Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 37 Ekki fleiri straum- ar. Ekki fleiri Rauða- vatnshringir með Glettu. Ekki fleiri sögur, hvort sem er af samferða- mönnum til sjós, af uppvextinum umhverfis Skólastræti 5, Reykjavík eða af ævintýralegum flótta úr Þykkvabænum. Ekki fleiri samtöl um fótbolta. Ekki lengur sameig- inlegt áhorf á fótbolta. Ekki hægt að skiptast á bílasögum, hvorki við- skiptum né öðru. Ekki fleiri ráð- leggingar við eldamennsku. Fallinn er frá frændi minn og vinur, Erlendur Hauksson bryti, sonur Hauks Erlendssonar og Ágústu M. Ahrens. Hann varð tæp- lega 61 árs. Enginn aldur. Við vor- um systkinasynir. Elli var 10 árum eldri. Hann var á millilandaskipum mestan hluta ævi sinnar. Lengstum hjá Eimskipum. Hann var frændinn sem var í siglingum með tilheyr- andi innflutningi. Það var ævintýra- ljómi yfir þessu starfi hans og ekki spilltu sögurnar frá Ella í eldhúsinu hjá mömmu í Safamýrinni þessum ljóma. Elli var einstaklega næmur á menn og sá mjög oft spaugilegar hliðar á atburðum og gat miðlað þeirri upplifun til viðmælandans svo eftir var tekið. Hann var húm- oristi af Guðs náð og sögumaður. Sameiginlegur áhugi okkar á knattspyrnu var kveikjan að okkar vinskap. Elli hélt með KR en ég með Þrótti. Hann sendi okkur Mar- gréti Sjöfn „strauma“ þegar Þrótt- ur var að spila. Það var gaman að ræða við hann, sérstaklega um fót- bolta. Ef við fórum ekki á völlinn saman, þá töluðum við undantekn- ingarlaust saman í síma eftir leiki, sérstaklega ef okkar lið voru að spila. Hann rakti leik sinna manna og öfugt. Þetta voru oft mjög skemmtileg samtöl, uppörvandi fyr- ir mig ef Þróttur tapaði sem kom fyrir. Hann veiktist af krabbameini fyrir fáeinum árum. Aðspurður um ástand og horfur lýsti Elli oft sjúk- dómsbaráttunni við knattspyrnu. Hann vissi vel hvert stefndi í þess- ari baráttu sinni. Í nóvember s.l. töluðum við saman í síma einu sinni sem oftar, ég á „Nefinu“ með Glettu, hann á spítala. Þá sagði hann við mig: ég er ekki lengur á bekknum, kominn upp í stúku, fer heim af spítalanum eftir helgi. Hann sýndi ósvikið æðruleysi við þessar erfiðu aðstæður. Það var bókstaflega endurnærandi fyrir mig að heimsækja hann þó hann væri svona mikið veikur. Hann gaf alltaf af sér, sama á hverju gekk fram á síðasta dag. Ella verður sárt saknað í Nökkvavoginum. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég eiginkonu hans Kristínu Helga- dóttur og öðrum ættingjum. Magnús Haukur Magnússon. Hann Elli minn er dáinn, allt of snemma. Ég var alls ekki búin að fá nóg af honum, langt frá því. Ég hefði líkast til aldrei fengið nóg af honum, hann var afar skemmtileg- ur maður með stórt hjarta. Það voru margar gjafirnar sem hann færði mér sem barni, þar á meðal eina stóra dúkku sem ég á ennþá, hún heitir Ella. Eftir að Elli veikt- ist líktist hann svo mikið ömmu, þau urðu næstum alveg eins. Hann Elli minn á stórt pláss í hjartanu mínu þar sem góðar minningar um liðnar samverustundir geymast. Ég vona að hann hitti ömmu þar sem hann nú er, þá geta þau fengið sér í staup og sagt dónabrandara. Svo kem ég seinna og við höfum partí. Erlendur Hauksson ✝ ErlendurHauksson fædd- ist 25. apríl 1947 í Reykjavík. Hann lést 24. apríl síðast- liðinn á Landspít- alanum við Hring- braut, deild 11 G. Útför Erlendar var gerð frá Dóm- kirkjunni 5. maí sl. Það er tómarúm á jörðinni eftir að þú kvaddir okkur Elli minn. Þín frænka, Sonja. Erlendur Hauks- son var öðlingur. Vin- átta okkar stóð í ára- tugi, eða allt frá því að við gengum til prests saman í Dóm- kirkjunni og vorum fermdir þar. Þá strax þótti mér vænna um hann en aðra samferðamenn og alltaf síðan. Hann var gefandi í vináttu okkar og ég fremur þiggjandi og líklega hef ég aldrei fullþakkað vináttu hans eða endurgoldið sem skyldi. Fátt er betra til að styrkja sam- band manna en að hlæja saman og er mér til efs að aðrir tveir menn hafi hlegið meira undanfarna ára- tugi en við Elli. Flest af því var græskulaust en sumt er betur geymt til langframa. Við vorum hörðustu stuðnings- menn Ipswich í enska boltanum og horfðum oft á leiki saman og vorum mjög óvægnir í gagnrýni okkar á mótherja Ipswich, einkum rauð- klædda. Elli var alltaf kallaður Elli „kokkur“ til aðgreingar frá öðrum Ellum þessa lands og víst er að enginn stóð honum á sporði þegar kom að matargerð. Í eldhúsinu var hann Beethoven, Brams og List og orti stórfenglegri sinfóníur en þeir til samans í keti, fiski, kryddi og grænmeti. Þegar hann bar fram mat var hann fullkomnun og engri nótu hægt að breyta, né saltkorni of mikið eða lítið. Listamaður og ástríðukokkur. Ég vona að ég lendi sömu megin og Elli þegar ég sigli austur á móti sólarupprás næsta lífs og geti hlegið með honum í ei- lífðinni, notið eldamennskunnar og þar verður Ipswich alltaf meistari. Ég og mitt fólk vottum Kristínu og fjölskyldu samúð okkar og biðj- um góðan Guð að styrkja hana í sorginni. Vertu sæll, vinur. Jón Steinar Árnason. Vinur okkar Erlendur Hauksson, eða Elli eins og við kölluðum hann alltaf, hefur nú fengið hvíldina eftir erfið veikindi. Nú á sumardaginn fyrsta kvaddi hann þennan heim. Í lok sumars 1994 kynntumst við Ella og Stínu þegar þau fengu sum- arhúsalóð hjá okkur í Kambshól. Þau byggðu sér yndislegan bústað í nýskipulögðu sumarhúsalandi okk- ar, sem þau nefndu „Skál“. Fljótlega tókust með okkur fjöl- skyldunni og Ella og Stínu góð kynni og vinátta og áttum við oft skemmtilegar stundir saman, þar sem þau kíktu við þegar þau komu í sveitina og var okkur öllum oft boð- ið niður í bústað. Fyrir okkur voru þau líkt og vorboðinn ljúfi því þegar búið var að flagga fánanum, sem ber nafn bústaðarins, vissi maður að vorið væri á næsta leiti. Þau hjónin voru höfðingjar heim að sækja og bústaðurinn einstaklega fallegur. Þau höfðu mjög gaman af því að fegra í kringum sig og eyddu mörgum stundum í garðinum. Sum- arbústaður þeirra Ella og Stínu var þeirra staður og ber hann þess merki hversu mikilvægur hann var í þeirra huga. Elli var hlýr og skemmtilegur maður. Hann hafði einstaklega gaman af að koma í sveitina og dunda sér í bústaðnum í góðu veðri og var alltaf gaman að koma í heim- sókn til hans. Elli var mikill KR- ingur og hafði svakalega gaman af fótbolta og var mikið fjör þegar kom að umræðunni um KR-inga og Skagamenn. Allt var þetta að sjálf- sögðu á góðum nótum og Elli var alltaf sanngjarn í fótbolta- umræðunum. Hann passaði sig á því að stríða Lindu ekki of mikið ef illa gekk hjá hennar mönnum. Ferðum hans í bústaðinn tók að fækka síðustu mánuði sökum veik- inda hans en hugurinn var oft við sveitina og var stefnan alltaf tekin á að komast þangað sem fyrst. Elsku Elli okkar, við þökkum fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum með þér og við von- um og trúum að þér líði betur á þeim stað þar sem þú ert nú. Við vottum Stínu okkar innilegustu samúð og biðjum Guð að styrkja hana í sorginni. Blessuð sé minning Ella. Hallfreður, Kristný, Linda Dagmar og Heiður. Í dag er kvaddur vinur minn Er- lendur Hauksson. Ég kynntist Er- lendi fyrir nokkrum árum er ég tók að mér að gera sökkla undir sum- arhús hans og Kristínar í landi Kambshóls í Hvalfjarðarsveit. Stuttu seinna byggði ég og fjöl- skylda mín sumarhús á næstu lóð við þeirra, og alla tíð síðan hafa okkar samskipti verið hin bestu. Það var mér tilhlökkun hvert vor að fara í dalinn og eiga von á að hitta Erlend, taka spjall um boltann, en hann var mikill KR-ingur og ég Skagamaður. Þá var spáð fyrir hvaða lið myndu nú standa uppi sem meistarar að hausti. Ekki var nú bara rætt um boltann, því Er- lendur var vel heima í flestu sem bar á góma, og það kom strax í ljós að við vorum með líka lífssýn að mörgu leyti. Góður maður er genginn, hans er saknað. Ég og fjölskylda mín sendum Kristínu innilegar samúðarkveðjur um leið og við minnumst góðs vin- ar. Pétur Óðinsson. Það voru sorgleg tíðindi að heyra af andláti samstarfsmanns okkar og vinar Erlendar Haukssonar. Sú frétt kom þó ekki á óvart þar sem Erlendur hafði barist við illvígan sjúkdóm í rúm tvö ár. Ég kynntist Ella, eins og hann var kallaður, fyrir mörgum árum, en hann var giftur inn í Keldunes- fjölskylduna, þeirri góðu konu, Kristínu Helgadóttur. Keldunes er næsti bær við Framnes þar sem ég og fjölskylda mín dveljumst þegar færi gefst. Við Elli og Stína áttum oft skemmtilegt spjall í eldhúsinu í Keldunesi um misjafnlega alvarleg málefni lífsins. Elli var einstakur húmoristi og tókst alltaf að sjá spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Hann naut sín því vel fyrir norðan þar sem sagnalistin, haganlega samtvinnuð góðri kímni er í háveg- um höfð. Þótt þau hjón hafi átt sumarhús í Borgarfirðinum voru þau farin að dvelja í auknum mæli á arfleifð Kristínar í Kelduhverfinu, þar sem þau undu sér vel, ein eða í stórum og glaðværum hópi systkina Stínu og afkomenda þeirra. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar eigendur og ábúendur á Keldunesbæjunum ákváðu fyrir nokkrum árum að blása til mikillar veislu í tilefni aldarafmælis Keldu- nesbræðra sem voru þrír, þar sem öllum úr sveitinni var boðið. Þar var Elli í essinu sínu, tók af mynd- arskap þátt í öllum undirbúningi og var hrókur alls fagnaðar. Fyrir nokkrum árum ámálgaði Elli það við mig hvort ég hefði starf laust þar sem hann hefði áhuga á að skipta um vinnu eftir langt og far- sælt starf hjá Eimskip. Ég var snöggur að ráða hann á lagerinn enda vissi ég vel hvern mann Elli hafði að geyma, einstaklega já- kvæður, atorkusamur og mikið snyrtimenni. Hann reyndist frábær starfsmað- ur hjá Íslensk-ameríska og er mikil eftirsjá að honum og sárt að þau Stína, sem höfðu nú meiri tíma hvort fyrir annað, hafi ekki getað notið þess að vera lengur saman. Það var einstakt að fylgjast með því hvað Elli tók veikindum sínum af miklu æðruleysi og aldrei var húmorinn langt undan þegar þau mál voru rædd. Við Hildur vottum Stínu og fjöl- skyldum þeirra Ella okkar dýpstu samúð. Megi minningin um góðan dreng lifa. Egill Ágústsson. Valdimar Ólafsson er genginn. Lærifaðir minn, yfirmaður og samstarfsmaður í tuttugu ár er fallinn frá - langt um ald- ur fram. Ég segi það þó hann hafi ver- ið kominn yfir áttrætt, hann var eig- inlega síungur. Áttræður unglingur. Þegar ég lít um öxl sé ég að V.O., eins og hann var oft kallaður, breytt- ist lítið þessa fjóra áratugi sem ég þekkti hann. Hann var vinnusamur, vandvirkur, bóngóður, heiðarlegur, glaðvær og söngelskur, beinn í baki og samskiptum með fas sem gustaði af. Þannig var hann þegar leiðir okkar lágu fyrst saman 1963 og þannig var hann fram á síðasta dag. Mér er í fersku minni þegar Valdi- mar, árið 1971, setti upp skóla flug- umferðarstjóra á vegum Flugmála- stjórnar Íslands. Við vorum fjórir í fyrsta hópnum hans og verkefnið var blind-aðflugsstjórn fyrir Reykjavík- urflugvöll. Dag eftir dag, viku eftir viku sátum við sveittir við frumstætt, heimasmíðað stjórnborð skólans og leystum verkefni sem Valdimar hafði búið til og stýrði. Við skiptumst á að leika flugumferðarstjóra og flug- menn. Valdimar þyngdi verkefnin eft- ir því sem okkur miðaði og undir lokin var loftið yfir Reykjavík krökkt af flugvélum sem allar vildu lenda. Ein þeirra var með logandi hreyfil, önnur Valdimar Ólafsson ✝ Valdimar Ólafs-son, fyrrv. yfir- flugumferðarstjóri, fæddist á Mosvöll- um I í Önundarfirði 13. ágúst 1926. Hann varð bráð- kvaddur 2. apríl síð- astliðinn. Valdimar var jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju 11. apríl sl. að verða eldsneytislaus o.s.frv. Á vellinum biðu svo misþolinmóðir flugmenn eftir flug- taksheimild. Oftar en ekki var einhver þeirra að fara í sjúkraflug og átti því forgang. Þegar við svo töldum okkur eygja lausnirnar, lækk- aði Valdimar skýja- hæðina eða setti ísingu á einhverja flugvélina svo við urðum að finna nýjar lausnir – stokka allt upp á nýtt í miðjum klíðum. Alla þessa hnúta hnýtti Valdimar og við nemarnir máttum vinna okkur það til lífs að leysa þá. Hann gerði okkur ljóst að allt þetta yrðum við að ráða við – af fullu öryggi. Alvaran lá í loftinu í þessum „flugstjórnarleik“. Það verður að segjast Valdimar til hróss að á öllum þeim árum sem ég síðan vann við aðflugsstjórn vallarins, með „alvöru flugvélum“ lenti ég að- eins einu sinni í erfiðari stöðu en Valdimar setti okkur í forðum daga. Þann dag – og oftar – varð mér hugs- að til gamla kennarans okkar með sérstöku þakklæti. Valdimar Ólafsson var frumkvöðull að stofnun Félags íslenskra flugum- ferðarstjóra og gegndi þar for- mennsku lengi. Hann vann mörg trúnaðarstörf fyrir félagið. Síðast rit- stýrði hann „flugumferðarstjóratali“ sem er ritverk miklu meira að vöxtum og gildi en nafnið gefur til kynna. Valdimar var mikill fjölskyldumað- ur og átti stóra fjölskyldu. Hann var tvíkvæntur og kom upp tólf börnum sem sum hver eru þjóðkunn. Ég kveð félaga Valdimar með þökk fyrir allt og sendi fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Baldur Ágústsson. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGFÚSAR ÞORGRÍMSSONAR, Selnesi 42, Breiðdalsvík. Sævar Björgvin Sigfússon, Hildur Wíum Kristinsdóttir, Þorgrímur Sigfússon, Reidun Thöger-Andresen, Þráinn Sigfússon, Ruth Achola, Bryndís Ósk Sigfúsdóttir, Jakob I. Magnússon, Óðinn Elfar Sigfússon, Chris Monge Carrion, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall móður okkar, SIGRÍÐAR G. SCHIÖTH. Starfsfólk á dvalarheimilinu Hlíð fær alúðarþakkir fyrir kærleiksríka umönnun. Allir sem önnuðust tónlistarflutning við útför hennar fá einnig hjartans þakkir. Guð blessi ykkur öll. Reynir Schiöth, Þuríður Schiöth, Margrét Schiöth, Árni Sigurðsson, Valgerður Schiöth, Gunnar Jónasson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát móður minnar, dóttur, systur, dótturdóttur og mágkonu, ÞÓRÖNNU GUÐBJARGAR RÖGNVALDSDÓTTUR, Hringbraut 34, Hafnarfirði. Rögnvaldur Þór Gunnarsson, foreldrar, systkini og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.