Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur og Kristján Jónsson HEIMSÓKN krónprinshjóna Dan- merkur er í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og Dor- rit Moussaieff, forsetafrúar, en hún mun standa fram á fimmtudag. Laust fyrir hádegi í gær renndu hjónin konunglegu í hlað á Bessa- stöðum ásamt fríðu föruneyti. Ólafur Ragnar og Dorrit voru ekki þau einu sem biðu komu þeirra en fjöldi er- lendra ljósmyndara og blaðamanna, auk nokkurra innlendra, hafði komið sér fyrir við Bessastaði. Fjórmenn- ingarnir stilltu sér upp fyrir framan útidyrnar og ljósmyndarar smelltu af í gríð og erg. Dorrit sló á létta strengi og stakk upp á því að þau færðu sig úr skugganum og í sólina þar sem hún ætti líklega ekki eftir að skína nema í tíu mínútur til við- bótar. Þá lagði hún til að þau notuðu ensku til að ræða saman sín á milli en ekki dönsku, íslenskan reyndist henni nógu erfið. Spenntur að fara á hestbak Eftir stutta stund úti við í tölu- verðu hvassviðri var boðið til blaða- mannafundar í salarkynnum Bessa- staða. Friðrik krónprins lýsti ánægju sinni með að þau hjónin væru komin hingað í fyrsta sinn saman en sjálfur hefur hann komið hingað til lands nokkrum sinnum. Hann sagðist vera spenntur að skoða svæði sem forfeður hans hafa heimsótt við ýmis tækifæri og væri sérstaklega ánægjulegt að geta deilt reynslunni með eiginkonu sinni. Aðspurður sagðist hann hlakka einna mest til að vera úti í íslenskri náttúru og fara á hestbak og væri hann sérstaklega spenntur að kom- ast að því hvort þau væru í nógu góðu líkamlegu standi til þess. Spurð hvað henni fyndist um að íslensk börn læri dönsku í skólum sagði Mary það ánægjulegt hve mik- il tengsl væru milli Íslands og Dan- merkur. Í kjölfarið var hún spurð að því hvort henni hefði þótt danskan erfið, en hún er uppalin í Ástralíu. Sagði hún að henni hefði þótt það og hefði námið tekið sinn tíma. Þá skaut Friðrik því inn í að væri maður for- vitinn gengi námið hraðar fyrir sig. Spurður út í Íslendingasögurnar sagði Friðrik kennara sinn í grunn- skóla hafa sagt sér frá þeim og væru þær blóðugar en spennandi. Þéttskipuð dagskrá Krónprinshjónin halda af landi brott næstkomandi fimmtudag en þau munu hafa í nógu að snúast þangað til. Í gær skoðuðu þau m.a. handritasýninguna í Þjóðmenning- arhúsinu. Þá fóru Friðrik og Ólafur Ragnar á ráðstefnu um jöklafræði og loftslagsbreytingar í Öskju, húsi náttúruvísinda HÍ, en Mary og Dor- rit kynntu sér íslenska hönnun. Í dag fara Friðrik og Mary á hest- bak í Dallandi í Mosfellsbæ. Þá verð- ur haldið að Þingvöllum þar sem þau munu m.a. snæða hádegisverð með Geir H. Haarde forsætisráðherra og eiginkonu hans Ingu Jónu Þórðar- dóttur. Að því loknu verður gengið að hinum svokölluðu konungs- steinum í hlíðinni fyrir ofan Geysi. Á morgun verður Stykkishólmur heimsóttur og verður m.a. farið í Vatnasafnið. Síðdegis verður sendi- herra Danmerkur á Íslandi með móttöku um borð í Vædderen í Reykjavíkurhöfn. Spenntur að skoða svæði sem forfeðurnir hafa heimsótt Friðrik, krónprins Dan- merkur, og eiginkona hans, Mary krónprins- essa, komu til landsins í gærmorgun og voru Bessastaðir fyrsti áfangastaður fjögurra daga heimsóknarinnar. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Á Bessastöðum Friðrik sagði á blaðamannafundi að samstarf milli Íslands og Danmerkur væri afar mikilvægt. Hlýlegar móttökur Nemendur í Áslandsskóla í Hafnarfirði tóku vel á móti krónprinshjónunum Friðriki og Mary sem og forsetahjónunum Ólafi Ragnari og Dorrit. Þar var m.a. dönskukennslan í skólanum kynnt. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is MATS Hägg, rannsóknarlögreglu- maður og sérfræðingur í blóðferl- um, segir þau vinnubrögð sem sýnd eru í hasarþáttum í sjónvarpi af rannsóknum lögreglu á vettvangi nokkuð nærri lagi, þó sjónvarps- löggurnar séu óvenju fundvísar á rétta hárið eða fingrafarið sem þarf til að leysa málið. Mats starfar hjá lögreglunni á Skáni og hefur í röskan áratug sér- hæft sig í blóðferlarannsóknum. Hann var staddur hér á landi í byrj- un vikunnar til að veita umsögn fyr- ir Héraðsdómi Reykjavíkur um gæði niðurstaðna tæknirannsóknar- deildar lögreglunnar hér á landi í morðmáli, Hringbrautarmálinu svo- kallaða, en hinn grunaði hefur neit- að sök í málinu og því reynt mikið á rannsóknir lögreglu. Sammála niðurstöðum tæknirannsóknardeildar Þó að Mats geti ekki tjáð sig um rannsóknina segist hann ljóst að sérfræðingar lögreglunnar hér á landi séu vel þjálfaðir og að hann hafi verið fullkomlega sammála þeim niðurstöðum sem þeir drógu af rannsóknum á vettvangi. Blóð- ferlarannsóknir taka m.a. til dreif- ingar, staðsetningar og stærðar blóðdropa á vettvangi árásar og segir Mats um þaulrannsakaða og margreynda rannsóknaraðferð að ræða. „Blóðferlarannsóknir geta skipt sköpum og gefið rannsakend- um mun skýrari mynd af hvað gerð- ist á vettvangi glæps. Stundum má, t.d. með því að skoða hvar og hvern- ig blóðslettur lentu á fatnaði við- staddra, sjá hver var valdur að árásinni, en einnig má með blóð- ferlarannsókn útiloka það sem ekki gerðist, sem getur síðan haft áhrif á stefnu rannsóknarinnar og yfir- heyrslur,“ segir hann. Gefur mynd af atburðum „Með því að skoða dreifingu blóð- bletta má finna út hvaðan og hvern- ig dreifingin átti upptök sín og jafn- vel um hvers konar áverka var að ræða. Þannig kemur t.d. meira blóð- magn ef beitt er stóru barefli, en ef einhver verður fyrir skoti. Finna má út hvort fórnarlambið var liggj- andi eða standandi og í sumum til- vikum má greina hvaða atburðarás átti sér stað.“ Starfið segir Mats að krefjist mikillar vinnu. „Á nokkrum klukku- stundum má yfirleitt fá grófa mynd af því sem gerðist, en ítarlegri nið- urstöður krefjast ítrekaðrar ljós- myndunar og mælinga og geta blóð- ferlarannsóknir á vettvangi jafnvel tekið nokkra daga ef um mikið magn af blóði er að ræða,“ segir hann. „Þá bætist við vinna á rann- sóknarstofu, því með því að rýna í blóðdropa á fötum grunaðra kemur oft ýmislegt áhugavert í ljós.“ Blóðið getur upplýst glæpinn  Sænskur sérfræðingur í blóðferlarannsóknum staddur hér á landi  Gefur íslenskum rannsóknum góða umsögn  Rannsóknir á staðsetningu og stærð blóðdropa geta skipt miklu við lausn sakamála Dropar með sögu Blóð á vettvangi árásar getur sagt mikið um hvað gerð- ist. Myndin hér að ofan er af vettvangi sem sviðsettur var til kennslu. Rannsakandi Mats Hägg virðir fyrir sér vettvang glæps. Skoða þarf hvern krók og kima og hér athugar hann hvort dropar sjáist í loftinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.