Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. PLÁGA HEIMILISOFBELDIS Heimilisofbeldi er plága. Mikiðmæðir á kvennaathvarfinuum þessar mundir: „Álagið hefur verið mikið það sem af er þessu ári,“ segir Sigþrúður Guðmundsdótt- ir, framkvæmdastýra athvarfsins, í samtali við Morgunblaðið í gær. Frá áramótum hafa 48 konur komið til dvalar í Kvennaathvarfinu, 14 fleiri en á sama tíma í fyrra. Í blaðinu birt- ist einnig samtal við Kristínu Þórð- ardóttur, sem lýsir því víti, sem hún gekk í gegnum vegna ofbeldis fyrr- verandi eiginmanns síns. Í orðum Kristínar kemur fram hversu mikið hún lét yfir sig ganga áður en hún leitaði aðstoðar. Hún segir að hún hafi eiginlega verið „lifandi dauð“. „Ég hafði, eins og margir, mikla þörf fyrir að láta líta út fyrir að allt væri í lagi hjá mér. Skömmin var mikil. Ég skammaðist mín fyrir að láta koma svona fram við mig.“ Hún var niður- brotin manneskja þegar hún kom í at- hvarfið, marin og blá um mestallan líkamann. „Ég skammaðist mín fyrir að þurfa að fara að heiman. Ég skammaðist mín fyrir að þurfa að fara í athvarfið. Ég hafði einu sinni haft þá skoðun að það ætti enginn að láta koma illa fram við sig og berja sig. Ég hafði verið í hópi þeirra sem hugsa að þeir muni aldrei láta neitt svona koma fyrir sig. En þarna var ég komin hinum megin við borðið.“ Það tók Kristínu langan tíma að vinna úr áfallinu eftir ofbeldissam- búðina. Hún segir að þar hafi vinirnir og Kvennaathvarfið skipt sköpum. Kvennaathvarfið hafi ávallt verið til staðar og konurnar þar hafi hjálpað henni mest. Saga Kristínar er hræðileg og það segir sitt um andrúmsloftið í sam- félaginu að hún skuli finna fyrir skömm þegar skömmin er öll mak- ans, sem beitir ofbeldinu, og sam- félagið á að koma því rækilega til skila í stað þess að láta eins og ekkert sé. Það er hlutverk stjórnvalda að vekja til meðvitundar um alvarleika heimilisofbeldis og það er hlutverk hvers einstaklings að koma til hjálp- ar. Heimilisofbeldi er glæpur. Heim- ilið er griðastaður fjölskyldunnar, en það á ekki að vera skálkaskjól ofbeld- ismanna. Hver er munurinn á líkams- árás inni á heimilinu og líkamsárás á almannafæri? Ofbeldið getur bæði verið andlegt og líkamlegt og þótt marblettirnir hverfi geta örin á sál- inni verið varanleg. Fórnarlambið getur verið mörg ár að jafna sig og nær sér jafnvel aldrei á strik. Ofbeld- ið bitnar á fjölskyldunni allri, eigin- konunni og börnunum. Eins og kemur fram í umfjölluninni í Morgunblaðinu í gær vinnur Kvennaathvarfið gríðarlega mikil- vægt starf og er nauðsynlegt að tryggja að það hafi bolmagn til að gegna hlutverki sínu. Það getur verið erfitt að þurfa að flýja undan maka sínum og ómetanlegt að hafa athvarf þar sem fyrir hendi er kunnátta og þekking á því að aðstoða þá, sem eru hjálpar þurfi, og hjálpa þeim að vakna til lífsins á ný. SKÓLALÓÐIR Í SKRALLI Ástand skólalóða í höfuðborginnier misjafnt. Sumar eru svo vel búnar að sómi er að, en annars staðar er ástandið til háborinnar skammar og allt í skralli. Í Morgunblaðinu í gær er fjallað um aðstöðu á skólalóðum við grunn- skóla borgarinnar. „Mér finnst þessi mál hafa orðið útundan í langan tíma,“ segir Jórunn Frímannsdóttir, formaður framkvæmda- og eignaráðs Reykjavíkurborgar, þar. Það eru orð að sönnu. Eins og fram kemur í fréttinni samþykkti Reykjavíkurborg í hitti- fyrra að setja 150 milljónir króna árið 2007 í endurbætur á lóðum við 15 skóla. Það eru ekki nema tíu milljónir króna á skóla og þurfi að endurhanna lóð er sú upphæð ekki nema brot af kostnaðinum. Sérstaklega er tekið fram að endurbæturnar hafi sums staðar tafist, þar á meðal við Fella- skóla og Vesturbæjarskóla. Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri í Fella- skóla, kveðst vonast til að endurbæt- ur geti hafist vorið 2009. Í Vesturbæjarskóla hafa málefni skólalóðarinnar verið í ólestri svo ár- um skiptir. Kjörtímabilin líða án þess að nokkuð sé aðhafst, hvort sem lof- orðin koma frá hægri eða vinstri. Nánast engin leiktæki er að finna á lóðinni og hún er ein slysagildra. Lausamöl er um alla lóðina og möl á stétt er háskaleg blanda. Girðingar eru illa farnar og lausir vírar standa út þannig að börnin flækja sig í þeim. Slys eru tíð, börnin detta og koma heim með brotnar tennur, svöðusár og rifin föt. Meira að segja loforð um lágmarksaðgerðir til þess að draga úr slysahættu eru svikin. Stjórnendur skólans hafa þrýst á borgaryfirvöld. Foreldrar hafa þrýst á borgaryfirvöld. Nemendur skólans hafa safnað undirskriftum og fært borgaryfirvöldum. Allt kemur fyrir ekki. Nú hefur enn verið lofað að ráð- ist verði í framkvæmdir í sumar, en best er að bíða og sjá áður en of mikið er fullyrt. Skólalóðin við Vesturbæj- arskóla er bara eitt dæmi og segir sína sögu. Skólinn er vinnustaður kennara og nemenda. Skóli er ekki bara kennslustofur og gangar, vinnu- staðurinn er skólalóðin öll. Aðstaða sem þessi yrði ekki liðin á nokkrum vinnustað fullorðna fólksins. Hvers vegna er börnunum boðið upp á aðstæður sem þessar? Eru skilaboðin þau að börnin séu afgangs- stærð í borgarsamfélaginu? Hvernig eiga börnin að skilja það að á sjö ára skólagöngu sé skólalóðin látin sitja á hakanum og ástandið versni jafnvel frá ári til árs? Það er ekki beinlínis verið að koma því til skila að hags- munir þeirra skipti máli. „Við krefjumst fleiri leiktækja á skólalóðina,“ skrifaði átta ára nem- andi í Vesturbæjarskóla með krít á stéttina fyrir utan heimili sitt 1. maí. Hvenær ætlar borgin að hlusta? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is Ísland getur alls ekki viðhaldiðviðskiptahalla umfram 10% afvergri landsframleiðslu. Ekk-ert land getur viðhaldið slík- um viðskiptahalla til lengdar. Flest hagkerfi geta viðhaldið 5-6% við- skiptahalla og þangað þarf Ísland að komast sem fyrst,“ segir bandaríski hagfræðingurinn Robert Z. Aliber í samtali við Morgunblaðið. Aliber hélt í gær fyrirlestur um eignaverðs- bólur í Háskóla Íslands en hann hef- ur um áratuga skeið rannsakað eignaverðsbólur og fjármálamarkaði og segir hann bólu sem nú er að springa á heimsvísu ekki frábrugðna fyrri slíkum bólum. Aliber segir of háa skuldsetningu íslenska hagkerfisins alls ekki heppi- lega og því þurfi að draga úr henni. „Fjármagna þarf viðskiptahallann með fjármagni frá útlöndum og ein- hvern tímann kemur sú staða upp að erlendir fjármagnseigendur vilja ekki fjármagna hallann. Þá verður lending hörð. Í fyrramálið þarf því einhver hjá Seðlabankanum að spyrja hver eigi að fjármagna 10% viðskiptahalla á næsta ári.“ En hvernig eiga stjórnvöld að ná við- skiptahallanum niður? „Einfaldasta leiðin er að lækka gengi krónunnar. Einnig er hægt að setja á innflutningshöft eða efla út- flutning með ríkisstyrkjum þótt það sé síður æskilegt,“ segir Aliber en taka ber fram að með því að segja lækka gengi krónunnar á hann við að slík lækkun fari fram á markaði (e. depreciation) en ekki að gengið verði vegna hins mikla vægis fjár eignasafni þeirra. Sagt er að ekkert sé n sólinni og undir það teku Ekki einu sinni hinn öri v lensku bankanna er án for segir hann einkennin d „Bankarnir eru mjög ungi vaxið ört. Þeir hafa enga ge að verðleggja áhættu. Pe voru til staðar og þeir komu hvernig hægt væri að græ vegar var ekki spurt hvort samlega notkum á fénu vær eður ei. Það er nokkuð ljóst arnir greiddu of hátt verð f urfélög sín erlendis og þ sama skapi ljóst að gætu b selt þessi dótturfélög sí myndu þeir gera það. Mér legt að þeir séu að reyna dótturfélögin,“ segir Aliber við að sér þyki eðlilegt a félögin séu seld áður en hið tekur stórt lán til þess að ge bönkunum til aðstoðar. Annað dæmigert bóluein að hans sögn sú staðreynd arnir telji sig hafa fundið u arhreyfingu við myndun fj „Þeir telja sig hafa fundið gerð. Þetta gerðist í Japa landi, meira að segja í Ban um. Því er hins vegar ekki að hægt sé að mynda endal magn. Ísland er ekki einsta fellt (e. devaluation). Aliber segir það hafa verið rangt hjá Seðlabank- anum að hækka stýrivexti í lok mars og byrjun apríl til þess að styrkja gengi krónunnar. „Ekki er hægt að koma í veg fyrir að gengið lækki og það mun gerast fyrr eða síðar og það er betra að það gerist nú þegar ennþá er umframgeta í hagkerfinu.“ Aðspurður segist hann ekki vilja velta vöngum yfir því hversu mikið gengið þarf að falla til viðbótar til þess að viðskiptahallinn verði viðráð- anlegur en leggur þó áherslu á að það verði að gerast eins hratt og hægt er. „Ef fólk býst við lækkun fer það að reyna ýmsar kúnstir,“ segir hann og vísar þar m.a. til skortsölu á krónunni. Mikið hefur verið rætt um upp- töku evrunnar sem lausn á vanda ís- lenska hagkerfisins og segir Aliber það mjög óráðlegt að taka upp evru við þær aðstæður sem nú ríkja. Vangaveltur um upptöku evrunnar, eða annars erlends gjaldmiðils, hér á landi verði að bíða betri tíma en það sé þó vel mögulegt að halda úti krón- unni, þrátt fyrir smæð hagkerfisins. Bankarnir ekki bankar Lækkun gengis krónunnar til þess að stilla viðskiptahallann af er þó ekki eina ráðlegging Aliber til ís- lenskra stjórnvalda. Hann leggur einnig til að stóru bönkunum þremur verði skipt upp í tvær einingar. Ann- ars vegar viðskiptabanka, sem stundar hefðbundna inn- og útlána- starfsemi, og hins vegar fjárfesting- arbanka. „Hið opinbera getur ábyrgst skuldbindingar viðskipta- bankanna en á ekki að ábyrgjast skuldbindingar fjárfestingarbank- anna. Þegar heildareignir hverrar stofnunar fyrir sig hafa verið metnar er hægt að ákveða hversu marga hluti hver hluthafi geti átt í þeim. Ég sé enga ástæðu til þess að reyna að vernda eign hluthafa í fjárfestingar- bönkunum, hluthafar tóku ákvörðun um að verða hluthafar,“ segir Aliber, sem segir íslensku viðskiptabankana ekki lengur vera banka. Þeir séu meira í ætt við fjárfestingarsjóði Ekkert nýtt Bandaríski hagfræðingurinn Robert Z. Aliber hefur rannsakað fjármála- og eignaverðsbó Ísland ekki einsta efnahagslegum sk Bandaríski hagfræðing- urinn Robert Z. Aliber segir litlar líkur á því að íslensku bankarnir geti komist hjá banka- áhlaupi. Í HNOTSKURN » Robert Z. Aliber eror í alþjóðahagfræð málum við háskólann í C Hann stýrir rannsóknar alþjóðafjármálum við sk » Hagfræðingar frá þskóla voru leiðandi hagfræðinnar um miðb ustu aldar og á síðari hl hennar. » Meðal hagfræðingakenndir eru við Chi háskóla eru, auk Aliber Friedman, George Stig Becker og Ronald Coas

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.