Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Traustir kaupendur óska eftir u.þ.b. 250 fm einbýlis- eða raðhús á Seltjarnarnesi. Góðar greiðslur í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Einbýlis- eða raðhús á Seltjarnarnesi óskast Mb l 99 28 06 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095 Sími: 588 9090 OF lengi hafa heimamenn í öllum fjórðungnum sem búsettir eru utan Norðfjarðar aldrei haft greiðan að- gang að stóra Fjórð- ungssjúkrahúsinu sem ákveðið var á óbyggi- legu svæði. Hingað til hefur það háð öllu skipulagi og öllum samskiptum í fjórð- ungnum að fjallvegir kljúfa samfélagið í tvennt. Til að ný Fjarðabyggð myndi eina heild verða Odds- skarðsgöngin að fá sitt fyrsta og síðasta dán- arvottorð sem und- irritað yrði af öllum sveitarstjórnunum í fjórðungnum, og von- andi öllum þingmönn- um Norðaust- urkjördæmis þótt fyrrverandi samgöngu- ráðherra berji höfðinu við steininn og bjóði Austfirðingum birginn. Ný Fjarðabyggð sem ein heild er óhugsandi án jarðganga úr botni Eskifjarðar inn í Fann- ardal í Norðfirði. Það sama á líka við um önn- ur jarðgöng sem tengja Seyðisfjörð við Fjarðabyggð og Aust- ur-Hérað. Með tvenn- um veggöngum inn í Mjóafjörð fá Seyðfirðingar, Egilsstaða- og Hér- aðsbúar strax greiðan aðgang að stóra Fjórðungssjúkrahúsinu án þess að keyra 200 km báðar leiðir. Fljót- lega setja Seyðfirðingar hnefann í borðið verði þeim mismunað og Sigl- firðingum og Ólafsfirðingum gert hærra undir höfði næstu 30 árin. Bætt hafnaraðstaða fyrir Nor- rænu á Seyðisfirði veldur því að slysahættan af þungaflutningunum yfir Fjarðarheiði hefur aukist án þess að heimamenn fái tengingu við Egils- staði í formi jarðganga undir Gagn- heiði eða Fjarðarheiði. Með fullri virðingu fyrir bæjarstjórnum Fjarðabyggðar og Seyðisfjarðar áttu allir fyrrverandi þingmenn Austfirð- inga að fylgja þessum málum eftir í samgöngunefnd áður en Alþingi var platað til að ákveða kjördæmabreyt- inguna. Á henni hafa allir lands- byggðarmenn stórskaðast. Fyrr hefðu stutt veggöng og lagfæringar á hringveginum átt að hafa forgang. Að höfuðborgarsvæðinu frátöldu verða langflest umferðaróhöppin á hringveginum. Með tilkomu Héðins- fjarðarganga fækkar þeim aldrei. Án Mjóafjarðarganga fá heimamenn á Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði og á Suðurfjörðunum aldrei greiðan að- gang að sjúkrafluginu. Til þess er Fagridalur alltof illviðrasamur. Til- lögu Gunnars I. Birgissonar, fyrrver- andi þingmanns, sem vildi frekar ákveða ný veggöng úr Hólsdal inn í Skagafjörð, undir Vaðlaheiði og Mjóafjarðargöng vegna stór- iðjuframkvæmda á Reyðarfirði var svarað með útúrsnún- ingi og fyrirlitningu. Fljótlega verður að ákveða ný jarðgöng sem grafin yrðu frá Reyð- arfirði og kæmu niður í botn Eskifjarðar eins og fulltrúar ALCOA ætlast til. Það gengur ekki öllu lengur að heimamenn á Austurlandi sitji uppi með Oddsskarðsgöngin sem eitt versta vanda- mál heilbrigðisþjónust- unnar í fjórðungnum. Vel get ég skilið að Seyðfirðingar vilji líka losna við annað vand- ræðamálið sem er Fjarðarheiði í 640 m hæð. Vegafram- kvæmdir á Hólmaháls- inum í stað jarðganga milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar skulu Nátt- úruverndarsamtökin stöðva með málaferlum gegn Vegagerðinni sem beitir þeim fals- rökum að stutt veggöng undir hálsinn yrðu dýr- ari en Héðinsfjarð- arvitleysan. Tilkoma Al- mannaskarðs- og Fáskrúðsfjarðargang- anna hefur ýtt undir kröfu heima- manna á Suðurfjörðunum um að þeir losni hið fyrsta við slysahættuna í Hvalnes, Þvottár- og Kambanes- skriðum. Engin spurning er hvort snjóflóð, aurskriður og grjóthrun taka þessa stórhættulegu vegi og enn fleiri mannslíf með sér niður í fjör- urnar, heldur hvenær. Þingmenn Norðausturkjördæmis og sveit- arstjórnirnar auk heimamanna í fjórðungnum hafa ekki efni á því að ýta þessu stóra vandræðamáli út af borðinu. Slík vinnubrögð geta heima- menn á Suðurfjörðunum og Mið- Austurlandi aldrei þolað. Krafa heimamanna á Suðurfjörðunum um Lónsheiðargöng stendur óhögguð. Fyrir löngu hefði átt að vera búið að ákveða þessi jarðgöng vegna slysa- hættunnar í Hvalness- og Þvott- árskriðum. Vegna sjóflutninganna sem fara um Suðurfirðina á að fækka fjallvegunum og stytta vegalengdina milli Djúpavogs og Fjarðabyggðar um 30 km. Á þessu vandamáli átti fyrrverandi ríkisstjórn að taka áður en ákveðið var að ráðast í ný jarð- göng á Ísafjaðarsvæðinu milli Hnífs- dals og Bolungarvíkur. Þetta kæru- leysi landsbyggðarþingmanna er til háborinnar skammar. Fjórðungssjúkra- hús á óbyggilegu svæði Guðmundur Karl Jónsson skrifar um samgöngumál á Austurlandi Guðmundur Karl Jónsson » Það gengur ekki öllu lengur að heimamenn á Austurlandi sitji uppi með Odds- skarðsgöngin sem eitt versta vandamál heil- brigðisþjónust- unnar í fjórð- ungnum. Höfundur er farandverkamaður. BJÖRN Bjarnason dóms- málaráðherra hefur nýverið sýnt þann skörungsskap að leggja til við ríkisstjórnina að með- lagskerfið verði endur- skoðað frá grunni. Þar sýnir ráðherrann for- dæmi sem öðrum ætti að vera góð lexía – að greina örugglega rétt frá röngu. Íslenska meðlagskerfið er löngu úrelt og langt á eftir meðlagskerfum ann- arra þjóða sem við ber- um okkur gjarnan saman við í þessum málaflokki. Barn síns tíma. Staðreyndin er sú að íslenska meðlagskerfið mismunar foreldrum stórkostlega og vandfundin önnur eins mismunun – nema ef vera skyldi í forsjár- og umgengn- ismálum. Það er klárt. Tökum raunverulegt dæmi: Sam- kvæmt núverandi kerfi er eingöngu horft til tekna meðlagsgreiðanda – feðra í 96% tilvika – og ákveðin úrelt tekjutafla gefin út sem leiðbeinandi viðmiðun til sýslumanna og þeirra sem ákvarða um meðlagsgreiðslur. Faðir sem á t.d. 3 börn og hefur þau hjá sér 40% úr árinu; hefur 320 þús. í brúttótekjur á mánuði, þarf að greiða u.þ.b. 60 þús. krónur, nettó, mánaðarlega til móður í einfalt með- lag – algerlega óháð samvistum við börnin. Umræddur faðir býr börn- um sínum fullbúið heimili með her- bergjum, fatnaði, hjólum, skíðum, skautum o.s.frv. Ekkert fer á milli heimila eins og algengt er í dag. Faðirinn greiðir auk þess tóm- stundir, afþreyingu og annan tilfall- andi kostnað í samvistunum ásamt því að greiða fyrir allar ferðir og flutninga á milli heimila barnanna. Segjum sem svo að faðirinn stofni til nýrrar fjölskyldu. Þegar hann hefur greitt sína skatta og skyldur af laun- unum á mánuði, sem og meðlag til barnsmóður; þá á hann eftir u.þ.b. 135 þús. nettó, á mánuði. Fyrir þá upphæð þarf hann að greiða af sínu húsnæði, bílnum, framfleyta nýju fjölskyldunni, og sínum eigin börn- um af fyrra sambandi, þann tíma sem þau eru hjá honum eins og fyrr segir og eðlilega. Þá er hann um leið að framfæra þau á tvö- faldan hátt, annars vegar hjá sjálfum sér, og á sama tíma hjá barnsmóðurinni í formi meðlagsgreiðslna. Þess utan þarf umræddur faðir líka að sætta sig við að vera meðhöndl- aður sem einstæðingur í skattkerfinu, fær eng- ar barnabætur með börnum sínum af fyrra sambandi, engar skattalegar ívilnanir o.s.frv. Hann skilar auðu í reit skattframtalsins, vegna barna af fyrra sambandi …! Svona er Ísland í dag. Hvernig á umræddur faðir að lifa af með slíkum skilyrðum og íþyngj- andi meðlagskerfi, sem mismunar foreldrum eins og frekast virðist kostur. Tökum annað raunverulegt dæmi: Á síðasta ári var faðir úrskurðaður til greiðslu fjórfalds meðlags með barni, til móður. Ástæðan var sú að faðirinn hafði haft X miklar fjár- magnstekjur á ári. Þetta er hæsta meðlag sem nokkur faðir á Íslandi hefur verið úrskurðaður í. Margir segja; flott – hann hafði svo miklar tekjur að það er OK að láta helvítið borga. Hver er tilgangurinn? Er við- komandi föður ekki treystandi til þess að láta barnið njóta ríkidæm- isins hjá honum sjálfum? Þarf að flytja fjármuni til móðurinnar frá efnuðum föður og láta hana útdeila þeim fjármunum til barnsins? Gat verið að faðirinn hefði efnast jafnvel 10 árum eftir skilnað, í þrotlausri vinnu og dugnaði? Þetta hlýtur að flokkast undir meingallað kerfi? Kostar ekki svipað að framfleyta hverju barni á Íslandi, á mismun- andi aldri? Kostar meira að fram- fleyta barni efnaðs foreldris? Hvaða skilaboð kerfisins eru það? Gott og vel – förum aftur að skrýtnum reglum og leiðbeiningum kerfisins um að það kosti misjafn- lega mikið að framfleyta t.d. 8 ára börnum á Íslandi og það ráðist al- gerlega af efnahagslegri afkomu feðra sem skilja (eðlilegt að tala hreint út og miða við feður sem með- lagsgreiðendur eftir því sem á undan er rakið). Það segir í lögum að með- lag sé eign barns, og að barn eigi að njóta „aflahæfis“ foreldris síns. Aft- ur er spurt; má barnið ekki njóta þess aflahæfis hjá því foreldri sem aflar svo vel? Er móðurinni (með- lagsþiggjanda) betur treystandi fyr- ir fjármunum föður til barns, heldur en honum sjálfum? Í umrædda raunverulega dæminu um föðurinn sem var úrskurðaður til greiðslu fjórfalds meðlags á síðasta ári, vegna fjármagnstekna sinna er eðlilegt að setja fram raunverulegar spurningar í kjölfarið: Segjum sem svo að umrædd móðir barnsins hafi átt annað barn með öðrum tekjulág- um manni, sem greiddi henni einfalt lágmarksmeðlag samkv. lögum þar um og kveðið er á um sem lágmarks- framfærslu með vísitöluútreikn- ingum Hagstofunnar. Hvað ætti um- rædd móðir þá að gera í raunverulegri stöðunni? Á hún að mismuna börnunum sínum eftir meðlagsgreiðslum feðranna; með því að kaupa föt á „tekjulága“ barnið í Hagkaupum; en kaupa föt á „tekjuháa“ barnið í Harrods í Lond- on? Liggur það ekki í hlutarins eðli, þegar skilaboð núverandi meðlags- kerfis eru á þennan máta um alvar- lega mismunun. Hagkaup eða Harrods …? Stefán Guðmundsson skrifar um meðlagsbyrði forsjárlausra foreldra »Hvernig á umrædd- ur faðir að lifa af með slíkum skilyrðum og íþyngjandi meðlags- kerfi, sem mismunar foreldrum eins og frek- ast virðist kostur. Stefán Guðmundsson Höfundur er ritari Félags um for- eldrajafnrétti. FYRIR Alþingi liggur tillaga til þingsályktunar frá okkur framsókn- armönnum um eflingu rafrænnar sjúkraskrár. Hér er um mikilvægt mál að ræða sem því miður hefur ekki feng- ið þá athygli á síðustu árum sem vera skyldi. Fyrrverandi heilbrigð- isráðherrar hafa talað fyrir daufum eyrum fulltrúa fjármála- ráðuneytis þegar reynt hefur verið að afla fjár- magns til þessa máls. Á fyrri hluta ársins 2004 samþykkti rík- isstjórnin stefnumörk- un um upplýsinga- samfélagið fyrir tímabilið 2004 – 2007 og birtist hún í skýrslunni „Auðlindir í allra þágu“ sem forsætisráðuneytið gaf út sama ár. Í skýrslunni sem tók við af fyrri stefnumörkun um sama efni frá árinu 1996 segir m.a.: „Tekin verði markviss skref varðandi innleiðingu á rafrænni sjúkraskrá fyrir alla heil- brigðisþjónustu, jafnt á sjúkrastofn- unum sem á heilsugæslustöðvum og hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðis- starfsmönnum. Fram fari kostnað- armat og fyrir liggi framkvæmda- áætlun árið 2004“. Í svari heilbrigðisráðherra í nóv- ember 2005 kom fram að ráðuneytið hafði fengið til samstarfs við sig ráð- gjafafyrirtæki til að meta stöðu mála og skilgreina helstu verkþætti í upp- lýsingavæðingu heilbrigðiskerfins. Niðurstaðan varð sú að fjárfesting í rafrænni heilbrigðisþjónustu felur í sér verulegan fjárhagslegan ávinn- ing og stuðlar jafnframt að auknum gæðum heilbrigðisþjónustunnar. Það var mat fyrirtækj- anna að ráðast þyrfti í fjárfestingar fyrir tæp- lega tvo milljarða króna til að byggja upp frá grunni heilbrigðisnet og rafræna sjúkraskrá á þriggja til fjögurra ára tímabili. Snýst um öryggi sjúklinga Fjöldi dauðsfalla á sér stað á sjúkrahúsum á ári hverju vegna óvæntra skaða og ónógra upplýsinga. Sagt er að „kerf- inu“ sé um að kenna. Með rafrænni sjúkraskrá má koma í veg fyrir hluta þessara dauðsfalla. Rafræn sjúkraskrá heldur utan um allar mikilvægar heilbrigðisupp- lýsingar sjúklings í samskiptum hans við heilbrigðiskerfið. Hún auð- veldar fyrirmæli lyfjaávísana, auð- veldar samnýtingu gagna á milli meðferðaraðila og fylgir sjúklingi frá vöggu til grafar. Hvers vegna þessi hægagangur? Öllum er ljóst að heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga er dýrt en það sem skiptir mestu máli er að það er gott. Það hefur fengið þann dóm hjá OECD að það sé öfundsvert. Hvorki meira né minna. Við Íslendingar átt- um möguleika á því fyrir um 10 ár- um síðan að vera í forystu þjóða í þróun rafrænnar sjúkraskrár en misstum af því tækifæri. Nú erum við að dragast aftur úr nágranna- þjóðunum af því að ákveðið var að spara aurinn en kasta krónunni. Heilbrigðisráðherra hafði uppi fögur fyrirheit á haustdögum um að draga mundi fljótt til tíðinda í þessu máli. Hann skipaði nefnd sem skyldi undirbúa málið en síðan hefur ekk- ert heyrst. Þeim spurningum sem helst er ósvarað í sambandi við framkvæmd þessa mikilvæga máls lúta m.a. að persónuvernd og tengingu á milli upplýsingakerfa að ekki sé talað um framkvæmdafé. Við megum ekki láta tæknileg at- riði eða ranga forgangsröðun tefja frekar fyrir okkur í þessu mikilvæga máli. Rafræn sjúkraskrá – hvað líður framkvæmdum? Valgerður Sverrisdóttir spyr um framvindu vinnu við raf- rænar sjúkraskrár Valgerður Sverrisdóttir » Fjöldi dauðsfalla á sér stað á sjúkra- húsum á ári hverju vegna óvæntra skaða og ónógra upplýsinga. Sagt er að „kerfinu“ sé um að kenna. Höfundur er þingmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.