Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 46
Ef fólk vill stunda kannabisreykingar og það gengur upp, þá er mér sama… 53 » reykjavíkreykjavík Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ÁSDÍS Sif Gunnarsdóttir myndlist- arkona hefur það mikið að gera að hægt er að segja að hún sé að fara í sýningaferðalag. Ef um hljómsveit eða tónlistarmann væri að ræða væri hægt að segja að hún væri að fara í „túr“. „Þetta er sýning á Torstrasse 111, þar sem Kling og Bang voru með sýningu í fyrra,“ segir Ásdís um fyrstu sýninguna en hún verður haldin í Berlín, opnuð 1. júní. Þar sýnir hún með myndlistarmanninum Daníel Björnssyni. Ásdís verður með innsetningu þar en hún hefur að mestu unnið vídeóverk, -innsetn- ingar og gjörninga á myndlistarferli sínum. „Ég nota sjálfa mig rosa mikið í vídeóverkin,“ útskýrir Ásdís. – Dálítið eins og svissneska vídeó- listakonan Pippilotti Rist? „Já einmitt, ég var einmitt að læra hjá henni í UCLA í Los Angeles. Það var ótrúlega skemmtilegt.“ Eiginmaðurinn sýningarstjóri Eftir Berlínarævintýrið heldur Ásdís til New York og sýnir þar með hópi íslenskra gjörningalistamanna í galleríinu Luhring Augustine í Chelsea í lok júní. Sýningin ber tit- ilinn It́s not your fault og er „mjög spennandi sýning“ að sögn Ásdísar. Sýningarstjórar eru eiginmaður hennar Ragnar Kjartansson og vin- ur hans Markús Þór Andrésson. Frá New York heldur Ásdís aftur til Reykjavíkur og opnar einkasýn- ingu í Kling og Bang galleríinu við Hverfisgötu hinn 23. ágúst, sýnir þar vídeóverk og gjörninga. Loks heldur hún til Stokkhólms þar sem hún mun vinna að myndlist sinni í listamannabústað. – Berlín, New York, Reykjavík, Stokkhólmur, þetta er svaka túr … Ásdís hlær. „Ótrúlega kúl. Finnst þér þetta ekki flott?“ Blaðamaður tekur undir það. Síðast en ekki síst er Ásdís að vinna að kvikmyndinni Háveruleiki með myndlistarkonunni Ingibjörgu Magnadóttur. Myndin verður frumsýnd í sumar. „Ótrúlega kúl“ Morgunblaðið/G.Rúnar Ásdís Sif Dreymin á svip á vinnustofu sinni við Seljaveg í gær. Kannski er hún að hugsa um Berlín, kannski New York eða Stokkhólm. Hver veit? Ásdís Sif er á leið til Berlínar, New York og Stokkhólms  Söngleikurinn Wake me up er sýndur þessa dag- ana hjá Leikfélagi Akureyrar og þar er gert óspart grín að tísku og tónlist níunda áratugarins. Um tvö- hundruð manns á aldrinum 13 til 25 ára mættu í prufur fyrir hlutverk í söngleiknum. Þar þótti Dalvíking- urinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson bera af og var hann valinn til þess að fara með aðalhlutverkið. Áður en Eyþór náði að smeygja sér í snjó- þvegnu gallabuxurnar og blása á sér hárið rak annað tækifæri á fjörur hans, þættirnir Bandið hans Bubba. Hann ákvað að yfirgefa glanspoppið, skella sér í rokkslag- arana og fór að lokum með sigur af hólmi í þáttunum. Aðstandendur Wake me up brugðu á það ráð að kippa saxófón- leikaranum úr hljómsveit sýning- arinnar, Alberti Sigurðssyni, upp á svið og fer hann nú með hlutverkið sem fyrst var ætlað Eyþóri. Fór úr glanspoppinu í Bandið hans Bubba  Hverfandi munur er á milli vikna á sjónvarpsáhorfi lands- manna samkvæmt fjölmiðlamæl- ingu Capacent. Evróvisjónþáttur Páls Óskars, Alla leið, nær mesta meðaláhorfi í aldursflokknum 12- 49 eða um 25% en ef aldursbilið er hækkað upp í 80 ár skjótast spurn- ingaþátturinn Útsvar og veð- urfréttir upp fyrir Pál Óskar. Þá má einnig geta þess að ágætis áhorf var á Hlustendaverðlaun FM 957 en þar var þó töluvert meira áhorf hjá yngra aldursbilinu eða um 19%. Þá vekur athygli að áhorf á Stöð 2 Bíó fer ekki upp fyrir 2% á kvikmynd og á Stöð 2 Sport horfðu um 12,2% á fyrri undan- úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Alla leið á toppinn Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is „MAÐUR les um hvern popptónlistarmanninn á fætur öðrum sem er að halda svona bransaaf- mæli og mér fannst sniðugt að gera þetta í djassinum líka,“ segir Sigurður Flosason saxó- fónleikari sem heldur um helgina djasshátíð í Fríkirkjunni þar sem hann lítur yfir þau fimm- tán ár sem liðin eru síðan hann gaf út sína fyrstu plötu. „Það er komin ástæða til að líta til baka. Það er líka oft þannig að plötum er fylgt eftir fyrst eftir að þær koma út, en síðan er það efni aldr- ei spilað meir. Það er mjög gaman að end- urvekja það, horfa á það með aðeins öðrum augum og pæla í sjálfum sér og hvernig þetta hefur þróast. Svo er líka gaman að staldra að- eins við og skemmta sér, það eru eintómir snill- ingar að spila þarna með mér, þetta er eins og heimsókn í súkkulaðiverksmiðjuna fyrir mig.“ Tónsmíðarnar eins og líkamsrækt Sigurður samdi mikið af tónlist framan af ferlinum en síðan tók við tímabil þar sem hann gaf nánast eingöngu út efni eftir aðra í nýjum búningi, til dæmis sálmatónlist, íslensk ætt- jarðarlög og bandaríska djass-standarda. „Það kom langt tímabil þar sem ég samdi eiginlega ekki neitt. En síðustu ár hef ég samið gríðarlega mikið af músík sem er að spýtast út núna á mjög mörgum plötum og þar hef ég far- ið í mjög ólíkar áttir.“ Hann kann enga einhlíta skýringu á því hvers vegna innblásturinn kemur svona og fer. „Þetta er eitthvað sem maður ánetjast og dett- ur svo út úr, svolítið svipað og líkamsrækt. Maður byrjar á einhverju og líður voða vel í því, en svo allt í einu hættir maður því óvart. Svo byrjar maður aftur og það er mjög góð til- finning.“ Þó að þessi yfirferð marki ákveðin kaflaskil á ferlinum segir Sigurður að engrar stefnubreyt- ingar sé að vænta, enda hefur hann ekki sett sér miklar skorður í tónlistinni hingað til. „Stefnan hefur alltaf verið og er enn að gera mjög fjölbreytta og ólíka hluti og innan þeirrar stefnu rúmast allar stefnur. Það er það sem mér finnst vera spennandi, að leika mér í öllum tækjunum á róluvellinum, ekki bara í sandkass- anum eða rennibrautinni. Ég hef fengist við margar ólíkar gerðir af djassmúsík og alls- konar öðruvísi tónlist líka.“ Í gegnum árin hefur Sigurður spilað margs- konar klassíska tónlist, djass og spilað með flestum fremstu popphljómsveitum landsins. „Nefndu það bara, ég held að ég hafi spilað með öllum. Það eru allavega fáir vel metnir popptónlistarmenn sem ég hef ekki átt sam- vinnu við á einhverri plötu eða einhverjum tón- leikum. Ég hef aldrei verið í frægri popp- hljómsveit, en ég hef spilað með þeim öllum.“ Þegar Sigurður er spurður hver hápunkt- urinn á ferlinum hafi verið á hann erfitt um svör. „Vonandi á hann bara eftir að koma,“ seg- ir hann og snýr sig þar með fimlega út úr því að gera upp á milli. 15 ára fjölbreyttur ferill Sigurður Flosason saxófónleikari leikur sér í öllum tækjunum á róluvellinum Morgunblaðið/hag Fjölhæfur „Nefndu það bara, ég held að ég hafi spilað með öllum,“ segir Sigurður. Á TÓNLEIKUNUM í kvöld kl. 20 spila Bláir skuggar sem er nýjasta hljómsveit Sigurðar. Þar er hann í samstarfi við Þóri Baldursson, Jón Pál Bjarnason og Pétur Östlund. Kl. 16 á morgun, sunnudag, verða þeir Gunnar Gunnarsson og Sigurður síðan með tónleika þar sem leikið verð- ur á saxófón og kirkjuorgel. Seinni partur hátíðarinnar snýst síðan í kring- um kvartett Sigurðar, sem spilaði einmitt á fyrstu plötunni með honum. Annað kvöld kl. 20 verður Kristjana Sigurðardóttir söngkona með þeim, en hátíðinni lýkur með tónleikum kl. 20 á mánudagskvöld þar sem þeir Sigurður Flosason, Eyþór Gunnarsson, Valdimar K. Sigurjónsson og Pétur Östlund leika bæði nýtt og gamalt efni. Djasshátíð í Fríkirkjunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.