Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
– Byrjum á framtíðinni. Hvernig
sérðu hana fyrir þér, nú þegar sam-
þykkt hefur verið að afskrá félagið?
Frá því að ég tók við í byrj-un desember höfum viðunnið að því að endur-skipuleggja eignasafnið
og renna styrkari stoðum undir
reksturinn. Ég held að það hafi
gengið í samræmi við það sem lagt
var upp með fyrir þetta tímabil. Á
móti voru aðstæður á fyrsta árs-
fjórðungi erfiðar en ég tel að við
séum komin fyrir vind hvað það
varðar. Við erum í stakk búin til að
styðja við kjarnafjárfestingar okkar
í Glitni, Tryggingamiðstöðinni og
Landic Property, sem verður okkar
meginhlutverk fyrst um sinn.“
– Verður rekstrarforminu
breytt?
„Með einum eða öðrum hætti
verður það svipað, við munum
halda áfram að skoða hvað má bet-
ur fara. Við stefnum að því að
minnka efnahagsreikninginn, vænt-
anlega um 50-100 milljónir í viðbót
og að ná eiginfjárhlutfallinu yfir
40%. Við verðum þó áfram fjárfest-
ingarfélag með eignarhluti í þess-
um félögum, ég sé ekki fyrir mér
að stórkostlegar breytingar verði á
því.“
– Svo FL Group verður áfram
til?
„Já, ég sé að minnsta kosti ekki
annað í stöðunni í dag, félagið er
ennþá sterkt. Fyrir utan kjarna-
fjárfestingarnar þrjár eru margar
aðrar eignir sem við þurfum áfram
að vinna í. Líklega munum við selja
einhvern hluta þeirra í burtu til að
einbeita okkur að þessum þremur.
En félagið eins og það er í dag
mun, með einum eða öðrum hætti,
halda áfram.“
– Hvernig verður fjárfestingar-
stefnan?
„Meginþunginn og áherslurnar
liggja í fjármálageiranum, með
banka- og tryggingarekstrinum, og
svo fasteignafélögum. Utan land-
steinanna höfum við stækkað fjár-
festingar okkar í Refresco, stærstu
framleiðslu drykkjarvara undir eig-
in vörumerkjum viðskiptavina (e.
private label) í Evrópu. Við höfum
líka markvisst verið að fara út úr
fluggeiranum með sölu allra eigna
þar nema Northern Travel Hold-
ing.
Í dag eigum við fjögur félög á
fasteignasviðinu og munum líklega
reyna að fækka þeim niður í eitt fé-
lag og einbeita okkur að sterkasta
félaginu í þeim hópi.
Ég sé ekki fram á að við munum
fara út í margar nýjar fjárfestingar
á næstunni, nema þá einhverjar
sem myndu styðja við og stækka
núverandi eignir.“
– Nú hafa þegar hafist aðgerðir
sem miða að því að draga úr
rekstrarkostnaði, m.a. með fækkun
starfsfólks. Verður gengið lengra í
þessum sparnaðaraðgerðum?
„Við höfum gert mjög mikið á
síðastliðnum fimm mánuðum. Með-
al aðhaldsaðgerða má nefna að
starfsmönnum hefur fækkað úr 41 í
26 og við höfum gert gríðarlegar
breytingar á starfseminni. Hins
vegar er mikilvægt að hafa í huga
að félagið er mjög umsvifamikið,
með margar stórar fjárfestingar og
það þarf fólk til að sinna þeim vel.
Almennt hefur rekstrarkostnaður
dregist saman, um 33,5% frá sama
tímabili í fyrra og 73,1% frá fjórða
ársfjórðungi, það er ekki eingöngu
vegna fækkunar starfsfólks heldur
líka vegna annarrar hagræðingar í
rekstri.
Að auki fylgir töluverður kostn-
aður því að vera skráð félag, svo ég
geri ráð fyrir að nokkur sparnaður
muni fylgja afskráningunni.“
– Hár rekstrarkostnaður síðasta
árs var einmitt mikið gagnrýndur
af hluthöfum.
„Gagnrýnin var að sumu leyti
réttmæt en að öðru leyti hafa menn
kannski sett kostnaðinn í rangt
samhengi. Ef rekstrarkostnaður
hjá félagi eins og okkar er settur í
beint samhengi við fjölda starfs-
manna fæst skrítin tala, miklu eðli-
legra er að setja hann í samhengi
við umsvif félagsins. Kostnaðurinn í
fyrra svaraði til um 1% af eign-
unum, en hann var engu að síður
óþarflega hár, enda stefnum við á
að lækka hann um 50% á þessu
ári.“
– Þegar litið er á gríðarlegt tap
félagsins, hvað hefði mátt fara bet-
ur?
„Þegar menn velta fyrir sér tapi
félagsins verður að hafa í huga að
eignasafnið var mjög stórt og um-
svifamikið en svo breyttust aðstæð-
ur og urðu mjög erfiðar eins og
þekkt er. Stærstu bankar hins vest-
ræna heims hafa t.a.m. margir tap-
að gríðarlegum fjárhæðum, svo við
erum ekki einir um það. Tölurnar
eru mjög stórar í íslensku sam-
hengi en það skýrist af stærð
eignasafnsins, á fimmta hundrað
milljarða.
Við höfum sagt að markaðs-
áhætta félagsins var of mikil miðað
við stærð þess. Í byrjun desember
hófum við að draga úr þessari
áhættu og héldum áfram á fyrsta
ársfjórðungi þessa árs þegar við
seldum mikið af eignum, fyrir yfir
70 milljarða, sem var ákveðinn
lokahnykkur í að draga úr áhætt-
unni. Við þurftum að selja sumar
eignirnar með tapi, en þetta voru
nauðsynlegar aðgerðir.
Vissulega hefði verið betra ef
markaðsáhættan hefði verið minni
þegar fjármálakreppan skall á, en
enginn sá þessar aðstæður fyrir og
það er auðvelt að vera vitur eftir
á.“
– Getur eitthvert félag þolað
svona mikið tap?
„Já, það getur það, eigið fé FL
Group nú er 115 milljarðar sem
þýðir að við erum enn með eignir
umfram skuldir sem miklu nemur.
Hins vegar er ljóst að það er ekki
auðvelt að stýra fyrirtækinu í gegn-
um þessa sveiflu. Félagið er samt
sem áður sterkt og við teljum að
við séum komin fyrir mesta vind-
inn.“
halldorath@mbl.is
„Getum þolað svona tap“
Í HNOTSKURN
»Jón Sigurðsson er þrítugurað aldri og tók við starfi for-
stjóra FL Group hinn 4. desem-
ber síðastliðinn. Hann var áður
aðstoðarforstjóri félagsins frá
desember árið 2006.
»Markaðsvirði FL Group er85,7 milljarðar króna, skv.
upplýsingum kauphallarinnar.
»FL Group á rætur að rekja tilársins 2005 þegar Flugleiðir,
sem þá voru eignarhaldsfélag 11
fyrirtækja í ferðaþjónustu,
breyttu um nafn. FL Group hefur
nú dregið sig út úr fjárfestingum
í þeim geira, utan eignarhluta í
Northern Travel Holding.
Morgunblaðið/RAX
Forstjórinn Jón Sigurðsson sér ekki fram á stórkostlegar breytingar á félaginu en útilokar þó ekki sölu á eignum.
ílmánaðar, en bréf Glitnis á gengi
30. apríl, 17,05. 83% hluthafa höfðu
þegar fallið frá þessu kauptilboði.
Stjórn félagsins sagði afskrán-
inguna mikilvæga meðal annars í
ljósi óróa á mörkuðum og til að
draga úr hættu á að hluthafar töp-
uðu enn frekar á fjárfestingunni.
FL ei meir í kauphöllinni
HLUTHAFAFUNDUR FL Group
samþykkti í gær með 99,86% at-
kvæða tillögu um að félagið yrði
skráð úr kauphöllinni á Íslandi. Þá
var samþykkt að stjórnin gæti
keypt hluti þeirra félaga sem þess
óska með hlutum í Glitni. Gengi
bréfa FL verði 6,68, miðgengi apr-
!
"
# $!
SAMRÁÐSNEFND atvinnulífs og
stjórnvalda stóð fyrir fundi í gær um
samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Við
það tækifæri var ritað undir samning
um stofnun fræðslu- og rannsókna-
miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyr-
irtækja. Að miðstöðinni stendur Há-
skólinn í Reykjavík, með stuðningi
sex íslenskra fyrirtækja og utanrík-
isráðuneytisins. Páll Ásgeir Dav-
íðsson, sérfræðingur í lagadeild HR,
er forsvarsmaður miðstöðvarinnar.
Íslensku fyrirtækin sem um ræðir
eru Landsbankinn, Glitnir, Alcan á
Íslandi, Síminn, Orkuveita Reykja-
víkur og Össur.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan-
ríkisráðherra setti fundinn en hann
sóttu fulltrúar um 100 fyrirtækja, ís-
lenskra og norrænna, sem hafa skrif-
að undir samning um Global Com-
pact, sem er vettvangur Sameinuðu
þjóðanna fyrir samfélagslega ábyrg
fyrirtæki. Meira
en 4.000 fyrirtæki
um allan heim
eiga aðild að Glo-
bal Compact, þar
af tvö íslensk:
Landsbankinn og
Glitnir. Fulltrúar
m.a. frá Danfoss,
Telenor, Lego og
Nokia voru við-
staddir fundinn.
Í ræðu sinni sagði Ingibjörg Sólrún
m.a. að stjórnvöld hefðu mikilvægu
hlutverki að gegna við að hvetja fyr-
irtæki til samfélagslegrar ábyrgðar
sinnar. Þetta væri ekki síður mik-
ilvægt við erfiðar aðstæður á mörk-
uðum eins og nú. Stjórnvöld hefðu
einnig lagt sitt af mörkum í góðu
samstarfi við fyrirtækin.
Páll Ásgeir Davíðsson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að miðstöðin,
sem mun heita Eþikos, yrði vett-
vangur fræðslu og rannsókna á þessu
sviði. Stuðningur fyrirtækja væri
gríðarlega mikilvægur en auk fjár-
framlags munu fyrirtækin sitja í
stjórn miðstöðvarinnar og þannig
hafa bein áhrif á þróun umræðu um
samfélagsábyrgð fyrirtækja.
Páll Ásgeir sagði að við núverandi
aðstæður á mörkuðum væri nauðsyn-
legt að endurskoða hlutverk fyrir-
tækja í samfélaginu. Í hnattrænum
heimi gætu fyrirtæki ekki einangrað
sig frá málefnum eins og hlýnun jarð-
ar, fátækt og verndun mannréttinda.
„Þá er mikill áhugi meðal starfs-
manna fyrirtækja, fjárfesta og neyt-
enda á að fyrirtæki séu samfélags-
lega ábyrg. Í samfélagsábyrgð felst
ekki eingöngu krafa um nýja starfs-
hætti heldur einnig markaðstækifæri
og leið fyrirtækja til að tryggja af-
komu sína til lengri tíma,“ sagði Páll.
Miðstöð samfélagsábyrgðar fyrirtækja
Morgunblaðið/G.Rúnar
Samfélagsábyrgð Ritað undir samstarfssamning um miðstöðina af utan-
ríkisráðherra, rektor HR og forsvarsmönnum fyrirtækjanna sex.
Páll Ásgeir
Davíðsson
Hvers má vænta þegar
FL Group verður skráð
af markaði? Halldóra
Þórsdóttir ræddi við
Jón Sigurðsson,
forstjóra FL Group.