ekki sýnileg þegar Íslendingar tóku við rekstri kerfisins af Bandaríkja- mönnum, en að mörgum setur ugg þegar langdrægar sprengjuflugvél- ar sveima reglulega við landið. Á hinn bóginn kann loftrýmis- gæslan einnig að verða til þess að Rússar venji hingað komur sínar oft- ar en áður. Fram að þessu hafa þeir flogið mun oftar við strendur Noregs og Bretlands en Íslands. Tíminn mun leiða þetta í ljós. vélanna og ekki er hægt að sjá þær á almennum flugratsjám. Ratsjár- stofnun er hins vegar með tækni- legri ratsjár til að geta fylgst með flugi sem þessu og hefur komið upp- lýsingunum áfram til Flugmála- stjórnar. Óviðeigandi, ekki ólöglegt Fyrir tæpum tveimur vikum flugu Rússar í kringum Ísland en þá var danski flugherinn við æfingar hér á landi. Dönsku flugmennirnir vildu fljúga til móts við vélarnar en yfir- menn þeirra í Kaupmannahöfn tóku fyrir það. Þetta hefur vakið spurn- ingar um hvenær verði flogið til móts við rússnesku vélarnar en sam- kvæmt upplýsingum frá utanríkis- ráðuneytinu munu herir sem eru hér við æfingar ekki sinna því nema um NATO-æfingu sé að ræða. Hins veg- ar munu þeir herir sem sinna loft- rýmisgæslu hér á landi, líkt og sá franski, ávallt fljúga til móts við vél- arnar. Flug rússnesku Bjarnanna er ekki ólöglegt en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur Rússneskar herflugvélar hringsóla kringum landið        C$ % $#, # "% $#, #$ % # -"         Nýr rúntur Rússar hafa tekið upp á því að fljúga kringum Ísland. Í HNOTSKURN » Íslenska loftvarnarsvæðiðnær að meðaltali 150 sjómíl- ur út frá strönd Íslands. » Lofthelgin er hins vegareinungis 12 mílur. » Í kalda stríðinu komu rúss-neskar herflugvélar reglu- lega inn á loftvarnarsvæðið en mjög stopult eftir að því lauk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.