Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 1
142 dæmdir menn á biðlista mbl.is | Sjónvarp stakar áhyggjur af geðsjúkum, sak- hæfum afbrotamönnum sem vistaðir eru í fangelsum, þar sem þeir eiga, að hennar mati, fangavarða og heil- brigðisstarfsmanna á Litla-Hrauni, alls ekki heima. Markviss uppbygging ,,Við erum að leita leiða til þess að fækka enn frekar á þessum lista,“ segir Páll E. Winkel, „og erum m.a. að skoða önnur afplánunarúrræði eins og vistun á meðferðarheimilum. Á ANNAÐ hundrað manns sem hlot- ið hafa refsidóma hér á landi bíða úti í samfélaginu eftir að hefja afplánun í fangelsum. Að sögn Páls E. Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar, voru 170 manns á svonefndum boð- unarlista fyrir um mánuði en tekist hefur að fækka þeim niður í 142 í dag. „Það er allt útlit fyrir að þeim fækki enn frekar þar sem fangelsið á Akureyri var tekið í notkun fyrir mánuði en þar eru tíu fangapláss sem munar um,“ segir Páll. Margrét Frímannsdóttir, for- stöðumaður fangelsisins á Litla- Hrauni, er ómyrk í máli í viðtali sem birt er við hana í Sjónvarpi mbl.is í dag og segir knýjandi þörf á úrbót- um í fangelsismálum. Vonast hún til að hafist verði handa við nýbygging- ar á næsta ári. Hún segir engum greiða gerðan með því að þurfa að bíða afplánunar í langan tíma eftir að dómur er fallinn. Fram kemur í við- talinu við Margréti að hún hefur sér- Svo má ekki gleyma því að það er markviss uppbygging í fangelsum landsins og verið er að kanna mögu- leika á að byggja við Litla-Hraun og jafnframt gæsluvarðhaldsfangelsi á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann. Spurður hversu lengi menn eru á biðlista áður en afplánun hefst segir Páll að unnið sé eftir ákveðinni for- gangsröðun þar sem allir þeir ein- staklingar sem taldir eru hættulegir umhverfi sínu eru boðaðir strax til afplánunar. Um helmingur þeirra sem eru á biðlistanum og bíða afplánunar í fangelsi getur hugsanlega sinnt sam- félagsþjónustu í stað þess að sitja dóminn af sér í fangelsi. Í fyrra hófu 73 brotamenn samfélagsþjónustu í stað óskilorðsbundinnar fangelsis- refsingar. 142 bíða fangelsisvistar  Knýjandi þörf á úrbótum í fangelsismálum, segir Margrét Frímannsdóttir  Leita til meðferðarheimila um vistun  Áhyggjur af geðsjúkum afbrotamönnum Morgunblaðið/RAX Litla-Hraun Verið er að huga að viðbyggingu við fangelsið. Í HNOTSKURN »170 brotamenn biðu fanga-vistar vegna plássleysis í fangelsum fyrir mánuði en tekist hefur stytta biðlistann niður í 142. »Um helmingur gæti sóttum samfélagsþjónustu í stað fangelsisrefsingar. ÓVENJUMIKILL fjöldi bíla er nú á geymslu- svæðum skipaflutningafélaganna. Bílarnir eru geymdir á þessum svæðum þar til þeir eru toll- afgreiddir. Hjá Samskipum fengust þær upplýsingar að á þeirra geymslusvæði væru nú hátt á þriðja þús- und bílar sem biðu afgreiðslu, en á síðasta ári voru að jafnaði um þúsund bílar í geymslu. Fulltrúi Eimskipa vildi ekki gefa nákvæmar upplýsingar um fjölda bíla í geymslu. Ef áætlað er að Eimskip séu með jafnmarga bíla í geymslu og Samskip gerir það samtals nærri sex þúsund bíla, en til samanburðar má nefna að á öllu síð- asta ári seldust tæplega 16.000 nýir fólksbílar. Geymdir bílar nú nema því um þriðjungi af heildarsölu ársins 2007. Mest var bílasalan árið 2005 þegar rétt rúmlega 18.000 fólksbílar voru seldir. Það sem af er árinu hafa selst rúmlega 4 þús- und bílar en salan var mest í upphafi ársins. Í síðustu viku seldust 214 nýir bílar. Óseldir bílar hrannast upp Mikill samdráttur hefur verið í sölu á nýjum bílum undanfarnar vikur Morgunblaðið/RAX STOFNAÐ 1913 127 . TBL. 96. ÁRG. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is Gítarleikararnir >> 47 Komdu í leikhús Leikhúsin í landinu SÉRBLAÐ UM FERÐALÖG Í ÖLLUM LANDSHLUTM FYLGIR MORGUNBLAÐINU Í DAG FERÐASUM- ARIÐ 2008 Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is FLAUTAÐ verð- ur til leiks í Landsbankadeild karla í knatt- spyrnu í dag og hefst þar með nýr kafli í sögu Íslandsmótsins. Nú eru liðin tólf sem skipa Landsbanka- deildina en frá árinu 1977 hafa tíu lið leikið í efstu deild. Sem fyrr ríkir mikil spenna og eftirvænting hjá knattspyrnu- áhugamönnum og með sífellt betri mannvirkjum, betri grasvöllum, betri umgjörð, meiri markaðs- setningu og umfjöllun fjölmiðla og vonandi betri fótbolta sem liðin bjóða upp á hefur tekist að laða fleira fólk á völlinn. Á toppnum í Evrópu Í fyrra var 100.000 áhorfenda múrinn rofinn og þegar horft er til hinnar margfrægu höfðatölu dró Landsbankadeild karla að sér flesta áhorfendur hlutfallslega í deildum Evrópu keppnistímabilið 2006-07. Að jafnaði komu 1.329 áhorfendur á leik í Landsbanka- deildinni á síðustu leiktíð – 4,2 af hverjum 1.000 íbúum landsins sáu leiki í deildinni og engin Evrópu- þjóð gerði betur í þeim efnum. Næstir komu Kýpurbúar þar sem 3,4 af hverjum þúsund manns sóttu leikina í efstu deildinni þar í landi og skoska úrvalsdeildin varð í þriðja sæti en 3,2 af hverjum þús- und sóttu leikina. Helmingi fleiri hlutfallslega miðað við höfðatölu mættu á leikina í Landsbankadeild karla heldur en norsku úrvalsdeild- ina og þegar horft er til miðaverðs er hægt að komast á völlinn hér heima fyrir 1.200 krónur fyrir full- orðins einstakling en ódýrasti mið- inn í stæði hjá norska meistaralið- inu Brann kostar 1.200 krónur og miðarnir í sæti hjá Brann kosta á bilinu 2.300 til 4.500 krónur. Ekki bara leikurinn Þórir Hákonarson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, segir allar for- sendur fyrir því að fólk streymi á völlinn í sumar. „Ég hef fulla trú á því að þessi þróun haldi áfram og að við fáum fleiri áhorfendur. Í fyrsta lagi er mótið stærra með fleiri liðum og þá reikna ég fastlega með því að spennan verði mikil í toppbaráttunni og ekki síður í botnbaráttunni. Undanfarin ár hefur aðstaðan á völlum landsins verið að batna fyrir áhorfendur, umfjöllun fjölmiðla er alltaf að aukast, sem hjálpar mikið til, og félögin með sínum styrkt- araðilum eru að búa til í kringum einn fótboltaleik mikla skemmtun sem nær til meira en bara leiksins sjálfs. Markmið okkar og félaganna verður að fá fleiri áhorfendur að jafnaði á leik og ég er bjartsýnn á að það takist,“ sagði Þórir. Alvaran hefst í dag Allt gert til að fjölga áhorfendum Valsmenn fagna titlinum í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.