Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT TB W A\ RE YK JA VÍ K\ SÍ A Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „ALLUR maturinn og tækin sem við náðum að koma inn í landið hefur verið gerður upptækur,“ hafði dag- blaðið New York Times eftir Paul Risley, fulltrúa Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Bangkok, í gær. Matvælastofnunin aflýsti áætl- uðum hjálparsendingum til Búrma í gær en þær voru ætlaðar fórnar- lömbum fellibylsins sem reið yfir landið fyrir viku. Stjórnvöld í Búrma hafa vísað ásökunum Matvælastofnunar SÞ á bug og segja að ötullega sé unnið að dreifingu aðfanganna í landinu. Áætlað er að Matvælastofnunin haldi sendingum áfram til landsins í dag. Hömlur herforingjastjórnarinnar á hjálparstarf erlendra ríkja og sam- taka hafa verið harðlega gagnrýndar af alþjóðasamfélaginu og eru taldar óviðunandi miðað við neyðar- ástandið í landinu. Búrma er „ekki reiðubúið til að þiggja hjálp erlendra hjálparstofnana“, sagði í tilkynningu frá stjórnvöldum í gær. „Við vonumst til að fleiri komist inn í landið á komandi dögum,“ sagði Michael Annear, talsmaður alþjóða- deildar Rauða krossins, í samtali við AFP-fréttastofuna. Hann sagði að sjö starfsmenn Rauða krossins hefðu fengið vegabréfsáritun í dag og að viðræður við stjórnvöld héldu áfram. Neyðarástand ríkir á flóðasvæð- um í suðurhluta landsins og óttast er að farsóttir og hungursneyð auki enn á mannfallið. Talið er að yfir 100.000 manns hafi þegar látist og að 1,5 milljónir þurfi nauðsynlega á aðstoð að halda. Vilja íhlutun öryggisráðsins Fjölmargar þjóðir hafa lýst sig reiðubúnar til aðstoðar og þrýsting- ur alþjóðasamfélagsins á stjórnvöld um að landið verði opnað vex dag frá degi. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lýsti í gær yfir stuðn- ingi við tillögu Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands, sem vill að öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna þvingi stjórnvöld í Búrma með einhverjum leiðum til að opna landið fyrir alþjóðlegu hjálparstarfi. „Ég styð tillögu Frakka um að örygg- isráðið taki hættuástandið í Búrma til skoðunar. Það væri óábyrgt ef ör- yggisráðið kæmi ekki að málinu,“ sagði m.a. í yfirlýsingu frá Merkel. Herforingjastjórnin þykir með eindæmum tortryggin í garð vest- rænna ríkja. Að mati stjórnmála- skýrenda hefur hún fyrst og fremst áhyggjur af því að með komu útlend- inga til landsins, þ.m.t. hjálparliðar, aukist líkurnar á uppreisn meðal íbúa landsins. Einnig er talið að stjórnvöld óttist innrás af hálfu Bandaríkjanna, hnattvæðingu og það að menningu landsins verði stefnt í hættu. „Herforingjastjórnin er haldin miklu útlendingahatri og telur að sér standi ógn af öllum og öllu,“ hef- ur AP-fréttastofan eftir Sean Tur- nell, sérfræðingi í málefnum Búrma við Macquarie háskólann í Ástralíu. „Ef stjórnvöld verða uppvís að því að ráða ekki við ástandið en neyðast til að hleypa vestrænum þyrlum inn í landið sýnir það íbúunum vanmátt hersins,“ segir Turnell. Hann segir jafnframt að herforingjastjórnin sé uppteknari af völdunum og því að halda andlitinu gagnvart lands- mönnum en að bjarga lífi þeirra. Einangruð undir harðstjórn Herforingjastjórnin hefur stuðlað að einangrun landsins í áratugi og má vantraust hennar á vestrænum ríkjum líklega helst rekja til nærri aldarlangrar nýlendustjórnar Breta sem lauk árið 1948. Þingræði var í landinu í stuttan tíma eftir að nýlendustjórninni sleppti eða þar til valdarán tryggði harðstjóranum Ne Win völd árið 1962. Á 26 árum skerti stjórn Ne Wins mannréttindi landsmanna verulega. Áhrif stjórnarandstöðu landsins eru einnig skert auk þess sem landið hefur verið lokað gagn- vart umheiminum. Herforingjastjórnin hefur sett ýmis lög til að takmarka áhrif að ut- an og til að halda menningu Búrma óspilltri. Erlendur gjaldmiðill er m.a. óheimill í landinu og lands- mönnum bannað að hýsa útlendinga í híbýlum sínum. Ferðamönnum var ekki hleypt inn í landið á áttunda áratugnum en þá var hægt að fá tak- markaðar vegabréfsáritanir í eina viku. Samkvæmt upplýsingum AP- fréttastofunnar geta ferðamenn nú- orðið fengið vegabréfsáritanir í allt að mánuð í senn en blaðamenn lúta harðari reglum. Jafnframt þurfa er- lendir erindrekar leyfi til að ferðast utan Yangon, sem er aðalviðskipta- borg landsins. Þiggja aðstoð erkióvinarins Bandaríkin eru meðal helstu óvinaríkja Búrma að mati herfor- ingjastjórnar landsins en Bandarík- in hafa sett viðskiptahöft á stjórnina auk þess að gagnrýna skerðingu mannréttinda í landinu. Stjórnmálaskýrendur vilja meina að skyndileg ákvörðun stjórnarinnar árið 2005 um að flytja höfuðborg landsins frá Yangon til afskekktu borgarinnar Naypyitaw, sem liggur djúpt inni í frumskógi, stafi af ótta við innrás Bandaríkjahers. Í gær barst Bandaríkjunum þrátt fyrir allt yfirlýsing frá stjórninni í Búrma sem hyggst þiggja neyðar- hjálp frá Bandaríkjastjórn og mun C-130 vél Bandaríkjahers fljúga til Búrma næstkomandi mánudag. Erlendar hjálparsveitir myndu sýna vanmátt stjórnarhersins                        " #    $                       !"  #  ! #  #$%&$ $ #  & $   # $# '  (  $# $ ' $$)* $ !  $ &)%  &  # ! &  % & '()* +'%          ! ! "# #$%    &' "('# %) &  !"  # *++'( ! ! ,!&# -!! .(! ,-   . ,-. ,-. ./, 0.1 0.1 000 000 2/, 20. ,- 1, ,- 30 0/ 04 02 23 2/ 1 1 ,#! /0 12,% 3/, ,!(! 4 ( 56 ! ! 0 ! / ! 12(! -! !# ( /+ !! ! 7! 8+! /!&+% " )1 12, /9 # C@ N C  + ,, /   !" REUTERS Heimilislaus Lítill drengur að leik í rústum þess sem áður var heimili hans í þorpinu Bogalay, einu þorpanna á flóðasvæðunum í suðurhluta Búrma. Í HNOTSKURN »Herforingjastjórn Ne Winsnáði völdum í Búrma árið 1962. »Einangrun landsins hefurverið gífurleg á síðustu ára- tugum og hafa stjórnvöld viljað hindra öll erlend áhrif á íbúa og menningu Búrma. »Talsmaður Rauða krossins erbjartsýnn á að fleiri starfs- mönnum verði hleypt inn í landið á næstu dögum. Búrma hefur einangrast verulega á síðustu áratugum og herforingjastjórnin viljað hefta öll erlend áhrif Tókýó. AFP. | Veðurfræði telst ekki vera íþrótt og því síður keppnisgrein á Ólympíuleikum. En veðurstofur í átta löndum og svæðum ætla samt sem áður að halda sína eigin keppni í Beijing í ágúst, um leið og sumar- leikarnir fara fram í borginni. Sig- urvegarinn verður sá sem spáir ná- kvæmast fyrir um veðrið meðan leikarnir standa yfir. Keppnisliðin eru frá Ástralíu, Kanada, Austurríki, Kína, Frakk- landi, Hong Kong, Japan og Banda- ríkjunum. Munu þau gera athuganir á hita, rakamettun og úrkomu í Beij- ing og grennd og spá fyrir um næstu 36 stundir. Liðin munu senda kín- versku veðurstofunni niðurstöður sínar og þar verða þær bornar sam- an, að sögn Kazuo Saito sem fer fyrir japanska liðinu. Keppnin er ekki ein- vörðungu haldin til gamans, ætlunin er að gefa veðurstofunum tækifæri til að bera saman kerfi og aðferðir og hugsanlega bæta eigin vinnubrögð, segir annar Japani, Tsuyoshi Wat- anabe. Japanarnir ætla að gera sínar spár með aðstoð ofurtölvu í Tsukuba sem er öflug miðstöð fyrir vísindarann- sóknir. Saito segir að japanska keppnisliðinu hafi gengið vel í síð- ustu verkefnum sínum en aðrar þjóðir hafi bætt tæknina og erfitt sé að spá um árangurinn í ágúst. Og reyndar mistókst japönsku veður- stofunni gersamlega að spá fyrir um ágústveðrið í Beijing í fyrra, þá gerði hitabylgju og hitinn fór í 35 stig á Celsíus. Hver fær gull í veðri? Veðurstofur nokkurra landa hyggjast keppa í Beijing um að spá fyrir Ólympíuleikana sem verða í ágúst Morgunblaðið/Rax Ólympíuveður? Andlit í skýjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.