Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKA ævintýramyndin um Járnmanninn, Iron Man, var tekju- hæsta myndin í íslenskum kvik- myndahúsum um liðna helgi, og jafn- framt sú mest sótta. 6.621 skellti sér á myndina um helgina, en frá frumsýn- ingu hennar á miðvikudaginn í síð- ustu viku hafa tæplega 11.000 manns séð hana. Það þýðir að tekjur af myndinni nema nú rúmum níu millj- ónum króna. Stirðbusaleg saga Iron Man skartar vandræðagems- anum Robert Downey Jr. í aðal- hlutverkinu, en auk hans leika þau Gwyneth Paltrow og Jeff Bridges stór hlutverk í myndinni. Þrátt fyrir mjög góða aðsókn hefur myndin hlot- ið fremur misjafna dóma, og sem dæmi má nefna að hún fékk aðeins tvær stjörnur af fimm mögulegum í dómi Heiðu Jóhannsdóttur hér í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Í gagnrýni sinni sagði Heiða meðal annars: „Járnmaðurinn er tæknilega vel gerð kvikmynd en að sama skapi er hér á ferðinni stirðbusalega mótuð saga um baráttu góðs og ills sem sæk- ir hugmyndafræðilega þætti til ein- faldaðra hugmynda um hið „réttláta“ hryðjuverkastríð Vesturlanda gegn öfgaöflum frá Mið-Austurlöndum.“ Kvennabósi í öðru sæti Í öðru sæti Bíólistans að þessu sinni má finna rómantísku gam- anmyndina Made Of Honor. Alls sáu 2.702 myndina um helgina, sem gerir 3.831 bíógest frá frumsýningu á mið- vikudaginn. Samanlagðar tekjur nema rúmum þremur milljónum. Myndin fjallar í stuttu máli um æv- intýri kvennabósans Toms sem er ekki allur þar sem hann er séður. Tekjuhæstu myndirnar í íslenskum kvikmyndahúsum Járnmaðurinn hafði betur en Brúðarmærin        5">  .                          !   "   # $$#% &#$' #  ( )"  * # % +               Hann er úr járni… Járnmanninum er ýmislegt til lista lagt og getur meðal annars flogið. Hvort hann kemst í splitt er hins vegar önnur saga. Kvartett Sigurðar Flosasonar Mánudagur 12. maí kl. 20:00 – annar í hvítasunnu Kvartettinn flytur efni af geisladiskunum Gengið á lagið, Gengið á hljóðið og Leiðin heim í bland við ný lög. Eyþór Gunnarsson: píanó Valdimar K. Sigurjónsson: kontrabassi Pétur Östlund: trommur www.dimma.is Tónlistarflytjandi ársins - Jazztónlist Íslensku tónlistarverðlaunin 2007 Hvítasunnujazz Sigurður Flosason og vinir Forsala hjá midi.is Stakir tónleikar kr. 2.000 - Hátíðarpassi kr. 3.500 í Fríkirkjunni Tónleikaröðin er styrkt af Reykjavíkurborg Bláir skuggar Laugardagur 10. maí kl. 20:00 Kvartettinn hefur nýverið sent frá sér tvo diska, Bláa skugga og Blátt ljós, sem báðir hafa fengið frábærar viðtökur. Þórir Baldursson: Hammond orgel Jón Páll Bjarnason: gítar Pétur Östlund: trommur Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson Sunnudagur 11. maí kl. 16:00 - Hvítasunnudagur Nýjar sálmaútsetningar í bland við efni af metsöludiskum þeirra félaga; Sálmum lífsins, Sálmum jólanna og Draumalandinu. Kristjana Stefánsdóttir og Kvartett Sigurðar Flosasonar Sunnudagur 11. maí kl. 20:00 - Hvítasunnudagur Kristjana flytur nýja og eldri söngtónlist Sigurðar við ljóð Aðalsteins Ásbergs m.a. af geisladisknum Hvar er tunglið? Eyþór Gunnarsson: píanó Valdimar K. Sigurjónsson: kontrabassi Pétur Östlund: trommur YFIR 18.000 ÁHORFENDUR - Páll Baldvin Baldvinnsson Fréttablaðið eee - Sigurjón M. Egilsson Mannlíf eeee Stefán Birgir Stefánsson sbs.is - S. V. Morgunblaðið eee Sýnd í kringlunni VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA Sýnd í álfabakka,kringlunni, keflavík, akureyri og SelfoSSi / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA IRON MAN kl. 6D - 9PD - 10D B.i. 12 ára DIGITAL IRON MAN kl. 9PD B.i. 12 ára POWERDIGITAL OVER HER DEAD BODY kl. 5:50 - 8 B.i. 7 ára P2 kl.10:10 B.i. 16 ára STÓRA PLANIÐ kl. 6D - 8D B.i. 10 ára DIGITAL IRON MAN kl. 5:30D - 8D - 10:40D B.i. 12 ára DIGITAL IRON MAN kl. 5:30D - 8D - 10:40D LÚXUS VIP MADE OF HONOUR kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ DRILLBIT TAYLOR kl. 5:40 B.i. 10 ára IN THE VALLEY OF ELAH kl. 8 - 10:40 B.i. 16 ára FORGETTING SARAH M. kl. 8 - 10:20 B.i.12 ára SHINE A LIGHT kl. 8 - 10:40 LEYFÐ FOOL´S GOLD kl. 5:40 B.i.7 ára UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 5:40 LEYFÐ Sýnd í álfabakka eeee - H.J., MBL BÍÓTAL KVIKMYNDIR.IS eeee - V.J.V., Topp5.is/FBL „atH SérStakt leyniatriði er að mynd lokinni (eftir leikara/credit liStanum)“ eeee - V.J.V., Topp5.is/FBL BRESKA götublaðið The Sun birti í gær myndir af 19 ára dóttur Sir Bobs Geldofs, Peaches, þar sem hún er að kaupa fíkniefni. Var Peaches, sem er þáttasjórnandi í sjón- varpi, að kaupa efnin af sölumanni sem grunaður er um að hafa einnig selt söngkonunni Amy Winehouse. Á myndbandi sem birtist á vef blaðsins og lögreglan fann á minnislykli þegar hún handtók fíkniefnasalann, sést hvar Peaches réttir sölumanninum 190 pund og segist þurfa allt sem hann sé með. Á minnislyklinum var einnig myndband þar sem sést hvar Winehouse reykir krakk. Peaches hefur áður hafnað því að hafa neytt kókaíns en móðir hennar, Paula Yeates, lést af of stórum skammti af heróíni árið 2000. Geldof hefur í viðtali sagst verða óður ef hann kæmist að því að dóttir hans neytti fíkniefna. Dóttir Geldofs gripin við kaup á fíkniefnum Reuters Áhyggjufullur Geldof hefur áhyggjur af Peaches. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.