Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 44
Morgunblaðið/RAX
Skotist upp til skýja Eldflaugin yfirvinnur þyngdaraflið.
EFTIRVÆNTINGIN leyndi sér ekki á
meðal viðstaddra þegar eldflaug nemenda
Háskólans í Reykjavík hóf sig á loft frá
Vigdísarvöllum um tvöleytið í gær.
Fyrst virtist sem eitthvað væri að og
brutust því út mikil fagnaðarlæti þegar
eldflaugin, sem nemendurnir hönnuðu og
smíðuðu, tókst á loft með miklum þyt eftir
niðurtalningu og hrapaði síðan til jarðar.
Ágúst Valfells, lektor við tækni- og
verkfræðideild Háskólans í Reykjavík,
hefur farið fyrir undirbúningi nemendanna
að eldflaugarskotinu síðustu fjórtán vik-
urnar, í félagi við fimm aðra kennara.
„Allt gekk eins og sögu,“ sagði Ágúst og
bætti við að eldflaugin hafi náð 1350 metra
hæð. Það hafi verið sett sem lágmarks-
krafa að eldflaugin næði kílómetra hæð, en
henni var skotið upp með fastefniselds-
neyti.
„Hugmyndin hjá okkur var að nota
gervisykur og saltpétur sem eldsneyti og
koma flauginni upp í eins kílómetra hæð,“
segir Ágúst. „Þar mældum við ýmsa hluti,
á borð við hröðun og loftþrýsting, og bár-
um saman við útreikninga nemendanna.
Heildarþyngd flaugarinnar var eitthvað
um tíu kíló. Flaugin var smíðuð úr áli og
stáli og oddurinn úr trefjagleri. Við smíð-
uðum allt frá grunni.“
Að sögn Ágústs hófst fjórtán vikna und-
irbúningstímabil með fyrirlestrum og
hönnun flaugarinnar. Nemendurnir, sem
séu næstum því allir á öðru ári í BS-námi í
tækni- og verkfræðideild, hafi haft í nógu
að snúast síðustu tvær vikurnar.
Prófuðu ýmsar gerðir eldsneytis
Spurður út í hönnun flaugarinnar segir
Ágúst nemendurna hafa prófað margar
gerðir af eldsneyti. Við tilraunir sé mót-
ornum snúið öfugt og hann svo hlaðinn
með eldsneyti og kveikt í og skotið niður á
eins konar vog sem mæli kraftinn. Síðan
hafi verið metið hversu hratt eldsneytið
brann og hver heildarorkan var sem losn-
aði úr læðingi, en flaugin var búin tölvu-
kubbi, GPS-tæki, stafrænni upptökuvél og
hraða- og loftþrýstingsmæli.
Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem eld-
flaug var skotið á loft á Íslandi, en í nóv-
ember 2006 skutu þeir Magnús Már
Guðnason og Smári Freyr Smárason flaug
sem fór í um 1080 metra hæð og náði 590
km hámarkshraða, en til samanburðar var
stefnt að 700 km hámarkshraða í gær.
Önnur flaug íslenskrar eldflaugasögu þaut upp á Vigdísarvöllum
Í himin-
hvolfin
með sykri
Gleði Nemendur HR voru spenntir.
ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 127. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
10% halli of mikill
Bandaríski hagfræðingurinn Ro-
bert Z. Aliber segir að Ísland geti
ekki viðhaldið viðskiptahalla um-
fram 10% af vergri landsframleiðslu.
Flest hagkerfi geta viðhaldið 5-6%
viðskiptahalla og þangað þarf Ísland
að komast sem fyrst að mati hans.
» Forsíða
Frönsk flugsveit mætt
Frönsk flugsveit er stödd hér á
landi til að sinna loftrýmisgæslu og
störfum tengdum henni á vegum
NATO og komu fjórar orrustuþotur
til landsins í gær í þeim tilgangi. Er
þetta í fyrsta sinn í sögu Íslands sem
slík gæsla er á hendi annarra en
Bandaríkjamanna. » 23
Hreppti virt listaverðlaun
Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson
myndlistarkona hreppti hin virtu og
eftirsóttu Listaverðlaun Cleveland-
borgar í Ohio, Cleveland Arts Prize,
þann 1. maí. Verðlaunin nema and-
virði tæpra 200 þúsund króna. » 14
Minnst 10.000 fórust
Yfir 10.000 manns biðu bana í felli-
bylnum í Búrma um helgina og þús-
unda til viðbótar er saknað, að sögn
þarlendra stjórnvalda. Ríkisfjöl-
miðlar Búrma segja að búist sé við
að tala látinna hækki til muna, jafn-
vel í tugi þúsunda. » 13
SKOÐANIR»
Staksteinar: Frísklegir öldungar
Forystugreinar: Plága heimilis-
ofbeldis | Skólalóðir í skralli
Ljósvaki: Eyríkið Eiríkur
UMRÆÐAN»
Hræsni og Sól á Suðurlandi
Neyðaróp úr bankahvelfingu
Til hvers er Nató?
Ó, ó, óperuhús
3!
3!
$3 3 $3 3 3$
3
!3$
4 ( 5%. +
6 #( 3$
3!
3 3
$3!
3 3
!3 3!
- 7"1 % 3!
3 $3
3 3 $3 89::;<=
%>?<:=@6%AB@8
7;@;8;89::;<=
8C@%77<D@;
@9<%77<D@;
%E@%77<D@;
%2=%%@#F<;@7=
G;A;@%7>G?@
%8<
?2<;
6?@6=%2+%=>;:;
Heitast 12°C | Kaldast 7°C
Austlæg átt, 3-8 m/s
og rigning með köfl-
um, en skýjað með
köflum norðaustan til.
Hætt við þoku f. austan. » 10
Arnar Eggert Thor-
oddsen veltir fyrir
sér arfleifð Michaels
Jackson. Thriller
segir hann hápunkt-
inn á ferlinum. » 41
TÓNLIST»
Hryllir,
hryllir
KVIKMYNDIR»
Leikarinn Dourdan
kemur af fjöllum. » 43
Því er haldið fram að
einræðisstjórnin á
Spáni hafi rænt sigr-
inum í Evróvisjón
árið 1968 af Sir Cliff
Richard. » 38
TÓNLIST»
Var Sir Cliff
rændur?
TÓNLIST»
Týr verkar þjóðlögin
með bárujárni. » 39
TÖLVULEIKIR»
Leikurinn er uppseldur
fyrir Playstation 3. » 36
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Byrjaði að undirbúa … 1978
2. Litla stúlkan fundin
3. Fannst á Vífilsstaðaveginum
4. Barnslík fundust í frysti
Íslenska krónan veiktist um 0,3%
LISTDANSNEMINN Frank Fann-
ar Pedersen komst um helgina í
fimmtán manna úrslit í listdans-
keppni í Svíþjóð. Þar reyndu með
sér bestu 15 til 21 árs dansararnir á
Norðurlöndunum og í Eystrasalts-
löndunum. Hann hefur verið í ballett
í tíu ár, frá því að hann var sjö ára.
„Þetta var rosalega öðruvísi á sín-
um tíma. Ég þurfti að halda þessu
leyndu fyrir bekkjarfélögum mínum
fyrsta árið,“ segir hann. Í gagn-
fræðaskóla þótti síðan flott að dansa.
Frank á ekki langt að sækja hæfi-
leikana því móðir hans er Katrín
Hall, listrænn stjórnandi Íslenska
dansflokksins. Hann segir hana þó
ekki hafa ýtt sér út í dansinn. Frank
hefur sett stefnuna á háskólanám í
listdansi, helst erlendis. | 36
Morgunblaðið/Golli
Fimur Frank Fannar, sem hér æfir í Listdansskóla Íslands, hélt dansinum leyndum fyrir félögunum til að byrja með.
Í flokki
þeirra
bestu