Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÖRÐUR Hilm- arsson viðskipta- fræðingur hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Heilsu- verndarstöðv- arinnar. Hörður starf- aði áður sem deildarstjóri á sölusviði Símans. Hann hefur komið að ýmsum verkefnum á undan- förnum árum og má þar m.a. nefna aðkomu að uppbyggingu Kaffitárs. Þá starfaði hann einnig sem slökkviliðs- og sjúkraflutninga- maður í tíu ár. Hörður er kvæntur Guðrúnu Finnsdóttur leikskólakennara og eiga þau tvö börn. Heilsuverndarstöðin veitir þjón- ustu og heildarlausnir á sviði heilsuverndar, vinnuverndar og heilbrigðisþjónustu, segir í frétta- tilkynningu. Nýr fram- kvæmdastjóri Hörður Hilmarsson MOSFELLSBÆR hefur auglýst eft- ir tillögum og hugmyndum frá bæj- arbúum um nýjan ævintýragarð. Bæjarbúar eru hvattir til að senda tillögur á netfangið mos@mos.is eða skila tillögum í póstkassa sem er að finna í þjónustuveri Mosfells- bæjar á 1. hæð í Kjarna. Frestur til að senda inn tillögu er til 15. maí. Ævintýragarðurinn afmarkast af Varmá og Köldukvísl, Vesturlands- vegi í norðri og fyrirhuguðum Tunguvegi. Til stendur að senda ævintýragarðinn í formlega hug- myndasamkeppni en nú er verið að auglýsa eftir hugmyndum frá bæj- arbúum sem nýttar verða sem grunnur við þá vinnu. Ævintýragarð- ur í Mosfellsbæ VIKULEGUR útifundur til stuðn- ings baráttu Tíbeta verður fyrir ut- an kínverska sendiráðið að Víðimel 29 í dag, laugardag, klukkan 13:00. Fundirnir eru óformlegir en fólk sem hefur áhuga á að kynna sér málefni Tíbets er hvatt til að koma og spyrja spurninga. Tsewang Namgyal, stjórnmála- fræðingur frá Tíbet, heldur erindi hlutverk og sögu útlagastjórnar Tíbets. Þá munu bandaríska skáldið Ron Whitehead og Birgitta Jóns- dóttir flytja saman ljóðið „Aldrei gefast upp“ á íslensku og ensku en ljóðið samdi Ron með Dalai Lama. Baráttufundur við sendiráð Kína PETRAS Ba- guska, dóms- málaráðherra Litháens, átti fund með Birni Bjarnasyni dómsmálaráð- herra auk ríkis- lögreglustjóra og forstjóra Fang- elsismálastofn- unar á fimmtudaginn. Að sögn Björns Bjarnasonar ræddu ráð- herrarnir samskipti landanna á verksviði ráðuneyta sinna, þ.e. þar sem þau falla saman. Þess ber að geta að löggæsla og landamæra- varsla falla undir innanríkisráðu- neytið í Litháen, ekki dómsmála- ráðuneytið, sem fer hins vegar með fangelsismál. „Viðræður okkar snerust um þau í framhaldi af fundi okkar fyrr á árinu, þar sem ákveðið var að fangar frá Litháen, sem upp- fylltu skilyrði til flutnings fanga, yrðu fluttir héðan til refsivistar í Litháen,“ segir Björn. „Þá ákváðum við að ganga frá formlegu samkomulagi um samstarf ráðu- neytanna.“ Ræddu mál- efni fanga Björn Bjarnason STUTT Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is „MESTU skiptir að fá krakkana með í verkið og skólafélögin. Þú gerir ekki neitt með áróðurs- herferð sem kemur utan frá,“ segir Þóroddur Bjarnason þegar hann er spurður um hvernig bregðast megi við neikvæðari við- horfum framhaldsskólanema en áður í garð innflytjenda. Morgunblaðið sagði í gær frá niðurstöðum könnunar Rann- sókna og greiningar þar sem 60% framhaldsskólanema sögðust vera mjög eða frekar sammála þeirri fullyrðingu að of margir nýbúar væru búsettir á Íslandi. Orðið nýbúi hefur fengið neikvæða merkingu Þóroddur, sem er prófessor í félagsfræði við Háskólann á Ak- ureyri, segir að sérstaklega verði að huga að orðanotkun í spurn- ingunni sem um ræðir. „Prófanir okkar hafa sýnt að unglingar og börn eru mun neikvæðari í garð nýbúa en í garð innflytjenda. Það er eins og orðið nýbúi hafi fengið á sig neikvæða merkingu og sé helst tengt innflytjendum frá fjarlægum og vanþróðum löndum Asíu og Afríku,“ segir Þóroddur. „Þessar niðurstöður ríma við við- töl okkar við krakka af erlendum uppruna á Íslandi. Rannsóknir hafa líka sýnt að börnum af er- lendum uppruna líður mun verr í skóla en innfæddum, þeim þykja t.d. skólafélagarnir síður vin- gjarnlegir og eru miklu líklegri til að verða fyrir einelti.“ Þóroddur ítrekar að neikvæð viðhorf unglinga til útlendinga virðist ekki beinast að innflytj- endum frá vestrænum þjóðum: „Þetta er ekki almenn útlend- ingafælni, heldur beinist að fólki frá þriðjaheimslöndum. Andúðin beinist einnig að Pólverjum, hugsanlega vegna þess hversu margir þeir eru á Íslandi,“ segir Þóroddur. „Þessi fælni beinist mest gegn þeim hópum sem eiga mest undir högg að sækja, enda komnir lengst að.“ Umgangast ekki innflytjendur í skólunum „Áhugavert er að skoða að af- skaplega fáir krakkar af erlend- um uppruna eru í framhalds- skólum,“ segir Þóroddur. „Flestir innflytjendur eru á milli tvítugs og hálffimmtugs. Framhalds- skólanemendur hafa því mjög lít- il, bein kynni af innflytjendum, sem kann að skýra vandamálið að hluta. Þau sjá einkum þá mynd sem dregin er upp í fjölmiðlum, en ýmislegt þar getur orðið til að kynda undir ótta hjá þeim sem þekkja þetta fólk ekki af eigin raun.“ Þróun sem er áhyggjuefni Þóroddur segir tvímælalaust ástæðu til að hafa áhyggjur af þeirri þróun sem kemur fram í könnuninni: „Í þeim löndum í kringum okk- ur þar sem fólki af erlendum uppruna fjölgaði fyrir 10-20 árum standa menn frammi fyrir mjög erfiðum vandamálum sem tengj- ast samskiptum þeirra sem eru af erlendum uppruna og þeirra sem voru í landinu fyrir. Við erum í góðri aðstöðu til að horfa til – og læra af – reynslu annarra þjóða,“ segir hann.“ Orðið „nýbúi“ hefur fengið mun neikvæðari merkingu en „innflytjandi“ Fælast einkum fólk frá fram- andi löndum Morgunblaðið/Árni Sæberg Lausnin Þóroddur Bjarnason segir mikilvægt að fá nemendurna sjálfa og nemendafélögin til að taka þátt í að stemma stigu við fordómum. Myndin er frá tónleikum ungs fólks gegn fordómum árið 2003. SIGRÚN Aðalbjarnardóttir, pró- fessor í uppeldis- og mennt- unarfræðum við HÍ, segir margar skýringar geta legið að baki nið- urstöðu könnunarinnar: „Fyrst kemur upp í hugann að skortur sé, heima fyrir og í skólum, á um- ræðu um virðingu bæði fyrir sjálfum sér og öðrum. Sem dæmi má taka umfjöllun um rétt hvers og eins til mannsæmandi lífs óháð aldri, kyni, trúarafstöðu og þjóðerni. Við erum ólík og það bera að virða; sú hugsun að við þurfum að vera umburðarlynd gagnvart fólki svo fremi sem það ógnar ekki öðrum eða skaðar hagsmuni þeirra. Þessi nið- urstaða bendir til að hér skorti nokkuð á þá hugsun,“ segir hún. „Mér finnst mikilvægt að líta á þessa nið- urstöðu í víðara samhengi og huga mun betur að því í uppeldi að rækta virðingu og samkennd. Heimili og skóli þurfa að taka hér höndum saman sem er ekki aðeins átaksverkefni, heldur langtímaverkefni,“ segir Sigrún jafnframt. Skortur á umræðu Sigrún Aðalbjarnardóttir ARNA Hauksdóttir, ráðgjafi menntamálaráðherra, sagði nið- urstöður rannsóknarinnar litnar mjög alvarlegum augum í ráðu- neytinu: „Auðvitað má deila um orðalag spurningarinnar, en engu að síður kemur fram í rannsókninni tilhneiging sem er mikið áhyggju- efni,“ segir hún. Arna segir mikið starf unnið í ráðuneytinu á þessu sviði og von- andi að það muni skila sér út í skólana með efldri fræðslu um mannréttindi og borgaravitund. „Sérstök nefnd vinnur að því að kortleggja það starf sem fer fram í skólum landsins og mun í framhaldinu setja fram áætl- un um hvernig efla megi mennt- un um mannrétt- indi í grunn- og framhalds- skólum í samræmi við markmið sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett í málaflokknum um að auka þekk- ingu og eyða fordómum.“ Arna Hauksdóttir Undirbúa aukna fræðslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.